Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. október 1982
ísrael:
Óeining innan hersins
í gær birtist hér í blaðinu grein um þá tæknilegu ylirburði, sem Israels-
hcr sýndi í stríðinu i Líbanon, sérstaklega gagn vart lol'tvarnakerfi Sýrlend-
inga, scm cr af sovéskri gerð. En hinn tæknilcgi þáttur er aðeins ein hlið
Jiernaðar, og þrátt fyrir tæknilega yfirburði ísraclska hersins hafa atburð-
ir síðustu mánaða orðið til að veikja hann innan frá.
Fjölmargir yfirmenn í hernum
hafa orðið til þess að taka af skarið
og lýsa yfir vantrausti á varnarmál-
aráðherranum Sharon, sem stjórn-
að hefur hernaðinum í Líbanon.
Nýlega héldu 100 háftsettir yfir-
menn hersins fund með Rafaei
Eitan yfirhershöfðingja þar sem
þeir lýstu yfir vanþóknun sinni á
þeirri yfirlýsingu varnarmálaráð-
herrans, að hann hefði ekki vitað
um fjöldamorðin í Beirút. „Sharon
er að innleiöa nýjar starfsaðferðir í
herinn er byggjast á svikum" sagði
einn yfirmaðurinn, en tilefni fund-
arins var að yfirmennirnir óttuðust
að Sharon og Begin myndu varpa
ábyrgðinni á fjöldamorðunum yfir
á þá. Á fundi sem Sharon átti með
sömu yfirmönnum í síðustu viku
sagði hann þeim, að ef þeir vildu
gagnrýna sig eða stjórnina yrðu
þeir fyrst að fara úr einkennisbun-
ingunum og yfirgefa herinn.
En það eru fleiri innan hersins en
yfirmennirnir, sem hafa gagnrýnt
varnarmálaráðherrann. Óbreyttir
hermenn hafa sagt af sér herþjón-
ustu af samviskuástæðum og sumir
þeirra hafa gerst áköfustu gagnrýn-
endur stjórnvalda. Þannig sagði
Avramam Burg 27 ára sonur
innanríkisráðherrans nýverið eftir
að hann hafði sagt af sér herþjón-
ustu: „Okkur hafði verið sagt, að
einmitt vegna þess hversu sterkur
ísraelski herinn væri yrði hann
aldrei notaður nema þegar tilvera
ísraels væri í hættu. En hér vorunt
við að drepa og láta drepa okkur án
þess að nokkur slík hætta væri fyrir
hendi."
Ekki villimanna hyski
Yehoshua Yashuv, 27 ára varal-
iðþjálfi sem tók þátt í þriggja daga
árásunt úr lofti á flóttamannabúðir
Palestínumanna í Sidon, þar sem
örfáir Palestínuhermann voru til
varnar, sagði: „Pegar við brutumst
loksins inn í búðirnar ogsáum hvað
þeir voru fáir, gerðum við okkur
grein fyrir því að fólk sem verst að
slíkri hörku verður ekki borið of-
urliði með hernaði.“ Hann telur nú
að ísraelsmenn eigi að leita samn-
inga við PLO. Hann taldi líka að sú
mynd, sem áróður stjórnvalda gæfi
af Palestínumönnum sem hryðju-
verkamönnum væri villandi. „Við
sáum bækur í húsum þeirra,“ sagði
Sharon varnarmálaráðherra verst ásökunum:
uð sakleysingja yrðu drepin.“
,Við vissum ekki að hundr-
Yashuv. „Það var ekki bara Marx,
þar voru ljóðabækur, klassískar
grískar bókmenntir og önnur sígild
verk. Þetta var ekki bara eitthvert
villimannahyski. eins og okkur
hafði verið sagt."
Fram hefur komið að framkoma
ísraelsku hermannanna við innrás-
ina í Beirut var heldur ekki til fyrir-
myndar.
Þeir hirtu sjónvarps- og stereó-
tæki úr húsum sem „minjagripi" og
vitni hafa borið að þeir hafi lýst
fyrirlitningu sinni með því að ganga
örna sinna sinni á stofugólfum og á
húsbúnaði fólksins áður en þeir
yfirgáfu borgina. „Við höfum
aldrei séð neitt þvílíkt, ekki heldur
frá Sýríendingum," var.haft eftir
einum íbúa í Beirut.
Þótt tsraelski herinn sé sá öflug-
asti í Mið-Austurlöndum. þá er sú
samstaða og trúarlega eining. sem
eitt sinn þótti einkenna herinn,
ekki lengur til staðar, og þegar allt
kemur til alls, þá er það hinn mann-
legi þáttur en ekki hinn tæknilegi,
sem úrslitum ræður í stríði. Við
skulurn að minnsta kosti leyfa okk-
ur að vona það. ólg.
Bætt sambúð Sovét
og Kína?
,,Sovéska endurskoðunarstefnan
er ekki lengur áhyggjuefni
kínverska stjórnvalda
Opinberar viðræður á milli stjórnvalda í Moskvu og Peking hófust á
mánudag eftir tæplcga tveggja ára hlé með því að Leonid Ililjov varautan-
ríkisráðhcrra Sovétríkjanna kom til Peking. Viðræður af þessu tagi hafa
ckki átt sér stað siðan Sovétríkin réðust inn í Afghanistan í ársbyrjun 1980.
Soyétmenn hafa nú íeitt ár leitað
ákaft eftir möguleikum á endurnýj-
uðu sambandi á ntilli stjórna rlkj-
anna, og það leiddi smám saman til
þess að ríkin gerðu með sér nýjan
viðskiptasamning í apríl s.L Sov-
Hu Yoabang: allir kommúnista-
flokkar eiga sér góðar og slæmar
hliðar og cnginn hefur einkarétt á
hinni „réttu stefnu."
Bresjnef vill bætta sambúð við
Kína.
LANDSRÁÐSTEFNA
samtaka herstöðvaandstæðinga
Pétur. Jón Ásgeir. Árni.
Bergþóra. Anton Helgi. Elísabet.
verður haldin að Hótel Heklu í
Reykjavík, laugardaginn 9. og
sunnudaginn 10. október.
DAGSKRA
Laugardag 9. okt.
Kl. 10.00
Landsráðstefnan sett
Skýrsla formanns - Péturs Reímarsson.
Skýrsla gjaldkera - Jón Á. Sigurðsson.
Umræður
Kl. 14.00
Inngangserindi um eftirtalin efni:
1. Staðan í herstöðvarmálinu - Árni Hjart-
arson.
2. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd - Jón Ás-
geir Sigurðsson, Keneva Kunz.
3. Friðarhreyfingar - Kristín Ástgeirsdóttir.
4. Starfs- og fjárhagsáætlun. - Rúnar Ármann
Arthúrsson.
Kl. 15.30
Umræðuhópar starfa.
Kl. 21.00
Kvöldvaka (Fólagsmálastofnun stúdenta með
dansleik. Fram koma:
Bergþóra Árnadóttir, Karl Guðmundsson, Ant-
on Helgi Jónsson, Elísabet Þorgeirsdóttir, Kelt-
ar og fleiri.
Sunnudag 10. okt.
Kl. 9-12
Umræðuhópar starfa #
Kl. 13.00 •
Niðurstöður umræðuhópa.
Almennar umræður.
Kjör miðnefndar.
Kl. 17.00 \
Ráðstelnuslit.
Fundarstjórar:
Garðar Mýrdal, Óskar Guðmundsson.
Krlstfn. Rúnar
Garðar. Óskar.
Þátttaka tilkynnist i síma 17966
éskir íþróttamenn hafa einnig tekið
þátt í 2 íþróttamótum í Kína á
þessu ári, en það er í fyrstá skipti í
16 ár sem slíkt gerist.
Bresjnef hefur ítrekað það hvað
eftir annað að mikilvægt sé að eðli-
legt samband komist á miili ríkj-
anna, en jafnan hlotið dræmar
undirtektir kínverskra stjórnvalda.
Á flokksþinginu í september s.l.
sagði Hu Yoabang, hinn nýkjörni
ritari Kínverska kommúnista-
flokksins, að samskipti ríkjanna
gætu komist í eðlilegt horf ef So-
vétríkin gerðu eitthvað áþreifan-
legt til þess að draga úr ógninni
gagnvart öryggi Kína, en sú ógnun
sagði hann að stafaði fyrst og
fremst af sovésku herliði við landa-
mæri ríkjanna, stuðningi Sovét-
manna við veru Víetnama í Kam-
pútseu og hersetu Sovétmanna í
Afghanistan.
Þótt það sé álit stjórnmálaskýr-
enda að viðhorf Kínverja til So-
vétríkjanna hafi ekki breyst í meg-
inatriðum, þá virðist ljóst að Kín-
verjar vilja nú marka sér stöðu
óháða báðum stórveldunum þar
sem meiri áhersla verður lögð á
bætt og nánara samband við ríki
þriðja heimsins. Sænski kínasér -
fræðingurinn Göran Lejonhufud,
sem nú er í Peking segir að hin nýja
stefna stjórnvalda sé sú, að Kín-
verjar vilji ekki binda sig neitt stór-
veldi, og að Kínverjar hyggist
hvorki spila út sovéska spilinú
gagnvart Bandaríkjunum né því
bandaríska gagnvart Sovét. Sam-
kvæmt hinni nýju stefnu vilja Kín-
verjar ekki heldur að Bandaríkín
eða önnur ríki notfæri sér aðstöðu
Kínverja.
„Endurskoðunar-
stefnan“ gleymd
Það er því í raun hægt að segja að
andrúmsloftið á milli ríkjanna hafi
farið batnandi að vissu marki. So-
vétríkin eru ekki lengur ásökuð um
„endurskoðunarstefnu" eins og
svo vinsælt var af rétttrúarsinnum
ýmis konar fyrir fáum árurn.
Ástæðan fyrir því kann m.a. að
liggja í að Kínverjar hafa á síðustu
árum nálgast hið sovéska kerfi í
innanríkismálum á ýmsum sviðum.
Flokksþingið, sem er nýafstaðið á -
lyktaði ekkert um baráttuna gegn
„sovésku endurskoðunarstefn-
unni" og núverandi valdhafar í
Kína halda því opinberlega fram,
að enginn einn Kommúnistaflokk-
ur sitji uppi með allan sannleikann,
hreinan og ómengaðan, heldur hafi
allir flokkar sínar góðu og sínar
slæmu hliðar. Sem væntanlega
þýðir að einnig sovéski flokkurinn
eigi sínar góðu hliðar.
Þess er nú að vænta, að þær
stjórnmálahreýfingar á Vestur-
löndum, sem byggt hafa stefnu sína
á hverfulum vísi áttavitans frá Pek-
ing, taki nú einnig að öpna augun
fyrir fleiri hliðuni á tilverunni, og
væri þá ekki til lítils unnið.
ó»g-
Litla leikfélagið
í Garðinum
frumsýnir Litla
Kláus og
Stóra Kláus
Litla leikiélagið í Garði í'rumsýn-
ir fjölskylduleikritið Litli Kláus og
Stóri Kiáus eftir Lizateztner föstu-
dagskvöldið 8. október kl. 20.30 í
Samkomubúsinu Garði.
Leikendur eru alls 20 en með
helstu hlutverk fara Bragi Einars-
son, Rögnvaldur Finnbogason,
Guðríður Guðjónsdóttir og Krist-
björg Eyjólfsdóttir.
Leikstjóri er Herdís Eyjólfódótt-
ir. 2. sýning á leikritinu verður
næsta sunnudag og hefst hún kl. 15
í Samkomuhúsinu Garði.