Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.07.1982, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. júll 1982 ^Að undanförnu hefur stáðið yfir hér í f jölmiðlum umræða um hringorma í fiski. Tilefni þessarar um- ræðu er skipun svonefndr- ar hringormanefndar sem sett var á stofn þegar Kjartan Jóhannsson var sjávarútvegsráðherra. Til- efni þessarar nefndarskip- unar mun hafa verið, að minnka kostnað fisk- vinnslustöðva við að fjar- lægja hringorm úr útflutt- um sjávarafurðum. Hjá nefndinni hefur starfaö lif- fræöingur aö undanförnu, og hef- ur athygli hans beinst að islenska selastofninum sem aöal tjónvaldi I þessu sambandi. tJrræði hring- ormanefndar eru svo þau, aö i vor auglýsti hún verðlaun mismun- andi há fyrir hvern drepinn sel, og áttu verðlaunahafar aö leggja fram kjálka þeirra sela sem drepnir væru. Nokkru eftir aö þessi auglýsing var gefin út, fóru aö berast fregnir um selhræ sem fundust á fjörum úti á landi og úldnuöu þar án nokkurrar um- hiröu. Aöeins kjálkar selsins eru hirtir, en við afhendingu þeirra mjög útbreidd um allt Atlantshaf og talið er sannaö aö ýmsar hvalategundir útbreiöi þessa lirfu mest, þó hún verði lika kynþroska i sel. * Islenska selastofninn á að nýta skynsamlega Fyrr á árum voru selalátur strandjaröa talin til hlunninda jaröanna likt og æöarvarp. Bænd- ur slikra jarða nytjuðu þá is- lenska selastofna á likan hátt og búfénaö sinn. Veiddu ákveðið magn úr stofnunum á hverju ári, en gættu þess vel aö stofnstæröir selalátranna minnkuðu ekki. A þessum tima voru allar afurðir sela nýttar. Kjötiö var etiö nýtt, saltaö og reykt. Spik selsins var brætt og ýmist sett á tunnur og selt sem lýsi á erlendan markaö, eða notað sem fóðurbætir fyrir sauðfé og hesta og var það þá sett 4 tegundir af hringormalirfum og kynþroska hringormur. * man eftir hestum sem B A. kYMÞiCOSKA c . PHoCAS€A€CUIA Q COMTK^CAeCVW E. PHöCANCmA J ’l VÖ&VA I KvJ/OARHOLl Hringormar í físki og lífrfld hafsins eru verðlaun afhent. A það hefur veriö bent að sllk selshræ geta valdiö skaöa I lifriki landsins t.d. arnarstofninum sem er alfriöaöur og þolir áreiöanlega ekki mikil afföll. Mér er kunnugt um aö þessi tiöindi hafa ekki aöeins þótt fréttnæm hér á landi, heldur lika i öðrum löndum sem þau hafa bor- ist til. Þegar þaö liggur svo fyrir, aö alls ófullnægjandi rannsóknir á selastofninum hafa fariö fram áöur en slikar aöfarir eru hafnar, og menn vita ekki einu sinni tölu sela hér viö land þá er ekki und- arlegt að mörgum ofbjóöi aöfar- irnar. Sagt er aö nefndin hyggist nú i sumar láta fara fram taln- ingu sela. En að sjálfsögðu heföi slik talning átt að framkvæmast áöur en fækkun var ákveðin af hringormanefnd, og þá aö sjálf- sögöu af hlutlausri visindastofn- un. Þannig er I þaö minnsta unnið hjá þjóðum þarsem náttúruvernd er tekin alvarlega. Og venjulega eru þaö íika viðurkenndar dýra- fræöistofnanir sem látnar eru á- kveða og bera ábyrgð á, ef nauö- syn þykir bera til aö fækka I stofni einhverrar villtrar dýrategundar. Þetta eru eftir þvi sem ég best veit, vinnubrögö hjá hinum svo- kölluöu siömenntuöu þjóðum. Mér er spurn: Erum viö íslend- ingar ekki ennþá komnir á þetta þroskastig, þrátt fyrir talsvert fjárhagslegt framlag til mennta- mála hér á landi? í grein sem ég skrifaði hér i þáttinn fyrr á þessu vori, um fyrirhugaö seladráp þá benti ég á það sem eölilega leiö i þessu máli, að Háskóli Islands ásamt Haf- rannsóknastofnun, yrði faliö aö rannsaka ástand selastofnanna hér viö land, og engin fækkun kæmi til framkvæmda fyrr en aö aflokinni þeirri rannsókn. Frá minu sjónarmiði á fækkun villtra dýrategunda aöeins aö fram- kvæmast eftir rökstuddum til- lögum hlutlausra vlsindastofnana til réttra yfirvalda, aö aflokinni rannsókn. Hér hefur hinsvegar ekki verið fariö þannig aö, og er það álitshnekkir fyrir okkar þjóö, aö sllkt slys skuli hafa hent okkur. Lífríki hafsins er f jölþætt og margslungið t þeirri hringormaumræöu sem hér hefur fariö fram þá þykir mér Jóhann J.E. Kúld f/skimái aö máliö hafi verið einfaldaö um of, þar sem aðeins er talaö um eina tegund orma, hinn svonefnda selorm. Vegna þessa fór ég sem leikmaður á þessu sviöi aö glugga I fræöilegar ritgeröir, sem gætu gefið upplýsingar I þessu efni. Mér var vel kunnugt um, aö Dýrafræöirannsóknarstofnun Björgvinjar Háskóla haföi um langt árabil framkvæmt rann- sóknir á snikjudýrum I og á fiski- stofnum I Norður Atlantshafi og fengiö sýni vlðsvegar að. Hugöi ég þvi gott aö leita á þau miö til fanga. Ég minntist þess lika, aö : einn'af.sérfræðingum fyrrnefndrar ‘stofnunar. Björn Berland, haföi haldiö fyrirlestur um þetta efni viö Háskólann I Þrándheimi árið 1972, og að aðalefni þessa erindis var birt af höfundinum I fræðirit- inu Fiskets Gang 1973, sem gefiö er út af norsku Fiskimálastjórn- innL Ég leitaöi þvl þar fanga. 1 þessari visindalegu ritgerö er komiö inn á fjöldann allan af snikjudýrum sem lifa i og á fiski i Atlantshafi en ég mun hér aöeins fjalla litillega um þær fjórar teg- ■ undir hringorma sem algengast- ar eru i nytjafiskum hafsins. Fyrst er að geta tegundarinnar Contracaecum aduneum. Lirfur þessa hringorms eru frekar mjó- ar, ljósgular aö lit, og þurfa aö komast I fiskigörn til þess aö veröa kynþroska. Lendi þessar lirfur hinsvegar i maga sjávar- dýrs með heitu blóöi svo sem hvals eöa sels, þá er reiknaö meö aö þær farist. Lirfur kvendýrsins geta stundum oröiö allt aö 10 cm. aö lengd, og oft i lögun likar bók- stafnum S. Þessar lirfur hafa fundist i um 50 tegundum sjávar- fiska, þar á meðal i þorski og ufsa. Aöallega eru þær i kút - maga og öörum innyflum fiska þar sem utanum þær myndast vöðvavefir sem halda þeim föst- um. 1 fiska koma þær aðallega með smáum krabbadýrum sem fiskurinn étur. Þegar stórfiskur étur smáfisk meö slikum lirfum, þá meltist hann i maga þess stóra og lirfan losnar viö vöövavefina sem bundu hana. Nú heldur lirfan niöur i þarma fisksins og veröur þar kynþroska, og lifkeðjan held- ur áfram. Sagt er aö mikiö sé af þessari tegund á norskum mið- um. Þá er hringormategundin Pho- caseaecum. Lirfa þeirrar tegund- ar er dálitiö sverari en sú fyrr- nefnda og um 30 mm. á lengd, oft eins og S eöa U aö lögun, og held- ur sig mest i innyflum og kviðar- holi fiska. Björn Berland segir að þessi tegund finnist I fiskum á norskum miðum, en aö þaö sé ekki mikiö um hana. Hinsvegar segir hann mikið af henni i fiski viö Island en þó sérstaklega á grænlenskum miöum, þar sem hún er útbreiddasta hringorma- lirfa I fiski. Þessi lirfa þarf að komast i dýr meö heitu blóöi til að geta oröið kynþroska og er taliö að selur gegni aðallega þessu hlutverki lifkeðjunnar. Þriöja hringormalirfan sem Berland nefnir ber heitiö Phoca- nema deeipiens en er lika þekkt undir nafninu Porrocaecum deei- piens. Þessi lirfa er dálitiö stærri og kröftugri en þær fyrrnefndu og gulbrún á litinn og sést þvi vel. Mikiö er oft af henni i innyflunum i kviðarholi fisksins og i lifrinni. En sérstaklega sækist hún eftir að vera I sjálfum fiskvöðv- anum. Fiskurinn losnar þvi ekki viö þessa lirfutegund viö slægingu eins og þær fyrrnefndu sem eru aöallega I sjálfum innyflunum. Þessi lirfutegund hringar sig likt og stálfjööur I dýnu. Þessi lirfutegund þarf aö kom- ast i dýr meö heitu blóöi til þess aö veröa kynþroska og er selur aöallega talinn gegna þessu hlut- verki. Þar sem mikið er af sel, þar er lika mest af þessari lirfu- tegund. Telur Berland aö þessi lirfutegund sé mest útbreidd viö Skotland og Kanada, en ekki mjög áberandi I fiski viö norsku ströndina. Island nefnir hann ekki i þessu sambandi. Þá er fjóröa tegundin sem Björn Berland telur upp og er það Anisakislirfan. Hún er bæöi i innyflum fiska og lifur, en lika i vöðva þunnildanna, en sjaldnar aö finna i þykkasta fisk- vöövanum. Þessi lirfa getur oröiö 3-5 mm. i þvermál og 20-25 mm. löng. Þessi lirfa hefur verið lengi þekkt og finnst i flestum tegund- um beinfiska og er ein allra út- breiddasta hringormalirfa I At- lantshafi. Þessi lirfa þarf að kom- ast I sjávardýr meö heitu blóöi og gegna bæði hvalur og selur þessu hlutverki. Lifsganga þessarar lirfu er ekki þekkt til fullnustu, en þó er taliö aö hún hefjist I ýmsum smádýrum hafsins. En vitað er að eftir aö hún kemst i maga á hval eða sel, þá veröa tvenn hamskipti hjá henni áöur en hún veröur kyn- þroska ormur og getur fariö að strá eggjum út I hafiö. Hvaða áiyktanir má draga út frá hringorma rannsóknum Norðmanna Eins og fram kemur i lýsingum á lirfum fjögurra hringormateg- unda hér aö framan, þá hverfa lirfurnar úr tveimur fyrsttöldu tegundunum aö mestu eöa alveg viö slægingu fisksins þar sem þær eru aðallega eöa nær þvi ein- göngu I eða á innyflunum. Hinsvegar er þá Phocanema deeipiens lirfan ööru nafni Porro- caecum deeipiens sem nær ein- göngu er talin veröa kynþroska I sel og mest útbreidd þar sem mik- iö er af sel. Þessi lirfa er mikið I sjálfum fiskvöövanum og veldur aö sjálfsögöu miklum aukakostn- aöi i fiskvinnslunni. En þó hef ég hvergi heyrt þess getiö aö dýra- fræöingar hafi gert um það tillögu aö útrýma selnum til aö losna viö þessa kostnaðarsömu ormalirfu. Flestir sérfræöingar á þessu sviöi munu vera þeirrar skoðunar aö fara beri aö meö mikilli gát viö aö gripa inn i lifkeöju náttúrunnar, enda ekki fullkomin þekking á þessu sviöi fyrir hendi. Þá er það ormalirfan Anisakis. Hún er talin vera fremur i þunn- ildum fiska en i þykkum vööva. Aö sjálfsögöu veldur þessi lirfa lika miklum kostnaöi ifiskvinnsl- unni, en þó öllum sel væri útrýmt hér viö íslandsstrendur, þá er ekki annað sjáanlegt en aö hún mundi halda velli, þar sem hún er fengu lýsi saman við úthey, að þeir voru oft I haustholdum að vori. Þá voru selskinn spýtt og hert. Kópaskinn voru seld á er- lendan markað, en skinn roskinna sela notuð i skó. Þetta er nú liöin tiö, en sakar ekki þó þaö sé rifjaö upp, þar sem nýting sela I alda- raöir bjargaöi mörgum manni á tslandi frá hungri. Bændur á sela- jöröum hafa allt fram á siöustu ár nytjað selalátur sin aö meira eöa minnta leyti. Þó hef ég grun um, að þaö hafi ekki verið gert á sama hátt og áöur, þegar selveiöibænd- ur gættu þess vandlega aö sela- stofnar i látrum þeirra gengju ekki saman. Þá hafa svokallaðir sportveiöimenn á hraöbátum á siöustu áratugum veriö áleitnir viö aö skjóta selkópa á meðan skinn þeirra voru I háu veröi, og oft sniögengiö lögverndaöan rétt selveiðibænda á þessu sviði. Þeg- ar allt þetta er haft I huga, þá er ekki hægt meö rökum aö fullyrða neitt um, aö selastofnar við Is- land hafi stækkaö úr hófi fram á siðustu árum, eins og fullyrt hef- ur veriö af formælendum hring- ormanefndar. Þeir sem hafa ein- hverja þekkingu á lifi selay þeir vita aö selastofnar stækka mjög hægt, enda eiga urtur aöeins einn kóp á ári. Þegar þaö er fært fram sem rök fyrir stjórnlausu sela- drápi, að selir éti svo og svo mikiö magn af fiski úr hafinu, þá eru það léttvæg rök og þeir menn sem bera þau fram þyrftu aö fara I náttúruræðitima svo þeir valdi ekki skaða á Hfriki landsins, vegna vanþekkingar sinnar. Ef farið væri út i þaö, aö drepa stjórnlaust þær lifverur sem keppa viö okkur um mat úr haf- inu þá myndi þaö leiöa til mikill- ar röskunar á lifriki lands og hafs, og enginn getur sagt nú hvaöa afleiðingar slikt heföi I för meö sér. Að siöustu þetta: Ég vil flokka þaö stjórnlausa seladráp sem átt hefur sér stað á þessu vori, þar sem hræ hinna drepnu dýra eru látin úldna og rotna i fjörum landsins, undir slys sem veröur aö fyrirbyggja að endurtaki sig. Þetta hefur þegar valdiö okkur álitshnekki sem þjóö, og getur lika átt eftir aö valda okkur fjár- hagslegum skaöa. Þaö hlýtur þvi að vera krafa allra hugsandi manna aö þaö ráöuneyti I Is- lenska stjórnkerfinu sem þetta heyrir undir, taki á sig rögg og skipi málinu á betri veg en nú horfir. 8. júll 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.