Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 15
Hringið í síma 81333 kl. 9-5 alla virka dagay eða skrifið Þjóðviljanum Palestinuskæruliðar i Beirút. Arafat með riffil i vinstri hönd. fra lesendum Hvað á lengi að sitja með hendur í skauti? Ég vil taka undir með Orvar-Oddi sem skrifaði les- endabréf um daginn. Hvað á að leyfa ísraelsmönnum að ganga langt án þess að nokkur maður reki upp hósta eða stunu? Hvers vegna eru engin mótmæli hér á landi eða bara stuöningsyfir- lýsingar við Palestinumenn? Israelsriki er fyrir löngu búið að glata tilverurétti sinum. Það getur enginn maður réttlætt það að heil þjóð sé rekin frá landi sinu til þess að einhverjir evrópskir og bandariskir biss- nessmenn geti komist að — þó að þeir kalli sig gyðinga. Ég vil vekja athygli á þvi að gyðingar eru ekki þjóð, heldur trúflokkur. Þvi eiga þeir ekki meira tilkall til Palestinu en allir kristnir menn. En héðan i frá verða þeir vist ekki reknir frá landinu en þá verða þeir að skilja að þeir veröa að sætta sig við að búa i landinu með Palestlnumönnum, þar sem Palestinumenn njóta sama réttar og þeir sjálfir, séu ekki 3ja flokks borgarar, eins og þeir eru nú, i sinu eigin föður- landi. Hernám fsraelsmanna i Palestinu er sambærilegt við þaö að við Islendingar færum til Noregs og heimtuðum land- svæði þar okkur til handa, þvi við komum jú þaðan upp- haflega! Nú eru Israelsmenn farnir að ganga ansi langt, gott ef þeir ætla ekki að drepa hvern ein- asta Palestinumann. Þvi held ég að timi sé til kominn að minnsta kosti að mótmæla inn- rásinni. Rikisstjórnin gerir það ekki fyrr en Bandarikjamenn gera það, svo ekki er að vænta neins þaðan. Gerum eitthvað! Einn reiður. þA%. V3R Eíno;sir?ní ■. OHD SE^ Hér 9D DReS önP 03 R<93stJ Konu Se.H QlD/V/M Barnahornid Hér er saga eftir hana Söru um Andrés önd. Fimmtudagur 15. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Vinur í neyð Eins og hlustendur hafa vafalaust tekið eftir er Karl Guðmundsson leikari að lesa alveg bráðskemmtilega sögu i útvarpið. Sagan er eftir enska rithöfundinn Wodehouse sem hefur verið þekktur um allan heim fyrir sögur sinar sem yf- irleitt eru mjög húmoriskar. Lesarinn ráðleggur hlustend- um ,,að reyna að hafa gaman af frásagnarinnar straumi og mælskunnar flaumi og fyrir alla muni reyna ekki að skilja hvert smáatriði, þvi fyndni frásagnarinnar byggist e.t.v. öðru fremur á þvi að flækja tiltölulega einfaldan söguþráð með miklu málskrúöi og alls- konar spaugilegum innskotum og útúrdúrum”. Útvarp %/i# kl. 15.10: Iðnaðarmál „Ég ætla i þessum þætti að ræða við Ingva I. Ingvason, en hann er formaður Samtaka Raftækjaframleiðenda sagði umsjónarmaður þáttar- ins Iðnaðarmál Sigmar Ar- mannsson, þegar blaðið var að forvitnast um þáttinn. „Þessi samtök voru stofnuð fyrir ári siðan og innan þeirra eru 25 fyrirtæki sem starfa að mestu að framleiðslu raftækja og rafeindatækja. Við munum ræða almennt um samtökin, helstu verkefni sem þeir eru að fást við og munu fást við. Þeir eru nýbúnir að gefa út uppsláttarrit um rafiðnaðinn hér á landi og þetta er fyrir- tækjaskrá og yfirlit yfir fram- leiðsluna” sagði Sigmar. Útvarp %/!# kl. 11.00 Leikrit vikunnar Líf 1 lögregluríki I kvöld er á dagskrá út- varpsins leikritið „Heimsókn- in” eftir Jiirgen Fuchs. Höfundurinn er þýskur. Leik- stjóri og þýðandi er Stefán Baldursson. I lögregluriki er alvanalegt að barið sé að dyrum á hvaða tima sólarhrings sem er og það spurt spjörunum úr. Oft er þvi lika ekið beint á næstu lög- reglustöð. I leikriti Fuchs fær maður nokkur heimsókn tveggja fulltrúa kerfisins sem spyrja hann fáránlegustu spurninga. Með hlutverkin fara Stein- dór Hjörleifsson, Sigurður Karlsson og Hjalti Rögnvalds- son. Flutningurinn tekur tæp- an hálftima. Útvarp %J# kl. 20.30 Þýðandinn og leikstjórinn Þarna er verið að vinna við smiði á háspennuskáp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.