Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júlí 1982 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýds- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Kitstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ölafsson. Fréttastjóri: Þórunn Siguröardóttir. úmsjónarmaöur sunnudagsblaös: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiöslustjdri: Baldur Jónasson Klaöamenn: Auöur Styrkársdó'tir, Helgi Ölafsson Magnús H. Gislason, Olalur Gislason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Sveinn Kristinsson, Valþór Hlööversson. iþróttalréttaritari: Viöir Sigurösson. L'tlil og hönnun: Andrea Jónsdóttir Guöjón Sveinbjörnsson. I.jósmyndir:Einar Karlsson, Gunnar Elisson. Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar. Trausti Einarsson. Auglvsingar: llildur Kagnars, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuörUn Guövaröardóttír, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristin Pétursdóttir. Simavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn óladóttir. Húsmóöir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bflstjóri: SigrUn Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar SigUrmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Ltkeyrsla. afgreiðsla og auglýsingar: Sfðumúla 6. Keykjavik, simi 813JJ Prentun: Blaðaprent hf. Náttúruverndarmál undir einn hatt • Fáar frásagnir i blöðum á þessu sumri hafa vakið önnur eins viðbrögð og fréttir Þjóðviljans um verðlaunaveitingar hringormanefndar til „örvunar selveiða”. Einstaklingar og félög hafa látið i sér heyra og fordæmt það að þjóðinni skuli vera sigað á heila dýrategund með þeim hætti sem hringorma- nefnd hefur gert. Náttúruverndarráð hefur dregið i efa að tima- bært sé að hefja aðgerðir til fækkunar sela hér við land og fært rök að þeirri afstöðu sinni. Margt sé enn á huldu um tengsl sela við hringormavanda- málið, og breytingar á stofnstærð sela séu litt kunn- ar. Óyggjandi sannanir liggi ekki fyrir um aukningu á selormasýkingu þorsks hér við land. Þá sé mjög erfitt að meta árangur og niðurstöður þeirrar til'- raunar sem hringormanefnd hefur efnt til. • Náttúruverndarráð og aðrir aðilar hafa bent á að verulegur hluti þeirra sela sem drepnir hafa ver- ið vegna hárra verðlauna hefur ekki skilað sér til frystihúsa eins og til var ætlast. Fuglafræðingar telja ástæðu til þess að óttast að grútarmengun sem stafar af selahræjum á viðavangi geti verið dauða- gildra fyrir ýmiss konar fugla svo sem haferni, sem erumjög fáliðaðir hér á landi. Bændur telja óviðun- andi að hver sem er geti vaðið i selalátur, eytt sel, fjarlægt kjálka og fleygt hræjum, og sýnist Búnað- arsambandi Vestfjarða eðlilegra að verðlaun fyrir seladráp verði aðeins greidd sérráðnum veiðimönn- um og bændum. Þá hafa aðrir áhyggjur af þeirri hættu sem almenningi stafar af skotglöðum en ó- vönum veiðimönnum. • Hringormanefnd er samansett af fulltrúa sjáv- arútvegsráðuneytisins og fulltrúum hagsmunaaðila i sjávarútvegi. Að öllu samanlögðu virðist mega taka undir með Fuglaverndunarfélagi Islands, sem segir i ályktun að „enn einu sinni ætli hagsmunaað- ilar að þjarma að lifverum af grunnhyggni og án fyrirsjáanlegra afleiðinga”. Nú mætti ætla að það væri sjálfsagt mál að stöðva umræddar verðlauna- veitingar meðan forsendur þeirra væru igrundaðar betur. En þá kemur upp úr dúrnum að engin dýra- friðunarlög eru til og ekkert framkvæmdavald telur sig geta gripið fram fyrir hendumar á nefnd, sem sjávarútvegsráðuneytið á þó aðild að. Og það virð- ist vera vafa undirorpið hvaða ráðuneyti eigi að hafa afskipti af þessu máli og fjalla um þá rök- studdu gagnrýni sem fram er komin á eðlilegan hátt. Vænlegasta leiðin sýnist vera að kæra hring- ormanefnd til dómstóla ef vera kynni að þeir fyndu einhversstaðar lagahald svo stöðva mætti ósómann. • Náttúruverndarráð hefur beint þvi til stjórn- valda að þau beiti sér fyrir lagasetningu um mál af þessu tagi. Sjálfsagt er að Alþingi taki þeirri mála- leitan vel. En vert er að minna á að á vegum félags- málaráðherra hefur verið unnið að undirbúningi frumvarps um sérstaka stjórnardeild er fari með náttúruverndarmál. Þetta frumvarp er nú til um- sagnar hjá ýmsum aðilum er það snertir. Seladráp er aðeins eitt mál af mörgum sem sýnir nauðsyn þess að farið verði að fordæmi margra annarra þjóða sem þegar hafa sett á laggirnar sérstök um- hverfismálaráðuneyti. Það er að minnsta kosti brýnt að hér verði mál er lúta að náttúruvernd sett undir einn hátt i stjórnkerfinu og þeim aðilum sem vilja beita sér á þvi sviði, og eiga að gera það, sé tryggður lagagrunnur að standa á. — ekh. Móðurmálið til ;! vinstri í pólitíkinni „Hann vildi ennfremur taka það fram aö hann væri viss um að vinstri sinnaðir blaðamenn þyldu ekki nafn. staðarins Broadway enda af- bökuðu þeir það ávallt i Breiðvang..., ég á við aö ef þú heitir Guömundur þá á ekki að kalla þig Sigurð”, sagði hann.” (Timinn, laugardag, I við- tali viö Ólaf Laufdal for- stjóra skemmtistaðarins „Broadway”). Lifandi tengsl og talsmaður landbúnaðar „Þingmenn Sjálfstæðis- flokks úr Austurlandskjör- dæmi, Sverrir Hermannsson og Egill Jónsson, eru harð- duglegir þingmenn og vel fylgnir sér. Sá fyrrnefndi hefur lifandi tengsl við og haldgóða þekkingu á málefn- um sjávarútvegs — og raun- ar byggðamálum almennt — en hinn er einn skeleggasti talsmaður landbúnaöar á Al- þingi um árabil.” (Morgunblaðið, laugardag um stóraukið fylgi Sjálfstæð- isflokksins á Austurlandi). Ekki nóg að vera vinsæll ef maður er fullur „Tveimur af reyndustu og sigursælustu hestamönnum á Evrópumótum var visaö frá úrslitakeppninni á svo- kölluðu tilraunamóti Evr- ópukeppni hér á landsmótinu i fyrrakvöld vegna ölvunar.” (Timinn, laugardag; Visað frá vegna drykkjuláta) Kvittað fyrir sparkið A siðasta borgarstjórnar- fundi kvaddi Daviö Oddsson sér hljóðs og vakti athygli á að skipuð hefði verið ný framkvæmdanefnd bygg- inga fyrir aldraöa. Notaði hann tækifærið til þess að hæla Albert Guðmundssyni i hástert fyrir frábær störf að málefnum aldraðra i gegn- um árin. Þakkaði hann Al- bert allt hans mikla og góða framlag og sagöi það sýna vel hversu störf hans væru metin að hann hefði notið trausts bæði fyrrverandi og núverandi meirihluta borg- arstjórnar i þessum málum. Af svipbrigðum Alberts mátti ráöa að ekki þótti hon- um hrósiögott úr munni þess sem fyrir stuttu sparkaði honum úr framkvæmda- nefndinni, en þess lét Davið að sjálfsögöu ekki getið! -óg klippt íhaldið „hannar” Miklar vangaveltur eru nú uppi um framtiö rikisstjórnar- innar og stööu hennar til aö tak- ast á við efnahagsvandann. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa ritað greinar og bent á að til þess að rikisstjórnin geti tek- ist á við svo mikinn vanda sem nú blasir við þurfi hún tryggan meirihluta á þingi. t þessu sambandi hafa spurn- ingar um stuðning Eggerts Haukdal við stjórnina orðiö áleitnari, einkum eftir að bónd- inn á Bergþórshvoli ritaði leyndarbréf og frábað sér efna- hagssamvinnusamning við Rússa. Þessa stöðu notar hægripress- an til að láta i veðri vaka að Al- þýðubandalagið ætli að hoppa út úr rikisstjorn hið fyrsta. Þannig segir i leiðara Dagblaðsins og Visis i gær: „Ragnar Arnalds fjármála- ráðherra veltir i Þjóðviljanum vöngum yfir þvi, hvort kosning- Nú velta menn vöngum yfir þvi hvort treysta megi á stuöning bóndans á Bergþórshvoli við rlkisstjórnina. ar gætu orðið strax næsta vetur. Niðurstaða hans er að meiri- hluti rikisstjdrnarinnar hafi veriö alltof veikur á siðasta þingi og nánast hending ráðið hvort mál stjórnarinnar kæm- ust i höfn. Nú hafi staðan enn versnað vegna útspils EggertSj Haukdals. Aðrir forystumenn Alþýðubandalagsins leggja áherzlu á, að rikisstjórninni sé ekki stætt á mikilvægum að- gerðum, nema vilyrði Eggerts fyrir stuðningi, þegar þing kem- ur saman, fáist fyrirfram. Þeir undirstrika, að rlkisstjórnin „geti ekki beðiö aðgerðalaus” heilt ár eftir kosningum. Þetta er I sjálfu sér rökrétt. Aðgerða er þörf, og ekki verj- andi að gera þær, nema þing- meirihluti fyrir bráðabirgöalög- um sé tryggður. En athygli vek- ur, að foringjar Alþýðubanda- lagsins ganga nú fram i röð til að lýsa veikleika stjórnarsam- starfsins. Vafalaust þýðir þessi órói, að þeir grandskoöa þann kostinn að slita þessu samstarfi innan tiðar. Til þess munu þeir varla láta nægja að vitna til óvissrar afstöðu Eggerts Hauk- dals, heldur mundu þeir „hanna atburðarásina” þannig, að Al- þýðubandalagið hefði eitthvað fyrir snúð sinn, ef til stjórnar- slita kæmi, eins og alþýðu- bandalagsmaður komst að orði fyrir skömmu.” Tryggur meirihluti er nauðsyn Það er að sjálfsögðu mjög bil- leg útlegging sem siðdegis- pressan þarna ástundar. Þaö hefur ekkert gerst sem bendir til þess að Alþýðubandalagið hyggist draga sig út úr rikis- stjorn. Til þess að taka á efnahags- vandanum þarf rikisstjórnin hinsvegar að fá samþykkt all- mörg frumvörp þegar þing kemur saman. Sum þeirra munu vafalaust hafa i för með sér nokkrar byrðar fyrir al- menning, en önnur munu vænt- anlega samin til þess að tryggja sæmilegt félagslegt réttlæti i þeim byrðum. Ef meirihluti stjórnarinnar er mjög ótryggur þá blasir við sú hætta að hluti af efnahagsmálapakkanum verði samþykktur en annar hluti hans felldur. Úr þvi gæti orðið andfé- lagslegur óskapnaöur, sem só- sialiskur flokkur gæti með engu móti lagt nafn sitt við. Þvi er það eðlilegt og sjálfsagt viðhorf að stjórnin þurfi trygg- an þingmeirihluta til þess að geta fengist við efnahagsvand- ann, sem sannast sagna er mjög stór. En auövitað kysi ihaldið helst að hægt væri að láta kjósa með það skálkaskjól, að Alþýðu- bandalagiö hafi hlaupist frá Kjartan telur engar forsendur fyrir þvi að Alþýðuflokkurinn taki upp stuðning við ríkis- stjórnina. Mogginn segir að krata dauðlangi. vandanum. Þess vegna skrifar siðdegismálgagn þess með fyrr- nefndum hætti. En hvað vilja kratar? Umræðurnar um þingmeiri- hluta rikisstjórnarinnar hafa oröið til þess að hugsanlegur stuðningur Alþýðuflokksins viö rikisstjórnina hefur komið til tals. Þannig skrifar Staksteina- höfundur Morgunblaðsins um afstööu Alþýðuflokksins til viö- skiptasamningsins við Sovétrik- in: „Allt bendir þó til þess að annaö og meira vaki fyrir kröt- um en að bjarga Sovét, fram- sókn og kommum. Kratar séu komnir á biðilsbuxurnar og vilji ólmir i ríkisstjórn”. Þessu mótmælir formaður Al- þýðuflokksins Kjartan Jóhanns- son i DV i gær: „Ég sé engar forsendur fyrir því”, segir leiö- toginn og kallar slikt „villtar hugsanir”. Af svipuðu tagi er grein Vilmundar Gylfasonar I DV i fyrradag, þar sem hann gerir litiö úr þvi að stjórnin geti ekki treyst á stuðning Eggerts Haukdal. Sjálfsagt verður stjórnin glöö og fegin ef Alþýöuflokkurinn sýnir sig reiðubúinn að takast á viö efnahagsvandann með fé- lagslega ábyrgum þingmönn- um. En meöan hvorugt gerist, að núverandi grunnur stjórnar- innar sé styrktur eða nýir stuðn- ingsaðilar komi tilhlýtur fram- tiö stjórnarinnar aö vera i nokk- urri óvissu. — eng og shoriö

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.