Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 7
Ftmmtudagur 5. ágúst 1982 þjóÐVILJINN — SÍÐA 7 Upphaf heimastjórnar áGrœnlandi Þessi mynd er ekki tekin á Sjálandi. Grænlendingar eru þjóð meðal þjóða og eiga sinn sjálfstæðisrétt. NUNARPUT landið okkar Um þessar mundir er haldiö upp á 1000 ára af- mæli landnáms norrænna manna á Grænlandi# eins og kunnugt er. Sá, sem fyrstur þeirra varö til að nema þar land var Eiríkur rauði ásamt fylgdarliði sínu — en heldur mun dvöl þessara fyrstu norrænu manna orðið endaslepp, þegar á allt er litiö; a.m.k. munu hvergi vera nein merki um afkomendur þeirra á Grænlandi, og ekki fýsti fleiri að setjast I krafti „eignarréttarins" Slíkan veg verður ekki troðið átakalaust, eins og ótal dæmi segja frá og sanna, og frómt sagt hafa Grænlendingar farið illa út úr samskiptum sinum við aðrar þjóðir og þá einkum Dani, sem létu lengi vel eins og ekki aðeins Grænland heldur og grænlenska þjóðin væri þeirra eign, og að i krafti eignarréttarins mætti með- höndla bæði land og þjóð að geð- þótta. Ekki skal tiundað hér hvernig samskipti þessara tveggja geróliku þjóða gengu fyrir sig; sú sorgarsaga er orðin ágætlega þekkt. En óskir um heimastjórn skrá af danska þinginu, og i henni var m.a. kveðið á um kosninga- rétt Grænlendinga auk annarra borgaralegra réttinda þeirra, og Grænland varð einskonar amt i danska rikinu — þessi aðgerð markaði öðrum aðgerðum frem- ur upphafið að vakningu þeirrar pólitisku vitundar hjá grænlensku þjóðinni, sem hafði rúmum tutt- ugu og fimm árum siðar þau áhrif, að Grænlendingar áttu kost á þvi i fyrsta sinn aö kjósa til eig- in Landsþings. Eins og nærri lætur, var saga Landsþingsins löng og ströng. En formlegt upphaf þess má rekja til Jonathans Motzfeldt, sem þá var meðlimur i grænlenska landsráð- inu, valdalausri stofnun, sem Þingmenn grænlenska Landsþingsins ganga til kirkju áður en fyrsti fundur þingsins hefst. þar aðtilbúsetu, eftir þvi sem heimildir greina frá. En á Grænlandi hefur engu að siður búið fólk frá ómunatfð; frumbyggjar, sem lifðu á lands- ins gögnum og gæðum, eftir þvi sem sögur herma og heimildir greina frá. Sú þjóð, Inúitar, er nú óöum að feta hina grýttu leið til sjálfsforræöis eftir að hafa verið nýlenduþjóð Dana um nokk- urra alda skeið. Grænlendinga komu fram rétt fyrir eða um miðja þessa öld, þegar þeir sem þjóð sættu sig ekki lengur við þá kúgun og það mis- rétti, sem þeir höfðu orðiö að þola. Vakning póli- tiskrar vitundar Fyrsta skrefið i átt til sjálfsfor- ræðis Grænlendinga var stigið ár- ið 1953. Þá var sett ný stjórnar- hafði eingöngu tillögurétt til danska Stórþingsins. Jonathan flutti þar tillögu um að landsráðið fengi meiri möguleika á þvi að hafa áhrif á samfélagsþróunina i Grænlandi. úr varð, aö Græn- landsráðherra dönsku stjórnar- innar var faliö að setja saman nefnd, sem skyldi kanna hvernig auka mætti áhrif landsráðsins og ábyrgð — og hvernig mætti koma á einhvers konar heimastjórn á Grænlandi- Fyrstu kosningarnar til grænlenska Landsþingsins voru haldnar 4. april 1979. Siumut, sem er róttækur flokkur, fékk i þessum kosningum 13 þingmenn af 21, en Atassut, sem er borgaralegur, frjálslyndur flokk- ur myndar 8 þingmanna stjórnarandstöðu. A Grænlandi mætast gamlir og nýir timar, eins og glöggt má sjá á þessari mynd —en þaðhefur haft margvislega erfiðleika I för með sér I grænlensku þjóðlifi. Viðhorf Grænlendinga í þessari nefnd áttu eingöngu sæti grænlenskir stjórnmála- menn — af þvi að það var álitið mikilvægt, að upphaf umræðna um heimastjórn á Grænlandi yrði á grundvelli þeirra viðhorfa, sem var aö finna meðal Grænlendinga sjálfra. Nefndin skilaði áliti 1975 og i þvi var að finna helstu forsendur fyr- ir nauðsyn þess, að komið yrði á fót heimastjórn á Grænlandi: .1 fyrsta lagi taldi nefndin, að Grænland og sú þjóo, sem upp- haflega byggði landiö væri um svo margt ólik Danmörku og Dönum, að tengsl milli þessara tveggja þjóða gæti aldrei orðið á þeim grundvelli, sem einkennir t.d. tengsl Fjónbúa og Sjálend- inga. I öðru lagi var bent á hina grið- armiklu fjarlægð milli Grænlands og Danmerkur og samgöngu- erfiðleikana þar á milli. Öllu stjórnað í Kóngsins Kaupinhafn 1 þriöja lagi tók nefndin til þess, að meðan öll stjórnsýsla heima- fyrir væri aðskilin frá heildar- stjórn mála, sem fór fram i Kaup- mannahöfn, þá gerði það að verk- um, að grænlenskir stjórnmála- menn fyndu til ákveðins vanmátt- ar, vegna þess að um öll mikilvæg mál var fundað og ákvarðað i Kaupmannahöfn. 1 fjórða lagi benti nefndin á það, að þótt haft væri samráð við landsstjórnina um framkvæmd mála, þá hefði hún i raun litla möguleika á að hafa áhrif á þá hina sömu framkvæmd, vegna fjarlægðarinnar við Kaupmanna- höfn, þar sem hin raunverulega stjórnsýsla færi fram. Tunga, menning, hugsun 1 fimmta lagi var á það bent, að grænlensk tunga er svo nátengd grænlenskum þankagangi og lifn- aðarháttum, og varöveisla henn- ar þarmeð hluti af forsendum þess, að Grænlendingar geti orðið sjálfstæð þjóð með eigin þjóöar- menningu — og þannig reyndar forsenda þess, að Grænlendingár megi áfram vera hluti af þvi sam- félagi þjóðanna, sem jörðina byggir. Að lokum benti nefndin á tvö mikilvæg atriði sem eru hreinar og klárar afleiðingar nýlendu- sambandsins viö Dani: Eftir meira en tveggja alda nýlendu- tengsl eru Grænlendingar orðnir vanir þvi að þeirra málum sé stjórnað og stýrt i Kaupmanna- höfn — af Dönum. Og siöast en ekki sist, þá var tekið til þess, að einmitt sú staðreynd, að málefn- um Grænlendinga sé stjórnað af Dönum, býður þeim þankagangi heim, að ábyrgðina sé einnig Dananna. Þar með missa Græn- lendingar sjálfir áhuga og löngun Framhald á 14. siðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.