Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 1
mov/u/m
Útvarpsréttarnefnd
getur veitt
sveitarfélögum og
félögum, sem til
þess eru stofnuð,
tímabundið leyfi til
útvarps, svo segir í
hinu umdeilda áliti
útvarpslaganefnda-
Sjá 8.
október 1982
föstudagur
227. tölublað
47. árgangur
Friðrik Ólafsson
um einvígi
sitt við Spasskí
Maður
þarf að
hafa sig
allan við
„Spasskí teflir nokkuð vel, kann-
ski eins og við var að búast“, sagði
Friðrik Olafsson, forscti FIDE,
aðspurður um einvígi sitt við Boris
Spasskí. Þegar Þjóðviljinn hafði
samband við hann í gær var lokið
þrem skákum af fjórum.
Fyrstu tvær skákirnar voru hart
tefldar og mikið í þær lagt, en upp-
lýsingar um úrslit lágu ekki fyrir,
enda eru keppendur og aðstand-
endur einvígisins bundnir þagnar-
eiði. Friðrik gaf því nokkuð loðin
svör þegar Þjóðviljinn reyndi að
grafast fyrir um úrslit, en sagðist
þurfa að hafa sig allan við.
Hjörleifur
Guttormsson:
Óbreytt
hækk-
unarkrafa
Krafa okkar á þessum fundi
var eins og áður sú, að orku-
verð til ísal hækkaði a.m.k. í
15 - 20 mills eða um það bil
þrefaldaðist. En við buðum
upp á að þetta gerðist í áföng-
um, nokkur hækkun yrði
strax og síðan full hækkun í
a.m.k. framlciðslukostnaðar-
verð frá 1. nóv. á þessu ári.
Þetta segir Hjörleifur Gutt-
ormsson, iðnaðarráðherra í
viðtali, sem við birtum við
hann í dag í tilefni fréttaburð-
ar Morgunblaðsins í gær af því
sem gerðist á fundi iðnaðar-
ráðherra með dr. Múller frá
Alusuisse í maímánuði s.l.
Hjörleifur tekur fram að
frásögn Morgunbiaðsins gefi
alranga mynd, en þar er látið
eins og fyrst áfangahækkunin,
ein sér, hafi verið til umræðu.
Að undanförnu
hefur dregið
nokkuð úr
fjandskap milli
Sovétríkjannaog
Kína og cftil viller
aðdraga saman
með þessum risum
tvcim.
„Við vorum að setja dælustöðina við Bolholt í gang að nýju eftir umtals- inni og þar var mikill gosmökkur og náðu gufustrókarnir hátt til lofts.
verðar breytingar og lagfæringar,“ sagði Gunnar Kristinsson yFirverk- Gunnar sagði að þctta hefði verið smá „aukageta“ hjá dælustöðinni; sagði
fræðingur hjá Hitaveitu Reykjavíkur, þegar Þjóðviljinn hafði samband jafnframt að með breytingunum sem staðið hefðu yfir í sumar hefði
við hann í gær. Ljósmyndari Þjóðviljans, - eik, átti Ieið framhjá dælustöð- afkastageta dælustöðvarinnar aukist allverulcga. -hól
í>ingfl°kkur
Al^5uflokksins:
Ekki er einhugiir um
bráðabirgðalögin
Þjóðviljinn hefur haft af því spurnir, að uppi sé á-
greiningur innan þingflokks Alþýðuflokksins í afstöðu
hans til bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar. Eins munu
nokkrir þingmenn flokksins vera óánægðir með yfirlýs-
ingu þá er formaður þingflokksins, Sighvatur Björg-
vinsson, gaf út að loknum þingflokksfundi, skömmu
eftir setningu bráðabirgðalaganna, en á þann fund vant-
aði ýmsa af þingmönnum Alþýðuflokksins. Þjóðviljinn
leitaði í gær til tveggja þingmanna flokksins og spurðist
fyrir um þetta mál.
Magnús H. Magnússon sagði það
rétt vera, að skoðanir væru skiptar
meðal þingmanna Alþýðuflokks-
Varnarmálaráðuneyti
Bandaríkjanna hefur áform
uppi um að auka umsvif banda-
ríska hersins hér á landi. Er það
ins í afstöðunni til bráðabirgðalag-
anna. „Það er margt í lögunum,
sem þarf að skoða og ég vil ekki á
svo orðað, að efla þurfi viðvör-
unarkerfi flughers og flota á
Norður-Atlantshafi og á þá að
fjölga hinum fljúgandi radar-
þessu stigi segja til um hver mín
afstaða verður. Við í þingflokki Al-
þýðuflokksins höfúm verið að ræða
þetta mál að undanförnu en ég vil
ekki kalla það formlegan
ágreining, sem þar hefur komið
fram hjá þingmönnum", sagði
Magnús. Meira kvaðst hann ekki
vilja segja á þessu stigi málsins.
Árni Gunnarsson sagði aðspurður
um ágreining innan þingflokksins
til bráðabirgðalaganna:„Þetta er
erfið spurning en það sem ég vil
segja um málið á þessu stigi er að
þingflokkur Alþýðuflokksins er
ekki halelúja-samkoma og við
erum heldur ekki trúflokkur."
stöðvum, AWACS-vélunum,
og taka Phantom-
orrustuþoturnar sem hér eru úr
umferð og fá aðrar fullkomnari
í staðinn.
í útvarpsfregnum í gær var það
haft eftir Ólafi Jóhannessyni utan-
ríkisráðherra, sem nú er í Banda-
ríkjunum, að hann hefði „heyrt"
um þessi áform, en vildi ekkert um
þau segja.
Varðandi yfirlýsingu þingflokks-
formannsins, þegar bráðabirgða-
lögin voru sett og ágreining um
hana, sagði Árni það eitt að ljóst
væri að ekki hefðu allir þingmenn
flokksins setið þann fund. I sama
streng tók Magnús H. Magnússon
en hann og Árni munu ekki hafa
setið þennan umrædda þingflokks-
fund. S.dór
Bein lína
til Svavars
Næstkomandi þriöjudag
mun Svavar Gestsson formað-
ur Aiþýðubandalagsins og fé-
lagsmáiaráðherra svara
spurningum lcsenda á beinni
línu til Þjóðviljans.
Svavar verður í síma
8 13 33 frá kl. 17 -19, - frá kl.
5 eftir hádegi til kl. 7-og svar-
ar spurningum þeirra sem
hringja. Blaðamenn munu
skrá niður spurningar og svör
sem birt verða í næstu viku í
Þjóðviljanum. Alþingi kemur
saman á mánudaginn og er
það ekki síst í tilefni þingsetn-
ingarinnar og þeirrar óvissu
sem nú er uppi í stjórnmálum
sem efnt er til þessa.
Áform Bandaríkjamanna:
Aukfn umsvif
flughersins