Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
iþróttir Víðir Sigurðsson
5i$!»«undur Ó.
** *
Siggi skoraði tví-
vegis ai 40 m. færi!
Þessir fjórir kappar verða í eldlínunni þegar FH mætir sovéska liðinu Zaoprozhjc í Laugardals-
höllinni á sunnudagskvöldið: Hans Guðmundsson, Óttar Mathiesen, Kristján Arason og Pálmi
Jónsson.
Önnur umferð úrvalsdeildarinn-
ar í körfuknattleik fer fram um
helgina og eru þrír athyglisverðir
leikir á dagskrá. Tveir eru á laugar-
dag og einn á sunnudag.
A laugardag kl. 14 mætast
; Njarðvík og Fram í Njarðvík. Bæði
jið unnu í fyrstu umferð og margir
neikna með að þessi tvö félög berj-
ist um íslandsmeistaratitilinn í vet-
ur. Á sama tímí leika KR og Fram í
Hagaskóla og á sunnudagskvöldið
kl. 19 eigast svo við ÍR og nýliðar
Keflvíkinga í Hagáskólanum. Kefl-
avík vann góðan og athyglisverðan
sigur á KR í fyrstu umferð en ÍR
tapaði fyrir Val og kemur vafalítið
til með að eiga í erfiðleikum í
vetur.
Evrópukeppni félagsliða í handknattleik:
*__
IBV endur-
réð Fleet
ÍBV hefur cndurráðið Steve
Fleet sem þjálfara 1. deildarliðs fél-
agsins í knattspyrnu. Almenn
ánægja er í Eyjum með þá skipan
mála en undir stjórn Fleet varð IBV
í öðru sæti 1. deildar á nýloknu
keppnistímabili. Þetta var hans
fyrsta ár i Vestmannaeyjum en ekki
í íslenskri knattspvrnu því þar áður
þjálfaði hann lið Akurnesinga.
- gsm
Þróttarar, án Guðmundar
Sveinssonar og Ólafs H. Jónssonar,
áttu ckki í miklurn vandræðum
með ÍR í 1. deild karla í handknatt-
leik í gærkvöldi. Þeir náðu fljótlega
góðu forskoti sem þeir juku smám
saman og unnu tólf marka sigur,
27:15, mesti munur í 1. deildarleik
það sem af er keppnistímabilinu.
Þróttur komst strax í 4:0 og síðan
8:2 með öguðum og hröðum sókn-
arleik. Eftir það var heldur slakað
á og ÍR-ingar fóru að hitta eitthvað
annað en stangirnar. Munurinn
minnkaði í 9:5, en í hálfleik var
staðan 16:10, Þrótti í hag.
í síðari hálfleik jókst inunurinn
jafnt og þétt, ÍR-ingar heillum
horfnir og skoruðu aðeins fimm
mörk það sem eftir var. Lokatölur
27:15.
Siguröur Ragnarsson markvörð-
ur Þróttar var tvímælalaust maður
leiksins. Hann var í miklum ham,
varði 18 skot ÍRinga og skoraði
með 7. Gísli Oskarsson 4 >g Lárus
Karl Ingason 3.
Þórarínn Tvrfingsson var einna
skástur hjá ÍR og þá komst, Einir
Valdimarsson ágætlega frá
leiknum. Þórarinn og Björn
Björnsson voru markahæstir með 4
mörk hvor en Einir skoraði þrjú.
- VS
Sigurður
Ragnars
son
markvörð-
ur Þróttar
kom mikið
við sögu í
leiknum
gegn ÍR í
gærkvöldi
„Það eina sem við vitum um
hina sovésku andstæðinga okkar
er að þeir hafa nokkra leikmenn
með landsliðsreynslu og eru ann-
álað slagsmálalið”, sagði þjálfari
1. deildarliðs FH í handknattleik,
Geir Hallstcinsson. FH leikur á
sunnudagskvöldið gegn sovéska
liðinu Zaporozhje í I.augardals-
höllinni og er lcikurinn liður í
IHF-Evrópukeppni félagsliða.
Lið FH hefur leíkið mjög vel
það sem af er vetri og.-er í efsta
sæti 1. deildar. Allir ’leikmenn
liðsins eru á aldrinum 19-23 ára
og meðalaldur um 21 ár sem er
afar lágur á alþjóðlegum, sem
innlendum mælikvarða.
hefst kl. 20 í Laugardalshöll >g er
full ástæða til að hvetja alla hand-
knattleiksunnendur til að mæta
og styðja við bakið á FH-ingum.
Bæði til að na hagstæðum urslit-
um, svo og til'að íétta undir með
þeim fjárhagslega því ferðin til
Svartahafsstrandar kostar félagið
um 230,000 krónur. Forsala
aðgöngumiða verður i íþrótta-
liúsinu í Hafnarfirði á morgun,
laugardaginn 9. október. í hálf-
leik rnunu félagar úr nýstofnaðri
Shotokan-karatedeild FH sýna
æfingar ur íþrótt sinni.
- ig/vs
FH mætir einu sterkasta liði Sovét-
ríkjanna í Laugardalshöllinni
á sunnudagskvöld
FH tekur nú þátt í Evrópu-
keppni í tíunda skipti og hefur
ekkert íslenskt lið jafnmarga
Evrópuleiki að baki. Liðið hefur
fimm sinnum komist áfram úr 1.
umferð og tvívegis, 1971 og 1974,
í 8-liða úrslit en leikir liðsins eru
samtals 32. Þrettán sigrar. tvö
jafntefli og sautján töp.
Lið Zaporozhje er frá Svarta-
hafsströnd Sovétríkjanna og því
gífurlegt ferðalag sem bíður FH í
næstu viku. Þetta er eitt allra
sterkasta lið Sovétríkjanna > <lag
og í þvi eru tveir núverandi
heimsmeistarar. inarkvörðurinn
kunni Shipenko og línumaðurinn
langi.Kushniriuk, tveir úr
heimsmeistaraliðinu undir 21 árs
og garnla kempán Rezanov sent
nú er 34 ára en hann varð Olym-
píumeistari í Montreal 1976 með
Sovétmönnum.
Leikurinn á sunnudagskvöldið
sjalfur tvo ntórk yfir endilangan
völlinn. í sókninni voru atkvæða-
mestir þeir Páll Ólafsson sem
skoraði 8 mörk. Konráð Jónsson
Staðan:
Staðan í 1. deild karla i hand-
knattleik:
FH..................5 4 0 1 135:104 8
Vikingur.............5 4 0 1 99:92 8
KR .................5 3 0 2 106:96 6
Valur................5 3 0 2 95:85 6
Þróttur..............5 3 0 2 99:97 6
Stjarnan.............4 1 0 3 79:83 2
Fram.................4 1 0 3 89:102 2
ÍR...................5 0 0 5 82:125 0
Stjarnan og Fram leika í Hafnar-
firði i sunnudagskvöldið kl. 20.
Uarkahæstu menn:
Kristján Arason, FH..................38
EyjólfurBragason, Stjörnunni.........30
Alfreð Gíslason, KR..................26
Óttar Mathiesen, FH..................25
Páll Ólafsson, Þrótti................25
Bók um
HMí
knatt-
spyrnu
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur gefið út bókina „HM á Spáni
1982 - og saga heimsmcistara-
keppninnar í knattspyrnu” eftir
Sigmund Ö. Steinarsson blaðam.
Hún fjallar um HM í knatt-
spyrnu allt frá því hún fór fyrst
fram í Lruguay 1930 til keppninnar
á Spáni sl. sumar.
Fjallað er um þátttöku íslands í
heimsmeistarakeppninni, rakin
saga keppninnar. og sagt ýtarlega
frá keppninni á Spáni. Formála
bókarinnar skrifar einn af þeim
leikmönnum sem voru í eldlínunni
á Spáni í surnar, Englendingurinn
Bryan Robson, seni ereinn dýrasti
leikmaður í ensku knattspyrnunni.
Bókin er sett, umbrotin, filmu-
unnin og prentuð h já Prentstofu G.
Benediktssonar en bókband ann-
aðist Arnarfell hf. Höfundurinn,
Sigmundur Ó. Steinarsson, hann-
aði bókina sem er prýdd miklum
fjölda mynda.
Öskjuhlíð-
arhlaup ÍR
Fyrsta víðavangshlaup vetrarins
verður Öskjuhlíðarhlaup ÍR sem
fram fer laugardaginn 9. okt. n.ki
og hefst kl. 15:30 fyrir ofan Foss-
vogskapelluna. Vegalengdin er 8
km fyrir karla og konur en 4 km
fyrir 14 ára og yngri.
Það hefur aukist að skokkarar
sem hlauþa sér til heilsubótar,
hlaupi reglulega og hafi áhuga á að
koma saman og vera með í víða-
vangshlaupum. ÍR-ingar hvetja
alla þá sem áhuga hafa að vera
óhrædda að mæta og vera með.
Skráning fer fram á staðnum, 40,
mín. fyrir hlaup.
Allir sem ljúka keppni fá viður-
kenningarskjöl.
Þrír góðir
í körfunni
Annálað slagsmálalið