Þjóðviljinn - 01.07.1982, Blaðsíða 16
D/OÐVIUINN
Fimmtudagur 1. júH 1982
Abalslmi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags.
Utan þess tima er haegt a6 ná i blaftamenn og abra starfsmenn
blabsins i þessum simum : Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot
81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt ab ná I af
greibslu blaösins i sima 81663. Bla&aprent hefur sima 81348 og
eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsím!
afgreiðslu
81663
Samningar ASI og samtaka vinnuveitenda
Samningarnir sem und-
irritaðir voru í gær milli
Alþýðusambands Islands
annars vegar og Vinnu-
veitendasambandsins og
Vinnumálasambands sam-
vinnufélaga hins vegar
gilda frá 1. júlí til 31. ágúst
1983. Undirrituðu fulltrúar
ASÍ og VSÍ samninginn um
kl. 7 i gærmorgun eftir að
stöðugir fundir höfðu verið
alla nóttina. Skömmu síðar
undirrituðu svo fulltrúar
Vinnumálasambandsins
sams konar samning, en
voru hins vegar með ann-
ars konar fyrirvara og
bokanir. Samningurinn i
heild þýðir um 9 — 10%
launahækkun að meðaltali
fyrir félaga Alþýðusam-
bundsins.
1 samningnum er kveðið á um
4% grunnkaupshækkun strax i
dag, 1. júli og nær hún til allra
launaflokka innan taxtakerfis
ASt.
Starfsaldurshækkanir sam-
ræmast og miðast við starf innan
sömu starfsgreinar þannig að
hækkanir miðað við byrjunarlaun
viðkomandi launaflokks verði
sem hér segir: Eftir 1 ár 2.5%,
eftir 2 ár 5.0%, eftir 3 ár 7.5% og
eftir5 ár 10.0%, Þeirsemþegar
hafa náð meiri starfsaldurshækk-
un en hér er gert ráð fyrir, halda
þeirri hækkun áfram.
1. janúar 1983 er gert ráð fyrir
að öll starfsheiti flytjist upp um 1
launaflokk en hlutfallslegt bil
milli launaflokka haldist óbreytt.
10% meðaltalshækkun
á samnlngstimabllmu
2.9% vísitöluskerðing í haust. — Samið til 1. september 1983
Fulltrúar Alþýðusambandsins og vinnuveitenda undirrita samkomulagið um kl. 7 i gærmorgun. Guð-
laugur Þorvaldsson rlkissáttasemjari situr á milli þeirra Asmundar Stefánssonar forseta ASl og Páls
Sigurjónssonar formanns VSt. Ljósm. hm.
Gagnrýni á ASÍ og
VSI samkomulagið
Eins og
fyrri
daginn
Pctur Sigurðsson formaður
Alþýðusambands Vestfjarða
og Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélagsins i Vcst-
mannaeyjuni sögðu i frctta-
tima útvarps i gærkvöldi að
þótt samningar ASÍ og VSÍ
tækju mið af þeim crfiðu að-
stæðum scm væru i efnahags-
lifi þjóðarinnar þá væri það
„eins og fyrri daginn, að ckk-
ert væri eftir fyrir láglauna-
fólkið i framleiðslugrcinun-
um.
Það fólk skal áfram eins og
áður gera sér að góðu þá mola,
sem el' til vill lalla af boröum
höfðingjanna, sem eru með
fjórföld eða l'immföld verka-
mannalaun”, sagði Pétur m.a.
Ennfremur kom sú gagnrýni
fram að samningagerðin færi
fram á röngum tima þegar
verkalýðshreyíingin væri ekki
tilbúin til átaka vegna þess að
orlofstiminn væri framundan.
Þá álitu Pétur og Jón að sér-
stök visitöluskerðing upp á
2.9% sem samið hefði veriö
um væri bæði stórhættulegt
fordæmi i samningagerö og
viðurkenning á „jarminu i
Þorsteini Pálssyni og lelög-
um”.
Ekki kom þó fram að verka-
lýðsíélög á Vestfjörðum, sem
semja sér, eða i Vestmanna-
eyjum hyggðu á séraðgerðir
vegna samningsniöurstöðunn-
ar i heildarsamningunum.
—JS
Evrópuferðir Amarflugs
Flogið 4. júlí
Sunnudaginn 4. júli n.k. verður
fyrsta brottför i hinu nýtilkomna
áætlunarflugi Arnarflugs til Evr-
ópu, og flogiö veröur til ZDrich i
Sviss, en þangað verður farið
vikulcga. Miðvikudaginn 7. júli
verður siðan flogið til Dösseldorf i
Þýskalandi, en þangað verður
fariðtvisvar i viku, að þvi er scgir
I fréttatilkynningu frá Arnarflugi.
1 tengslum við sölu áætlunar-
farseðla hefur Arnarflug opnað
nýja söluskrifstofu að Lágmúla 7.
Markaðsskrifstofur hafa tekið til ,
starfa i Zörich, Frankfurt og
Amsterdam, en i siðastnefndu
borginni hefur nýráðinn svæðis-
stjóri i Evrópu, Magnús Oddsson,
aðsetur sitt. Auk ýmissa starfa
vegna Evrópuflugsins mun
Magnús vinna aö markaðsöflun i
Evrópu og hafa fjölmiðlar og
ferðaskrifstofur erlendis þegar
sýnt þessu nýja áætlunarflugi
mikinn áhuga.
Einnig kemur fram i fréttatil-
kynningu Arnarflugs, að félagið
bindur miklar vonir við áætlunar-
flugið til Evrópu, og segir að á-
fangastaöirnir séu einkar heppi-
legir til styttri eöa lengri sumar-
leyfisferða, og viðskiptaferða. Er
bent á að fjölmörg timarit um
ferðamál og flugumferö hafi aö
undanförnu valið Amsterdam
ákjósanlegustu flughöfn veraldar
fyrir þá, sem hyggja á fram-
haldsflug til annarra staða i
Evrópu eöa til annarra heims-
álfa.
Jafnframt þessu hækka lág-
markstekjur um 2%.
1. mars 1983 komi nýtt starfs-
aldursþrep, er miðist við 6 ára
starf i sömu starfsgrein, þar af
tvö siðustu árin hjá sama at-
vinnurekanda, og verði þá laun
12.5% hærri en byrjunarlaun við-
komandi launaflokks.
Akvæðisvinnutaxtar skulu taka
sömu hlutfallslegu breytingum og
timavinnutaxtar eftir fyrstu
starfsaldurshækkun. Samningur-
inn tekur þó ekki til sildarsöltun-
arsamninga.
Verðbætur á laun skal greiða
samkvæmt ákvæðum ólafslaga
en þó skal sérstaklega draga
2.9% frá útreikningi verðbótavisi-
tölu 1. september 1982. Umræðum
við rikisstjórnina um nýjan visi-
tölugrundvöll skal halda áfram.
Þetta eru meginatriði þessa
samnings sem aðilar vinnumark-
aðarins voru að gera i fyrrinótt.
Auk þess var svo samiö um ýmis
konar flokkatilfærslur fyrir fé-
laga innan Verkamannasam-
bandsins, Landssambands iðn-
verkafólks, Landssambands is-
lenskra verslunarmanna og
Málm- og skipasmiöasambands-
ins.
Rafiðnaðarsamband Islands er
eina stóra iðnaöarmannafélagið
sem stóð utan þessa samnings.en
fulltrúar þess hafa þegar fengið
hinn nýgerða kjarasamning til
skoðunar.
1 lok kjarasamnings ASt, VSl
og VMSS er tekið fram að samn-
ingstiminn sé frá 1. júli 1982 til 31.
ágúst 1983. Er hann uppsegjan-
legur með eins mánaðar fyrir-
vara. Kaupgjaldsákvæðum
samningsins er heimilt að segja
upp á samningstimabilinu með
eins mánaðar fyrirvara ef sett
verða lög sem breyta ákvæðum
um greiðslu verðbóta á laun eða
ef launahækkanir i aðal- og sér-
kjarasamningum opinberra
starfsmanna verða meiri en i
samningnum felst.
— v.
Prestastefnan ályktar um frið og afvopnun
Allir kallaðir
tO ábyrgðar
Kirkjan hefur forgöngu um friðarmálaumræðu og
sérstakan friðardag í september
Prestastefnan 1982 var
haidin að Hólum i Hjalta-
"dal dagana 29. og 30. júní.
Aðalmál prestastefnunnar
var um afvopnunar- og
friðarmál undir yfirskrift-
inni „ Friður á jörðu", og
var fjallað um þau mál í
inngangserindum, pall-
borðsumræðum og um-
ræðuhópum.
I lok ráðstefnunnar var eftir-
farandi ályktun samþykkt sam-
hljóða:
1. Sá friður, sem kirkjan boðar
er friður Guðs, sem hún er send
með út i heiminn til þess að fagn-
aðarerindið fái að móta mannlifið
ailt.
Við minnum á, aö friöur er af-
leiðing af réttlæti i samskiptum
manna og verður aðeins tryggður
á þann hátt að réttlæti riki.
Viö minnum á aö hinn kristni
fagnaðarboðskapur á erindi við
manninn á öllum sviðum lifs
hans.
Fagnaðarerindið er boðskapur
um ábyrgð mannsins á öllu lifrik-
inu og þar með einnig um velferö
þjóöa og einstaklinga.
2. Vér fordæmum geigvænlegan
vigbúnað i heiminum, og vér
minnum á þá gifurlegu fjármuni,
sem variö er til vigbúnaðar, með-
an stór hluti mannkyns sveltur.
Vér bendum á, aö málefni frið-
ar og afvopnunar eru ofar flokks-
sjónarmiðum stjórnmálaflokk-
anna. 1 málefnum friöar og af-
vopnunar hljóta allir menn að
vera kallaðir til ábyrgðar.
Vér æskjum þess, að kirkju-
stjðrnin taki höndum saman við
alia stjórnmálaflokka landsins til
umræðu um friðarmál og beinum
þvi til biskups að hafa forgöngu i
þvi efni.
3. Vér hvetjum söfnuði landsins
til þess að leggja aukna áherslu á
uppeldi til friðar meö þvi að
a) ástunda slikt uppeldi innan
fjölskyldunnar sjálfrar og i sam-
skiptum milli heimila á þann
hátt, meöal annars, aö sýna sátt-
fýsi, sanngirni, hógværð og um-
buröarlyndi,
b) vekja menn til vitundar um
skaðsemi ofbeldis i fjölmiðlum,
myndböndum, leikföngum og á
fleiri sviðum,
c) vekja til umhugsunar um
sáttaleiðir i deilumálum, stórum
og smáum, og minnast gildis hins
fórnandi kærleika, og
d) byggja upp gagnkvæmt
traust milli einstaklinga og hópa
og vinna gegn fordómum með þvi
að hvetja menn til þess að virða
skoöanir annarra.
Vér bendum söfnuðum landsins
á eftirfarandi leiðir til þess aö
vinna aö uppeldi til friðar:
Með þvi að leggja rækt við guð-
þjónustur safnaöarins og biðja
fyrir friði.
Með þvi að efna til umræðu-
funda i kirkjum og safnaðarheim-
ilum um málefni friöar og af-
vopnunar.
Meö friöarsamkomum, friðar-
vökum og guöþjónustum, þar sem
meginefnið er friður, sáttargjörð
eða skyld efni.
Vér leggjum til að haldinn verði
sérstakur friðar- og sáttargjörð-
ardagur 14. sunnudag eftir þrenn-
ingarhátið á þessu ári.
— jsj.