Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júll 1982 viðtalið 99 Við erum ekki á nemum Bömmer” ítætt við Adolf Friðriksson, hljómplötuútgef- anda á Akranesi ,,Jú, það er óhætt að segja það, að það er meiri háttar fyr- irtæki að gefa út svona plötur”, sagði Adolf Friðriksson að- spurður i spjalli við Þjóðviljann á dögunum, en hann leit hér við á ritstjórninni til að kynna splunkunýja hljómplötu hljóm- sveitarinnar Tibrá — ,,og þetta er lika svo stór plata. Hún er 12 tommur i þvermál”, bætti Adolf við, en hann er útgefandi plöt- unnar. Nafn plötunnar er ,,t svart-hvitu” og eru á henni sex lög, þrjú hvoru megin á plöt- unni. Lögin eru eftir meðlimi sveitarinnar og hafa þeir meö sér þannig verkaskiptingu, að hljómborðsleikarinn Valgeir Skagfjörð semur grunnhug- myndirnar að lögunum, en aðrir meðlimir hljómsveitarinnar ljúka við lögin. En auk Valgeirs skipa Tibrá þeir Eðvarð Lárus- son, Eirikur Guðmundsson Finnur Jóhannsson og Jakob R. Garðarsson. „Tíbrá merkir hillingar”, sagði Adolf, „enda sjáum við, meðlimir hljómsveitarinnar og ég, fólkið i Reykjavik i hilling- Adolf Friðriksson gefur út hljómplötu með hljómsveitinni Tibrá frá Akranesi: ... þótt heimur peninganna sé eins og hryllingsmynd I þrividd”. Ljósm.: —eik —. Þess vegna er tónninn i plötunni dálitið léttari, en strákarnir hefðu ella haft hann. Ég tel þá fullfæra um að gera listaverk, en þó hefur nú létt- metið liklega yfirhöndina báð- um megin plötunnar. En is- lensku textarnir á hlið A eru nú liklega ivið léttari samt. Ensku textarnir hinum megin á plöt- unni eru, já, svona i þyngra lag- inu”. Eins og áður var getið er Adolf útgefandi plötunnar. Hann var spurður um efna- hagslegan þátt útgáfunnar. „Já, ætli við þurfum ekki að selja nálægt 800 eintökum til að útgáfan standi undir kostnaöi — og þá reikna ég okkur ekki laun. En ég vil að það komi skýrt fram, að við erum ekki á nein- um „bömmer” eins og þó er titt um suma aðra i þessum bransa. Við erum óskaplega lukkulegir með lifið, hreint út sagt, og til- veruna lika. Okkur hefur enda gen'gið skin- andi vel og hljómsveitinni hefur verið vel tekið. Blaðagagnrýni, sem við höfðum sjálfir engin áhrif á, gat okkar að góðu, og ýmis önnur blaðaskrif voru lika afskaplega jákvæð. Þess vegna lögðum við nú i þessa útgáfu og það upp á eigin spýtur. Og við erum iðilhressir, þótt heimur peninganna sé eins og hryllingsmynd i þrividd” sagði Adolf Friöriksson hljóm- plötuútgefandi að lokum. —jsj. um. Þar biður okkar mikil frægð og ómældur frami, þarna handan við sundið”, sagði Adolf, og bætti við eftir nokkra þögn: „Einhvern timann”. Aðspurður um tónlistina og hvaða áhrifa og stefna gætti i henni, sagði Adolf, að áhrifin væru hvaðanæfa að og að stefn- urnar væru margar. „Það mengaði nokkur stilinn á plöt- unni, að við vildum að hún seld- ist svo útgáfan stæöi undir sér. KÆRLEIKSHEIMILIÐ ,,Nei/ sjáðu, ég er með putta á tánum líka!" Geta gefið þeim laufblað Svo segir I Frey að á sl. vetri hafi dr. Stefán Aðalsteinsson efnt til kynningarfundar i Sút- unarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands. Þar sem hann kynnti droppóttar Hólagærur og alhvitar Reykhólagærur. A fundinum sýndi Ellen Sætre, kona Stefáns, pels úr droppótt- um gærum og Kristrún Marinósdóttir, kona Inga Garð- ars Sigurðssonar, tilraunastjóra á Reykhólum, pels úr alhvitum gærum. A kynningarfundi þessum var vakin á þvi athygli að ærinn að- stöðumunur væri milli búfjár- kynbótamanna og jurta- kynbótamanna, þar sem hinir fyrrnefndu gætu klætt konur sinar i afurðir þær, sem þeir fá úr tilraunum sinum og rannsóknum en það gætu hinir siðarnefndu ekki. A þetta vildi Gunnar ólafsson aðstoðarforstjóri RALA ekki fallast á og benti á: Þeir geta þó alltaf gefið þeim laufblað. —mhg Svínharður smásál Eftir Kjartan Arnórsson „Hendes Naade” Castenschjold stiptamaður hvarf héðan af hólmanum árið 1819 og var af fáum harmaður, svo sem fyrr er nefnt. Talið var að Bjarni Thorarensen, sem settur var til að gegna embætt- inu, hefði viljað verða eftirmað- ur Castenshjolds. Hafi Bjarni alið með sér þá von rættist hún ekki. 1 embættið var settur og siðar skipaður, Ehrenreich Christopher Ludvig Moltke greifi og kammerjunkcri. Moltke var aðeins 29 ára gam- all og var kona hans systir Bardenfleths siðar stiptamt- manns. Var frúin „kölluð ríkilát þvi ei mátti nefna hana öðru visi en „náð hennar” (hendes Naade), en sjálfur var hann léttlátur maður og auðveldur viðfangs, hár meðalmaður, grannlegur, skarpleitur og eigi friður”, segir Espólin um þau hjón. Sem aðlikum lætur þótti þeim heiðurshjónum litið koma til embættisbústaðar þess, sem þeim var ætlaöur. Fékk Moltke þvi leyfi til þess að láta breyta tugthúsinu, sem nú stóð i eyði, I stiptamtmannsbústað. — mhg Smælki Farþegarnir „Bflstjtíri! Bilstjóri! Hvort á ég að fara úr vagninum að framan eða aftan?” „Það skiptir voða litlu máli Hann er kyrr f báða enda”. . Rugl dagsins Þetta mun vera skrif- að í fullri alvöru „Allaballar hafa jafnvel misst stórlega fylgi innan launþega- samtakanna út af þvi hvað Framsókn er sljó og illa læs og seinþreytt til að rjúfa (stjórn- arsamstarfið)”. Svarthöfði. Gætum tungunnar Rétt er að segja: Mig dreymir, þig dreymir, konuna dreymir, manninn dreymir, barnið dreymir, konurnar dreymir, mennina dreymir, okkur dreymir, mennina dreymir. Bendum börnum á þetta! • • • vitið inni fraus Þjóðviljanum bárust þessar visur fyrir skemmstu, og fjalla þær um eitt af vinsælli dægurmálum sem upp hafa komið i seinni tið. Og eins og alltaf, þegar um ágætar visur er að ræða, standa þær fyrir sinu skýringarlaust: Oftast vitið inni fraus. úldna skrokka sendir Páli. svipljótan meö sauðarhaus situr hann á Bergþórshváli. Það er heilög hugsjón min horn skal nota óður boli. thaldssólin skærastskin á skrokkana á Bergþórshvoli. Kvatt var saman kierkaþing. kukl og bænir hvergi spörðu, steyptu sér í stóran hring, stjarfir báðu um friðá jörðu. V.H.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.