Þjóðviljinn - 03.09.1982, Page 11
Föstudagur 3. september 1982 ÞJóÐVILJINN — 'stÐA lil
Nú um helgina vcrður haldið í Kristalsal Hótcls Loftleiða í Reykjavík
56. íþróttaþing íþróttasambands íslands. Þar koma saman fulltrúar
íþróttasamtakanna víðs vegar að af landinu. Alls eiga 154 fulltrúar frá
27 héraðsamböndum rétt til setu á þinginu og auk þess niunu margir
gestir mæta. íþróttaþingið hefst kl. 10 á laugardag með setningar-
ræðu Sveins Björnssonar, forseta ÍSÍog sigurvegurum í þeirri keppni
aibent verðlaun. Þingið heldur síðan áfram á sunnudag og lýkur þá
síðdegis.
Á þessu 56. íþróttaþingi ÍSÍ verður tekinn fyrir mikill fjöldi mála er
snerta íþróttastarfið í landinu og sérstaklega hina frjálsu íþrótta-
hreyfingu, en þar er um að ræða stærstu félagasamtök í landinu
/
Asgeir skoraði tvö
Asgeir Sigurvinsson átti stórleik með hinu nýja félagi sinu, Stutt-
gart, i 1. deild vestur-þýsku knattspyrnunnar i fyrrakvöld. Stuttgart
lék á útivelli gegn Nurnberg og sigraði 5—0 og skoraði Ásgeir tvö
markanna. Stuttgarter i öðru sæti deildarinnar eftir þrjár umferðir
meö 5 stig.
Iþrótta-
þinglSÍ
íþróttir
Umsjón:
Víöir Sigurðsson
Færeyjar og Sovét
1 fyrradag var dregið um hvaða lið skyldu mætast i fyrstu umferö
Evrópumóta félagsliða i handknattieik, en þar taka þrjú islensk lið
þátt.
Islandsmeistarar Vikings ættu að vera öruggir með sæti i 2. um-
ferð Evrópukeppni meistaraliða þar sem þeir leika gegn færeysku
meisturunum Vestmanna.
KR-ingar njóta nú góðs af góðri frammistöðu Þróttara i Evrópu-
keppni bikarhafa i fyrra og sitja hjá i 1. umferð.
FH-ingar voru ekki eins heppnir, þvi þeir drógust gegn sovéska
liðinu Zaporolije. Þar verður um langt og kostnaðarsamt ferðalag
aðræðaog möguleikarnir á að komast áfram hljóta að vera fremur
takmarkaðir.
Breiðablik — bikarmeistarar I knattspyrnu kvenna 1982 Mynd: —eik
Breiðablik bikarmeistari
Breiðablik varð i gærkvöldi
bikarmeistari i kvennaflokki I
knattspyrnu eftir æsispennandi
úrslitaleik viö Val þar sem fram-
lengingu og vitaspyrnukeppni
þurfti til að fá úrslit.
Breiðablik sótti öllu meira i
leiknum, en Valsstúlkurnar börð-
ust vel og gáfu ekkert eftir. A 18.
min. siðari hálfleiks tók Rósa
Valdimarsdóttir fyrirliöi Breiöa-
bliks aukaspyrnu og sendi inn i
vitateiginn þar sem Bryndis Ein-
arsdóttir skallaði stórglæsilega i
mark. Fjórum minútum fyrir
leikslok komst svo Bryndis Vals-
dóttir innfyrir vörn Breiöabliks,
lék á markvöröinn og jafnaöi 1:1.
Ekkert mark var skorað i
framlengingu og gripa þurfti til
vitaspyrnukeppni. Hana þurfti
einnig aö framlengja og þaö var
ekki fyrr en Dagný Halldórsdóttir
skoraöi úr áttundu spyrnunni sem
sigur Breiöabliks var tryggður.
Blikastúlkurnar skoruðu úr 6
spyrnum gegn 5 og unnu þvi leik-
inn7:6.
—VS
Undlrbúnlngur OL hafinn
Olympiunefnd íslands hefur þegar hafið undirbúning fyrir þátt-
töku islands i Ólýmpiuieikunum 1984. Sumarleikarnir fara fram i
Los Angeles á Kyrrahafsströnd Bandarikjanna en vetrarleikarnir I
Júgóslaviu og verða islenskir keppendur sendir á báöa staði.
Gifurleg útgjöld fylgja þátttöku þessari ekki sist leikunum i Los
Angeles. Ferðakostnaður er að sjálfsögðu mikill en ofan á hann bæt-
ist mikill uppihaldskostnaður þar sem y firvöld i Los Angeles skipu-
leggja leikana algerlega út frá gróðasjónarmiöi. Fjáröflunarstarf-
semi ólympiunefndarinnar hefst af fullum krafti i haust.
Opið hús í Þróttheimum
Knattspyrnudeild Þróttar mun i vetur standa fyrir opnu húsi i
Þróttheimum á laugardögum milli kl. 10 og 14. Starfsemin verður
byggð upp i kringum getraunir, menn geta komið og „tippað” á
leiki dagsins en einnig er aðstaða fyrir ýmis spil og leiktæki svo og
trimm og jafnvel gufubað. Fyrsti dagurinn verður á morgun,
laugardaginn 4. september.
Knattspyrna um helgina:
Úrslit gætu ráð-
ist í 1. deildinni
Senn dregur að lokum íslandsmótsins í knattspyrnu 1982. Um helg-
ina verður leikin næst-síðasta umferðin í l.og 2.deild, næst-síðasta
umferðin í úrslitakcppni 3.Deildar og úrslitaleikur 4. deildar. þá fer
fram síðastl leikurinn i l.deild kvenna.
Víkingar gætu tryggt sér íslandsmeistaratit-
iiinn um helgina með sigri gegn KA á Akureyri
svo framarlega sem ÍBV tapar stigi gegn ÍÁ á
Akureyri og KR stigi gegn ÍBK í Keilavík-
Leikir KA og Víkings, IBK og KR, svo og
Ieikur Fram og ÍBÍ á Laugardalsvcllinum, hefj-
ast kl. 14 á laugardag, en leikur ÍA og ÍBV
kl.14.30. Á mánudagskvöldið kl. 18.30 leika
svo Valur og Breiðablik á Laugardalsvellinum.
í 2.deild cru þrír leikir á laugardag kl. 14.
það eru Skallagrímur-Einherji, Völsungur-
Fylkir og Þróttur N-FH. Á sunnudag leika
Njarðvík-Revnir S kl. 14 og Þróttur R.-Þór A
kl. 17.
í úrslitakeppni 3.deildar mætast Selfoss-KS
og Tindastóll-Víðir. Þá leika Ármann og Valur
frá Reyðarfirði til úrslita uin sigurinn í 4. deild.
Síðasti leikurinn í l.deild kvenna verður á
sunnudag á Valsvellinum. Þar mætast Valur og
Breiðablik. Jóhann Þorvaröarson og
féla gar i Vikingi gætu tryggtsér *
meistaratitilinn um helgina. #
„Þær sænsku eru stór-
ar og kröftugar”
en við töpum engum leik fyrirfram og berjumst á fullu
— segir Rósa Valdimarsdóttir, fyrirliði
íslenska kvennalandsliðsins 1 knattspyrnu
tslenska kvennalandsliðið i knattspyrnu tekur nú I fyrsta skipti þátt I
Evrópukeppni landsliða, og lék á dögunum sinn fyrsta leik i þeirri
keppni. Það var gegn Norðmönnum i Tönsberg og lauk þeim leik með
jafntefli, 2—2 eins og kunnugt er. Sá árangur islensku stúlknanna kom
mjög á óvart en norska liðið er taliö i hópi þeirra bestu i Evrópu. Auk
tslands og Noregs leika Sviþjóö og Finnland i riölinum og tsland mætir
Sviþjóð á Kópavogsvellinum á fimmtudaginn kemur. Það veröur fyrsti
landsleikur i knattspyrnu kvenna sem fram fer hér á iandi.
Þjóðviljinn ræddi i gær við Rósu Valdimarsdóttur, fyrirliöa Breiða-
bliks og islenska landsliösins um islenska kvennalandsliðiö og þróun
mála í knattspyrnu kvenna hér á landi.
— Nú eruð þiö búnar aö leika
tvo landsleiki, gegn Skotlandi og
Noregi. Er komin einhver mynd á
hvar við stöndum i samanburði
við aörar Evrópuþjóöir?
„Viö vitum að sjálfsögöu betur
hvar við stöndum en þaö er litil
reynsla komin á þetta ennþá. Um
árangur skoska liösins vitum viö
litiö en ef reiknaö er út frá af-
rekum norska liösins stöndum viö
vel aö vigi. Þær hafa ekki tapað i
siöustu sjö landsleikjunum,
meöal annars gert jafntefli viö
Svia og burstaö Hollendinga og
Frakka. Annars getur þetta allt
breyst, úrslitin segja ekki alltaf
allt”.
— Var leikurinn i Noregi erf-
iður?
„Það er alltaf erfitt aö leika er-
lendis og þessi leikur var ferlega
erfiöur. Viö vorum skjálfandi af
þreytu þegar viö komum út af
vellinum”.
— Hvaö vitið þiö um sænska
liðið sem þið leikið gegn i næstu
viku, annað en aö það vann Finna
6— 0 á dögunum?
„Viö höfum skoöað leik þeirra
gegn Hollandi i fyrra af mynd-
segulbandi en Sviþjóð vann þar
7— 0 á heimavelli. Sænsku
stúlkurnar eru mjög stórar og
kröftugar en við komum til meö
aö berjast á fullu á móti þeim eins
og gegn Noregi. Ég vil engu spá
um úrslitin, þau veröa bara aö
koma i ljós en svo mikið er vist aö
viö töpum ekki fyrirfram”.
— Hvernig er undirbúningurinn
fyrir leikinn?
„Þaö er búiö aö æfa mikiö aö
undanförnu, þaö er leikur i kvöld
(sjá annars staöar á siöunni), æf-
ing á laugardag og leikur i 1.
deildinni á sunnudag. Siöan veröa
einhverjar æfingar eftir helgina.
Annars hefur oröiö talsverö
breyting i sambandi við lands-
liösmálkvenna. Mikiö hefur veriö
lagt i undirbúning og hann hefur
náð yfir langt timabil. Stelpurnar
hafa lagt mikiö á sig, staðráönar I
aö ná góöum árangri”.
— Hvernig er staðið aö knatt-
spyrnu kvenna á tslandi i dag?
„Hjá minu félagi, Breiðabliki,
hefur veriö starfaö vel og þaö fer
vaxandi en ég veit ekki um önnur
félög. Áhuginn er meiri, fólk veit
meira um knattspyrnu kvenna en
áöur, ekki sist þar sem fjölmiölar
eru farnir aö segja betur frá
henni. Viö erum helst óánægöar
meö slaka frammistööu sjón-
varps en þaö sýnir aldrei frá
knattspyrnu kvenna.
— Að lokum, Rósa hvernig list
þér á framtiðina i knattspyrnu
kvenna hér á landi?
„Hún litur vel út, árangur
landsliösins hingaö til er góður og
ef haldiö er rétt á spilunum er
Rósa Valdimarsdóttir, fyrirliði
islenska landsliösins
ekki ástæöa til annars en bjart-
sýni. Unglingastarfiö er á réttri
leiö, nú eru fimm eöa sex félög
komin meö yngri flokk sem er
eölileg og sjálfsögö þróun þvi ekki
veröur um neina uppbyggingu aö
ræöa ef þær yngri eru vanræktar.
Þaö er veriö aö reyna aö koma af
staö tslandsmóti fyrir yngri flokk
og slikt er nauösynlegt þar sem
stúlkurá aldrinum 14—16ára sem
ekki komast i aöallið félaga sinna
hefur tilfinnanlega skort verkefni
og þær þvi oft hætt algerlega.
Sem sagt, þetta er allt á uppleið
og vonandi heldur sú þróun
áfram”.
Viö tökum undir þessi orö Rósu.
Arangur landsliösins i fyrstu
leikjunum lofar góöu og þaö er
full ástæöa til aö hvetja fólk til að
koma og fylgjast meö fyrsta
kvennalandsleiknum hér á landi á
fimmtudaginn gegn liði Svia sem
er taliö eitt hiö allra sterkasta i
Evrópu um þessar mundir. — VS