Þjóðviljinn - 03.09.1982, Qupperneq 15
Föstudagur 3. september 1982 þjóÐVILJINN — SIÐA 15
RUV ©
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn
7.15 Tónleikar. Þuiur velur og kynnir ,
7.55 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur
Ólafs Oddssonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Dagskrá. Morgunorð: Skúli
Möller talar.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
9.05 Morgunstund barnanna: „Langnef-
ur og vinir hans“ eftir Önnu Wahlenberg
Ingólfur Jónsson frá Prestbakka les þýð-
ingu sína.
9.20 Tónleikar. Tilkynningar. Tónleikar..
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Morguntónleikar Wilhelm Kempff
leikur á píanó Fantasíu í d-moll eftir
Wolfgang Amadeus Mozart/ Fílharm-
óníusveitin í Lundúnum leikur Sögur úr
Vínarskógi, vals eftir Johann Strauss;
Antal Dorati stj./ Wilhelm Kempff
leikur á píanó þrjár Tónasvipmyndir
eftir Franz Schubert
11.00 „Það er svo margt að minnast á“ Tor-
fi Jónsson sér unt þáttinn.
11.30 Létt tónlist Larry Carlton, Cree-
dence Clearwater Revivaltlokkurinn
og Johnny Hodges syngja og leika.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. A frívaktinni Sigrún Sigurðar-
dóttir kynnir óskalög sjómanna.
15.10 „Myndir daganna", minningar séra
Sveins Víkings Sigríður Schiöth les (12)
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir
16.20 Litli barnatíminn Dómhildur Sig-
urðardóttir stjórnar barnatíma á Akur-
eyri.
16.40 Hefurðu heyrt þetta?
17.00 Síðdegistónleikar Yakov Zak leikur
Píanósónötu nr. 4 í c-moll eftir Sergej
Prokofjeff/ Fílharmóníusveitin í ísrael
leikur Sinfóníu nr. 3 í a-moll eftir Felix
Mendelssohn; Leonard Bernstein stj.
19.00 Fréttir. Tilkynningar
19.40 Á vettvangi
20.00 Lög unga fólksins Hanna G. Sigurð-
ardóttir kynnir
20.40 Sumarvaka a. Einsöngur: Snæbjörg
Snæbjarnardóttir syngur íslensk lög lög
eftir Sigvalda Kaldalóns. Guðrún Krist-
insdóttir leikur á píanó. b. „Haldið vern-
darhendi yfir mér“ Þórarinn Björnsson
frá Austurgörðum talar við Hólmstein
Helgason félagsmálafrömuð á Raufar-
höfn. c. „...alvaran stundum gerir oss
spaugilega“ Knútur R. Magnússon les
nokkur gamansöm kvæði úr bók Guð-
mundar Sigurðssonar „Dýru spaugi". d.
Huldufólkið á Svarfbóli í Laugardæla-
hverfi Helga Jónsdóttir les frásöguþátt
eftir Jón Gíslason fræðimann. e. Kór-
söngur: Stúdcntakórinn syngur íslensk
lög Söngstjóri; Dr. Hallgrímur Helga-
son
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 „Leikkonan, sem hvarf á bak við
himininn“ smásaga eftir Véstein Lúð-
víksson. Höfundurinn les fyrri hluta.
23.00 Svefnpokinn Umsjón: Páll Þor-
steinsson
00.50 Fréttir. Dagskrárlok.
RUVl
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Prúðuleikararnir. Gestur þáttarins
er töframaðurinn og'búktalarinn Senor
Wences. Þýðandi: Þrándilr Thorodd-
sen.
21.05 A döfinni. Þáttur um listir og menn-
ingarviðburði. Umsjónarmaður: Karl
Sigtryggsson. Kynnir: Birna Hrólfs-
dóttir.
21.10 FramtíðFalklandseyja. Breskfrétta-
mynd, sem fjallar um framtíðarhorfur á
eyjunum, og það viðreisnarstarf sem
bíður eyjaskeggja. Þýðandi og þulur:
Gylfi Pálsson.
21.35 Steinaldarlist i nýjum búningi. Bresk
fréttamynd um steinaldarlistaverkin í
Lascaux í Frakklandi. Ekki þykir lengur
óhætt að sýna ferðamönnum sjálfar hell-
aristurnar svo að gerð hefur verið ná-
kvæm eftirmynd af hellinum og mynd-
unum sem prýða veggina. Þýðandi og
þulur: Halldór Halldórsson.
22.00 Heimilisfang óþekkt (Adress Un-
kno\yn). Bandarísk kvikmynd frá árinu
1944. Leikstjóri: William C. Menzies.
Aðalhlutverk: Paul Lukas, K.T. Stc-
vens, Carl Esmond og Peter Van Eyck.
Nokkrum spurningum
beint til áb.
Launþegar
og kauplækkun
Vegna skrifa áb í
// Klippt og skorið" 25/8
82.
Samkvæmt skattafram-
tölum manna árið 1975 væru
50% launþega sem minnstar
tekjur höfðu með 21,7%
tekna i þjóðfélagi okkar, en
þau 10% sem mestar tekjur
höfðu voru með 25,1% tekna.
(Ég geri ekki ráð fyrir aö
miklar breytingar hafi orðið
á þessari tekjudreifingu
1982)
Af þessu má sjá að tekju-
dreifing er gífurlega ójöfn
hér á landi (jafnaðarins og
réttlætisins).
Mig langar til að beina
nokkrum spurningum til áb.
i Ijósi þessara upplýsinga:
• Eru það þessi 50% laun-
þega, sem minnstar tekjur
hafa, sem bera ábyrgð á
þeim gifurlega viðskipta-
halla er hrjáir þjóðarbúið?
• Læknum viö kvilla og
viöskiptahalla þjóðarbúsins
með þvi aö lækka kaup
þeirra sem minnst bera úr
býtum?
• Eru ráð rikisstjórnar-
innar (og þar meö Alþýðu-
bandalagsins) ekki þau
sömu sem... „hagfræðingar
kapitaliskra landa keppast
hver um annan þveran við að
ráðleggja öllum stjórnvöld-
um og samfélögum”... eins
og þú komst að orði i spurn-
ingatetri þinu?
Með vinsemd og þökk fyrir
væntanleg svör.
Sigurður Þ. Jónsson
P.S. ÁB mun svara fram-
komnum spurningum hér á
siöunni á þriöjudaginn
kemur. Fyrirsögn greinar-
innar er Þjóðviljans.
klippt
Hvað er að?
„Á meðan hjóðii heims hafa
vcrið að herja't við að stemma
stigu við hinum samtvinnuðu
plágum, hraðfara verðbólgu og
hægfara hagvexti, hafa miiljónir
manna misst atvinnu sína.
Himinháir vexlir hafa lagt
þúsundir fvrirtækja að velli. Ótal
mörgfélög hafa ekki verið tær um
að endurnýja löngu úreltan véla-
kost í verksmiðjum sínum. Út-
litið f-iir frekari þenslu í efna-
hagslifinu, en það hefur ætíð ver-
ið drirtjöður kapítalismans, virð-
ist sk yndiiega <vrði5 háskalega
svart ‘
Á j essa leið hetsl samantekt
sem h riist í Leshók Morgun-
hlaðsi n a laugardaginn um það
leyti sem stjóinendur þess hlaðs
voru að húa sig undir að fordæma
hráðabirgðalög ríkisstjöriiarinn-
ar. Fyrirsögnin á grein þessari,
scm er hyggð á handaríska viku-
hlaðinu 1 ime er: „Hvað í veröld-
inni er að? Morgunhlaðið, C3eir
I Iallgrímsson, kratarnir, kaup-
menn og margir flciri hafa verið
að kcppast við að lýsa því yfir
undanfarna daga, að þeir viti það
ístu
úr þeim dregið að ráði hagfræð-
inga, þá væru efnahagsmál enn
fjær því en áður að vera á bata-
vegi
(Pað er kannski ekki úr vegi að
skjota hir að spurningartetri: Iif
hagtræðingar kapitalískra landa
keppast hver urn annan þveran
við að ráðleggja öllum stjórn-
vóldum og samfélogiim eitt og
Sjónvarp
kl. 21.35
Paul Lukas í hlutverki Martins Schultz í bíómynd kvöldsins, „Heimilisfang óþekkt“.
Hella-
ristur frá
steinöld
stein og Martin Schults reka
saman listaverkasölu í San
Francisco. Þegar Martin fertil
Þýskalands til málverkakaupa
fyrir verslunina veröur hann
uppnuminn af boðskap nas-
ista og áöur en á löngu líður er
Itann sestur aö í Þýskalandi
meö fjölskyldu sinni og orö-
inn félagi í nasistahreyfing-
unni.
Dóttir Max er einnig í Þýsk-
alandi upprennandi leikari.
Þegar íaðir hennar í San Fran-
cisco fær endursent bréf til
hennar meö tilskriftinni,
„Heimilisfang óþe!;kt“ renna
á hann tvær grímur. Viö eftir-
grennslan kentur í Ijós aö
stúlkan hefur verið niyrt at'
nasistum, eftir aö hún óhlýön-
aðist skipunum um að flytja
ekki kafla úr „Fjallræöunni" á
sviöi.
Max bregst hinn versti viö
þessunt tíöindum og sendir
fyrrum félaga sínum harðorð
bréf þar sent hann ásakar
hann harðlega fyrir starf sitt í
nasistahreyfingunni. Fjöl-
skylda Martins flosnar upp
þegar eiginkona hans flýr meö
börn þeirra til Sviss. Martin er
í öngunt sínum og þar skulunt
við ljúka frekari kynningu á
þessari göntlu mynd sem fær
aðeins 2 stjörnur í kvikmynd-
aritum.
Einhverjar merkustu
minjar um steinaldarlist
sem fundist hafa eru i hellin-
um Lascaux i Suöur-Frakk-
landi. Þessi stóri hellir sem
fannst fyrir tilviljun á stríös-
árunum er meira og minna
þakinn myndum af stórum
dýrum og eins er nokkrar
mannamyndir þar einnig að
finna.
Hellaristurnar eru taldar
vera meira en 10 þús. ára
gamlar og merkasta heild
myndlistaminja frá steinöld.
Sýnishorn úr Lascaux hellin-
um fræga.
Þegar hellirinn fannst á
sinum tima hugbu menn gott
til glóðarinnar og seldu al-
menningi aðgang að hon-
um. Þegar frá leið kom i ljós
að myndirnar sem höfðu
varðveist svo vel i rúm 10
þús. ár þoldu ekki þennan
ágang og þvi varð aö grípa til
þess ráðs að loka hellinum
alveg fyrir almenningi.
Þess i stað var Lascaux
endurbyggður I nærliggjandi
helli og þar geta allir sem
vilja virt fyrir sér eftir-
myndir hinna raunverulegu
hellarista i algjörlega eftir-
Uktu umhverfi
Tveggja stjörnu mynd
frá stríðsárunum
„Heimilisfang
óþekkt”
Föstudagsmyndin að þessu
sinni er stríðsárafrainlciðsla
sem fjallar uin uppgang nas-
ismans í Þýskalandi.
„Heimilisfang óþekkt“
(Adress Unknown) er fram-
leidd og stjórnað af William
Cameron Menzies og í aðal-
hlutverkum eru m.a. Paul
Lukas, K.T. Stevens og Carl
Esmond.
Þjóðverjinn Max Eisen-
Útvarp kl. 16.40
Hefurðu
heyrt
þetta?
Sigrún Björnsdóttir leikari
stjórnar í dag þættinum „Hef-
uröu heyrt þetta?“. Þátturinn
er fyrir börn og unglinga og í
honum er sagt frá ýmsu
skemmtilegu og leikin tónlist.