Þjóðviljinn - 01.07.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. júll 1982
Fimmtudagur I. júll 1982 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9
Um yínnuvemd
í Svíþjóð
Vinnuverndarsjóðurinn í Svíþjóð
hefur til umráða 880 miljónir
í siöustu viku heimsótti
island Áke Nilsson, fyrr-
verandi formaður sænska
Vinnuverndarsióösins.
Fyrir heimsókninni stóðu
Vinnueftirlit ríkisins og
Málm- og skipasmiðasam-
band islands og var mein-
ingin að kynna hlutverk
sjóðsins sænska# sem á sér
enga hliðstæðu hér á landi,
en gegnir umfangsmiklu
hlutverki » vinnuverndar-
málum i Svíþjóð.
Helstu samtök, sem að vinnu-
verndarmálum vinna i Sviþjóð,
Heili og taugakerfi
Allt taugakerfið getur skaddast.
Hjarta- og æðakerfi
Mörg efni hafa hér skaövænleg
áhrif m.a. á myndun blóðkorna
Lifur
Grunur leikur á, að vínandi og
leysiefni hafi hættuleg áhrif sam-
Húðin
Húðin missir fitu: sum leysiefna
eiga greiða leið gegnum húðina
Augun
Sum efnanna erta augun
öndunarfærin
Leysiefnið erta slimhúð
Nýrun
Sýnt hefur verið fram á, að starf-
semi nýrnanna hefur breyst
vegna áhrifa frá leysiefnum.
Æxlun
Hætta á fósturlátum i byrjun
meðgöngu. Einnig leikur grunur
á að leysiefni geti haft áhrif á
kynfrumur karla og kvenna.
eru „Arbetarskyddsstyrelsen”,
eða Vinnueftirlitiö, sem hefur um
1300—1400 starfsmenn, og er
rikisstofnun, þá er Arbetar-
skyddsnamden” samstarfsnefnd
aðila vinnumarkaöarins, 25 ára
gömul, og gengst hún einkum
fyrir upplýsingaherferðum við-
vfkjandi vinnuvernd, „Föringen
för arbetarskydd”, eru 101 árs
gömul frjáls félagasamtök, að
visu mikið rfkisstyrkt, og gefa
þau m.a. út blaöiö „Arbetars-
miljö” sem kemur út 16 sinnum á
ári og i 300 þúsundum eintaka.
Siðast er þaö svo Vinnuvernd-
arsjóðurinn, eða „Arbetar-
skyddsfonden” sem stofnaður var
árið 1971 og tók til starfa á árinu
1972. Xke sagöi að tilkoma sjóðs-
ins hefði byggst á þvi, að atvinnu-
sjúkdómar höföu breyst og
sömuleiðis vinnuslys, komin væru
alls kyns kemisk efni, sem menn
vissu litil deili á en sannanlega
yllu heilsutjóni, þótt oft væri ekki
vitað hvernig eða á hvaða hátt
nákvæmlega. Þá hafði stress
einnig aukist á mörgum vinnu-
stööum — eðli vinnunnar hefur
breyst mikið frá siðari heims-
styrjöld og þessu nýja eðli fylgja
nýir, eða öðruvisi sjúkdómar.
Þetta þyrfti að kanna nákvæm-
lega. Þvi var sjóðnum komið á
fót. Hlutverk hans er að stuöla að
og standa fyrir rannsóknum i
vinnuumhverfi manna.
Til þessa ætlunarverks leggja
atvinnurekendur fram 0.075% af
öllum launum, sem þeir greiða. A
árinu 1975 haföi sjóðurinn til um-
ráða 75 milljónir sænskar. sem
Áke Nilsson sagði mjög mikið fé.
Um starfsemi sjóðsins gaf Ake
eftirfarandi dæmi: á árunum
1972—82 var veitt fé i 2.000
rannsóknarverkefni; sjóöurinn
fékk 800 skýrslur; sjóðurinn veitti
fé i 1.500 menntunar- og upplýs-
ingaverkefni, og er áætlað að þau
hafi náð til 470.000 manna. Þá stóð
sjóðurinn fyrir útgáfu á 490 bæk-
lingum eöa skýrslum með helstu
niðurstöðum rannsóknarverk-
efna. Sjóðnum bárust 850.000
pantanir á þessum bæklingum og
skýrslum, og verður það að telj-
ast allgóð útbreiðsla.
Auk þessa styrkir Vinnuvernd-
arsjóöurinn bæði Vinnueftirlitið
og hin tvö samtökin meö fjár-
framlögum. Sjóðurinn hefur til
ráöstöfunar á fjárhagsárinu
1982/83 488.9 milljónir sænskra
króna (u.þ.b. 880 milljónir is-
lenskra króna). A þessu sama
fjárhagsári mun sjóðurinn veita
49.4 milljónum til rannsókna á
kemiskum efnum á vinnustöðum
(88.9 milljónir fsl.) og til rann-
sókna á likams/félagslegum
vandamálum (stress, áhrif tölvu-
væðingar, áhrif atvinnulýðræöis
o.s.frv.) kr. 25.9 milljónum (46.3
millj. Isl.)
Og hver eru svo áhrifin af þessu
öllu? Xke Nilsson svaraði þvi
reyndar sjálfur. Hann sagði, aö
enda þótt ávallt væri erfitt að
meta árangur starfs sem þessa
færi ekki hjá þvi að það hlyti aö
skila miklum árangri þegar til
lengri tima væri litiö. Hann hafði
meðferðis bækling, sem sjóöurinn
hefur gefið út um hættur sem
fylgja leysiefnum. Vinnueftir-
litsmenn islenskir, sem viðstadd-
ir voru, sögðu bækling þennan
mjög góðan, og innihalda flest
það sem menn þyrftu aö vita um
málið. Og vissulega litur hann vel
út, sbr. meöfylgjandi mynd.
—ast
Leysiefni og fósturskaðar
Eitt af því, sem vakti
sérstaka athygli blaöa-
manns í bæklingi Vinnu-
verndarsjóðsins sænska
um áhrif leysiefna, voru
skrif um fósturskaða. Þar
er fullyrt, að ýmis leysi-
efni hafi eða geti haft þau
áhrif, að fóstur verði af-
brigðilegt, konan láti fóstri
og, ennfremur, að leysi-
efni geti haft áhrif á kyn-
frumur kvenna og karla og
afleiðingin er að sjálf-
sögðu afbrigðilegur erf-
inqi.
Við leituðum á fund Vilhjálms
Rafnssonar, læknis hjá Vinnu-
eftirliti rikisins, og spurðum hann
nokkurra spurninga viðvikjandi
málinu. Fyrsta spurningin var
við hvers konar vinnu leysiefni
væru notuö einna helst hér á
landi.
„Þau eru notuð afskaplega
viða”, sagði Vilhjálmur. „Til
dæmis i málningarvinnu, plast-
iðnaði þar sem plastiö er steypt i
mót, við dúklagningar, á rann-
sóknarstofum og viðar.
Útbreiðsla þeirra fer sivaxandi.”
— t hvaða atvinnugreinum
vinna konur?
„Það má taka plastiönaöinn,
hér er steypt talsvert af plasti og
nokkur fyrirtæki, eru hér til
staðar i þeirri atvinnugrein. Það
má einnig nefna að svæfingar-
hjúkrunarkonum getur veriö
hætta búin, þvi þessi efni eru
notuö til svæfinga og rannsóknir
virðast benda til þess, að þau hafi
þessi áhrif. Þá má einnig nefna
vinnu á rannsóknarstofum, þar
sem meinatæknar vinna viö rann-
sóknir á bakterium og alls kyns
sýnum. Þar koma ótal mörg efni
við sögu og erfitt er að fullyrða,
um áhrif þeirra, en margt bendir
til þess, að fóstri geti verið hætta
búin, ef móðirin vinnur slika
vinnu. Að lokum má siöan nefna
lyfjaiðnaöinn, en hann er all-
nokkur i landinu. Þetta eru helstu
atvinnugreinarnar.”
Vilhjálmur sagði okkur enn-
fremur, að hér áður fyrr heföu
menn álitiö, aö engin efni gætu
borist til fósturs. Alitið gjör-
breyttist eftir Talidómiðslysið
mikla, en þúsundir kvenna i
Evrópu fæddu vansköpuö börn á
6. áratugnum eftir aö hafa tekið
inn lyfið Talidómið. Það var ró-
andi lyf, einkum ætlað vanfærum
konum. Eftir það fóru menn að
segja sem svo, að öll efni bærust
til fósturs nema annað væri
sannað. „En það er ekkert af-
skaplega langtsiöan þetta viðhorf
varð allsráðandi og þvi eru rann-
sóknir á þessu sviði ekki komnar
mjög langt. Þeim fleygir hins
vegar óðfluga fram,” sagði Vil-
hjálmur.
— Hafa einhverjar rannsóknir
verið gerðar hér á landi á sam-
bandi leysiefna og fósturþró-
unar?
„Jú, þeir Gunnar Biering og
Gunnlaugur Snædal læknar, eru
að vinna aö rannsókn hérlendis á
konum i plastiðnaði. Þessi rann-
sókn sem ekki er lokið, er liður i
norrænu samstarfi um viða-
miklar rannsóknir á þessu sviði.
Hér á landi er samstarfsnefnd um
þessar rannsóknir, sem i eiga
sæti læknarnir fyrrgreindu,
Hrafn Túlinius, örn Bjarnason og
ég. Starfið strandar þó frekar á
mannskap en fjármagni hér á
iandi — það vantar hér fólk sem
vill helga sig svona rannsóknum i
einhvern ákveðinn tima og sinna
þeim sem fullri vinnu.
1 sjálfu sér væri ekkert mikið
mál að gera rannsókn á þessu
sambandi hérlendis. Finnar eru
einna lengst á veg komnir með
þessar rannsóknir og margar
rannsókna þeirra byggjast á
tölvuathugunum á mæöraskrá
þeirra. Þeir hafa mjög full-
komnar skrár, þar sem ótal
þættir eru skráðir og tiltölulega
einfalt að vinna upp úr með hjálp
tölvu. Viö höfum sömuleiðis
góðar mæðraskrár hér og gætum
þess vegna unnið ýmislegt upp úr
þeim. En þaö stendur semsé
meira á mannskap til að vinna
þetta heldur en fjármagni.”
— ast
Vilhjálmur Rafnsson, læknir Vinnueftirlits rikisins
Fósturlát, heilaskemmdir og vanskapnað
má stundum rekja til atvinnu foreldra
0 Fósturskaðar geta
orðið vegna beinnar
eiturverkunar á
fóstur eða legköku
0 Meðal þeirra efna,
sem hafa skaðvænleg
áhrif eru tóbak, áfengi
og leysiefni ýmis
0 Leysiefnin hafa
hugsanlega áhrif á
kynfrumur manna,
bæði karla og kvenna
0 Margar konur hér
á landi vinna með eða
innan um leysiefni