Þjóðviljinn - 03.09.1982, Page 2

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Page 2
2 SiÐA — ÞJÓÐVÍLJÍNN Fostudagur 3. séptember 1982 Lokaður sjö ár í skápum Aöfaranótt 20. ágúst fann lög- reglan ! franska smábænum Bretigny-sur-Orge tólf ára gamlan dreng, sem reikaöi aö þvi er virtist i reiðileysi i garði nokkrum. Þegar farið var aö at- huga máliö, kom i ljós aö drengur þessi, David að nafni, haföi verið lokaður inni i skáp frá fimm ára aldri, eöa i sjö ár. Nokkru eftir fæðingu þessa drengs hafði móðir hans skilið við föður hans, og hafði barninu þá verið komið fyrir á barna- heimili. Þegar drengurinn var fimm ára tók hún saman við annan mann og ákvað þá að fá son sinn heim aftur. En hún fann þá enga uppeldisaðferð betri en þá að loka hann inni i stórum skáp, og þótt fjölskyldan flytti alloft hafði drengurinn aldrei fengiðum frjálst höfuð að strjúka, heldur hafði hann að- eins verið lokaður inni i nýjum skáp. Einu sinni var David fluttur á sjúkrahús vegna brunasára, en þar tók enginn eftir neinu óeðlilegu og var hann siðan sendur heim. Nágrannar fjölskyldunnar vissu ekki um tilvistþessadrengs. Þegarhann fannst var hann ólæs og óskrif- andi og aðeins 30 kg að þyngd. Þeir sem fengu David til með- ferðar urðu mjög hissa á þvi hve greindur og fróður hann var miðað við þá meðferð sem hann hafði orðið að sæta. En i ljós kom að yngri bróðir hans, sem fengið hafði eðlilegt uppeldi, hafði opnað skápinn, þegar eng- inn fullorðinn var heima, og leyft honum að horfa á sjón- varp. Var það skýringin á þvi að hann skyldi ekki vera orðinn ia- viti eftir þessa svartholsvist. Móðir drengsins og sambýlis- maður hennar voru þegar hneppt i fangelsi, en þessi at- burður hefur vakið i Frakklandi umræður um börn sem verða fyrir misþyrmingum. Hafa rannsóknir leitt i ljós að þetta er mun alvarlegra vandamál en menn haí'a áður talið, ekki sist vegna þess hve huglausir menn eru við að gripa i laumana þótt barn beri öll merki um mis- þyrmingu. (,,Le Monde”) Nancy Reagan er flott á því Forsetahjónin i Bandarikj- unum og það hægri sinnaða lið sem fer með völdin i Bandarikj- unum um þessar mundir þykir heldur betur hafa skotið Demó- krötunum ref fyrir rass i þvi efní að láta berast mikið á. Bandarisk blöð segja öðru hvoru frá gimsteinum og öðru gósi sem þetta fólk veltir sér uppúr. Þannig segir frá þvi að Nancy Reagan hafi þegið að gjöf dýrindis eyrnalokka frá eiganda veðhlaupabrautar sem er illilega flæktur i mútumál. Ronald gamli sjálfur þá gullúr frá sama aðilja. Samtimis skrifuðu blöðin um sindrandi gimsteinafesti sem húsfreyjan i Hvita húsinu hafði fengiö að láni frá gimsteina- fyrirtæki I New York fyrir opn- unarballið i' Hvita húsinu fyrir 16 mánuðum. Frúin hefur ekki enn séð ástæöu til að skila gim- steinunum sem eru taldir vera 1.2 miljón króna virði. Fífl- dirfska Mikiö æöi hefur gripiö um sig á undanförnum misserum I Bandarikjunum og á megin- landi Evrópu til allra handa fífl- dirfskuverka Fallhlifastökkvarar stökkva ofan af háhýsum brúm og öðr- um háum stööum og komast þar með i metabækur og fjölmiðla. Margir stökkva i opinn dauðann og þessir ofurhugar eru orðnir sérstakt verkefni sálfræðinga. Ofdirfskuverk af öörum toga—einsog að fljúga i tvi- sýnu undir linur, brýr og mann- virki færasteinnigi'vöxt. Kenn- ingar eru á lofti um að þessir til- gangslausu verknaðir séu hluti af „katastrofu-ótta” nútima- manna þ.e. hræðsla við skelfi- lega atburði á borð við náttúru- hamfarir og kjarnorkustrið hvetji þá til að reyna að vinna sigur yfir hinu ómögulega... Blygðunarlausir baðstrandargestir á Pantelleria-eyju. í horninu er Petrillo sveitarstjóri sem skar upp herör gegn „hinum lausbeisluðu brjóstum”. Líffræöi syndarinnar Fæst ekki rædd á ítalska þinginu Auglýsing frá sveitarstjór- anum á Pantelleria-eyju á Sikil- eyjarsundi þess efnis aö fram- vegis yrði þeim baðstrandar- gestum sem gengju um strendur eyjarinnar „með laus- beisluð brjóst og flaksandi” refsað samkvæmt lögum, varð þremur þingmönnum kommún- ista á italska þinginu nýverið tilefni til þess að bera fram fyrirspurn til rikisstjórnar- innar, þar sem spurt var hvaða karlkynsliffæri gætu hugsan- lega heyrt undir ákvæði sem þessi. Nilde Jotti, forseti italska þingsins, neitaði að taka fyrir- spurnina á dagskrá og ávitaði Giorgio Napolitano, formann þingflokks kommúnista, fyrir að hafa samþykkt fyrirspurn- ina, en þingforsetinn bar við þeim rökum að efnið varðaði sveitarstjórnir en ekki þingið. Margir þingmanna kommúnista töldu hins vegar að fyrir- spurninni hafi verið visað frá þar sem\ún snerti viðkvæma blygðui.arkennd háttvirtra þingmanna. ólg/L’Espresso Viðá rokkhátíð í Banda- rikjunum Fyrir dyrum standa einir stærstu hljómleikar I Banda- rikjunum frá þvi Woodstock - hátiðin var haldin 1969. Eftir hinn sjálfumglaða ára- tug sem nú er að líða á með þessu að höfða aö nýju til sam- kenndar unga fólksins. Wood- stock-rokkhátiöin var haldin undir slagorðunum Ast og Friður — en þessi undir for- merkinu „Við”. Um fjögur hundruð þúsund manns sóttu Woodstock-hátiöina en gert er ráð fyrir að um þrjú hundruð þúsund sæki hátiðina I Kali- forniu. Meðal rokkkrafta sem þarna eig að troða upp eru Fleetwood Mac i Tom Petty, Police, Talking Heads auk þess sem tölvumessa verður á staðn-, um. En það er einmitt tölvu- framleiðslufyrirtæki (Apple) sem stendur fyrir rokkhátiðinni. Franskir skatt- svikarar Rikisstjórn Sósialista i Frakklandi ætlar að ganga harðar fram við skattsvikara. Talið er að á milli 80 og 90 milj- ón franka sé stungiö undan skatti árlega. 43 þúsund tilfelli voru tekin til meðferðar hjá skattyfirvöldum á fyrri hluta þessa árs og hafði rikissjóður tæpar fjórar miljónir uppúr krafsinu. Græningjar í Bandaríkjunum Ætla að bjóða fram í næstu kosningum Hreyfing umhverfis- verndunarmanna i Bandarikj- unum verður sifellt sterkari. Frá þvi rikisStjóm Ronalds Reagans kom til valda með brambolti og stórkarlalegum yfirlýsingum um að slakað yrði á ýmsum reglum er lúta að um- hverfisvemd hafa sifellt fleiri gerst virkir I þessari hreyfingu. Umhverfisverndarmenn eru skipulagðir Ihreyfingumeins og „Sierra Club”, „Wilderness Society” og „Friends of the Earth” Þar af eru margir vis- indamenn, stjórnmálamenn verkfræðingar o.s.frv. Þegar hefur þessi hreyfing getað hrósað pólitiskum ávinningum, stöðva áform Reagan- stjórnarinnar um aðláta lög um mengun vatns og lofts falla úr gildi og fleira. Þessi hreyfing mun bjóða fram i næstu þingkosningum i Bandarikjunum, i' um 70 kjör- dæmum. 5,3 miljónir um- hverfisverndarmanna eru i þessum samtökum og hafa safnast 2 miljónir dollara i kosningasjóðinn. - nýju gervi Dustin Hoffmann kvikmynda- leikari leikur nú i' kvikmynd at- vinnulausan karlleikara. Til þess að fá eitthvað að gera gripur hann til þess ráðs að dul- búa sig sem kona. Kvengerfið þótti takast með ágætum. Þvi til staðfestingar herma kjafta- sagnablööin að hann hafi heils- að uppá Jon Voight náinn vin og starfsfélaga I gervinu og þótti ekki laust viö aö sá væri til- kippilegur. A myndunum er Dustin Hoffman eins og hann á að sér og I gervinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.