Þjóðviljinn - 03.09.1982, Side 9

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Side 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. september 1982 Föstudagur 3. september 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA <9 Meira fé til héraðs- skóg- ræktar- áætlana Áaðalfundi Skógræktarf élags íslands komu frant allinargar tillögur, bæði frá stjórninni og einstökum félögum. Að þessu sinni samþykkti fundurinn 10 ályktanir og fara þær hér á eftir: 1. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands, haldinn 27.-29. ágúst 1982, skorar á stjórn Skógræktarfélags Islands og Skógrækt ríkisins að hlutast til um að komið verði á fót vinnuflokki með þjálfuðu fólki, sem færi á milli héraðsskógræktar- féllaganna og veitti aðstoð við hin ýnrsu störf, t.d. grisjun, áburðar- gjöf og plöntun. 2. Aðalfundurinn skorar á Al- þingi að auka fjárveitingu til gróðr- arstöðva með sérstöku tilliti til þess að halda niegi verði trjáplantna til skóggræðslu í lágmarki. 3. Aðalfundurinn hendir á hrýna nauðsyn þess aö stórauka fjárveitingar vegna héraðsskóg- ræktaráætlana til viðhótar því fjár- magni, sem þegar er áætlað til þess- ara verkefna og hendir á að þegar hafa tvö skógræktarfélög, Skóg- ræktarfélag Arnesinga og Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga, hafist handa. Fleiri féíög ntunu fylgja á eftir. 4. Aðalfundurinn hvetur hæjar- og sveitarstjórnir til að styrkja eftir föngum starfsemi skógræktarfé- laga í sínu umdæmi og vill um leiö henda á þann mikla árangur sem náðst hefur með starfi skógræktar- félaga í Reykjavík. áAkureyri, í Hafnarfirði og víðar. á öllum þess- um stöðum veita bæjarfélögin styrk til starfsemi félaganna og sjá til þess, að þau hafi landrýnii et'tir þörfum. 5. Aðalfundurinn beinir þeim tilmælum til landbúnaöarráöherra og fjárveitingavalds að framlög til skjólbelta verði stór-aukin. Fund- j urinn telur að ekki megi draga úr I þeim framkvæmdum og áhuga, I sem vakinn hefur verið. 6. Aðalfundurinn telur brýna nauðsyn til þess bera að fræðsla um skóg- og trjárækt verði tekin inn í ; námsskrá grunnskóla. 7. Aðalfundurinn beinir athygli Náttúruverndarráðs að því að við stofnun þjóðgarða og fólkvanga sé reynt að vernda náttúrulegan gróð- ur eins og kostur er og verja hann fyrir áföllum og eyðingu. 8. Aðalfundurinn skorar á land- búnaðarráðherra að láta endur- skoða lög og reglur, sem snerta réttarstöðu skógræktar gagnvart ágangi búfjár, fjallskilunt og öðru varðandi samskipti við aðrargrein- ar landbúnaðarins og tryggja þann- ig fullt jafnrétti milli búgreina. 9. Aðalfundurinn vekur athygli á slæmri meðferö kjarrlendis og birkiskóga víða um land og vitnar í því sambandi til skógræktarkönn- unar, sem gerð var samkvæmt landgræðsluáætlun. Sérstök á- stæða er til að benda á þetta nú, þar sent fækkun búfjár er ákveðin 1 vegna offramleiðslu. Fundurinn skorar því á stjórnvöld að stöðva ofbeit og illa meðterð skóga unt land allt. 10. Fundurinn fagnar því að haf- inn er undirbúningur nýrrar bygg- ingar fyrir nátt úrugripasaínið á Akureyri og að sú bygging tengist nafni náttúrufræð- ingsins og þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar. - mhg. „Fagur er dalur og fyllist skógi” kvæntdastjóra og stóðu fram að kaffihlé. Síðasta erindið á föstudaginn flutti svo Snorri Sigurðsson, frant- kvæmdastjóri. og talaði um fræ- garð Skógræktarfélags íslands á Taraldsey í Noregi. Par væru nú 13 tegundir barrtrjáa og 7 tegundir lauftrjáa sent borið hefðu fræ. Norðmenn gáfu Skógræktatfé- laginu þennan frægarð 1974 og mun Hákon Bjarnason hafa átt sinn þátt í því. Gefendur taka á sig meginhluta af reksturskostnaði garðsins fram til ársloka 1999. Sýndi Snorri mvndir ntáli sínu til skýringar. Að ræðu Snorra lokinni hófust fyrirspurnir og umræður á ný og stóðu til kvöldverðar en að honum loknum tóku nefndir þingsins til starfa. Akureyringar athafnasamir Á laugardagsmorgun hófst fund- urinn kl. 9 með því að Hallgrímur Indriðason flutti erindi um útivist og landnýtingu í þéttbýli. Ræddi hann fyrst um samvinnu Skógrækt- arfélags Akureyrar og bæjarins. Skipulag á aö leysa vanda nútíðar- innar og sjá fyrir vanda framtíðar- innar, sagði Hallgrímur. Afntark- að hefur nú veriö ákveöið land- svæði á Akureyri til almennings- nota og er þar um að ræöa 700-1000 ha. svæði. Aðsókn að útivistar- svæðunum er mikil og vaxandi. Hallgrímur sýndi skýringamyndir með máli sínu. Er víst óhætt að full- yrða að Akureyringar liafa tekið flestum þéttbýlisstöðum myndar- legar á þessunt málum - en þaö eru ekki orð Hallgríms heldur blaöa- manns. Síðasta erindið á fundinurn flutti svo Vilhjálmur Sigtryggsson: Trjá- rækt á útivistarsvæðum. Drap Itann í upphafi á slíka starfsemi erlendis. Vék síðan aö Heiðmörk, sem hefði verið friðuð árið 1950 en á því hefði Hákon Bjarnason fyrst vakið máls 1936. Um 50 félagasamtök eiga þar nú skógarreiti og búið er aö gróð- ursetja um 4 milj. plantna en Heiðmerkursvæðið er nú 2500 ha. Vilhjálmur minntist og á Öskju- hlíðina og lauk á hana lofsoröi, sem verðugt er. Síðastliöin 3 ár hefðu, á vegum Reykjavíkurborgar, verið gróðursettar um 70 þús. plöntur í Elliðaárdal og álíka ntikið i Breiðholti. Með þessum síðustu erindum öllum voru sýndar skýringarmynd- ir og frummælendur svöruðu fyrir- spurnum. Á sunnudag fóru svo fram um- ræður, mál voru afgreidd, fulltrúar hinna ýmsu skógræktarfélaga fluttu skýrslur sínar og kosnir menn í stjórn félagsins. Ur stjórn- inni áttu aö ganga Ólafur Vil- hjálmsson og Kjartan Ólafsson en voru báðir endurkjörnir. í stað Odds heitins Andréssonar kom inn í stjórnina fyrsti varamaður, Bjarni K. Bjarnason. Aðrir í stjórn eru: Hulda Valtýsdóttir, formaður, Jónas Jónsson, Bjarni Helgason og Kristinn Skæringsson. Tveir aldnir skógræktarmenn voru sérstaklega heiðraðir á fund- inum: Herdís Pálsdóttir í Fornhaga og Þorstcinn Uavíðsson fyrrum skógarvörður á Vöglum en þau hafa bæði unniö lengi og vel að skógræktarmálum. Hér lýkur nú að greina frá sjálf- um fúndinum. Eftir er að segja frá ferðinni, sem farin var um Eyja- fjörð síðari hluta laugardagsins. Það bíður betri tíma. - mhg. - Nei, því miður, það er fuilbókað í þessa vél, en það eru laus sæti í vélinni, sem fer kl. 11. Þannig hljóðaði svar afgreiðslustúlkunnar, sem ég talaði við hjá Flugleiðum um hádegisbilið sl. fimmtudag. Ég hringdi í Kristin Skæringsson ogsagði honum málalok. - Heyrðu, sagði Kristinn, við eigum pláss fyrir ákveðinn hóp með vélinni, sem fer kl. 7,45 í fyrramálið. Tveir eða þrír hafa gengið úr skaftinu svo ég bæti þér bara á listann. Ef þú hefur ekki fitnað mikið frá því í fyrra þá þarftu a.m.k. ekki meira en þrjú sæti. Þannig leystist máiið og þökk sé Kristni og þó raunar ekki síður þeim, sem breytt höfðu ferðaáætlun sinni. En hvað stóð eiginlega til? Jú, aðalfund Skógræktarfélags Is- lands. sem aö þessu sinni skyldi haldinn á Akureyri, hefjast árdegis á föstudag og ljúka á sunnudag, seint eða snemma eftir atvikum, á hann var nú förinni heitiö. Ég gekk venju fremur snemma til náöa á fimmtudagskvöldiö, lagði vekjaraklukkuna á grúfu því að í öörum stellingum fæst hún ekki til að gegna hlutverki sínu og hugsaöi nteð tilhlökkun til næstu daga. Það skilja þeir, sem ein- hverntíma hafa setiö aöalfundi Skógræktarfélagsins. Föstudagsmorguninn heilsaði með sólskini. Ég hraðaði ntér í flugstöðina þar sem þegar voru fyrir nokkrir feröafélagar, þcitt enn væri röskur hálftími þar til lagt skyldi í loftið. Okkur Hauki llaf- staö kom saman um aö fá okkur kaffisopa. Það var ágætt kaffi og ódýrt ef hægt er að tala um að nokkurhluturséódýrá íslandi. Og svo var bhisið til brottfarar. Á Akureyrarflugvelli beið myndarlegur rútubíll, sem flutti okkur fljótt og örugglega heim í hlaðvarpa Menntaskólans. Þar skyldi fundurinn haldinn og fund- armönnum búinn samastaður í Edduhótelinu. Er í engu ofmælt þótt sagt sé að þar hafi aðbúnaður allur verið með ágætum. Tekið til starfa Kl. 10 á föstudagsmorguninn setti svo Hulda Valtýsdótlir, for- maður Skógræktarfélags íslands. fundinn. Minntist hún í upphafi máls síns þeirra félaga, sem látist höfðu frá því að síöasti aðalfundur vttr haldinn, en þaö eru Oddur Andrésson á Neðra-hálsi í Kjós, um langa hríð einn af helstu forvíg- ismönnum Skógræktarfélagsins. Daníel Krist jánsson, skógarvöröur frá Hreöavatni og Norömaöurinn Harald Hope, sem var Skógrækt- arfélaginu í ýmsu innan handar. m.a. á þann hátt að gefa því girð- ingarstaura. Risu fundarmenn úr sætum sínurn í virðingarskyni við hina látnu. Þvínæst fól Hulda Tómasi Inga Olrich fundarstjórn og Oddi Gunn- arssyni að vera honum til aðstoðar. Fundarbókun önnuðust þeir Oddgcir Árnason og Ásgcir Svan- bergsson. Skemmtileg tilviljun var það. að sá merki ræktunarmaður lýðs og lands. Stefán Stefánsson skóla- meistari. afi Huldu Valtýsdóttur. gróðursetti fvrstur tréá lóðMennta skólans árið 1910. við megna vantrú margra á því. að trjáplöntur gætu þrifist í gjósti þeint. sem stundum næðir þar uppi á brekk- unni. En nú er sjón sögu ríkari um árangurinn af því starfi Stefáns. Næst á dagskrá var ávarp Odds Gunnarssonar, formanns Skóg- 415 þús. kr. Sjálfboðaliðar gáfu 970 dagsverk áárinu. Sýnikennsla í gróðursetningu er fastur liöur í starfi margra félaga. Byrjað er að safna efni í handbók fyrir skóg- ræktarmenn. Það, sem mest háir starfsémi félaganna yfirleitt er fjár- skorturinn. Hingað komu 60 Norð- menn, sem unnu hér að skógrækt- arstörfum en jafn margir íslending- ar fóru til Noregs. Eru þessi mannaskipti til margháttaðs gagns fyrir báðar þjóðirnar. Veðurfar og skógrækt Sigurður Blöndal, skógræktar- stjóri ræddi nt.a. um áhrif veður- farsins á skógræktina. Litlar hita- breytingar til hækkunar eða lækk- unar geta verið hér afleiðingaríkar en fyrir bragðið er staríið meira heillandi, - það er aldrei liægt að ganga að neinu gefnu. Nú er ár- ferði óhagstæðara en fyrr á öldinni en á árabilinu frá 1930-1960 var það óvenjugott, kannski sjaldan betra frá upphafi íslandsbyggðar. Til þessa þarf að taka tillit, þegar árangurinn af skógræktinni er met- inn. I fyrra t.d.. kom snjórinn í okt. og tók ekki upp fyrr en í apríl-maí. Síðan var miðsumarið, - júlí- mánuður, óvenju hlýr en nú, í ág- ústlok, aftur farið að kólna. Níundi áratugur aldanna hefur oft verið erfiður. - Þá vék skógræktarstjóri að svonefndum bakkaplöntum, sem hefðu reynst vel í uppeldi og gróðursetning þeirra væri kostnað- arminni. Beuti á að lerkið o.fl. teg- undir virtust dafna vel víðar en við var búist og gæti hugsast sem undanfari frekari ræktunar. Er það mun hraðvaxnara en birkið og ekki landvant. Víðast hvar er hægt að koma upp skógi, sem nær 2-3 m. hæð og er bæði til gagns og prýði þótt ekki nái að verða beinlínis nytjaskógur. Kristinn Skæringsson, gjaldkeri Skógræktarfélagsins, las upp og skýrði reikninga þess fyrir sl. ár. Tekjur reyndust kr. 448,268,82 en gjöld kr. 235,452,57, og hagnaður því kr. 212.816,25. Formaður Landgræðslusjóðs. féll frá á árinu og tók þá Sigurður Blöndal við formennskunni. Sjóð- urinn hefur nú leigt Stálfélaginu 5 ha. lóð í Sraumsvík og er leigan ákveðin prósenta af fasteignamati. í staðinn hefur sjóðurinn fengið lóð í Fossvogi. Gengið var frá greiðslu fyrir vatn til Álversins í Straumsvík og er árleg greiðsla kr. 40 þús., vísitölubundin. Sjóðurinn „brann inni" nteð töluvert af jóla- trjám því tveir stórir viðskiptavinir brugðust honum. Var nú skipað í nefndir fundar- ins, lögð fram mál og þeini vísað til nefnda. - Mikið var nú búið að vinna fyrir hádegi þennan dag og mál til þess komið að fá sér matar- bita. 38 skógar- bændur En kl. 13.30 var tekið til óspilltra málanna að nýju og sté þá fyrstur í stól Þorbergur Hjalti Jónsson. Nefndi hann erindi sitt „Forsendur héraðsskógræktunaráætlunar í Eyjafirði". Kom fram í erindi Þor- bergs að hann hefði nú í sumar heimsótt 38 bændur í Eyjafirði, sent buðu fram land til skógræktar. M jög er misjafnt hversu mikið land hver landeigandi bauð en hæstur var Saurbæjarhreppur með 245 ha. alls frá 5 bændunt. Alls buðust 888 ha. og af því eru 102 ha. girtir, en til þess að girða landið allt þarf 50 knt. girðingu til viðbótar. Pegar er hafin Tvcir af elstu blæasparstol'nunum í Grundarskógi. Lcó Guðlaugsson, formaður Skf Kópavogs og Björn Ófeigsson stjórnarmaður Skf.Rcykja- víkur dást að þeim. Myndl - sibl plöntun í hluta af hinu girta landi. Landið er auðvitað nrisgott til skógræktar en gott land er um 270 ha. og er þá miðað að stafafura, lerki eða þessar tegundir báðar nái þeim vexti og vaxtarlagi á 60-80 árunt að geta nýst sent borðviður. Enginn bóndi gerði sér því vonir unt að skógurinn yrði þeint til bú- drýginda en á hinn bóginn til íegur- ðar og landbóta. Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóri ræddi um réttarstöðu skógar- búskapar í íslenskri landbúnaðar- löggjöf. Gat hann þeirra laga. sem beint snerta landbúnaðinn. Komst ræðumaður að þeirri niðurstöðu, að löggjöfin hafi út af fyrir sig ekki verið við það miðuð sérstaklega að skógrækt yrði ein grein búskapar og ekkert væri þar að finna. sent hvetti bændur til skógræktar.Hins- vegar væri heldurekkert í lögunum né framkvæmd þeirra því til fyrir- stöðu, að skógrækt verði sett viö hlið annarra búgreina. Það. sent fyrst og frenist vantar á eru löggjaí- arákvæði um þátt ríkisins í því, aö rækta skóg með einstaklingum - skógarbændum. Hófust nú fjörugar untræður um skýrslur formanns og fram- Fundarmcnn sitja utan í Helguhól á Grund í Eyjaflrði. - Mynd:sibl. ræktarfélags Eyfirðinga. Benti hann m.a. á að áhugi á skógrækt færi nú ört vaxandi og að eyfirskir bændur hyggju nú á skógrækt í verulegum mæli. Þennan meðbyr þyrfti að nota. Skógræktarfélagsfundirnir erti m.a. frægir fyrir það hvað söngur- inn er þar í hávegum hafður. Söngstjórinn var auövitað sjálf- kjörinn, Þórarinn Þórarinsson, fyrrum skólastjóri á Eiöum. Þótti honum nú við eiga að tekið yrði eins og eitt lag áður en lengra yröi fíirið í fundarstörfum og var upp- hafslagið að venju Vormenn Is- lánds, en sjálfur er Þórarinn ein- liver sá mesti vormaður. sem ég hef kynnst. Þessu næst flutti forntaður, Hulda Valdtýsdóttir, skýrslu stjórnarinnar. Jónas Jónsson, bún- aðarmálastjóri, sem verið hafði formaður félagsins, baðst undan því starfi og var Hulda kosin í hans stað. Hulda greindi frá afdrifum þeirra tillagna. sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi. Og nú hefðu þau gleðitíðindi gerst. að nokkrir bændur í Eyjafirði og Ár- nessýslu hefðu boðið fram land til skógræktar og liafa nokkrar jarðir verið valdar úr til þess. Ríkisfram- lag til skógræktarinnar fékkst hækkað á árinu úr 3.8 milj. í60 þús. nýkróna. Hulda gagnrýndi þaö hvað hlutur skógræktarinnar í Landnýtingaráætlun væri smár. Stjórnin hefði falið Guðrúnu Árnadóttur. lögfræðingi bænda- samtakanna, að gera athugun á réttarstöðu skógræktarinnar í ís- lenskri landbúnaðarlöggjöf. At- hugun hefur verið gerð á mögu- leikuni þess að hefja verulega skógrækt á Reykjanesskaganum og er hér raunar á fátt eitt drepið af því, sem kom fram í skýrslu for- manns. Framkvæmdastjóri félagsins. Snorri Sigurðsson, greindi frá störfum sínum, sem að venju voru margvísleg því að þar er í mörg horn að líta. Talsvert var unnið að því að koma upp girðingum á veg- um hinna ýnisu skógræktarfélaga og til þess varið verulegum fjár- hæðum, sem og til áburðarkaupa og grisjunar, en hennar er víða brýn þörf, einnig til vegagerðar. Helst þyrfti að koma upp vinnu- flokkum, sem færu á milli skóg- ræktarfélaganna því þau komast oft ekki yfir að gera það. sem gera þarf. Þá var verulegri fjárhæð varið til plöntuuppeldis. Nokkuð var og unnið að skjólbeltarækt og ýmiss konar kynningar- og fræðslustörf- um. Ríkisframlag til félaganna hef- ur farið hlutfallslega minnkandi en framlög sýslufélaga aðeins hækk- að. Mestu munar þó um framlög bæjar- og sveitarfélaga en þau hafa tvöfaldast. Framlag Landgræðslu- sjóðs hefur og nokkuð aukist. Sala á jólatrjám og greinum nam um mhg segir frá síðasta aðalfundi Skóg- rœktar- félags Islands Nýtt gróðurhús í gróðrarstöð Skógræktarfélags Eyfirðinga á Kjarna. Mynd: - sibl

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.