Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 5
Föstudagur 8. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Flaggskipið frá Volvo, Volvo 760 GLE. Hann kostar um 470 þúsund íslenskar krónur VOLVO 760 GLE er markaðinn Hamborgarakönnun Ney tendasamtakanna: Marktæk eða ekki? • / 11 Veltir hf. bauð nvlega blaða- mönnum að kynna sér 1983 - ár- gerðina af Volvo bifreiðum. í sýn- ingarsal Veltis að Suðurlandsbraut 16 voru fjórar tegundir Volvo bifr- eiða til sýnis, Volvo 360, Volvo 240, íslenskir glermunir Gler í Bergvík nefnist sýning, sem opnuð verður í íslenskum Heimilisiðnaði föstudaginn 8. okt. og verða þar sýndir hlutir frá sam- nefndri og nýrri glerblástursverk- smiðju á Kjalarnesi, sem Sigrún Einarsdóttir og Sören Larsen hafa komið á fót. Sigrún sýnir einnig um þessar mundir í New York, en hún nam list sína í Kaupmannahöfn. Sigrún og Sören eru þau fyrstu sem fást við þessa tegund glerblást- urs hér á landi. Sýningarmunir eru bæði nytjahlutir og skrautmun- ir og eru allir handgerðir. Sýningin er opin á verslunartíma. Volvo 240 GLT og sú nýjasta frá Volvo-flaggskipið eins og bíla- áhugamenn taka til orða - Voivo 760. Talsmenn Veltis væntu þess að fá um 10 pantanir á þessum bíl, og er hann sennilega einn sá dýrasti á markaðnum. Hann er búinn öllum þeim þægindum sem venjulegir bíl- eigendur geta einungis látið sig dreyma um. og kostar í kringum 470 þús. íslenskar. Bílinn er hægt að fá með og án Turbo - kerfisins vinsæla og einnig með Diesel-vél. Aðspurðir sögðust forráðamenn Veltis aðallega eiga von á kaupendum úr röðum þeirra sem hingað til hafa hallað sér að dýrari tegundum af BMW og Mercedes Benz. Þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist vegna bíisins. Volvo 760 kom fyrst á markaðinn á síðasta hausti, þ.e. 1982 árgerðin, en sam- kvæmt hefð þá biðu þeir hjá Velti í eitt ár, líkt og með Volvo Turbo bifreiðina sem kom á eftir Saab Turbo. Neytendasamtökin könnuðu 3 nýlega nokkrar gerðir ham- borgara, sem seldir eru á Reykjavíkursvæðinu og varð niðurstaðan á þá lund að þrátt fyrir að í ölluin tilvikum (9) væri um söluhæfa vöru að ræða, væri verð og gæði æði mismun- andi. Nú hefur einn dómend- anna, Hau.kur Hjaltason, sent frá sér greinargerð, þar sem hann gagnrýnir mjög könnun- ina og telur hana ekki mark- tæka. Dr. Jón Óttar Ragnars- son hefur svarað greinargerð Hauks fyrir hönd Neytenda - samtakanna. í greinargerð Hauks eru talin upp 5 atriði sem hann telur athuga- verð við könnunina, en í svari Jóns Óttars er þessum fimm striðum svarað. Þau eru eftirfarandi hjá Hauki: 1. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til gæða vegna endurhitun- ar í geislaofni en áður en það gerist hefur brauðið drukkið í sig mikinn safa úr kjötinu. 2. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til kjötgæða þar sem ekki kemur fram hvers konar kjöt er um að ræða, en staðreynd er að a.m.k. nokkrir staðanna nota í hamborgarana eingöngu besta fáanlegt nautakjöt. Fitumæling er ekki marktæk þar sem kökurnar eru mismunandi steiktar og er því nauðsynlegt að fitumæla kjötið hrátt. 4. Upphitun í geislaofni veldur seigju í því efni sem hitað er og stórskaðar upphafleg gæði. 5. Könnunin er ekki marktæk með tilliti til kryddunar þar sem ein- göngu er bragöprófuð kjötkak- an en sem kunnugt er samsetja veitingahúsin hamborgara úr mörgum efnum. brauð, sósa. laukur, tómatsneið, gúrku- sneiö, salatblöð og e.t.v. fleira. 6. Kjötgæði í hamborgara njóta sín fyrst og fremst nýsteikt. Þessum atriðum svarar Jón Óttar á þessa lund: 1. Aðeins við bragðprófun var fæðan snögghituð áður í örbyl- gjuofni. Að þetta geri það að verkum að könnun sé ómark 'tæk er rangt vegna þess að hér er verið að nieta innbyröis bragð gæði og allir hamborgarar hlutu sömu meðferð. Auk þess ofmetur brefrilari eyðingarmátt örbylgjuhitunar. Loks skal tekið fram að þessi þáttur var ekki metinn með í heildar- cinkunn. 2. Að könnun sé ómarktæk vegna þess að ekki kom fram hvaða hráefni voru notuð er rangt. Astæðan er einfaldlega sú að til- gangur mælingar á næringar- gildi var einmitt að meta þenn- an þátt. Virðist könnun stað- festa það því a.m.k. sumir þeirra staða sem nota lélegust hráefni fá lélegasta útkomu í næringargildi. 3. Að fitumæling sé ómarktæk vegna þess að hamborgararnir eru mismunandi steiktir er rangt og sýnir ennþá betur hve lítið bréfritari botnar í því sem um er að vera. Það er einmitt tilgangurinn með svona könnun að meta hve mikla fitu neytand- inn fær í kaupunum. 4. Að upphitun í geislaofni valdi seigju í því efni sem hitaö er og stórskaði gæðin er algerlega ó- viðkomandi þessu máli, sbr. 1. lið. 5. Að það sé galli á könnuninni að aðeins voru prófuð gæði ham- borgarans sjálfs er rangt. Kjöt- ið er dýrasti hlutinn og auðvelt um vik að kæfa bragðgæðin í sósunt, brauði o.fl. Auk þess var skýrt tekið fram í niðurstöð- um að aðeins voru metin bragð gæði kjötsins. 6. Aö kjötgæði hamborgara njóti sín best nýsteikt er óviðkom- andi þessari könnun. Hverju kviðir sá er eldist? Atvinnumissi, heilsuleysi, versnandi fjárhagslegri afkomu, einangrun í samfélaginu? Endurhœfmgar- námskeið fyrir eldra fólk „Andleg og líkamleg heilbrigði er mikilvægasta undirstaða þess að minni í framkvæmd og síðan hafa Til hvers að stofna til náms- keiða fyrir gamla fólkið? Þeirri spurningi er svarað, þegar við gerum upp við okkur hvort við séum reiðubúin til að búa gamla fólkinu bjart ogfriðsælt æfikvöld. Ef við játum því þá veltum við fyrir okkúr: Hvað á að gera til þess að óskir okkar rætist? Verður þá næst fyrir að athuga hvað fylgir því að verða gamall, og hvernig á að fyrirbyggja ótím- abæra elli, og erfiðleika einstakl- ingsins á síðasta starfstímabili hans úti á vinnumarkaðnum. Tálsvert hefur verið um þetta rætt og ritað, en ekki mun það vera á hvers manns borði, því skal drepið á nokkúr atriði. Hverju kvíðir sá, er eldist? Atvinnumissi, heilsuleysi, versn- andi fjárhagslegri afkomu. ein- angrun í samfélaginu? Varnaraðgerðir gegn nei- kvæðum áhrifum þessara þátta, og jákvæð afstaða til lífsins, eftir þær lífsháttabreytingar, sem óhjákvæmilega verða, hljóta því að verða grundvöllur - eða upp- istaða og innihald - þeirrar fræðslu sem veita þarf, og skylt er að láta í té, ef efndir eiga orðum að fylgja. I samræmi við framansagt virð- ist einsætt að fræðslan miðist við: • I fyrsta lagi hvernig á að búa sig undir lífsvenjubreytingar þær, sem óhjákvæmilega verða, þegar á hólminn er komið? I öðru lagi hvernig og hvenær á að hefja fyrirbyggjandi fræðslu og aðrar aðgerðir, sem hæfa síð- ustu árum starfsaldurs. áður en náð er löggiltum elli- og/eða eftir- launaaldri? Sumir þættir þessa undirbún- ings bera sama nafn eða yfir- skrift.bó að nokkur mismunur hljóti að koma fram á tilreiðslu og m.a. í áherslum. Látum nægja að stikla hér á stóru í upptalningu fræðsluatriða. Skoðanir eru sjálfsagt skiptar um það hvað skuli nefna fyrst, en um það verður látið skeika að sköpuðu. Sennilega mun þó flest- um veröa hugsað til heilsunnar. Andleg og líkamleg heilbrigði er mikilsverðasta undirstaða þess að njóta lífsins. Fræðslu um heilsuvernd fylgir ærið margt, og má nefna: hús- næði, mataræði, hreyfingu, klæ- ðnað og afþreyingu eða notkun tómstunda. Vinnuaðstöðu, þ.e. möguleika til þess að hafa eitthvaö handa á milli, sem hæfir starfsgetu. hér kemureinkum til möguleikinn til að halda áfram lífsstarfi sínu, tækifæri sem bjóðast til að skipta um verkefni, og þá við hvaða fé- lagslegar aðstæður. Aðstaða til tómstundastarfs er mikilsvarð- andi þáttur. Fjárhagsleg afkoma. Upplýs- ingar um rétt til eftirlauna - elli- launa - ívilnanir opinberra gjalda, afsláttur á fargjöldum, aðgöngumiðum á leikhússýning- ar og aðrar menningarsamkomur o.s.frv. Lögfræðilegar upplýsingar og auðfengin aðstoð t.d. vegna eignagæslu, þ.á.m. gerð erfða- skrár o.þ.h. Menningarlíf. Upplýsinga- miðlun um listasöfn, einstök list- Guöjóp B. Baldvinsson skrifar njóta lífsins.“ averk, leikrit, og bækur. Fyrir- lestrar í fjölmiðlum um áhuga- verð efni í huga aldraðra. (Dag- skrárefni hljóðvarps og sjón- varps.) Hver á að framkvæma (Annast námskeiðahald)? Frjáls samtök gamla fólksins sjálfs með aðstoð og atbeina sinna stéttarfélaga, sveitarfélög, og ríki, félög sem láta sig varða „öldrunarmál”, samtök vinnu- veitenda. Sömu aðilar fjármagni framkvæmdina. Eðlilegt virðist að fræðslugögn, sem notuð yrðu almennt yrðu gerð fyrir reikning ríkissjóðs, eða af því sem sérstak- lega yrði til þess veitt. Eigi verður hjá því komist að skipa nefnd eða stjórn, er hefði með höndum ákvörðun um út- gáfu námsgagna og umsjón með framkvæmd henar. Flvatningu meðal aðila til að hrinda starfse- með höndum nauðsynlegt eftirht með fræðslustarfinu þar með tal- ið, ráðgjöf, útvegun fyrirlesara og aðra fyrirgreiðslu, sem aðilar hafa ekki sjálfir með höndum. Eðlilegt er að fræðslusambönd stéttarfélaga veiti aðstoð eftir föngum. Nefndin yrði skipuð af þeim aðilum, sem halda fræðslustarf- inu uppi fjárhagslega og leggja fram starfskrafta og annað er til þarf. Félagsleg staða Sveitarfélög og stéttarfélög ættu að veita húsnæðisaðstöðu til samverustunda og stuðla með öðrum hætti að sem eðlilegustum tengslum þ.e. samskiptum eldii borgara. Mætti hugsa sér t.d. að þjóðkirkjan léti í té afnot af fél- agsheimilum sínum, og að sjálf- sögðu yrði húsnæði skóla og fél- agsheimila nýtt eftir þörfum og svo sem aðstaða leyfði. Guðjón B. Baldvinsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.