Þjóðviljinn - 03.09.1982, Side 7
tekur viö. Brynjólfur frá Minna-
núpi samdi eina fegurstu ástar-
sögu sem á blað hefur komið með
sögunni af Natan Ketilssyni og
Rósu, en svo hefur fróður maður
sagt mér, að hann hafi verið allur
i sannleiksgildi sagna og liklega
ekki hvarflað að honum skáld-
skapur.
Eitt má þó vist telja, að sagn-
fræðingur veröi ekki að gagni
nema hann hafi ákveöna skoöun á
viðfangsefni sinu. Að til séu al-
gildar og óhagganlegar staö-
reyndir i sögu er gróinn og leiður
misskilningur. Við getum ekki
svo vel sé, gert okkur grein fyrir
staðreyndum i samtið okkar,
hvað þá þvi sem er löngu liðið. Ef
sagan á að lifa verður hún að vera
i sifelldri endurskoöun og endur-
mati, og það er trú min að enginn
viti þetta betur en Björn Th.
Til eru þeir höfundar, sem eins
og beina kastljósi að viðfangsefni
sinu I von um að öðlast skarp-
skyggni. Myndin verður hörð,
svart-hvit án blæbrigða, efniö
kafnar i skýringum. Ekki er þetta
háttur Björns. Hann læðist út úr
koluskugga vopnaöur ritstil með
skriðbyttu i hendi. Hann bregður
upp mynd sem sindrar i húminu,
nærfærinn blandar hann litum
orðanna uns flöturinn skin i heild
sinni og hann getur sett punkt
aftan við fallega málsgrein.
Skáldið og fræðimaöurinn skylm-
ast af mikilli fþrótt og veitir ýms-
um betur.
Gott er að lesa Björn, en ekki
siðra að heyra hann. Hann er einn
af seinustu niöjum mikillar ættar
sögumanna á fslandi. Allt fer þar
saman, leiklist, skáldskapur, lát-
bragðslist ásamt ýmsum stil-
brögðum öðrum, og er ekki gagn
að nema sérhver þulur kunni aö
móta sin eigin sérkenni. Allt þetta
hefur Björn i hendi sér, það fer
ekki framhjá neinum þegar hann
gengur i salinn.
örtölvuöldin er ekki slíkum
mönnum hliðholl. Aö horfa uppá
móðurmálið drabbast niöur i
munni þursa, með ótrúlegum
hraða, veldur þeim nánast lfkam-
legum sársauka Skáld, þvi sem
næst óskrifandi á fslensku, gefa út
bækur og höfundar illa eða ekki
talandi flytja efni f fjölmiðla, en
enginn skyldi ætla sér þá dul aö
blaka við þvi sem menn fjöl-
menntaðir en óupplýstir kalla
þróun.
Og þá er komið að heillaóskum.
Við þær vildi ég einungis bæta
einlægri ósk minni, að i fyllingu
timans hittist þeir fyrir hinum
megin vinirnir Björn Th og
Skáld-Sveinn og þá skal veröa
mikið korrlró og dillidó.
Kjartan Guðjónsson
Nafn Björns Th. Björnssonar
listfræðings er svo rækilega sam-
tvinnað islenskri myndlist á þess-
ari öld að i raun réttri ætti hann i
dag að vera að halda upp á átt-
ræðisafmæli sitt, en ekki sex tugi
ára. Það er okkar happ að árin
skuli ekki vera fleiri og okkar von
að á áttræðisaldri verði Björn
eins ern og afkastamikill og vel
þekktur lærifaðir okkar margra,
danska kempan Broby-Johansen.
1 umfjöllun um islenska mynd-
list eldri sem nýrri, alþýðu-
fræðslu i fjölmiðlum, kennslu i
listasögu á nær öllum skóla-
stigum, svo og f skipulagningu
listsýninga hefur Björn unnið
brautryðjandastarf sem ekki
verður metið á þessum vettvangi.
Það var þvi enginn hægðar-
leikur fyrir okkur yngri kollega
hans að hefja störf fyrir áratug
eða svo, þvi mörgum fannst
okkur eflaust sem Björn hefði á
sinum langa ferli fjallað um flest
það sem máli skipti i islenskum
myndlistarfræðum og gert það
meö eftirminnilegum glæsibrag.
Hann var þvi fremur upp-
burðarlitill, hinn ungi og nýbak-
aði listfræðingur, sem hér heldur
á penna, þegar hann að tilmælum
Björns tók við kennslu hans við
Myndlista og handiðaskólann
haustið 1974, eftir að Björn hafði
kennt þar i hartnær aldarfjórð-
ung.
En það var eins og við manninn
mælt — hvenær sem leitað var tii
Björns var hann ósinkur á heil-
ræði, aðstoö og aðra fyrirgreiðslu
og er ég tæpast einn um þann
vitnisburð. Alla sina þekkingu
reiddi hann af hendi af þeirri
kimniblönduöu hógværð, skarp-
Föstudagur 3. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA J
skyggni og háttvisi sem hann er
landsþekktur fyrir, þannig að
sérstök ánægja fylgdi þvi að vera
þiggjandi hennar. Hefur svo verið
æ siðan.
Fyrir okkur sem e.t.v. freistuð-
umst til að skoða myndlist úr fila-
beinsturni, var hollt að hafa að-
gangað fræðimanni sem á kjarn-
miklu og fögru máli sýndi fram á
tengsl myndlistar við þjóðlifið og
brýndi fyrir lesendum sinum sem
hlustendum að listin stendur ekki
ein og sér eins og óaðgengileg
skólastik, heldur þiggur ætið frjó-
magn sitt frá alþýðunni og er um
leið aflvaki hennar.
Birni Th og konu hans, Asgerði
Ester, sendi ég bestu þakkir og
hamingjuóskir.
Aðalsteinn Ingólfsson
Ég kynntist Birni Th. Björns-
syni gegnum útvarpið. Það var
löngu áöur en ég kynntist honum i
eigin persónu. Hann var að kenna
hlustendum að meta góöa ensku.
Þá tungu haföi ég ekki heyrt tal-
aða á öldum ljósvakans nema i si-
bylju út um sjoppugöt og sendi-
bflaglugga, af flámæltum eða hol-
góma mönnum.
Hafi mér þótt enskan ljót
breytti Björn þeirri skoðun á
tveimur ógleymanlegum sið-
kvöldum. Kynning hans á leikriti
Wilde, The Importance óf Being
Earnest i meðferð valinkunnra
leikara, braut isinn. Nokkru
siöar heyrði ég þróttmikla al-
þýðurödd Dylan Thomas hljóma i
þætti Björns og ég fór og keypti
kvæðasafn skáldsins og las, þótt
ég skildi ekki nema annað hvert
orð. Svona reyndist honum auð-
velt að vekja áhuga hlustenda á
lifandi tungum, meðan þær voru
kenndar sem dauður bókstafur i
skólum landsins.
Þannig er fræöarinn Björn Th.
Björnsson. Menning er lifandi og
það er inntakið i viöhorfum hans.
List er ekki bundin viö gull-
rammað skilderí fyrir ofan arin-
hillu ellegar höggmynd á stalli i
skrúðgarði. Hún getur fullt eins
veriö gott handbragð iðnaðar-
manns, útsaumur hannyrðakonu
eða einhver önnur sköpun hins
óbreytta manns. A hvaða vett-
vangi sem er, hvort heldur i ræðu
eða riti, kemur sú skoðun hans
skýrt fram aö milli hámenningar
og alþýðumenningar, heimslistar
og heimalistar eru engin þekkt
landamerki, heldur stöðugt og si-
kvikt flæði.
Björn bindur sig ekki við
troðnar slóðir, heldur ræðst i allar
torfærur sem liggja frá breiðum
vegi listasögunnar. Þar finnur
hann önnur sjónarhorn sem
varpa nýju ljósi á áður viðteknar
staðreyndir. Gildir þar einu hvort
um er að ræða eldri eöa yngri list,
innlenda eða erlenda.
Hér ætla ég ekki að rekja feril
Björns, en bendi á að hann er
brautryöjandi á ófáum sviöum
listfræði hérlendis. Skrif hans
fylla aragrúa bóka. Þar nýtur
hann þess hve óvenju snjall penni
hann er. I ræðu leggur fólk ósjálf-
rátt við hlustirnar, læröir jafnt
sem leikir, þegar áheyrileg rödd
hans hljómar. Kemur þar til róleg
og yfirveguð framsögn Björns
ásamt næmri þekkingu hans á is-
lensku máli.
Og nú er hann kominn á sjö-
tugsaldurinn, jafnsprækur sem
endranær. Þótt hann eigi langan
feril að baki og nægilega litrikan
til að kallast megi mikið og gott
ævistarf, lætur hann engan bilbug
á sér finna. Hann sækir sifellt á
brattann af ódrepandi áhuga og
lifsþrótti.
Að þessum fátæklegu oröum
loknum, óska ég þeim hjónum i
Karfavogi innilega til hamingju
með afmælisbarnið.
Halldór B. Runólfsson
Ég sé það á bréfspjaldi, sem
mér var að berast að við erum
teknir að reskjast, nafni, enda er
orðið langt siðan við fórum að
grafa guil eða geirfuglagrindur á
Suðurnesjum og veiddum i land-
helgi hjá honum Ottari Ellingsen.
Okkur hefur vist láðst að gefa
þjóðminjasafninu skýrslu um
Suðurnesjaferðina, en mig minnir
að við værum staðnir að haug-
broti Flanka landnámsmanns,
sem reyndist hafa verið með
hrosshausog staðið á sauðaleggj-
um. Ekki auðguöumst við á geir-
fuglagrindum; Suðurnesjamenn
brenndu þær vist i eldiviðarleys-
inu i gamla daga. Þá fór margt i
eldinn eins og gróðurinn á
Strandarheiðinni, sem fólk heldur
að hafi verið eyðifláki frá upphafi
sköpunarverksins. Þar var blóm-
legt um að litast i eina tið og ein-
hverntima hýrnar þar yfir að
nýju.
Laugardaginn fyrir pálma 1980
um kl. 11 f.h. var skógræktar-
stjórinn okkar leiddur upp á hæð
suður af Brundtorfum við Gjásel,
en vestur af Skirlifislaut i
Straumsheiði. Þegar hann leit
þar gróðurdýrðina, varð honum
að orði: ,,Ja det er förste klasses
skogsmark”.
Sigurður Blöndal er skógfræð-
ingur frá Noregi og mælir á
norsku, þegar honum opnast
nýjar viðáttur sköpunarverksins.
Þar heitir siðan Sinnaskiptahæð.
1 tslensku teiknibókinni i Arna-
safni segir þú fyrir nærri 30 árum
að það sé nauðsynlegt aö kynnast
fortiðinni frá mörgum sjónarhæð-
um. „Skyldu þessa hafa tslend-
ingar rækt hvað snertir atburða-
sögu, mannfræði og bókmenntir”,
en myndlistin lá þá sem útburður
i garði islenskra fræða. „Sann-
leikurinn er þó sá, að myndlistin
mun ekki einungis vera elsta
menningargrein tslendinga
heldur má rekja þróunarsögu
hennar órofa frá landnámstið og
fram undir siðustu öld”.
Þegar þetta var skrifað tókstu
að príla með lesendur þina augn-
dapra og gengislitla upp á hól
myndlistarinnar, og við urðum
nokkru auðugri en áður, auðvitað
ekki að myndlist, þvi að hana
skapar þú ekki, heldur af viðhorf-
um til hlutanna. , Tötralegt krot á
snjáð og rifið miðaldabókfell var
ekki lengur jafnljótt og umkomu-
laust og áður, og stundum, þegar
þér tókst best upp, varð það allt
að þvi fallegt og heilmikið lista-
verk. Almáttugur visifingur þinn
benti dag nokkurn á naivistann
Isleif Konráðsson, og allir sáu
þegar að þar var mikill lista-
maður á ferð. Þú ert með skyggn-
ustu mönnum sem hafa fæðst, og
gæddur hæfileika til þess að segja
frá þvi sem þú sérð. Það er svo
mikil náðargáfa, að henni verður
að fyrirgefast örlitlar ofskynj-
anir, því að án þeirra væri hún
einskis virði. Þótt fyrsti hluti
myndlistarsögunnar allt frá dög-
um Ingólfs sé enn i brotum trúi ég
ekki öðru en hún verði til ef guð
lofar. Þá safnar hann Hörður
Agústsson efni i tilvonandi frá-
bært rit um torfbæjaarkitektúr.
Hér er dálitið tekið að gerast sið-
ustu árin, en allt fram undir 1970
rikti mikiö harðlifistimabil hjá
fræðimönnum. Þá drógumst við
mjög aftur úr nágrönnum okkar i
uppgjörinu á fortiðinni. Nýir
sjónarhólar sáust fáir, en þú
bentir á nýtt land og fagurt.
Mörgum hefur verið þakkað fyrir
minna.
Ég þakka þér kærlega allar
bækur þinar, sem eru svo
skemmtilega bundnar sjónar-
heimi, að lesandanum getur stöku
sinnum dottið i hug, að heyrnin
hafi ekki veriðmjög skörp.en hún
hefur batnað með aldrinum. Ann-
ars er ég þér sérstaklega þakk-
látur fyrir framlag þitt til sagn-
fræðinnar við Háskóla Islands.
Við sagnfræðistofnunina sveitast
menn ávallt viö heimildarýni, en
fyrir þinn dag á þeim bæ höfðu
þeir að miklu leyti gleymt þvi að
myndlistin er ómetanleg heimild
um veröldina sem var, grimmd
hennar og fegurð. Löngu, löngu
áður en menn drógu til stafs,'
tjáðu þeir reyoslu sina i linum og
litum og buðu á málverkasýn-
ingar i hellum og hreysum og
jafnvel á skrokknum á sér. Lik-
lega er engin sjónarhæð fróðlegri
til þess að kynnast manninum á
liðnum öldum en myndlistarhóll-
inn þinn, enda eru fyrirlestrar
þinir vel sóttir og hafa aflað
heimspekideild auðæfa I lista-
verkum. Lliklega stendur lista-
sagan traustari fótum i veruleik-
anum, þegar á allt er litiö, en
margar aðrar greinar sagnfræð-
innar. Pólitisk saga hefurlöngum
verið ambátt hrokans og vald-
niðslunnar og er sögð á fárán-
legan hátt, nema helst af Bene-
dikt Gröndal i Heljarslóðaror-
ustu. Við þurfum meiri listasögu i
okkar ómannlega, tölvuvædda
heim.
Ég óska þess að þú eigir eftir að
leiða lesendur þina um margar
hafnarslóðir og sýna þeim stór
aldateikn á alþingi og útnesjum.
Þá verður gaman á jólunum.
Við Guðrún þökkum ykkur
hjónum langa og trygga vináttu
og óskum ykkur alls hins besta.
Björn Þorsteinsson
Blaðberar óskast
Þjóðviljann vantar blaðbera strax i eftir-
talinhverfi:
Flúðasel — Fljótasel — Kambasel —1
Seljabraut
Laugarnesveg—Laugalæk
Hraunteig — Kirkjuteig — Silfurteig —
Otrateig
Selvogsgrunn — Kleifarveg — Sporða-
grunn
Flókagötu DIODVIUINN
' simi 81333
LANfra
^ UFEÝRIS
SJOÐUM
HVAÐ ÞÝÐA VEXTIR AF
VERÐTRYGGÐUM LÁNUM?
SVAR: Þegar verölag er stööugt eru vextir sú leiga,
sem skuldari greiöir fyrir að hafa peninga að láni.
Þessu er ekki til að dreifa í veröbólgu. Peningarnir
aukast kannski að krónutölu, en verögildi þeirra
rýrnar, eða sú hefur verið reynslan hér á landi
síðustu áratugina þrátt fyrir háa vexti.
Allt öðru máli gegnir um verðtryggð lán. Þar sér
verðtryggingin um að viðhalda verðgildi lánsins
og vextirnir fara aftur að vera raunveruleg leiga og
hvert prósentubrot í vöxtum skiftir meginmáli,
þegar um verðtryggð lán er að ræða.
Dæmi: Ef maður fær lánað fyrir nýju húsi með
2% vöxtum og verðtryggt miðað við byggingar-
vísitölu og þyrfti ekki að greiða af láninu á láns-
tímanum, þá verður hann að borga andvirði
tveggja nýrra húsa til baka eftir 35 ár. Ef vextirnir
eru 2.5% veröur hann að borga andvirði tveggja
nýrra húsa eftir 28 ár, 3% vextir þýða 23.5 ár. 8%
ávöxtun eins og auglýst er á frjálsum markaði,
þýðir að maður sem fær lánað fyrir nýju húsi í dag,
verður að borga andvirði tveggja nýrra húsa til
baka eftir 9 ár!
Nýlega hækkaði Seðlabankinn vexti af verð-
tryggðum lánum lífeyrissjóðanna úr 2.5% í 3%
eða um 20%! Fáir virðast gera sér grein fyrir
þýðingu þessarar hækkunar og eftirspurn eftir
þessum lánum hefur ekki minnkað.
SAMBAND ALMENNRA
úiilLÍFEYRISSJÓÐA
LANDSSAMBANDlX
LÍFEYRISSJÓÐAl^