Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. október 1982 Jaruzelski: Bannar verkalýðslelög „til varnar sósíalismanum“. Pólland: Solidamosc bönnuð — Leiðtogi handtekinn l’ólska þingið samþykkti á laugardag nýja vinnumálalöggjöf', sem felur það m.a. í sér að óháðu verkalýðssamtökin Solidarnosc eru bönnuð með lögum. Hin nýja vinnumálalöggjöf er talin mikiö áfall fyrir hina óháöu verkalýðshreyfingu í Póllandi, og hafa leiötogarnir sem enn fara ó- hultir hvatt til klukkustundar verk- falls í ntesta máiiuði. Hinum nýju lögum hefur víöa veriö mótnueit, m.a, af páfanum á Péturstorginu á sunnudag og af Alþjóða vinnu- málastofnuninni. Hin nýja löggjöf var samþykkt fáeinum dögum eftir að pólsk yfir- völd tilkynntu handtöku á einum helsta leiðtoga Solidarnosc, sem enn gekk laus, en þaö var Wadys- law Frasyniuk. Tilkynning um handtöku hans var gefin út á þriöjudag í síöustu viku. Frasyniuk, sem er 28 ára gamall, var einn þeirra fjögurra leiötoga Solidarnose, eráttu frumkvæöiö að því aö mynda samhæfingarnefnd til þess aö skipuleggja andófið eftir aö herlög voru sett í Póllandi hinn 13. desember í fyrra. Frasyniuk var áður formuður Solidarnosc á iðnaöar- og námasvæöinu í kring- um Wroclaw í suö-austurhluta Pól- lands. Frasyniuk hefur nú verið ákærö- ur fyrir brot á herlögunum og fyrir aö hafa hvatt til ólöglegra verk- falla. Nú þegar Solidarnosc hafa end- anlega veriö bönnuö ganga enn þrír af leiötogum samtakanna lausir: Zbigniew Bujak, formaöur í Varsjá. Bogdan Lis frá Gdansk og Wladyslaw Hardek frá Krakow. Fara þeir allir huldu höföi. Stjörnmálaskýrendur telja að hin nýja lagasetningsýni, aö pólska stjórnin telji sig nú eiga í fúllu tré viö hin óháðu verkalýðssamtök. Reagan Bandaríkjaforseti lýsti því yfir eftir aö hin nýju lög voru sett. að han'n myndi enn heröa á efnahagslegum refsiaðgeröum gegn Póllandi meö frekara afnámi tollfríðinda. ólg. 308 látn- ir lausir Síðustu fréttir f'rá Fóllandi í gær hermdu að lögregla hefði beitt valdi gegn verkfallsmönn- um í Gdansk. Sagt er að verka- menn hafi stofnað verkf'alls- nefndir og að verkamenn í Len- fn-skipastöðitini hafi haft for- göngu um rnótmælaaðgerðir í tilefni af aðför stjórnvalda gegn Einingu. Þá bárust sömuleiðis fregnir af því í gærkveldi að stjórnvöld hefðu látið lausa 308 verkalýðsleiðtoga Einingar sem haf'a verið í haldi um langan tíma. -óg Kafbáturinn sloppinn? króaður inni með kafbátagirðingum «g tundurduflaslæðurum á meðan þyrlur og kafbátar sænska flotans sveimuðu í kring. Allt átti svæðið að vera það vel afgirt, að undankoma væri nánast ógerleg. Hvað var það sem gerðist...? Sænski sjóherinn beitti öllum tiltækum ráðum í Horsfirði og naut bæði aðstoðar landhclgisgæslunnar og sjómælinganna... Álitshnekkir fyrir sænska flotann Eftir tíu daga leit með öllum þeim viðbúnaði, sem sænski her- inn hafði á að skipa, tilkynnti ylirstjórn hersins í fyrrakvöld, að Ííklega væri hinn ókunni kafbátur sloppinn þeim úr greipum. í leitinni aö hjnum ókunna kaf- báti á Horsfiröi í skerjagarði Stokkhólms skammt fyrir utan sænsku flotastöðina á Muskeyju tóku m.a. þátt tundurduflaslæð- arinn Visborg, sent er jafnframt skip yfirmanns sænska strand- flotans, sænski kafbáturinn „Sjö- hunden", nokkur af dýptarmæl- ingarskipum sænsku sjómæling- anna, sjö stórar Vetrol-þyrlur frá sænska flotanum og björgunar- skipiö Belos. Sænski flotinn haföi sett upp sérstaka upplýsingamið- stöð fyrir blaðamenn í flotaskól- anum í Berga og sænska sjón- varpið hafði komið sér upp bún- aði til beinna útsendinga frá staönum. Yfirntenn sænska hers- ins höfðu gefið út ítrekaðar yfir- lýsingar um aö möguleikar hins ókunna kafbáts til þess aö komast undan væru hverfandi og ríkis- stjórnin hafði gefið út yíirlýsingar þess efnis, aö flotanum væri gefin heimild til þess að nota sprengjur gegn hinum óboðna gesti, og eftir að hann hefði verið þvingaður upp á yfjrborðið yröi hann bund- inn við landfestar á meðan mál hans yrði rannsakað. Paö er nánast óskiljanlegt, að kafbáturinn skyldi ganga sænska sjóhernum úr greipum eftir allt það sem á undan var gengið, og veröur víirt túlkaö öóru vísi en sem meiri háttar álitshnekkir fyrir sænska flotann. Var þar ekki á bætandi eftir það sem geröist í skerjagaröinum viö ílotastöðina í Karlskrona s.l. haust þegar rúss- neski whisky-kafbáturinn sigldi þar óséður upp á land. Kafbátaumferð á Eystrasalti Samkvæmt heimildum sænska flotans er álitið að á milli 60 og 90 kafbátar af öðru þjóðerni en sæn- sku séu aö jafnaði á sveimi í Eystrasalti. Sjálfir segjast Svíar eiga 12 kafbáta. Danir eiga 6, sem taldir eru vakta útsiglingar- leiöir úr Eystrasaltinu, Vestur- Pýskaland á 24 og Pólland 4. Samkvæmt áliti herfræöilegu rannsóknarstofnunarinnar í London eiga Sovétríkin 22 kaf- báta á Eystrasalti, sem eru búnir flugskeytum, en sænski herinn telur þá vera 51. Par viö bætast 6 s.k. Golf-kafbátar, sem hafa meðallangdræga'r eldflaugar hlaönar kjarnorkuvopnum, sem draga rúma 1000 km. Þá er talið að Sovétmenn hafi 5-10 Juliet-kafbáta á Eystrasalti, en þeir bera kjarnorkuflugskeyti, sem draga 300-400 km. Kaíbátalægi Talið er að á hættu- eöa stríðs tímum muni hluti þessa ekki- sænska kafbátaflota leita lags innan sænska skerjagarðsins, þar sent þeir munu bíða fyrirmæla um frekari aögeröir. Sænska blaðið Dagens Nyhet- er segir þetta vera helstu skýring- una á því, hversu oft hefur orðið vart viö framandi kafbáta innan sænskrar landhelgi, þar sem þeir séu m.a. að kanna aðstæður fyrir slík kafbátalægi. Við hættuástand muni Sovétmenn t.d. senda alla sína kafbáta úr höln, þar sem of hættulegt sé að hafa þá þar. Reyndar munu V-Þjóðverjar hafa sömu þarfir fyrir kafbátalægi á hættutímum. Kafbátanjósnir Það er hins vegar talið ólíklegt að kafbáturinn í skerjagarði Stokkhólms hafi verið í slíkri leit. því slíkt kafbátalægi væri vart heppilegt rétt fyrir utan eina helstu flotastöð Svía. Það er því talið fullvíst aö hinn ókunni kaf- bátur hafi hætt sér inn á Hors- fjörðinn í njósnaerindum. Bæði dönsk og vesturþýsk hernaðaryfirvöld hafa svarið af sér aö kafbáturinn í Horsfirði Itafi veriö frá þeim kominn, en sú á- lyktun hefur eins og legið í loft- inu, að kafbáturinn hafi verið af sovéskum uppruna, án þess þó að nokkuð hafi verið fullyrt þar unt af opinberri hálfu. Sviðsetning? Þá er að síðustu sú tilgáta, að um engan kafbát hafi verið að ræöa, og allt hafi þetta verið svið- setning eða taugaveiklunarvið- brögö. Sú tilgáta er reyndar næsta ótrúleg miðað við fyrri yfirlýsingar, fréttir og viðbúnað. Upphaf málsins var, að tveir sjó- liðar úr sænska flotanum sáu skyggnirör upp úr haffletinum inn á bannsvæði flotans. Næstu daga sáust olíublettir, og berg- málsmælar þóttust hafa staðsett kafbátinn. Fréttir hafa borist af tveim tilraunum, sem báturinn geröi til jress að komast út án ár- angurs. I seinna skiptið á fimmtu- dagskvöldið tóku varðmenn eftir því aö komið var við girðinguna sem átti að loka bátinn inni, en tvær af hinum stóru Vetrol-þyrl- unt Svíanna sendu þá niður djúp- sprengjur sem stöðvuðu flóttann þannig að kafbáturinn fór aftur til baka óg lagðist fyrir á 70 m dýpi aðeins nokkur hundruð metra frá landi. Ef allar þessar fréttir eru uppspuni og allur viðbúnaðurinn hefur verið sviðsetning verður ál- itshnekkirinn einungis ennþá nieiri fyrir sænska herinn og sæn- sku ríkisstjórnina. Ekki hafði heyrst um viðbrögð ríkisstjófnar Olofs Palme þegar þetta var ritaö. Tryggvi Benediktsson járnsmiður 60 ára forystumanna í reykvískri verka- lýðshreyfingu og nýtur þar trausts og virðingar fyrir vel unnin störf. Járniðnaðarmenn senda Tryggva og fjölskyldu hans hug- heilar árnaðaróskir á þessunt tíma- mótum og vænta þess að hann muni enn unt sinn miðla stéttarfé- lagi sínu og verkalýðshreyfingunni af reynslu og starfsþreki sínu. Guðjón Jónsson, járnsmiður í dag 12. okt. 1982, á Tryggvi Benediktsson járnsmiður 60 ára af- mæli. Tryggvi er öllum járniönaðar- mönnum vel kunnur fyrir störf sín í þágu Félags járniðnaðarmanna og járniönaðarmanna almennt og hef- ur notiö trausts þeirra í áratugi í félagsmálastarfi sínu. Tryggvi hcfur átt sæti í stjórn Félags járniðnaðarmanna í þrjá áratugi, sem ritari og varaformað- ur, sem hann erenn. Jafnframt hef- ur hann setið í miðstjórn Málm- og skipasmiðasambands íslands frá stofnun þess. í lönráöi Reykjavíkur hefur Tryggvi setiösem fulltrúi iðnsveina í járnsmíöi í fjöldamörg ár og verið forntaður Iðnráðsins hin síðari ár. Tryggvi var í ntörg ár fulltrúi Fél- ags járniðnaðarmanna í Fulltrúa- ráöi eigenda orlofshúsa í Ölfus- borgum. Einnig var hann í mörg ár eftirlits- og umsjónarmáður í Olf- usborgum. Tryggvi hefurauk þessa gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir Félag járniðnaðarmanna svo sem fulltrúi á þingum A.S.Í.. á fundum Fulltrúaráðs verkalýösfél- aganna í Reykjavík og í 1. maí- nefnd í mörg ár. Tryggvi er vel þekktur í röðum Auglýsing um breytingu á tollafgreiðslugengi í október 1982 Skráð tollafgreiðslugengi neðangreindra mynta skal vera sem hér segir: Sænsk króna SEK 2.0211 frá og með 8. október 1982 Finnskt mark FIM 2.7450 frá og með 11. október 1982 Tollverð vöru sem tollafgreidd er frá og með fyrrgreindum dagsetningum og til loka október skal miða við ofanskráð gengi ef viðkomandi myntir eiga við. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjórum fyrir lok október skal þó til og með 8. nóvember 1982, miða tollverð þeirra við ofanritað tollaf- greiöslugengi. Auglýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í október komi eigi til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiðslugengi. Fjármáiaráðuneytið, 11. október 1982

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.