Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. ágúst 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 „Þaö sem kemur fyrst og fremst á óvart í niðurstööum þessarar skýrslu er aö einir 5 staöir á landinu koma nær alveg jafnt út i hagkvæmni varðandi hugsanlegt staöarval fyrir ál- ver”, sagöi Þorsteinn Vilhjálms- son formaöur Staöarvalsnefndar um iönrekstur þegar frétta- mönnum var i gær kynnt áfanga- skýrsla nefndarinnar um staöar- val álvers. 1 skýrslu Staöarvalsnefndar eru teknir til athugunar 10 staðir á landinu og miðaðist val þeirra við meginforsendur nefnd- arinnar, m.a. um fólksfjölda i ná- grenni hugsanlegrar verksmiðju. Þessir 10 staðir eru Vatnsleysu- vik (Flekkuvik), Vogastapi, Helguvik, Straumsvik (vestan- verið), Geldinganes, Grundar- tangi, Arskógsströnd, Arnarnes- hreppur (innan við Hjalteyri), Glæsibæjarhreppur (i grennd viö Dagverðareyri) og Þorlákshöfn. Að mati nefndarinnar standa 5 staðir eftir sem hugsanlegir fyrir staðsetningu álvers, fjórir á Faxaflóasvæðinu: Geldinganes, Helguvik, Vogastapi og Vatns- Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráöherra ásamt nokkrum nefndarmönnum úr staöarvalsnefnd á fundi meö fréttamönnum i gær. Staðarvalsnefnd um íslenskt álver: 5 staðir koma til álita leysuvik og einn i Eyjafirði, Dysnes i Arnarneshreppi. Við athugunina var gengið út frá þeirri forsendu aö reist yrði álver sem framleiðir 130 þús. tonn árlega auk skautverksmiöju, en slikt fyrirtæki myndi veita 600 manns atvinnu. Til samanburðar má geta þess að framleiðsla ál- versins i Straumsvik er 85 þús. tonn á ári og þar starfa um 700 manns. Staðarvalsnefnd telur, að fjár- hagslega gæti verið hagkvæmt að reisa nýtt álver i Straumsvik. Eðlilegra sé hins vegar að stækka það álver sem fyrir hendi er, auk þess sem áhættusamt sé að hafa tvö álver á sama stað með tilliti til náttúruhamfara. Við Arskógsströnd i Eyjafirði er vinnumarkaður of litill fyrir álver, og sömu sögu er aö segja um Grundartanga og Þorláks- höfn, en nefndin miðaði við það i athugun sinni, að starfsmanna- fjöldi nýs fyrirtækis sé að jafnaði ekki meiri en 20% af þeim vinnu- markaðisem fyrir er á svæðinu. I Noregi er nú orðið miðaö við 15% i þessu sambandi, en Staöarvals- nefnd leggur áherslu á að forðast beri eftir föngum að mynda ein- hæfa verksmiöjubæi, heldur eigi nýtt fyrirtæki að falla sem eðlileg og jákvæð viðbót inn i þá atvinnu- og félagsheild sem fyrir er. Ekkert svæði á Austurlandi var tekið til athugunar þar sem engir nógu fjölmennir þéttbýliskjarnar þar geta staðið undir rekstri slikrar verksmiðju, að mati staðarvalsnefndar. Ýmislegt er talið mæla meö ál- veri i Glæsibæjarhreppi i Eyja- firði, en á móti mæli fyrst og fremst mengunarmál og um- hverfisþættir, en staöurinn er mjög „framarlega” i Eyjafirði þar sem fjörðurinn er mjög þröngur. Mengunarefni i lofti munu þvi berast fyrst og fremst yfir byggð og valda skaða á beiti- landi, en blómlegur landbúnaður er i hreppnum. Þvi komi Glæsi- bæjarhreppur ekki til greina. Aö sögn Hjörleifs Guttorms- sonar iönaöarráöherra hefur staöarvalsnefnd verið falið aö halda áfram i sumar og haust frekari athugun á þeim fimm stöðum sem nefndin telur helst koma til greina, en nokkuð vantar enn á rannsóknir svo hægt sé aö gera endanlegan samanburð. Þessum athugunum á aö vera lokið fyrir næstu áramót, og á þá aö liggja fyrir hvaða tveir staöir eru álitlegastir fyrir álver, og verða þeir staðir siðan skoðaöir sérstaklega meö tilliti til hag- kvæmni. Gert er ráð fyrir að ár- lega velta umrædds álvers yrði um 2,2 miljaröar króna. A fundinum var taliö vist, að yfir standandi rannsóknir, verði til heildarsparnaðar en eitt prósent sparnaðar þeirra rekstrarút- gjalda myndi borga allar þessar rannsóknir upp á vikutima. ->g- Norræna Verkamanna- sambandið þingar Norræna Verkamanna- sambandið hefur haidið aðalfund sinn á Hótel Loft- leiðum undanfarna daga og munu erlendu fulltrú- arnir haida utan á föstu- dag, 6. ágúst. Rætt hefur verið um framtiðar- starfsemi sambandsins sem hefur veriö mjög virkt siðustu árin. Meðal gesta á ráðstefnunni var Asmundur Stefánsson for- maður ASÍ sem reifaði islensk efnahagsmál og útlitið hjá islensku verkafólki. Fulltrúar Islands á ráðstefn- unni voru Guðrlöur Elíasdóttir I Hafnarfirði, Jón Karlssoná Sauð- árkróki, Karl Steinar Guðnason varaformaður Verkamannasam- bandsins og Þórir Danielsson framkvæmdastjóri Verkamanna- sambandsins. Formaöur Norræna Verkamannasambands- ins hefur veriö Uno Ekberg frá Sviþjóð. Hækkar í strætó! Fargjöld Strætisvagna Reykja- vikur hækka um 18% i dag. Ein- stök fargjöld hækka úr kr. 5,50 i 6.50 og stór farmiöaspjöld hækka i kr. 200,00 (38 miðar). Farmiöa- spjöld fyrir aldraða og öryrkja kosta frá og með deginum i dag kr. 100,00. Börn þurfa aö borga kr. 1.50 og farmiðaspjöld fyrir þau munu nú kosta kr. 40.00 (48 miöar). — kjv Sýning i tilefni árs Þær hafa skilað sinu lifsverki ! Líður að lokum ! ! Málþing í kvöld Óður líður að lokum • sýningar í tilefni árs Ialdraðra á Kjarvals- stöðum, en hún stendur , fram á sunnudag 8. Iágúst. 1 dag, fimmtudag, er að venju myndbandasýning milli kl. 16.30 • og 19.30 og siöan hefst málþing I________________________ kl. 20.15. Þar hefur Eggert As- geirsson framsögu og nefnist erindi hans: Erum við á réttri leiö? Föstudag 6. ágúst og laugar- dag 7. ágúst eru myndbanda- sýningar kl. 14.30 — 17.30 og 18.15 — 21.15, og sömuleiðis á sunnudag 8. ágúst milli kl. 16.30 og 19.30. Sunnudag 8. ágúst kl. 20.30 er | málþing, þar sem rætt verður , um viðhorfin að loknum ■ alþjóðafundinum I Vin um öidrunarmál. Fulltrúar Islands | á fundinum munu lýsa skoöun- ■ um sinum. Einnig verða pall- | borðsumræður sem Eggert As- geirsson stjórnar og veröur | umræðuefnið: Hvað höfum við ■ lært af sýningunni? Sýningunni i tilefni árs aldr- I aðra verður siðan slitið á sunnu- | dagskvöld kl. 22.00. — áþj ■ Neskaupsstaður: Miklar gatnagerðar- framkvæmdlr „Fjárhagsáætlun fyrir lagningu varanlegs slitlags hér i Neskaupstaö hljóðar upp á u.þ.b. 4,3 miljónir,” sagði Valur Þór- arinsson forseti bæjarstjórnar Neskaupstaðar, en hann gegnir um stundarsakir störfum bæjar- stjóra I sumarfrii Loga Kristjáns- sonar. Valur sagði, að þær fjár- festingar sem ráðist var i 1980 með kaupum á malbikunarstöð hefðu skilað miklum árangri. Lokið hefði verið við að malbika Nesbakka, Naustahvamma og hluta Þiljuvalla auk þess sem slitlag var endurnýjaö á Mela- götu, Miðstræti og Hólsgötu. Þá hefur veriö unnið aö undir- byggingu á Þiljavöllum, Mýrar- götu og Sverristúni. Þar veröur svo malbikaö i september. Malbikunarstöðin i Neskaup- stað sem rekin er af bæjarfélag- inu var fyrst tekin i notkun i fyrra, en þess má geta að i ár hefur stöðin fengið verkefni við lagningu bundins slitlags bæði á Eskifirði og Reyöarfirði. Meö komu malbikunarstöðvarinnar vannst mikiö i sambandi viö gatnagerö i Neskaupstað þar sem oliumölin sem var á flestum göt- um áöur reyndist ekki vel. Gert er ráð fyrir aö lokið veröi viö að malbika allar helstu götur i Neskaupstað fyrir lok næsta kjör- timabils. Auk gatnagerðarinnar hefur verið unnið aö þvi að koma sorp- brennsluþró i gagnið fyrir haustiö. Þróin er fyrir ofan höfnina. Þá hafa verið lögð drög aö nýju iþróttasvæði og ráögert er aö stækka iþróttahúsið. Hinn nýi framhaldsskóli á Neskaupstaö, sem verið hefur i byggingu á undanförnum árum, verður að hluta tekinn i notkun i haust. — hól Eskifjörður: Malbikunar- framkvæmdir fyrir röskar 2 miljónir Miklar endurbætur standa nú fyrir dyrum I gatnagerðarmálum á Eskifiröi. Er þessa dagana verið að leggja malbik á Strand- götu og Landeyrarbraut, en á þessum götum var áður oliumöl scm nú er gengin sér til húðar. Þá verður einnig malbikaður hluti hafnarsvæðisins, og er áætlað að kostnaður við malbikunarfram- kvæmdir á Eskifirði i sumar verði röskar 2 miljónir króna. Þjóðviljinn bjallaöi i gær i Jóhann Klausen bæjarstjóra á Eskifirði og sagði hann að með- fram malbikunarframkvæmdum væri unnið ötullega við að koma I gagnið nýrri frystigeymslu viö Hraðfrystihús Eskifjarðar og auk þess verður nýtt skrifstofu- húsnæði væntanlega tekið i gagnið fyrir starfsfólk frystihúss- ins. Er áætlaö að þessum fram- kvæmdum verði lokið i haust. Þá eru nýhafnar framkvæmdir við nýja grunnskólabyggingu og er stefnt að þvi að framkvæmdum verði lokið á árinu 1984. Þá má geta þess að fógeti og sýslumaður geta vænst þess aötaka til starfa i nýju húsnæði þvi framkvæmdir við það eru nýhafnar. — hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.