Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júll 1982 Frá Típitapa. Flóðin nýafstaðin. Tipitapa. 4. pistill Einars Hjörleifssonar frá Nicaragua Ferð upp í fjöllin Einn daginn ákvað ég að skreppa til Masaya, sem liggur 30 km suðaustur af Managua. Við tókum rútuna þangað 3 Norður- landabúar (Dani, Finni og tslend- ingur). Ferðin tók um 40 mfnútur og kostaði farið 3 córdoba, eða 3—4 krónur. Þaðer dálitið sérstök upplifun að ferðast hér i landi. Vagnarnir fylgja engri tima- áætlun, heldur er þeirri einföldu reglu fyigt, að þegar einn vagn er fullur, leggur hann af stað og annar kemur i staðinn. Yfirleitt er troðið miskunnarlaust I vagn- ana, þangað til þrisett er I 2ja manna sætin og enginn maður getur sig hrært, meir en sem svarar einni fótbreidd. — A helstu áningarstöðum kemur þjótandi heil hersing af fólki, sem vil! selja allt frá svaladrykkjum i plast- pokum upp i steikta kjúklinga, lauk og allskonar snarl. Þá þarf að vera snöggur til þess að ná sem mestum viðskiptum, áður en aftur er lagt af stað. Við brott- förina liggur við, að maður sé kominn með hellu fyrir eyrun. — 1 Masaya eru 2 stórir markaðir, annar fyrir túrista, hinn fyrir venjulegt fólk. Eftir úr- valinu að dæma, er mikið fram- leitt af leðurvörum i Nicaragua, töskur og belti af öllum stærðum og gerðum hanga niörúr rjáfri sölubúðanna. Skórnir eru svo kapítuli útaf fyrir sig, en þeir eru úr leðri og vel frá þeim gengið. Eins og flest annað eru þeir hræ- ódýrir. Hér má fá góöa leðurskó fyrir jafnvirði 25 dollara. Á túristagengi lækkar verðið I þriðjung. Ekki er laust við, aö við skömmumst okkar fyrir að kaupa vinnu fólksins svo ódýru verði, — en kaupum samt. i litlu þorpi skammt frá Masaya er uppvaxtarheimiii Sandino, „leiðtoga frjálsra manna”, eins og hér er sagt. Skylduræknin rekur okkur á staðinn og mikið rétt, þetta er ósköp venjulegt safn. Myndir og skýringartextar prýða veggina og þar má fylgjast meö ferli hetjunnar frá upphafi frelsisbaráttunnar, þangað til hann i grandaleysi fær rýtinginn i bakið. Sandino var litill maður vexti, en á ljósmyndum má sjá, aö sjálfstraustið skorti hann ekki. — A leiðinni til baka gegnum þorpið, rekum viö augun i fallega veggmynd og rétt þar viö hliðina standa úrslitatölurnar úr Her- ferðinni gegn ólæsi , sem var eitt fyrsta verkefni byltingar- stjórnarinnar. 60 þúsund skóla- nemar voru sendir út á lands- byggöina og tókst á tæpu ári að minnka ólæsi úr 52% I aðeins 12%. Tölurnar hér i Niquinihomo sýna 88% lestrar- og skriftarkunnáttu eftir herferðina, sama árangur og landsmeðaltalið. Litla þorps- kirkjan er sáldruð kúluförum, sem húðað hefur veriö yfir. — Nokkrum dögum siöar erum viö stödd i Matagalpa, sem liggur á miðhálendi Nicaragua. Á leiöinni þangaö, suður fyrir Managua - stöðuvatnið, má sjá verksum- merki'n eftír fTóðin míklu í lok mai. Korn-og bananaekrur synda i vatni og leðju, og sums staöar hafa jafnvel myndast litil stöðu- vötn, nokkrir ferkilómetrar að stærð. Hæstu tré rjúfa vatns- flötinn á stöku stað og minna á þann gróður er undir býr. — Seinnihluta ferðarinnar fer að halla upp I móti, við erum á leið upp i fjalllendið. Það er hreinasta ævintýri að horfa útum gluggann. Gróðurinn þekur hverja hæð, hvern fermetra landsins. Sykurreyr, mais- plöntur, kókospálmar, kala- basturstré, mangótré, banantré og tóbaksrunnar á stangli. öllu ægir saman I ótal tilbrigðum af græna litnum. — Um kaffileytiö stöndum við á rútubilastöðinni I Matagalpa og strjúkum svitann af enninu. Bærinn sá er miðpunktur héraðs- ins og telur um 40.000 ibúa. Viö fáum inni á hóteli sem stærir sig af „huggulegu fjölskyldu- umhverfi” og skolum af okkur ferðarykiö i iskaldri sturtu. Eftir dramatiskan eltingarleik við stóra og forljóta könguló er lagt af stað i skoðunarferð. — Hér er óvenju mikið um slagorð á veggjum og öll götuhorn bera rautt og svart merki Sandinista- hreyfingarinnar. Raunar viröist mikil áhersla á þaö lögð, að breyta öllum sýni- legum merkjum um harð- stjórnartimann. Götuheitum hefur verið breytt og þær skirðar i höfuðið á pislarvottum byltingar- innar. öll skráningarnúmer öku- tækja bera áletrunina: Frjálst Nicaragua, og fleira mætti nefna. — Á aðaltorginu gefu sig á tal við okkur eldri maður og gerir okkur skiljanlegt með miklum mælsku- flaumi og tilheyrandi látbragði, að Matagalpa sé hvorki meira né minna en fæöingarstaður byltingarinnar. Hérhafa ýmsir af helstu leiðtogunum slitiö barns- skónum. svosem Carlos Fonseca. Carlos var einn af stofnendum FSLN áriö 1961 og helsti leiðtogi hennarog hugmyndafræðingur til dauðadags 1976. Hér fæddist lika og ólst upp Pastora, sem nú er genginn andbyltingaröflunum á hönd. „En hann tölum við ekki lengur um,” bætir sögumaður við. — A ferð okkar um bæinn rekum við augun i veggmynd, sem tileinkuð er Carlos Fonseca. Þetta er myndasaga, er sýnir hann viö mismunandi aðstæður, á einni otar hann visifingrinum framan i áhorfandann, á annarri er hann ásamt heilum hóp af hlæjandi börnum, á þeirri þriðju með byssu i hönd. Þetta er glæsi- legasta verk og málað af munkum I héraöinu, að þvi er okkur er tjáö. — Af Carlosi er sögð sú saga, að hann hafi veriö bókaormur hinn mesti. Þegar dagsbirtu þraut, mátti oft sjá hann sitja með bók i hönd á dyraþrepinu i birtunni frá ljósastaurnum. — Eftir allan borgarþysinn þyrstir okkur i náttúrulegt um- hverfi, svo næsta dag klöngrumst við upp hverja brekkuna á fætur annarri, i leit að kyrrð og tæru lofti. Leiðin liggur framhjá litlum húsum i vasabroti. Fólk stendur fyrir utan og horfir á okkur. Sumir heilsa aö fyrra bragöi — adios — og brosa vingjarnlega. Krakkarnir flissa og hendast á fullri ferð i kringum okkur. — 1 dag er hvitasunnudagur og auk þess mæðradagur. A stræt- unum má sjá fólk með skreyttar tertur, sem á er letrað: „Tiö móöur minnar, meö kærri þökk”, og þar fram eftir götunum. Viö komum framhjá, þar sem hópur af fólki situr fyrir utan hús nokk- urt og syngur fullum hálsi viö gitarundirspil. Miöpunkturinn viröist vera miöaldra kona, sem ber svuntu um sig miðja og bros á vor. Uppkomin börn hennar eru greinilega aö halda uppá daginn. Okkur sárlangar til þess að slást i hópinn, en áunnin hæverska (eöa þá einangrunarhyggja) aftrar okkur frá þvi að spyrja. — Otsýniö hér uppi i fjallinu er dásamlega fallegt. Hvert sem litiö er, blasa viö skógi vaxnir tindar og meöfram veginum eru ávaxtaekrur og beitiland fyrir nautgripi. ööru hvoru lötrar framhjá okkur hestur, meö mann og vagn I eftirdragi. Vegfarendur kasta undantekningarlaust á okkur kveöju, spyrja hvaö klukkan sé, hvort okkur finnist ekki náttúrufegurðin mikil, hvaöan viö séum. — Viö fáum far i bæinn meö * þéttvöxnum manni meö rólegt augnaráö. I ljós kemur að hann er einn af stjórnendum héraösins og hefur m.a. séð um aö skipu- leggja hjálparstarfiö eftir vatns- veðriö mikla um daginn. Hann býður okkur i heimsókn til sin i ráöhúsiö daginn eftir. Sem alþjóöasinnar séum við aufúsu- gestir. — Um kvöldiö boröum viö á litlu veitingahúsi. Fáum ljúf- fengan rétt meö kjöti, hris- grjónum, baunum og grænmeti. Til þess að kasta engri rýrð á hér- lendar venjur, helli ég góðum skammti af chilisósu ofan á allt þetta. En þaö hefnir sin, bvi mér veitir ekki af einum litra af bjór til þess aö slökkva eldinn i iörum mér. — Næsta dag stöndum viö i Húsi Byltingarinnar og setjum upp spekingslegan blaöamanna- svip. Spænskukunnáttan er ekki upp á marga fiska, svo aö stund- um þarf aö endurtaka svörin hægt. Vinur okkar frá þvi deg- inum áður, lýsir atvinnuástandi i héraöinu. Fyrst og fremst er þetta landbúnaöarhéraö. Alls- konar korntegundir, grænmeti og ávextir er ræktaö hér. Kaffi- ræktun er mikil, og kaffiö héöan taliö I sérflokki. Einnig eru hér kaffiverksmiðjur, fataverk- smiöjur og matvælaiönaöur. — Ein helsta útflutningsvara Nicaragua er kaffi og þaraf eru um 90% flutt út til Bandarikj- anna. Má nærri geta hverjar af- leiöingar innflutningsbann af hálfu Bandaríkjanna gæti haft fyrir efnahag landsmanna, enda reyna stjórnvöld að opna nýja markaði. — Frelsisstriöið olli tölu- verðum skemmdum á fram- leiðslutækjunum, en upp- byggingin gekk hratt fyrir sig. Aö sögn viömælanda okkar, tók þaö byltingarmenn eitt ár að ná sömu framleiðsluaukningu og fyrri stjórnendur á 5 árum. Hér er verðbólgan þó ekki talin með. — Helstu verkefnin nú eru: að bæta atvinnumöguleika, einkum með aukinni framleiðslu á nauð- synjavörum, þannig að lands- menn geti orðið sjálfum sér nógir á þessu sviöi. 1 öðru lagi aö bæta ástandiö i heilbrigismálum, auka fræöslu um sjúkdóma og hrein- læti og útvega nauðsynleg lyf. T.d. er brýnt aö stemma stigu við útbreiöslu smitsjúkdóma, sem þrifast i bland við hreinlætisskort og vannæringu. Malaria er hér landlæg, á einum mánuöi komu upp um 1000 tilfelli i landinu. Byltingarstjórnin rak um skeið mikla herferð, þar sem öllum landsmönnum var úthlutaö fyrir- byggjandi lyfjum. Herferöin bar verulegan árangur eftir skamman tima, en erfitt reynist aö koma fólki i skilning um, aö pillurnar þurfi aö taka reglulega til þess að varna sýkingu. I þriöja lagi er mjög brýnt aö bæta efna- hagslega skipulagningu, sem var öll i molum fyrir byltinguna. En skortur á fjármagni háir upp- byggingarstarfinu. Að lokum skýrir embættis- maöurinn fyrir okkur eöli bylt- ingarinnar i Matagalpa. Styrk hennar megi marka á þvi, að borgarstjórnin hér var sú eina i landinu, sem ekki var skipt um eftir byltingu. Bæjarstjórinn er skósmiöur aö iön og gjaldkerinn smábóndi. — Eftir um klukkustundar spjall kveöjum viö og göngum út úr loftkældri skrifstofunni út á brennheitt strætiö. Götumynd frá Masaya.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.