Þjóðviljinn - 01.07.1982, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 1. júll 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Rotary á leið-
inni austur
Stærsta karlaklúbbahreyfingin er að
skjóta rótum í kommúnistaríkjum
til að draga úr spennu
Stærsta karlaklúbbahreyfingin,
Rotary International ætlar að
vinna friðnum gagn og reynir i
þeini tilgangi að komasl austur
fyrir járntjald til að stofna Rot-
aryklúbb þar I löndum, að þvi er
segir i frétt i danska blaðinu In-
formation. Rotary og fleiri karla-
klúbbar cru mjög vinsælir hér á
landi einsog kunnugt er og er taiið
að hlutfallslega séu hvergi fieiri
karlar skipulagðir i þessum hreýf
ingum en einmitt hér. 4
Um þessar mundir eru Rotary
klúbbar að opna aftur i Peking
eftir að starfsemi þeirra hefur
legið niðri i um þrjátiu ára skiið.
Formaður alþjóðasambands Rot-
ary-klúbba sem nýverið var á
ferð i Danmörku Stanley E. Mc-
Caffrey segir að kinverska rikis-
stjórnin liti með miklum velvilja
til endurlifgunar þessara klúbba.
A siðasta ári hefur Rotary efnt
til fjölmargra funda og ráðstefna
þarsem fjallað hefur verið um
viðkvæm málefni á pólitiskum
spennusvæðum.
Stundum hafa slikar ráðstefnur
tekist ótrúlega vel, einsog t.d. i
Suður-Asiu þarsem sendiherra
Pakistan og utanrikisráðherra
Indlands féllust i faðma og lýstu
þvi yfir að aldrei aftur mætti
koma til styrjaldar á milli þjóða
þeirra.
Annars staðar hafa slikar frið-
arráðstefnur ekki tekist jafnvel
einsogt.d. á Falklandseyjum en i
þeirri deilu reyndi Rotary að
miðla málum áður en til átaka
kom á milli Argentinu og
Stóra-Bretlands. McCaffrey
snéri sér tilGaltieris og hinnar
þekktu Rotary-eiginkonu Mar-
grétar Thatclier (hefur verið
þátttakandi i 25 ár i vikulegum
málsverði Rotary-kvenna i Eng-
landi). En allt mistókst þetta nú
einsog kunnugt er.
Stanley E. McCaffrey forseti
alþjóðasambands Rotaryí,,Við
höfum vald til að færa fólk og
þjóðir nær hvert öðru”.
Mismunun kynjanna
Konum er meinaður aðgangur
að þessum klúbbum en þær hafa
þátttökurétt i hliðarsamtökum
(Innra hjólið). Rotary hefurverið
legið á hálsi að hafa einnig mis-
munað hörundsdökku fólki. Mac-
Caffrey segir i viðtalinu að hann
hafi þurft að ráðast gegn Rotary -
klúbbi i Birmingham i Alabama
af þvi sá klúbbur hafði meinað
öðrum aðgang en karlmönnum af
hvitum kynstofni. Nú hefur fjöl-
þjóðleg yfirstjórn Rotary sam-
þykkt að banna klúbbum þess
háttar takmarkanir i framtiðinni.
í sambandi við Suður -
Afriku
Samband Rotary við Chile og
Suður-Afriku hefur einnig verið
umdeilt. Einn forvera McCaff-
reys heimsótti Pinochet einræðis-
herra i Chile á sinum tima og
hrósaði þeirri stjórn. Og þegar
McCaffrey var spurður að þvi
hvortsamband Rotary sem sifellt
væri að aukast við Suður-Afriku-
stjórn skaðaði ekki álit Rotary út-
ávið, svaraði hann þvi til að Rot-
ary væri áfram um að brúa bil en
ekki skera á tengsl.
Rotary-klúbbarnir eru nú ni-
tján þúsund talsins i 157 löndum
og þar er allra handa stjórnar-
far.
Ópólitiskur friður
En hvar er friðinn að finna á
milli smurbrauðsins og söfnunar-
baukanna sem ganga á Rotary-
fundum? Þessu svarar MeCaff- '
rey á þann vég, aö hanh hal'í'lario
þess Ieit við aila klúbbana að þeir
tækju fyrireitthvert sérstakt efni
til að auka skilning sem aftur
leiddi til friðsamlegri sambúðar
manna og þjóða. Auglýst hefur 1
verið eftir tillögum um að auka
likur á heimsfriði og hefur Mc-
Caffrey fengið þúsundir bréfa um
þetta efni. Meðal þess sem leitast
er við i þessum tilgangi er einmitt '
það að stofna klúbba i þeim lönd-
um þarsem Rotary hefur ekki
þekkst hingað til. Margir stungu
uppá að efnt yrði til umræðufunda
23 klúbbar
S
a Islandi
— A islandi eru starfandi
23 Rotary-klúbbar með á
milli 850 og 900 félögum,
sagði Pétur Þorsteinsson
umdæmisstjóri Rotarys I
viðtali við Þjóðviljann I
gær. — Auk þcss starfa
fjórir kvennaklúbbar sem
ekki eru I beinu sambandi
við okkur, sagði Pétur.
Kvcnnaklúbbarnir kallast
Innra hjólið
— Við höldum fundi viku-
lega og vinnum að þvi að
hafa bætandi áhrif á okkar
samfélag. Þetta er eiginlega
góðgerðarstarfsemi hjá okk-
ur. Þetta er enginn leynifé-
lagsskapur, þvert á móti, hér
er unnið á opinn og jákvæðan
hátt. Kvennaklúbbarnir
starfa einsog kvenfélög má
segja. — óg
um friðarmál og heimsfriðarráð-
stefnu.
En er hægt að ræða um frið án
þess að það snerti pólitik á einn
eða annan hátt? Þessu svarar
McCaffrey á þá leið, að erfitt sé á
stundum að þekkja mörkin. „Við
vonum að hægt sé að sýna fram á
að einstaklingar og frjáls félaga-
samtök geti margt gert á ópóli-
tiskum grundvelli til að auka
skilning og friðarvilja á milli
manna og þjóða”.
—óg.
UPPLYSINGARum komu- og brottfarartima fiugvéla
innanlandsflug
millilandaflug
26011
27800
Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bis. 78 í símaskránni.
FLUCLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi
VÖRUAFGREIÐSLAINIMANLANDSFLUGS
27933
Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér nýju númerin á bls. 78 i símaskránni.
FARPANTANIRog FARGJÖLD
innanlandsflug 26622
millilandaflug Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér 25100 _ FLUGLEIDIR nýju númerin á bls. 78 í símaskránni. Gott fólk hjá traustu félagi M.
FLUGLEIÐIR
Gott fólk hjá traustu félagi