Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.09.1982, Blaðsíða 12
12 StÐA — bJÓÐVILJINN Föstudagur 3. septembcr 1982 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Frá Þórsmörk. Sigurður Brynjólfsson á innfelldu myndinni. Suöurnesjamenn athugið! Þórsmerkurferð3—5. september Alþýöubandalagsféiag Keflavikur efnir um næstu helgi 3.-—5. septem- ber til annarrar fjölskylduferöar sumarsins. Leiösögumaður verður Sigurður Brynjólfsson og mun hann njóta aðstoðar valinkunnra göngu- manna þegar f Mörkina kemur. Þar gefst mönnum kostur á iengri sem styttri gönguferöum og berjaferð i Langanes. — Gist verður I skála Austurleiðar í Ilúsadal. Lagt verður upp á f östudagskvöld kl. 20.00 frá Sérleyfinu og komið við á biðstöðum þess. Áætlaður heimkomutimi er kl. 19.00 á sunnudag. Þessiferðerkjörinfyrirþásemkomustekki með i þá siðustu og einnig hina er komust meö og hafa beðið i óþreyju eftir næstu ferð. Hafiðmeðykkur hlifðarfatnað, rúmfatnað, nesti og nýja skó. Verðkr. 350. Frittfyrir 12ára ogyngri. Skráiðykkur timanlega isima - 1054 (Hulda), -3191 (Alma), -1948 (Sólveig), -2180 (Lóa). — Allir vel- komnir. — Stjórnin. Hreppsmálaráð Alþýðubandalags Héraðsmanna boðar til fundar aö Tjarnariöndum 14 þann 6. september kl. 20.30 Ilagskrá 1) Vetrarstarliö kynnt. 2) Málefnasamningur hreppsnefndar 3) Sagt frá nýafstöönu SSA-þingi 4) önnur mál Allir velkomnir. Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi. Mjög áriðandi félagsi'undur vcrður haldinn í Kein mánndaginn 6. sept- ember kl. 20.30. Fundarefni. Akvörðun um meirihlutasamslarf í bæjarstjórn. Áríðandi að allir fulltrúar í bæjarmálaráði félagsins inæti. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Bæjarinálaráðsfundur Fundur vercður haklinn í Bæjarmálaráöi Alþýcðubanclalagsins í I lafnarfircii mánudaginn 6. septemher n.k. í Skálanum, Slrandgdtu 41 og hefst kl 20.30. Dagskrá: 1) Faric) yfir stöcðu bæjarmáht fyrir fyrsta bæjarstjómarfund eftir sumar- leyfi. 2) Rætt um starfshætti bæjarmálaráðs og kosin nefnd til að endurskoöii starfsreglur ráösins. 3) Önnur mál. -Stjórnin. ALLIR ÞURFA AÐ ÞEKKJA MERKIN / Gunnlaugur A. Jónsson Kveðjuorð í tæp 30 ár hef ég verið félagi í deildum Teigabúa í Sósíalista- flokknum og síðar Alþýðubanda- laginu. Margt hefur breyst á þess- um árum. Menn hafa komið í hverfið og deildina, og menn hafa horfið aftur af ýmsum ástæðum. Eitt hefur þó ekki breyst fyrren nú. Gunnlaug á Laugateig 8 hefur aldrei vantað í hópinn og ávallt viir hann reiðubúinn til starfa af fullko- minni óeigingirni ogfórnfýsi. Nú er hann horfinn og verður til moldar borinn í dag. Það fylgir undarleg tilfinning þeirri vitneskju. að við munum ekki framar sjá Gunnlaug sístarfandi fyrir Alþýðubandalagiö og Þjóðviljann. Hann vann ekki þau störfin sem mest ber á en aftur á móti hin sem mörgum finnst þreytandi og hvimleið kvöð, sem sé að bera út happadrætti hverskonar og rukka inn andvirði miða, týna saman félagsgjöld og bera út blöð og bæklinga. Kosningadagar voru öðrum dög- um framar dagar Gunnlaugs. Hann gat aldrei trúað öðru en að nú hlyti okkar góði málstaður að sigra og glaður og reifur vann hann á kosn- ingaskrifstofunni og úti í hverfinu. Úrslitin voru víst aðeins einu sinni í samræmi við hans björtustu vonir, eii það lét hann ekki á sig fá. Ifann hélt út í baráttuna á ný í bjargfastri trú á sósíalismann og sigur hans. Heilsa Gunnlaugs var ekki góð síðustu árin. en þó var hann með fram undir það síðasta. Hann stjórnaði fyrir okkur félagsvist í kosningamiðstöðinni í vor. en þar var rekin ýmiskonar félagsstarf- semi auk venjulegs kosningastarfs. Nokkrum dögum fyrir sumar- ferð Alþýðubandalagsins í júlílok urðum við Gunnlaugur samferða heim af fundi. Hann hafði hugá að taka þátt í ferðinni, en eitt var til fyrirstöðu. Ferðin var farin á laugardegi og Gunnlaugur þurfti að bera út blöð. Fólki líkar ekki að blöðin komi of seint sagði hann. og þar sem ekki var auðvelt að fá ein- hvern til að hlaupa í skarðið á rétt- um tíma sleppti Gunnlaugur ferð- inni, og fólkið þurfti ekki að bíða eftir blöðunum frarn á sunnudag. Þannig var samviskusemi hans. Ég vil með þessum orðum þakka Gunnlaugi öll störfin og vinarþelið á liðnum árum, og ég veit að fé- lagar okkar í Laugarnesdeildinni taka undir kveðjuna. Adda Bára Sigiusdóttir Svar við lesendabréfi um sýninguna HEIMILIÐ ’82 „Einn sem ekki lætur glepjast” er í gær, alveg gáttaöur á þeirri ósvifniaðlála fólk borga sig inn á sýninguna Heimiliö og fjölskyld- an'82 vegna þess að hún sé fyrst og fremst auglýsing. Ilann tclur sýninguna senni- lega, þá einu i heiminum sem þarf að borga sig inn á. Hann sér ákveðnar málsbætur i þvi aö þarna skuli vera Tivoli, en finnsl mikið að borga 30 krónur fyrir fcrð i skemmtitæki, og að lokum varpar hann fram þeirri spuru- ingu, hvað það muni kosta 5 mauna fjölskyldu að eyða þarna einu kvöldi. „Einum sem ekki lætur glepj- ast” til upplýsingar, skal eftirfar- andi tekið fram : Kaupstefnan hf. Fjórðungsþing Norðlendinga: Fjallaði um tvö meginmál Svo sem frá hefur verið skýrt hér i blaðinu var Fjórðungsþing Norðlendinga lialdið á Sauðár- króki 26.—28. ágúst sl. Þingið sóttu fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi og gestir, samtals um 130 manns. Tvö voru meginmál þingsins: atvinnumál og verkaskipting rikis og sveitarfélaga. Flutt voru á þinginu sex erindi, um þessi mál sérstaklega. Þá voru sam- þykktar á þinginu 30 ályktanir um hagsmunamál Norðlendinga, þar á meðal timamótaáætlun um breytta stööu landsbyggðarinnar. Segir þar, að vegna yfirstandandi endurskoðunar stjórnarskrár- innar sé nauðsynlegt að mynda samstöðu landshlutasamtakanna til að fylgjast með þessu máli og að kannaðar verði leiðir til að draga úr röskun á stöðu dreif- býlisins með stjórnarfarsað- gerðum um valddreifingu og dreifingu á þjónustustarfsemi rikisins. Samþykkt var ýtarleg ályktun um atvinnuþróun á Norðurlandi. Þar segir m.a. að röskun hafi orðið i búsetu- og atvinnuþróun fjórðungsins án þess þó að til verulegra áfaila hafi komið i at- vinnulifi hans. Lagði þingið þvi m.a. áherslu á að atvinnurekstr- inum verði tryggður starfsgrund- völlur til arðabærs rekstrar og til að tryggja viöunandi launakjör, að orkuiðnaður verði einn af undirstöðuatvinnuvegunum og að þjónustustarfsemi á Norðurlandi verði efld sérstaklega. A þinginu var kosið i milli- þinganefndir, fræðsluráð og svæðisstjórnir, samtals um 100 manns. Nýr formaður Fjórðungs- sambandsins var kosinn Þórður Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga. — mhg þekkir engin dæmi um vörusýn- ingar, þar sem ekki þarf að greiða aðgangseyri, og hefur hún þó upplýsingar um tugi sýninga um viða veröld, sýningar sem ýmist eru opnar öllum almenn- ingi, eða eru þröngar fagsýn- ingar. Það að selt skuli inn á sýningu er þvi varla álitamál — verðið sjálft getur hins vegar verið álita- mál —og þar sýnist auðvitaö sitt hverjum. Hvað aðgangseyri snertir þá er rétt að vekja athygli á þvi að þeir þrir þættir sem sýningin er ofin úr — gæfu hver um sig tilefni til að selt væri sérstaklega inn á hvern þeirra þ.e.a.s. i fyrsta lagi sýningin sjálf — i öðru lagi Tivo- liið og I þriðja lagi skemmtikraft- arnir — en þeim sleppir bréfrit- ari algjörlega i sinni umfjöilun. 1 ljósi þessa alls verður að skoða aðgangseyrinn 80 kr. fyrir fullorðna, 25 krónur fyrir börn og 50 krónur íyrir ellilifeyrisþega. Hvort þetta verð er hátt eða lágt skal ekki dæmt um hér — en aðeins minnst á útiskemmtanir um nýafstaðna verslunarmanna- helgi þar sem aðgangseyrir var frá 100—500 kr fyrir manninn. Um verð i Tivolitækin, er það að segja að það er frá 10—30 kr. fyrir manninn. Það kann að þykja hátt þegar borið er saman við Tivoli erlendis, en þá ber einnig að hafa i huga að af hverjum 30 króna miða fara um það bil 10 krónur til rikisins i formi sölu- og skemmtanaskatts — en það er skattlagning sem Tivolirekstur á Norðurlöndum er laus við. Spurningunni um kostnað 5 manna fjölskyldu af heimsókn á Heimilið'82 sem bréfritari varpar fram, er erfitt að svara—þar veldur algjörlega hver á heldur — þó er hægt að íullyrða að 5 manna fjölskylda getur átt skemmtilegar stundir saman fyrir lægri upphæð en 2 flöskur af sterku áfengi kosta. Með þökk fyrir birtingu. Halldór Guðmundsson, blaðafulltrúi sýningarinnar Heimilið og fjölskyldan'82 Húsnæði óskast Menntamálaráðuneytið óskar að taka á leigu húsnæði fyrir eina af stofnunum sinum. 120—200 fermetra einbýiis- hús i vesturhluta borgarinnar eða á Seltjarnarnesi kæmi einna helst til greina. Upplýsingar gefur Anna Hermannsdóttir deildarstjóri i sima 20970 á skrifstofutima. Menntamálaráðuneytið, 31. ágúst 1982 Síðsumar undir Jökli. Ljósm.: ráa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.