Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.08.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. ágúst 1982 ALÞVÐUBANDALAGEÐ Ráðstefna um skólamál, Hallormsstað 6-8 ágúst. Markmið stefnunnar: 1) Upplýsingamiðlun til félaga um skólakerfið og stööu skólamála. 2) Umræður: Mótun skólastarfs, tilgangur og starfshættir skóla. 3) Undirbúningur að frekara starfi aö stefnumótun i skólamálum fyrir Austurlandskjördæmi. Dagskrá: Föstudagur 6. ágúst kl. 20-22.30 Framsöguerindi: 1) Einar Már Sigurðsson: Valdsvið skólastjóra, fræðslustjóra og ráðuneytis. 2) Guðmundur Þórðarson: Kennarasam- tök og kjaramál kennara og áhrif þeirra á þróun skóla. 3) Smári Geirs- son: Skipulag framhaldsskólans og tengsl hans við grunnskólann. 4) Berit Johnsen: Sálfræðideild skóla. Laugardagur 7. ágúst: Kl. 9-12.30 Framsöguerindi: 1) Helga M. Steinsen: Starfssviö og vald- svið kennara. 2) Ina Gfsladóttir: Starfssvið og valdssvið nemenda. 3) Arndis Þorvaldsdóttir: Foreldrar og skóli. 4) Geröur G. óskarsdóttir Dulda námsskráin. Kl. 14-17.30: Hópumræður um efni framsöguerinda Sameiginlegur kvöldverður og kvöldvaka. Sunnudagur 8. ágúst kl. 9-12. Niöurstöður starfshópa kynntar. Umræður um frekara starf. stefnulok. Ráö- Gisting: Hótelpláss. svefnpokapláss eða tjald. Þátttaka tilkynnist til: Gerðar G. óskarsdóttur, Neskaupstað, simi 7616/7285. Beritar Johnsen Hallormsstað, simi um Hallormsstað. Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi. lnn við Hitarvatn, Foxufell nær Tjaldbrekku innst. SUMARFERÐ Alþýðubandalagsins á Norður- landi vestra 7.-8. ágúst 1982 Snæfellsnes og Hítardalur Alþýöubandalagiö á Norðurlandi vestra efnir til fjöl- skylduferðar um Hítardal og Snæfellsnes helgina 7.-8. ágúst 1982. Lagt verður af stað á laugardagsmorgni 7. ágúst. Frá Siglufiröi kl. 8.00 Frá Sauöárkróki kl. 9.30 Frá Varmahlið kl. 10.00 Frá Blönduósi kl. 11.00 Frá Hvammstanga kl. 12.00 Siðan verður ekið sem leið liggur um Laxárdalsheiði vestur i Hitar- dal. Tjaldað verður að Hitarhólmi i túnfætinum hjá Birni Hitdælakappa og siðan gengið upp á hólminn.en þaðan er gott útsýni yfir dalinn og vatnið. Að þvi búnu verður efnt til kvöldvöku við varðeld. A sunnudag verður ekið um Snæfellsnes eftir þvi sem timi leyfir og ekið heim aftur gegnum Borgarnes. Þátttaka tilkynnist eftirtöldum, sem jafnframt veita nánari upplýsingar: Elisabet Bjarnadóttir, Hvammstanga, simi 95-1435 Arnór Arnason, Blönduósi, simi 95-4518 Ingibjörg Kristinsdóttir, Skagaströnd, simar 95-4790 og 95-4747 Hallveig Thorlacius, Varmahlið, simi 95-6128 Ingibjörg Hafstað, Vik, Skagafirði, simi 95-5531 Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauðárkróki, simi 95-5289 Einar Albertsson, Siglufirði, simar 96-71614 og 96-71616. Þátttaka er ollum heimil. Undirbúningsnefnd. Utboð — Akranes Tilboð óskast i akstur á skólabörnum á Akranesi. Útboðsgögn fást afhent á tækni- deild Akraneskaupstaðar. Tilboðum skal skilað til tæknideildar fyrir kl. 2 mánu- daginn 16. ágúst 1982 merkt „skóla- akstur”, þar sem þau verða opnuð. Bæjartæknifræðingur 4 þjóðir Framhald af 1. siöu Þessi rannsókn á kolmunna- stofninum er ein hin viðamesta sem fiskveiöiþjóðir i Norður- Atlantshafi hafa staðið sam- eiginlega að. Arni Friðriksson mun verða um hálfan mánuð i kolmunnarann- sóknum her við land, en að sögn Sveins Sveinbjörnssonar leið- angursstjóra munu þjóðirnar sem standa að þessari rannsókn halda með sér vinnufund i Kaupmanna- höfn i september n.k., þar sem niðurstöður einstakra athugana verða bornar saman. — lg. Upphaf Framhald af bls. 5 á þvi að bæta úr þvi sem úrskeiðis fer — enda þeirra vilji litils met- inn. Andmannleg f irring Ofantalin atriði voru ekki ein- asta niðurstööur áðurgetinnar nefndar; þau voru einnig ágætur þverskurður af viðhorfum hins grænlenska meðaljóns, sem fann áþreifanlega fyrir þvi að hann stóð utan þróunarinnar á einn eða annan veg og haföi engin tök á þvi að hafa áhrif á hana eða sinar eigin aðstæður. Afleiðingarnar uröu þær, að grænlenska samfélagiö varð rót- laust. Ekki aðeins að þaö klofnaði i tvennt i tima, þar sem stönguð- ust á fornar lifsvenjur og nútima- hættir, heldur bauð ástandið heim þeirri andmannlegu firringu, sem orsakar rótleysi i hugum fólks, andúð á einhverju, sem það veit ekki hvaö er, og slikt sálarástand fæöir gjarnan af sér misnotkun lyfja og áfengis, siðspillingu og undirlægjuhátt — allt þetta ágæt- lega þekkt hér á landi úr okkar eigin sjálfstæðisbaráttu á seinni timum. Færeyska fyrirmyndin En þessar röksemdir færðu heimastjórnarnefndinni heim sanninn um það, aö pólitisk deyfð grænlensku þjóðarinnar yrði að- eins yfirunnin með þvi að flestar meiriháttar ákvarðanir, er snertu þjóðina og land hennar, yrðu teknar af Grænlendingum sjálf- um heima á Grænlandi. Tillögur heimastjórnarnefnd- arinnar urðu þvi þær, að heima- stjórn yrði komið á fót á Græn- landi eftir færeyskri fyrirmynd — þannig að málefnum Grænlands yrði skipt i þrjá flokka: heima- mál, sameiginleg mál Grænlend- inga og Dana, og svo þau mál, er yrðu áfram i höndum Dana ein- göngu, eins og t.d. utanrikismál en þó með samráði við heima- stjórnina i þeim málum er beinlinis snertu Grænland — en ein undantekning var þó á þessu. Efnahagur Grænlendinga eftir tveggja alda nýlendutengsl við Dani var harla bágborinn. Þvi var kveöið á um það i tillögum heimastjórnarnefndarinnar, að Danmörk skyldi gera heima- stjórninni kleift að starfa með þvi að greiða árvissa summu til Grænlendinga, svo hægt yrði að framkvæma þau brýnu mál, sem fyrir lágu. Gengið tilatkvæða Þetta gerðist árið 1975, eins og fyrr var frá greint, og nokkurn tíma velktist tillaga heimastjórn- arnefndarinnar grænlensku i stjórnkerfi Danmerkur. En á endanum vargengiðtil atkvæða á Grænlandi um heimastjórn i jan- úar 1979, eins og lesendur Þjóð- viljans muna eflaust — yfir 60% kjósenda greiddu atkvæði i þeim kosningum og rúmlega 70% þeirra sögðust vilja heimastjórn. Þar með var björninn unninn, og allt kapp var nú lagt á að koma á heimastjórn á Grænlandi. Og fyrstu kosningarnar áttu sér stað 4. april 1979, og Landsþingið kom saman til fyrsta fundar 1. mai sama ár. Miklum áfanga og góö- um var náö i áttina til sjálfs- stjórnar. —jsj. AUÐVELDUM VIÐ FATLAIWA? ~\LUL Sölustofnun lagmetis styð- ur samninginn við Sovét Sölustofnun lagmetis hefur sent frá sér svohljóðandi fréttatil- kynningu: A fundi stjórnar Sölustofnunar Lagmetis, sem haldinn var á Akureyri 29. júli s.l. var sam- þykkt eftirfarandi ályktun: Lagmetisviðskipti við Sovét- rikin hafa um langt árabil verið þýðingarmikill þáttur i útflutn- ingi islensks lagmetis. I tilefni af ■nýgeröum efnahagssamningi milli Islands og Sovétrikjanna lysir stjórn S.L. yfir i tilefni af op- inberum umræðum, um þennan samning, að hún styður þá ákvöröun rlkisstjórnar Islands að gera þennan samning og telur, að þess megi vænta, að hann verði til þess að viöhalda og auka viðskipti milli þjóðanna. Íte RÍKISSPÍTALARNIR Wlausar stödur KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRAR óskast á deild IV og X, og á göngu- deild geðdeildar Landspitalans. Geðhjúkrunarmenntun æskileg. H J Ú KRUN ARFRÆÐIN GA SJÚKRALIÐA OG STARFSMENN vantar á ýmsar deildir spitalans. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkrunarforstjóri Klepps- spitalans i sima 38160. ATH. fyrri umsóknir um störf eru fallnar úr gildi. REYKJAVÍKURHÖFN Tilkynning til smábátaeigenda Með tilvisun til auglýsingar 1. júli 1982,. rann út frestur til að ganga frá LEGU- LEYFUMfyrir smábáta, hinnl. ágústs.l. Hér með er lögð áhersla á að smábátaeig- endur gangi frá leguleyfum sinum, vilji þeir komast hjá óþægindum. Þeir sem báta eiga á landi skulu einnig hafa samráð við hafnarvörð. Svæðisskipuiag Eyjafjarðar Framkvæmdanefnd um svæðisskipulag Eyjafjarðar og Skipulagsstjórn rikisins vilja ráða mann til að leggja drög að svæðisskipulagi fyrir Eyjafjörð. Nauðsynlegt er að starfsmaðurinn hafi sérmenntun i skipulagsfræðum eða hald- góða reynslu á þvi sviði. Framkvæmdanefndin mun útvega starfs- aðstöðu á Akureyri, og skal starfsmaður- inn hafa fast aðsetur á skipulagssvæðinu ráðningartimabilið. Ráðningartiminn verður tvö ár eftir nánara samkomulagi og verður hugsan- lega framlengdur siðar. Frestur til að skila umsóknum ásamt meðmælum og ýtarlegum upplýsingum um nám og fyrri störf er til 30. ágúst n.k. Umsóknir skal senda til Skipulagsstjóra rikisins. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir: Skipulagsstjóri rikisins, Zophanias Pálsson, Borgartúni7, Reykjavik, simi 91- 29344. Tryggvi Gislason (varaform. framkv.- nefndar), Þórunnarstræti 81, Akureyri, simi 96-24078. Framkvæmdanefnd um svæðis- skipulag Eyjaf jarðar, Skipulagsstjórn rikisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.