Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.10.1982, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 8. október 1982 ALÞVÐUBANDALAGIO Skúli Halldór Engilbert Kristjón Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins á Vestur- landi - Ráðstefna um dreifbýlismál Ráðstefna um dreifbýlismál verður haldin laugardag og sunnudag, 9.-10. október, í Samkomuhúsinu Grundarfirði. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Laugardagur kl. 14.00-19: Samgöngumál: Málshefjandi Skúli Alexandersson. Orkumál: Málshefjandi Kristjón Sigurðsson. Laugardag kl. 21.00-kvöldvaka Sunnudagur kl. 13.00-18.00 Skólamál: Málshefjandi Engilbert Guðmundsson. Atvinnumál: Málshefjandi Halldór Brynjúlfsson. Fólki skal bent á að taka með sér svefnpoka. Stjórn Kjördæmisráðs hvetur allt Alþýðubandalagsfólk til að fjölmenna til ráðstefnunnar. Allar frekari upplýsingar í síma 8811 -Stjórn kjördæm- isráðs Kjördæmisráðstefna á Norðurlandi vestra Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra verður haldinn 9.-10. október n.k. í Suöurgötu 10 Siglufirði og hefst kl. 14:00 laugardaginn 9. október. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Stjórn- málaástandið. 3. Undirbúningur næstu kostninga. 4. Önnur mál. -Stjórn kjördæmisráðsins Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Bæjarmálaráðsfundur verður n.k. mánudag 11. október kl. 20.30 í Rein. Fundarefni: Greint frá störfum atvinnumálanefndar, félagsmálaráðs og náttúruverndarnefndar. Umræður. - Stjórnin. Orðsending til styrktarmanna Alþýðubandalagið hvetur styrktarmenn flokksins til að greiða útsenda gíróseðla hið allra fyrsta. — Alþýðubandalagið. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Garðar Sigurðsson alþingismaður verður með við- talstíma að Kirkjuvegi 7, Selfossi laugardag 16. okt- óber kl. 14.00. Stjórnin. Garðar. Alþýðubandalagið í Reykjavík Fundur í fulltrúaráði ABR Fulltrúar í fulltrúaráði ABR eru boðaðir til fundar þriðjudaginn 12. okt. kl. 20.30 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Nánar auglýst síðar. , Stjórn ABR. Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Bæjarmálaráðsfundur veröur að Kirkjuvegi 7, þriðjudaginn 12. október kl. 20.30. i Stjórnin. Landráðstefna ÆnAb Starfshópur unt stöðu ungs fólks í verkalýöshreyfingunni heldur futid þriðjudaginn 12. október kl. 18 að Grettisgötu 3. Til umræðu verða spurningarnar: 1) Hver eru áhrif ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar? 2) Getur ungt fólk notað verkalýöshreyfinguna sem virkt baráttutæki gegn kreppu og atvinnuleysi? 3) Hver eru áhrif verkalýðshreyfingarinnar í tslenskum stjórnmálum? Fjölmennið. , Stjórn ÆnAb. Alþýðubandalag Skagafjarðar Bæjarmál á Sauðárkróki. Alþýðubandalag Skagafjarðar heldur fund um bæjarmálin á Sauðárkróki manudagtnn 11. október kl. 20.30 í Villa Nova. Allir félagar hvattir til að , mæta. 1 Stjórnin. Auglýsið í Þjóðviljanum Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, María Bára Frímannsdóttir verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 9. okt. kl. 14.00. Alfred Georg Alfredsson börn, tengdabörn og barnabörn Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi: Sundlaug brýnust Aðalfundur Styrktarlelags van- gefinna á Austurlandi var haldinn í Egilsbúð, Neskaupstað, sunnudag- inn 5. sept. s.l. Fram kom á fundinum að fjár- hagur félagsins er góður og var samþykkt að leggja áherslu á fram- hald byggingar sundlaugarinnar við Vonarland. Samkvæmt því, sem forstöðumaður heimilisins, Bryndís Símonardóttir, upplýsti, verður sundlaugin mjög kærkomin heimilisfólki Vonarlands, sem nú er 10 að tölu. Undanfarið hefur heimilisfólk Vonarlands notið þess velvilja sveitarstjórnar Egilsstaða- kauptúns að fá sundlaug staðarins til afnota, eftir því sem aðstæður hafa Ieyft. í skýrsiu formanns kom fram, að málefni þroskaheftra á Austur- landi hafa notið sérstakrar fórnfýsi og velvilja almennings. Gjafir, sem borist hafa, bera þess gleggst vitni. Á liðnu sumri heimsóttu samtök austfirskra kvenna í Reykjavík átt- hagana og færðu við það tækifæri S.V.A. kr. 25 þús., sem rennaf skulu til sundlaugarbyggingarinnar og sömuleiðis kr. 5 þús. frá Fá- skrúðsfirðingafélaginu í Reykja- vík. Fyrir þessar höfðinglegu gjafir flytur stjórn S.V.A. alúðarþakkir. Á fundinum skýrði foi.naður svæðisráðs, Guðmundur Magnús- son fræðslustjóri, frástöðu mála þroskaheftra í fjórðungnum og Bryndís Símonardóttir lýsti fyrir- kontulagi sambýlis fyrir þroska- hefta, sem töluverð reynsla er komin af hérlendis og hefur reynst vel. Ur stjórn félagsins gengu Aðal- björg Magnúsdóttir, sem gegnt hefur formannsstarfi undanfarin 6 ár, og Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri. í þeirra stað voru kjörin sr. Davíð Baldursson, Eski- firði og Sigríður Halldórsdóttir, kennari, Egilsstöðum. Aðrir í stjórn eru: Hulda Bjarnadóttir, Neskaupstað, Kristján Gissurar- son, Eiðum og Björg Blöndal, Seyðisfirði. 1 fundarlok þágu gestir kaffi- veitingar í boði bæjarstjórnar Neskaupstaðar. -mhg Skóli fyrlr frönsku- mælandi Foreldrafélag frönskumælandi barna var stofnað í Reykjavík fyrir skömmu og voru stofnendur alls 21. Tilgangur félagsins cr að viðhalda franskri tungu mcðal frönskumæl- andi barna, sem búa á íslandi. Félagið hefur ákveðið að reka skóla fyrir börn á aldrinum 5-7 ára og hefur frönsk stúlka verið ráðin til kennslustarfa. Mun hún leggja áherslu á að fá börnin til að tjá sig á frönsku í leikbrúðugerð, föndri o.fl. Fræðsluyfirvöld og Austur- bæjarskóli hafa verið svo vin- samleg að lána skólastofu fyrir þessa starfsemi, sem verður dag- lega frá kl. 1-5. Þeir sem hafa áhuga á þessum skóla eru beðnir að hafasamband við 19833, 16818 eða 17245. • • VORUMARKADURINN ÁRMÚLAIA Okkar verð Rúgmjöl 2 kg 22,50 Gróft salt 1 kg 7,40 Slátur 5 í kassa 309.- •• VORUMARKADURINN ÁRMÚLAIA Félagið Ísland-DDR minnist 33. þjóðhátíðardags Þýska alþýðu- lýðveldisins með skemmtisamkomu að Hótel Esju (2.hæð) föstudaginn 8. október kl. 21. Skemmtiatriði og dans. Stjórnin Blikkiðjan Asgaröi 7, Garöabæ önnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.