Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. október 1982
UOOVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðsiustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúövíkGeirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson.
Iþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson.
Handrita-og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri
Thorsson.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Guövaröardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Gúöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Febrúar 1978 - ágúst 1982
• Stundum sést því haldið fram, að með þeim bráðabirgða-
lögum, sem ríkisstjórnin setti í ágústmánuði s.l. séu menn að
taka upp sömu stefnu og fólst í kaupránslögum ríkisstjórnar
Geirs Hallgrímssonar frá febrúar 1978.
• Lítum á fáein atriði sem þarna skipta máli. Árið 1978 lék
l'lest í lyndi í utanríkisviðskiptum okkar íslendinga. Við-
skiptakjörin í utanríkisviðskiptunum voru á allra hæsta toppi
og framleiðsluverðmæti sjávarafurða það ár meira en
nokkru sinni fyrr.
• A árunum 1976 og 1977 höfðu þjóðartekjur á mann hækk-
að að raungildi um 6,5% til jafnaðar á ári og fóru enn
hækkandi á árinu 1978, þannig að á þriggja ára bili frá 1975
til 1978 reyndist vöxtur þjóðartekna á mann nema 16,6% að
raungildi.
• Það var við þessar aðstæður, sem ríkisstjórn Geirs Hall-
grímssonar hófst handa um meiriháttar kauprán nieð febrú-
arlögunum 1978, mitt í einhverju mesta góðæri sem hér hefur
gengið ylir.
• Nú er öldin önnur. Heimskrcppan geisar með sínum
hrikalegu afleiðingum allt í kringum okkur og veldur því
m.a., að viðskiptakjör í okkar utanríkisviðskiptum hafa síð-
ustu árin verið langtum lakari en 1978 ogfara enn versnandi í
ár. Þótt sjávarafli hafi vaxið á síðustu árum, þá hafa þjóðar-
tekjur á mann engu að síður staðið í stað vegna lélegra
viðskiptakjara, og eru taldar munu falla í ár um 5%, þegar
minnkandi sjávarafli bætist við markaðsvanda.
• í þessum efnum eru aðstæður gjörsamlega allt aðrar nú
heidur en fyrir fjórum árum.
• Þegar spurt er um kaup og kjör þá skiptir máli, hvort
þjóðartekjurnar, - það sem til skiptanna er - hafa vaxið um
16-17%, ellegar minnkað um 5%. Svo fráleitt sem það er að
ráðast á lífskjör almennings í mesta góðæri, þegar þjóðar-
tekjur hafa tekið stökk upp á við, - þá getur á hinn bóginn
verið með öllu óhjákvæmilegt að leggja einhverjar byrðar á
meginþorra þegnanna þegar óviðráðanleg ytri áföll iækka
skiptaverðmæti þjóðarteknanna.
• Þetta verða menn m.a. að hafa í huga, ef dæma á af
einhverri sanngirni um efnahagsráðstafanir ríkisstjórna í
febrúar 1978 og ágúst 1982.
• Þá er einnig skylt að hafa í huga, að enda þótt verðbætur
séu skertar að hálfu bæði í febrúarlögunum 1978 og bráða-
birgðalögunum nú, þá er munurinn m.a. sá, að samkvæmt
febrúarlögunum 1978 átti slík skerðing að koma fram fjórum
sinnum í röð, en samkvæmt núgildandi lögum einu sinni. Hér
er þess svo einnig að geta, að í bráðabirgðalögunum og
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar nú felast margvísíeg ákvæði
verkafólki í hag, og má þar m.a. nefna verulega lengingu
orlofs, láglaunabætur, lækkaða verslunarálagningu ogfjölda
margt fleira.
• Sem betur fór tókst ríkisstjórn Geirs Hallgrímss. aldrei
að framkvæma febrúarlögin, svo svívirðileg-sem þau voru.
Fyrir baráttu verkalýðshreyfingarinnar og Alþýðubanda-
lagsins og af ótta við kjósendur guggnaði þáverandi ríkis-
stjórn á að framfylgja að fullu eigin lagasetningu um
kaupránið strax l'yrir kosningarnar í júní 1978, og í þeim
kosningum ráku kjósendur kaupránsstjórnina frá völdum,
og ný ríkisstjórn setti kjarasamningana frá 1977 í gildi.
• Þennan samanburð og þessa sögu alla þurfa menn að
þekkja til hlýtar svo hægt sé að dæma á réttum forsendum
um orð og athafnir flokka og manna.
• Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann, þeirra tekna sem
fólk heldur eftir þegar allir skattar hafa verið greiddir, var á
síðasta ári 27% hærri en árið 1976 samkvæmt upplýsingum
Þjóðhágsstofnunar og er talinn lækka um aðeins 1 % á þessu
ári. Samt eru þjóðartekjurnar á mann taldar verða aðeins
um 5% hærri í ár heldur en 1976.
• Af þessu og öðrum staðreyndum, sem fyrir liggja er Ijóst,
að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna verður í ár
mun hærri en nokkru sinni fyrr miðað við þjóðartekjur. -
Það er líka árangur í kjaramálum.
k.
klippt
Tromp
ritstjórans
Margir finna með sér þörf til að
leggja á ráð um íslenskt efnahags-
líf, enda þótt því sé mjög á loft
haldið, að í raun og veru sé fokið í
flest skjól: jafnt miðstýrðs áætl-
anabúskapar, blandaðs krata-
kerfis og nýfrjálshyggjunnar.
Jónas Kristjánsson á Dag-
blaðsvísinum er einn þeirra bjart-
sýnismanna sem enn eru fúsir til
að leita að hinni réttu leið. Hann
•segir í leiðara á dögunum, að
„margt er heilbrigt í þjóðarhag,
svo sem full atvinna" og er það
ekki nema satt og rétt. Hann
heldur því líka fram, að íslend-
ingar eigi ýmisleg tromp ónotuð
sem geti fært góða slagi í bú.
Gott að heyra það. Svo kemur
nokkuð svo útbreidd ráðlegging
um að fækka sauðfé og skipum en
fjölga minkum og refum (lifi Tóf-
uvinafélagið!). Þetta er þó aðeins
partur af trompspiiamennsku
Jónasar ritstjóra. Hann segir:
„Ranga leiðin til þess er að
nota fjárhagslegt bolmagn ríkis-
ins til að koma á fót iðnaði.sem
þegar er of mikið af heiminum,
svo sem vinnslu á salti, sykri,
steinull og hugsanlega stáli. Slíkt
er bara ávísun á ríkisstyrk.
Rétta leiðin er að búa almennt í
haginn fyrir þann iðnað, sem þeg-
ar er fyrir, svo að hann geti aukið
framleiðsluna og fært út kvíarn-
ar, til dæmisí nýjargreinar. Þetta
er altcnd sá iðnaður, sem hingað
til hefur lifað súrt og sætt.“
Of mikið er til
Það var nefnilega það.
Það er að vísu ekki nema rctt,
að margt heimskulegt höfum við
gert, eins og Steinn kvað - til
dæmis ætla kappsamir menn að
láta steinullarævintýri, sem kann-
ski hefði ýtt undir eitt pláss,
drepa tvö pláss ef svo fer sem
horfir. En svo er á hitt að líta, að
ef menn ætla að láta stjórnast af
því, að forðast framleiðslu á
hlutum sem „þegar er of mikið til
af í heiminum", þá er eins gott að
hætta við öll iðnaðaráform strax.
Og leggja niður álverksmiðjuna
til dæmis, því svo sannarlega eru
„of mikið til" af áli um þessar
mundir.
Það er meira að segja til of mik-
ið af fiski, ef miðað er við mark-
aði með þeim þjóðum sem geta
greitt þaö verð seni íslendingar
vilja fá fyrir fisk.
Ef menn svo einblína á seinni
setninguna, þá er hún einskonar
afneitun á þeirri fyrri. Vandræði
þeirra ..gömlu" iðngreina sem
ætti að „hlúa að" til að þær ykju
framleiðsluna er sá sami og
nýrrar framleiðslu: það er „of
mikiö" til fyrir á samdráttar- og
krepputímum. Það er meira að
segja „of mikið" til af íslenskum
lopapeysum - frá Suður-Kóreu
kannski, eða guð má vita hvaðan.
Þetta raus er nú ekki saman
Umræður um efnahagsmál....
sett til að mæla rrteð bölsýni.
Heldur hitt, að það er viókunnan
legra að menn hugsi sig dálítið
um áður en þeir kveða upp úr
með það að þeir hafi bæði fundið
röngu leiðina og þá réttu.
Pegar
þeim hentar
Vilmundur Gylfason skrifaði
grein á dögunum og talar þar nteð
skemmtilegri lítilsvirðingu um
„nýfrjálshyggjuna" sem „Hannes
Gissurarson og Jónas Haralz hafa
verið að þýða úr erlendum
bókum og blöðum": Vilmundur
telur að þetta fyrirbæri sé úrelt
orðið, enda sé hér um hugmynd-
afræði að ra^ða sem, eins og dæmi
af járnfrúnni bresku, frú Thatc-
her, sanna, vanti samvisku. Hún
sé líka á útleið vegna þess að kap-
ítalistar. eigendur fyrirtækja,
hafa ekki heldur nerna takmark-
aðan áhuga - eins þótt nýfrjáls-
hyggjan hafi einkum verið þeim
ætluð. Vilmundur segir:
„í ljós hefur korfiið, eins og
jafnan áður, að fyrirtækin vilja
ekkert hafa með „frjálshyggju"
að gera, nema þegar það hentar
þeim, og hafa mikið til misst
áhugann. Umræðan um nýfrjáls-
hyggjuna, að svo miklu leyti sent
hún er ekki umfjöllun um Adarn
Smith annars vegar og almenn
sannindi eins og þau að við
kaupum vörur lægra verði, og
ekki hærra verði, þegar við get-
um, er að þróast í lireina sér-
visku. Menn ræða, í alvöru að þvi
er virðist, hvort lögregla og dóm-
stólar eigi ekki heldur heima hjá
einkaframtakinu - hvort við
eigum ekki að stofna fyrirtækið
Glæpur og refsing hf., sem síðan
ákveði hvort þjófnaður sé réttut
eða rangur, leyfilegur eða óleyfi-
legur."
Undir pilsfaldi
Vilmundur sagði réttilega, að
fyrirtækin hefðu ekki áhuga á aga
markaðsaflanna nema þegar það
hentaði þeim sjálfum. I fram-
haldi af því víkur hann svo að
fyrirbæri sem Magnús Kjartans-
son mun upphaflega hafa gefið
nafn og kallað er „pilsfaldakapí-
talismi". í greininni segir:
„Okkar vandi er sá, að þorri ís-
lenskra framleiðenda (atvinnu-
rekenda) er engir kapítalistar,
þora ekki að taka á sig þá ábyrgð
og þær skyldur, þá áhættu. sem
atvinnurekstri, og þá frjálsum
atvinnurekstri, á að fylgja. ís-
lenskir kapítalistar tóku trausta-
taki hina kratísku hugmynd al-
mannatrygginganna, sem auðvit-
að er einhver merkilegasta fé
lagsbylting samtímans, og notuðu
hugmyndina til þess að búa til ör-
yggisnet undir sjálfa sig."
Þetta er ekki nema satt og rétt -
neina það hlýtur náttúrlega að
vera álitamál hvort „kapítalisti"
sé eitthvert sæmdarheiti sem þeir
einir megi bera, sem taki sjálfir
ábyrgð á efnahagslegum gerðum
sínum. Kapítalistar velta þeirn af-
leiðingum nú um stundir yfir á
ríkin, samfélagið („þjóðnýting
tapanna") - í staðinn fyrir að þeir
gátu hér áður velt þeint beint yfir
á verkafólk sem hjá þeim vann.
áb.
Fróðleikur
og fordœmi?
Ýmislegt fróðlegt kom fram í
þriðja sjónvarpsþættinum um
efnahagskreppu okkar daga. sem
sýndur var á þriðjudagskvöld.
Fróðleg voru t.d. þau unnnæli
fjármálaráðherra Mexíkó, að
fyrir skömmu hefðu fulltrúar
bankastjórna hinna auðugu og
hagvitru ríkja staðið í biðröðum í
ráðuneyti sínu til að keppast við
að koma Mexíkómönnum í
skuldasúpuna miklu.
Menn gátu líka tekið eftir því,
að þvf fer fjarri að það séu mis-
vitrir stjórnmálamenn í þróun-
arríkjum sem helst vilji svamla
ábyrgðarlausir í skuldafeni. Ein
einasta samsteypa einkafvrir-
tækja í Mexíkó, Alfa hét hún víst.
var búin að safna meiri erlendum
skuldum en allt pólska ríkið 7 eða
um 30 milljörðum dollara!
Enn eitt: í fjármálakreppunni
vilja Mexíkanar sýna lit á ráð-
deildarsemi. Eitt þeirra ráða sem
þeir hafa gripið til er að hætta við
að smíða mikið seðlabankahús,
sem þeir voru þó komnir nokkuð
á veg með. Hollt fordæmi kann-
ski? Gáurn að því.