Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júll 1982 Af unglingum I Reykjavík: ROKKAÐ í ÁRSEU Litaö sig inn i rokkiö, gæti þessi mynd heitið. (Ljosm. — gel —) Arsel var tekið i notkun fyrir rettu ari. Þaö var hannaó serstak- lega meó tilliti til tatlaóra. A innfelldu myndinni er Asta K. Ragnarsdottir. forstoðumaóur Arsels i einn og halfan manuö i sumar — aóööru leytinamsraðgiati vió Haskola islands. a-flokkurinn skipað sér i hóp okkar allra bestu hljómsveita og mikils verður vænst af þeim drengjum á komandi árum”. Svo mörg voru þau orö. Undir- rituð hefur reyndar aldrei nennt að þróa með sér tónlistarsmekk sem nær út fyrir Bob Dylan og nú i seinni tið Bruce Springsteen. Samt sem áður get ég vel tekið undir orð Jóns Viðars: strákarnir i Bara-flokknum leika kröftugt og gott rokk. Og um það voru allir sammála i Árseli á föstudags- kvöldið var. _ ast Bara-flokkurinn frá Akureyri: Þannig mælir Asta K. Ragnars- dóttir, sem leysir Valgeir Guð- jónsson af um þessar mundir sem forstöðumann félagsmiðstöðvar- innar Arsel i Arbænum i Reykja- vik. Ásta er annars námsráðgjafi viö Háskóla tslands. Siðastliðið föstudagskvöld kom Bara-flokk- urinn frá Akureyri i heimsókn i Arsel og um leið var tilkynnt að þetta væri upphafið að sérstakri, spennandi sumardagskrá félags- miðstöðvarinnar. Okkur lék for- vitni á að vita hvað þarna væri á seyði og við Gunnar ljósmyndari brugöum okkur þvi á staðinn. Myndirnar hér á siðunni eru af- rakstur þeirrar feröar. „Við ætlum að hafa dansleiki á hverju föstudagskvöldi, og eins Syngur allt á ensku Bara-flokkinn frá Akur- eyri skipa fimm ungir menn á býsna ólíkum aldri. Sá elsti þeirra er tvitugur en sá yngsti aðeins 14 ára (hann leggur reyndar áherslu á, að hann verði 15 í haust!) Sá fyrrnefndi heitir Þór Freysson og sá síðarnefndi Sigfús örn óttarson. Þar á milli eru svo Ásgeir Jónsson, Bald- vin H. Sigurðsson og Jón Arnar Freysson (yngri bróðir Þórs). Og svo má ekki gleyma „Golla" eða Ingólfi Magnússyni, sem er rótari hljómsveit- arinnarog yfirmerkjasali. Við spjölluðum stuttlega viö Bara-flokkinn i pásunni i Arseli. Þar kom fram, að flokkurinn veröur tveggja ára i haust. Meðlimir hans eru allir Akureyr- ingar. Þeir segja sárafáar hljóm- Bara-flokkurinn frá Akureyri: Jón Arnar Freysson, Þór Freysson, Asgeir Jónsson, Sigfús örn Öttars- son og Baldvin H. Sigurðsson. „Golli” rótari er á innfelldu myndinni. (Ljósm. — eik —) sveitir á Akureyri — „svona 2—3 og svo danshljómsveitin” (Ingi- mar Eydal og co.) Baraflokk- urinn hefur sárasjaldan komiö fram opinberlega, en hann æfir þeim mun meira, að sögn. Strák- arnir hafa samt sem áður gefið út tvær plötur. Sú hin fyrri kom út I fyrra en hin siðari, Lizt, er glóö- volg á markaðnum, rétt viku- gömul. Og svo voru þeir i „Rokk i Reykjavik”. Söngvarinn, Asgeir Jónsson, er einnig textasmiður flokksins. Allir textarnir eru á ensku og við spyrjum Asgeir hverju það sæti. „Enskan er móðurmál rokks- ins. Þvi er bara eðlilegt aö við syngjum á ensku — rétt eins og það þykir eðlilegt aö syngja ariur á itölsku, sem aftur er móðurmál óperunnar,” svarar Asgeir. — Hvernig er þessu tekið, spyrjum við. „Illa,” svarar Asgeir og með- flokksmenn hans brosa. „Nei, þvi er i rauninni ekkert illa tekið nema af rikisitvarpinu.” „Fyrri platan okkar var tals- vert spiluð i utvarpinu,” segir Þór. „Það á alveg eftir að reyna á nýju plötuna.” Og svo standa þeir upp og fara, þvi sviðið biöur þeirra. Hinn næstum —15 ára Sigfús Orn lætur ekki sitt eftir liggja og lemur trommurnar af mikilli innlifun. Hann Jón Viðar segir, aö Sigfús sé „mikið efni”. Hvernig ætli hann verði þá 17 ára? Þaö verður gaman að heyra það. — ast „Við höfum ákveðið að reyna að hafa hérna lif- andi músik eins oft og við verður komið. Það er kom- in ákveðin þreyta með diskóið hjá krökkunum. Þau eru mörg hver orðin þreytt á þessari mötun og kominn annar andi i mús- íklífið." og ég sagði i upphafi þá er mein- ingin að bjóða hljómsveitum aö spreyta sig á sviöinu hérna,” heldur Ásta áfram. „Það er ótrú- leg gróska i tónlistarlifinu núna eins og „Rokk i Reykjavik” ber með sér og fráleitt annað en að reyna að nýta hana.” Og það var ekki annað sjá en unglingarnir i Arbænum (og reyndar viöar að) kynnu vel að meta þessa nýbreytni. Bara-flokkurinn spilaði fyrst i u.þ.b. þrjú kortér og þá var gert smáhlé. Ásta K. veitti 4 laghent- um „trésmiöum” verðlaun fyrir að hafa staðið vel að verki við smiði sviðsins i Arseli. Það má reyndar geta þess, að þeir Bara-flokksmenn voru fyrstir til að stiga upp á það svið. I hléinu seldu starfsmenn Ar- sels grillaðar pylsur úti á verönd- inni á vægu verði og þeim gátu menn skolað niður með öli eða kaffi. Að þvi búnu tóku Bara-menn upp þráöinn á ný og spiluðu áfram fram að miðnætti. Ahugafólkj um Bara-flokkinn skal bent á dóm Jóns Viöars Sigurðssonar i siðasta Sunnu- dagsblaði Þjóöviljans um glæ- nýja plötu þeirra: „Lizt”. Jón Viðar segir þar: „Mér finnst Lizt það besta sem út hefur komið á árinu. Með þessari plötu hefur Asla afhendir Ragnari Garðarssyni verðlaun fyrir sviðsviniiuiia Þau Sigurbjörn Ingólfsson, Oaniella Björgvinsdóttir og Alda Sigurðardóttir lika verðlaun en festust ekkiá filniu. (Ljósni. — gel —) Fimmtudagur 15. júlí 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 m ttaLy 'Lm, 'mf. œlhstL m túmíL moíL.olLkud, iöÍiMyf miÁ ÚUiyif ■ itá, ifa— oSf^ 1 timaritinu „Heilbrigðismál” birtist þessi mynd af áhrifum lifrænna leysiefna á hæfileika fólks til að skrifa. Eftir fjórar tii fimm klukku- stundir er skriftin orðin óskiljanleg. „Sniff” getur haft hræðilegar afleiðingar 1 nýjasta hefti timaritsins „Heilbrigðismál”, sem Krabba- meinsfélag tslands gefur út, er að finna fróðlega grein eftir dr. Þor- kel Jóhannesson um lffræn ieysi- efni og áhrif þeirra, einkum á miðtaugakerfið. Þar sem hættan sem þessum efnum er samfara er mjög mikil og notkunin sömu- leiðis, birtum við hér hluta af greininni, ef vera kynni einhverj- um til fróðleiks. Við höfum bætt við öllum millifyrirsögnum. Dr. Þorkell Jóhannesson læknir er prófessor i lyfjafræði við læknadeild Háskóla tslands og forstöðumaður Rannsóknastofu i lyfjafræði. Hann er formaður Eiturefnanefndar. Afleiðingar— varanleg örorka — dauði „Lifræn leysiefni eru mislitur flokkur, en sameiginlegt þessum efnum öllum er aö þau leysa upp fitu og fitukennd efni. Þau eru notuö til þess að fjarlægja fitu úr fatnaði (við fatahreinsun), til þess að draga fitu úr matvælum (við framleiðslu á lýsi) og þau eru notuö mjög mikið á rannsóknar- stofum. Þessi efni eru einnig notuð viö dúklagningar (til að leysa upp lim) og við lökkun (bilalökkun og þess háttar). Mjög svipuð efni eru notuö á sigarettu- kveikjara. Eiginlega er notagildi lifrænna leysiefna svo mikið, aö það er engin leið aö komast hjá þvi að nota þau. Hætta samfara notkun margra þessara efna er umtalsverö. Ýmis þeirra geta haft óendur- rækar breytingar á miðtauga- kerfið en þær geta leitt til þess að menn verði öryrkjar. Þessi lif- rænu efni hafa einnig skaðlega verkun á önnur liffæri, má þar nefna blóðmerg, lifur og nýru. Þaö hefur verið reynt að hamla gegn notkun þessara efna og i sumum tilfellum hefur það tekist. Þó ber að geta þess að merking á umbúðum lifrænna leysiefna er ófullkomin, en nú er verið að bæta úr þvi. „Sniffið" er stórhættulegt Varðandi bráðaáhrif gegnir að sumu leyti öðru máli en siðar komnar breytingar. Bráðaáhrifin geta komiö fyrir hjá mönnum, sem vinna stutta stund i illa loft- ræstu herbergi eða hjá krökkum sem anda aö sér kveikilegi eða efnum sem notuö eru til að leysa upp lökk. Þessi áhrif eru slæving á miðtaugakerfið, en þvi fylgir vima og „velliöan”. Þetta getur stundum leitt til misnotkunar. Einkenni hjá krökkum sem „sniffa” geta með vissum hætti minnt á áfengisneyslu. Það er þó sérkennandi fyrir þessi efni að þau eru mjög rokgjörn (hafa lágt suðumark) og þegar krakkar anda að sér gufunum getur orðið snögg verkun á miðtaugakerfið. Astandiö getur þvi likst þvi að hlutaðeigandi hafi drukkið mikið af áfengi á stuttum tima. A vissu stigi, sérstaklega þegar byrjað er að sniffa, geta krakkarnir orðið mjög kátir eða ærslafullir, en það er samt slævingin sem er mest áberandi. Hér á landi hefur lengi borið á þvi að sniff-öldur risi, en þvi má ekki gleyma að alvarleg hætta getur veriö á ferðum. 1 fyrsta lagi getur fólk dáið af þvi að sniffa of mikið, og i ööru lagi, geta orðið óendurrækar breyt- ingar á miðtaugakerfinu. Sniffið dregur mjög fljótt úr námsgetu og getu til allra athafna. Það er þekkt að fólk hafi myndað ávana i þessu efni og sóst eftir þeim i svo rikum mæli aö þaö teljist sjúklegt eða falli undir hugtakið fikn.” Helstu leysiefnin og óhrif þeirra 1 lok greinarinnar eru siöan talin upp helstu efnin, sem notuð eru við atvinnu hér á landi og við tökum okkur það bessaleyfi að endurtaka það sem I greininni segir og stytta. Metanól eða tréspiritus er mikið notaö a rannsóknarstofum og i efnaiönaði. Þá er það einnig notað á áttavita og á eldsneytis- geyma flugfara. Tréspiritus er með vissum hætti eitt hættuleg- asta þessara efna, þvi það getur valdið blindu. Hér á landi eru notaöir um 20 þúsund litrar af tré- spiritusi yfir árið. Formaliner að gerð mjög skylt lifrænum leysiefnum. Þaö er notaö talsvert við vinnslu á vefja- sýnum fyrir smásjárskoöun. Það er notað talsvert við vinnslu á vefjasýnum fyrir smásjárskoðun. Þá er það notað i miklum mæli viö rotvörn á bræðslufiski (loönu ogsild) og fiskúrgangi. Formalin veldur ertingu i vitum manna og stuölar aö krabbameinsmyndun af völdum annarra efna i öndunarfærunum ofanverðum, munni og einkum nefholi. Mörg af leysiefnunum geta hugsanlega valdið krabbameini. Eitt af þeim er tetraklórmetan. Annað er benzen, en það getur valdið hvitblæöi. Þá hefur klóró- form.sem fyrrum var notaö til svæfinga, veriö sett i samband við krabbamein i dýratilraunum. Vinýlklóriði vinýlplasti er einnig skaðlegt. Enn má nefna bensin en það er blanda nokkurra lifrænna leysi- efna, þ.á.m. hexan. Nú er vitað, aö hexan og umbrotsefni þess i likamanum skaða miðtauga- kerfið meira en flest önnur lifræn leysiefni. Svipuö eituráhrif þekkjast einnig eftir terpentinu (m.a. „White Spirit”, sem hér er talsvert notað). Þá er einnig á þaö minnt i greininni, að lifræn leysiefni geti aö öllum likindum valdið fóstur- skemmdum. Leysiefnin og fræðslan Greininni lýkur með þessum oröum: „Ekki má heldur gleyma fræðslunni. Reynslan sýnir þó að fólk er oft alveg ótrúlega skeyt- ingarlaust um meðferð efna sem þessara á vinnustöðum, jafnvel þó þaö viti að þau séu hættuleg. Varöandi notkun þessara efna sem vimugjafa þá virðist fræðsla þvi miður bera takmarkaöan árangur.” ast Það virðist vera full ástæða til að vara foreldra við þessari tóm- stundaiðju: „saklaus” módelsmiði, sem svo margir krakkar heill- ast af, krefst nefnilega hættulegra leysiefna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.