Þjóðviljinn - 15.07.1982, Síða 12

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júll 1982 SSs?*5 * . ..:y-ssírir "*v, ~*5-iui v . :'"y - - ,r '•*'*"***'• ÍœÉfctÍÍlstf* ■■& ■ v--- '. ‘ ■ - . ' '::•••■ Sumarferð Hagavatn Sumarferð Alþýðubandalagsins i Reykjavik Alþýðubandalagið i Reykjavik efnir til hinnar árlegu sumarferðar sinnar laugar- daginn24. júli. Að þessu sinni verður farið að Hagavatni með viðkomu á ýmsum þekktum stöðum á Suðurlandi. Að vanda verða valdir leið- sögumenn i hverjum bil. Allar nánari upp- lýsingar að Grettisgötu 3 simi 17500. Nánar auglýst í Þ jóðviljanum siðar Ferðanefnd AB, Reykjavik Happdrætti heyrnarlausra ’82 Dregið var i happdrættinu þ. 1. júli s.l. Vinningsnúmer eru þessi: 1. 29.694 2. 5.635 3. 17.373 4. 25.837 5. 5.341 6. 14.422 7. 16.888 8. 6.597 9. 10.779 10. 7.604 11. 12.663 12. 15.294 13. 3.797 14. 27.066 15. 10.683 Félag heyrnarlausra Klapparstig28, s.13560 '|1 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR l| f Vonarstræti 4 - Sími 25500 Húsvörður óskast Húsvörður óskast i fullt starf fyrir sam- býlishús i Breiðholtshverfi. Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur til greina. Húsvörður annast minni háttar viðhald og hefur umsjón með um- gengni og ræstingum. Góð ibúð fylgir starfinu. Umsóknir er greini aldur, búsetu og fyrri störf sendist húsnæðisfulltrúa fyrir 3. ágúst n.k., sem einnig gefur allar nánari upplýsingar um starfið. Laus staða lyfjafræðings Við Lyfjaeftirlit rikisins er laust hálft starf lyfjafræðings. Er gert ráð fyrir að hann starfi jafnframt i hálfri stöðu hjá lyfjaverðlagsnefnd. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf eigi siðar en 15. september n.k. Umsóknir um ofangreinda stöðu sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 15. ágústn.k. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Verkefnaskipting ríkis og sveitarfélaga Skipuð samnmganefnd / A að undirbúa samninga um tekjustofna og verkaskipti Egill Skúli Ingibergsson er formaöur samninganefndarinnar. Rikisstjórnin hefur samþykkt aö skipa sérstaka nefnd til þess að fjaila um verkaskiptingu rikis og sveitarfélaga. Er það i framhaldi af starfi fyrri nefnda á þessum vettvangi. I samþykkt rikisstjórnarinnar var svo ráö fyrir gert að nefndin lyki störfum þaö fljótt aö unnt yröi aö taka tillit til niöurstööu hennar viö afgreiöslu fjárlaga fyrir árið 1983. Ekki er þ<3 öruggt að svo veröi þvi vegna sveita- stjórnakosninganna dróst nokkuö aö nefndinyröi fullskipuð. En hún mun hraða störfum eftir föngum. Hér er um aö ræöa samninga- nefnd beggja aðila. 1 henni sitja þrir menn frá rikisstjórninni og þrir frá Sambandi isl. sveitarfé- laga, auk formanns, sem rikis- stjórnin skipar aö fengnu sam- þykki Sambands isl. sveitarfé- laga. Rikisstjórnin hefur nú skip- aö Egil Skúla Ingibergsson, verk- fræöing, formann nefndarinnar en aðrir, sem i henni eiga sæti eru: Tilnefndir af rikisstjórninni: Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, skólastjóri, Jón Ormur Halldórs- son, aöstoðarmaöur forsætisráö- herra og Jón Sveinsson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi. Tilnefndir af Sambandi isl. sveitarfélaga: Jón G. Tómasson, form. Samb. ísl. sveitarfélaga, Logi Kristjánsson, bæjarstjóri Neskaupstaö og Ölvir Karlsson, oddviti Asahrepps, Rang. Vara- maöur sveitarfélagafulltrúanna er Sigurgeir Sigurösson, bæjar- stjóri, Seltjarnarneskaupstaö. Auk þess aö vinna að samnings- gerð um verkefnaskipti og tekju- stofna rlkis og sveitafélaga er nefndinni ætlaö aö kanna með hvaöa hætti sé unnt að tryggja sveitarfélögum i þéttbýli betri möguleika til þess að leggja var- anlegt slitlag á götur, t.d. meö þvi að stofnaöur veröi sérstakur framkvæmdasjóður i þessu skyni. —mhg Kindakjöts- birgðirnar: Verða þær 1700 lestir við upphaf sláturtiðar? Sóley aftur í Regnbogann Regnboginn hefur nú hafið end- ursýningar á kvikmyndinni Sól- ey. Sóley var eins og flestir vita frumsýnd i vor og var hún fyrsta kastið sýnd i Laugarásbiói og sið- an i Regnboganum. Undanfariö hefur verið unnið aö þvi aö selja myndina erlendis, jafnhliöa þvi sem hún hefur veriö kynnt ýms- um aðilum. Meöfram þvi sem myndin veröur sýnd i Regnbog- anum er áætlað aö hefja sýningar á henni úti á landi. Leikstjórar eru Róska og Man- rico Pavolettoni. Fyrsta endur- sýning myndarinnar var i Regn- boganum i gær. —hól. Nýtt hefti af túuariti VFl 4. hefti timarits Verkfræðinga- féiags tsiands 1981 er nýkomið út. t timaritinu eru greinar eftir verkf ræðinga na Guðmund Pálmason, Baldur Lindal og Gunnar Böðvarsson, auk uppiýs- inga um nýja félagsmenn i VFÍ. Guðmundur Pálmason skrifar erindi um jarðhita Islands og mat á stærðorkulinda, en þaö var flutt á Orkuþingi 1981. Fjallar hann um aðferðir við mat á orkugetu jaröhitasvæöa, forsendur is- lenska jarövarmamatsins og hversu stóran hluta jarðhitans þjóöin nýtir i dag. Erindi Baldurs Lindal fjallar einnig um not af jaröhita og ný tækifæri og var sömuleiðis flutt á Orkuþingi 1981. Gerir hann grein fyrir notkun jaröhita á Islandi ár- ið 1980, notkunarstigi og útlitinu i þróun noktunarsviöa jarðhita á næstunni, ásamt þeim nýiðnaðar- möguleikum sem það bjóöi uppá. Grein Gunnars Böðvarssonar mun fjalla um borholuprófanir og ýmis vandkvæði sem þvi eru samfara, en hún er rituð á ensku og ber titilinn: „Capacitive per- turbationes in well interference testing”. Ritstjóri Timarits Verkfræö- ingafélags Islands er Páll Lúð- víksson. -áþj A siðastliðnu hausti var heild- arframleiðsla á kindakjöti 14.224 Icstir. Þar af var dilkakjöt 12.202 lestir. Á timabilinu 1. sept. 1981 til 31. mai i ár voru fluttar út 1577 lestir af dilkakjöti en á sama timabili árið áður var útflutningurinn 3461 lest. A siðasta verðlagsári, (1. sept.—31. ágúst) nam útflutning- urinn 3952 lestum, fyrra verðlags- ár voru fluttar út 4608 iestir. Birgðir 1. júni sl. voru 4169 lest- ir en á sama tima sl. ár 2852 lest- ir. Innanlandssala frá 1. sept. til 31. mai i ár reyndist vera 6734 lestir, sem var 6.9% meiri sala en á sama timabili á fyrra ári. Mjög mikil sala var i dilkakjöti i mai sl. en þá voru seldar 1308 lestir inn- anlands. Mesta mánaðarsala inn- anlands á siðari árum af dilka- kjöti var i mai 1979 en þá seldust hvorki meira né minna en 1470 lestir. Meðalneysla á dilkakjöti hér innanlands hefur verið nokk- uö breytileg á undanförnum ár- um. En tslendingar eiga Evrópu- met i kindakjötsári og þurfa ekk- ert að skammast sin fyrir. Á verðlagsárinu 1977/1978 var með- anneyslan 41.8 kg. á ibúa, 1978/1979 var hún 48.2 kg., 1979/1980 42,7 kg. og á siðasta ári 43.6 kg. Áætlaður útflutningur á dilka- kjöti fram til 1. sept. nk. er 850 lestir. Gert er ráð fyrir að innarw landssalan nemi 2250 lestum. Ef ekki tekst að auka innanlandssöl- una eða finna markaði erlendis fyrir kjötið þá verða birgðir i landinu af kindakjöti við upphaf sláturtiðar um 1700 lestir, þar af um lOOOlestirafdilkakjöti. —mhg

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.