Þjóðviljinn - 01.07.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. júll 1982
viðtalið
Stuðningur
við Friðrik
stórt verkefni
Spjallað við Gunnar Gunnarsson
nýkjörinn forseta Skáksambands Islands
A aöalfundi Skáksambands
islands, scm haldinn var i lok
maimánaöar, voru geröar
nokkrar umtalsveröar breyt-
ingar á stjórn Skáksambands-
ins. Ingimar Jónsson, sem haföi
sctiö i forsetastóli i 2 ár, gaf ekki
kost á sér tii endurkjörs og i
hans staö var valinn Gunnar
Gunnarsson. Gunnar er langti-
frá ókunnugur málefnum Skák-
sambandsins, þvi um tveggja
ára skeiö, 1974-’76 var hann for-
seti þess og tók þá viö af Guö-
mundi G. Þórarinssyni. Siöasti
áratugur, 1970-’80 var óneitan-
lega einn sá gjöfulasti í skáklifi
landsmanna. Islenskir skák-
menn unnu mörg frábær afrek
og hér fór fram skákviðburöur
sem án efa veröur skráður i
annála sem einn hinn merkasti i
skáksögunni, einvigiö um
heimsmeistaratitilinn milli
Spasskis og Fischers. Um dag-
inn var Gunnar tekinn tali,
spuröur um endurkomu sina i
embætti forseta Skáksam-
bandsins, verkefni framundan
o.n.
,,Kg kem ínn i þetta svona til
þess aö brúa ákveöiö bil. Þegar
ljóst var aö Ingimar myndi
hætta störfum þuríti að finna
annan mann og þar sem sam-
staöa náöist ekki um neinn gaf
ég mig aftur i þetta; var einn i
kjöri. Ekki fæ ég séö aö ég hafi
neinn sérstakan meöbyr.
Skuldir Skáksambandsins eru
geigvænlegar svo ekki sé meira
sagt. í vanskilum t.a.m. eru
eitthvað i kringum 200 þúsund.
Staða okkar gagnvart Flugleiö-
um vegur þarna þyngst á met-
unum. Eitt stærsta verkefni
hinnar nýkjörnu stjórnar verður
að rétta við fjárhaginn og er
fjársöfnun i bigerö. T.d. veröur
haldið útimót i miðbænum i júli-
byrjun, sennilega 5. júli. t sum-
ar erum við meö mann i starfi
framkvæmdastjóra S1 og hann
tekur fullan þátt 1 fjársöfnun.
Næsta vetur er meiningin að
ráða mann áfram i þetta starf.
Hvað önnur verkefni snertir,
þá ber vitaskuld aö nefna stuön-
ing við Friðrik i kjöri til forseta
FIDE og úrslitaviðureignina i
undanrásum EM. Við teflum við
Englendinga 10. og 11. júli i
Birmingham. Þá er viðamikiö
verkefni sem er ólympiumótið i
Luzern en þar verðum við með
sveitir bæði i karla- og kvenna-
flokki.”
Keykjavikurskákmót ’83.
Stendur þaö til?
„Það er fullur hugur á þvi að
halda Reykjavikurmótunum á-
fram og það á hverju ári.
Stjórnin heíur enn ekki íarið of-
an i saumana á þvi máli en það
verður væntanlega gert fljót-
lega. Siðasta mót heppnaðist
prýðilega og þessi mót eru þeg-
ar orðin hátt skrifuð erlendis.
Spurningin er sú hvort mótiö
eigi að vera opiö altur eða með
lokuðu sniöi. Þaö getur vel verið
heppilegra að breyta til lrá ári
til árs.”
Nú ert þú fyrir utan það að
vera bankastjóri og forscti
Skáksambandsins einnig virkur
skákmaöur og syngur þess utan
með karlakórnum Fóstbræðr-
um. Er hægt að sameina þetta
allt sanian?
„Ég veit nú ekki hvernig þetta
verður meö sönginn næsta vetur
og skákin veröur sjálfsagt aö
sitja á hakanum. Þvi kynntist
ég þegar ég var íorseti SI 1974-
’76. Hitt er vist að i september
fer ég með Fóstbræðrum til
Bandarikjanna, en þar munum
við vera við opnun Scandinavia
Today og þess utan íerðast vitt
og breitt um Bandarikin. Ég
geri svo ráð íyrir að þegar liða
tekur á haustið þurfi eitlhvað að
gefa eftir.” _hól
íhugun
Satt en ótrúlegt
Að
búa
til
dælu
Maður nokkur kom til véla-
verkfræðings og bað hann að
hanna fyrir sig dælu, sem upp-
fylla átti miklar og harðar
kröfur. Samtal þeirra var eitt-
hvað á þessa leið. „Dælan
verður að halda 5 litrum af
vökva i stanslausri hringrás
við 37 gr. hita. Hún verður að
vinna gegn sibreytilegri mót-
stöðu og verður að aðlagast
á svipstundu. Aðra stundina
verður hún að dæla 5 litrum á
minútu en hina allt upp i 25
litrum.” „Hvað áttu við með á
svipstundu?” spurði verk-
fræðingurinn. „Innan við
ttunda hluta úr seköndu”.
Sagt er að vélaverkfræðingur-
inn hafi fölnað litið eitt, blistr-
að og skrifað athugasemd á
blað. „Dælan má ekki vera
þyngri en 350 gr.”, hélt mað-
urinn áfram. „Hún verður að
geta starfað efst á Everest-
tindinum, i Sahara-eyðimörk-
inni og á Norðurpólnum. Hún
verður að ganga dag og nótt,
og geta hringrásað 130 sinnum
á minútu, en innan 2 minútna\
verður hún að geta dælt að-
eins 70 sinnum. Hún verður að
stjórnast að sjálfsstýrðum
raftækjabúnaði.” „Attu við
sjálfgengi?” spurði vélaverk-
fræðingurinn. „Við erum al-
vanir sliku”. „Dælan verður
að láta að mannlegri stjórn,
sem kann að misbjóða hinni
dásamlegu sjálfvirkni hennar
si og æ. Sá sem gætir dælunn-
ar, kann að vera drukkinn eða
sofandi. Það md engu skipta.
Dælan verður að vera fjórhjól-
uð, með fjórum lokum og
verður að þrýsta vökvanum i 2
gagnstæðar áttir.” „Ég vil
ekki segja að þetta sé óger-
legt” sagði vélaverkfræðing-
urinn. „Ég skrifa þetta allt hjá
mér. En hvað segirðu um við-
gerðirnar?” „Viðgerðirnar?
Þær verður að framkvæma án
þess aðdælan missi úr eitt ein-
asta slag. Ég læt þig vita að
dælan má aldrei stöðvast.”
„Ég verð að leita á náðir sér-
fræðinga verksmiðjunnar”
sagöi verkfræðingurinn i ör-
væntingu sinni. „Einu verö ég
að bæta við.” „Dælan verður
skilyrðislaust að geta gengið i
100 ár”. Vélaverkfræðingur-
inn lét þá blýantinn falla
„þetta er ógerlegt, slika dælu
geturenginnhugsað upp”.
Þessi saga var fyrst sögð
fyrir 10—15 árum siðan, en
hætt er þó við að nútima verk-
fræðingum reynist erfitt að
uppfylla allar þær kröfur, sem
gera veröur til mannshjart-
ans,eins og etv. einhvern var
farið að gruna, var hér lýsing
ámannshjartanu.
Frumsýninga rgosið var sl. sunnudag er Geysir gubbaöi uppúr sér gosstróknum fræga. Trúlega hafa ekki færri en þúsund
manns horft upp á þessa býsn sem fram fdr lauslega eftir áætlaðan gostima kl. 16. Þegar gamli Geysir lauk sér af — klappaði
mannfjöldinn ihrifningu.
Svínharður smásál
Eftir Kjartan
Arnórsson
Folda, — viljalaust verkfæri
múgmenningarinnar!
Aldrei! Aðhún skuli vera
svona óð isjónvarp!
Og jafnvel páfinn sagöi sjálfur
aö sjónvarp sameinaði
t-^f jölskylduna!
O
Ef páfinn ætti börn heföi
hann hugsaö öðru visi!
Ertu orðinn galinn eða
ertu kannski
MVRR H£F\)R£>ú
ECr
\IIKU
-fTN s \JO fiJ
B<& SpjTfiLfi-
- CY\P,TINSJ<