Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 num í Feneyjum í ár, draga verk hans dám af þýskri listhefð. Þessi vinnugríð er áberandi í verkum manna á borð við Fassbinder, leikritaskáldið Kroetz og myndlist- armanninn Joseph Beuys. Ein- kenni þeirra hefur verið næsta örv- æntingarfull starfsorka sem brýst út í mynd stjórnleysis, líkt og um líf eða dauða væri að tefla. Yfirgrip Dieters er slíkt að hann hefur nánast unnið á hvaða sviði sjónrænna lista sem þekkist. Allar greinar teikningar, prentverks, máiara- og höggmyndalistar, bóka- gerðar, kvikmynda og auglýsinga- listar má finna í ævistarfi hans. Það gerir þeim erfiit fyrir sem fara ætla í saunrana á lista hans, hve mikil og margbreytileg hún er. Þar á ofan bætist að stíll hans og stefna er jafn ónákvæm mælieining og umfangið. Það er ekki ætlun Dieters að troða list sinni í umbúðir nýrra reglna, heldur frelsa hana frá þeim umbúðum. Marktniðið er ekki að gera efniviðinn og aðferðina undir- gefin fyrirfram ákveðinni hugmynd heldur mægja efnið og andann á miðri leið, þ.e. í sjálfri sköpun verksins. Þannig virðist mér sem hugmyndir Dieters fæðist í frani- haldi 'af þeim tækjum, tólum og efniviði sem hann notar í hvert skipti. Verk hans eru því í mótsetn- ingu við hugmyndlist (concept- list), þar sem hugarsmíðin er full- mótuð áður en hún er útfærð. Heilsteypt sýning Rætt viö Kristian Lindbo- Larsen, bókafulltrúa danska ríkisins banda, en eitt af þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir er, að bókaveröir okkar hafa ekki hlotið þjálfun í að nota þessa tækni. Danska bókasafnsnefndin hefur nú stungið upp á því að ríkið veiti sérstakri fjárupphæð til nokkurra bókasafna er renni til tilraunastarf- semi með myndbönd. Við höfum hugsað það þannig að bæði verði keyptar inn myndbandadagskrár, og einnig að komið verði upp vinnustofum í tengslum við bóka- sofnin þar sem börnum og fnll- orðnum gefist kostur á að gera eigin dagskrár. Við vitum að í sumum löiidum, t.d. Englandi og Kanada hafa útlán veriö tekin upp á myndbandadag- skrám, en við höfum ekki fundið leið til aö fjármagna slíkt ennþá. Notkun alþjóðlegra upplýsingabanka Þaö er Ijóst, að nú á tímum er bókin orðin úreltur miðill 'fyrir ýmsar tegundir upplýsinga, sér- staklega á sviði tækni og vísintl’aý Tímaritin hafa þar hlaupið í skarð- iö með miölun nýjustu upplýsinga, en næsta skrefið eru hinir alþjóð- legu upplýsingabankar. Ilugsum okkur t.d. lækni, sem þarf að framkvæma tiltekinn upp- skurð. í stað þess aö leita í bók eöa tímariti leitar hann til upplýsinga- bankans, sem veitir honum sam- stundis allar upplýsingar unt tækni- legar og læknisfræðilegar hliöar þessarar aðgerðar. Þótt aðgangur að slíkum bönkum sé nokkuð dýr, þá sparar þetta mikinn tíma, fyrir- höfn og peninga. Við höfum gert tilraun á einu af aðalbókasöfnum okkar með að bjóða almenningi upp á þessa þjónustu, og það hefur komið í ljós að það er einnig þörf fyrir hana á almenningsbókasöfnunum. Spurn- ingin er bara, hver á að borga fyrir þjónustuna. Við spurðum Kristian að lokum, hvort hann hefði kynnt sér íslensk bókasöfn. Jú, ég hef skoðað bókasöfnin í Borgarnesi, Kópavogi og Garða- bæ. Þetta eru falleg bókasöfn, en búa nokkuð þröngt. Það er eölilega erfitt fyrir lítil bæjarfélög að standa undir myndarlegu bókasafni, en þaö sem mestu máli skiptir er ekki útlitið, heldur að bókasöfnin.séu notuð og sótt af almenningí ólg. Tónlistarútlánin hafa aukið aðdráttaratl bókasafnanna fyrir ungt fólk, segir Kristian l.indbo-Larsen, bókafulltrúi danska ríkisins. nokkrum félögum og hlýtur verð- laun fyrir málverk. Árið 1956erhann íKaupmanna- höfn og þaðan heldur hann svo til íslands, ári síðar og dvelur hér nær óslitið næstu 10 árin. Hann giftist Sigríði Björnsdóttur myndlistar- manni og eignast með henni þrjú börn. Þessi áratugur ræður úrslit- um um frama Dieter Roth. Hann kemst í náið samband við framúr- stefnu þá sem er í uppsiglingu beggja vegna hafs og kennd hefur verið við ný-dadaisma, popp-list og nýraunsæi. Ilann vinnur með Ric- hard Hamilton, einum listamanni Breta, kynnist Emmett Williams og síðar flestum þeirra sem stóðu að hinu margumtalaða Flúxus-leikhúsi. Einnig myndar hann tengsl við neo-realistana frönsku og landa sinn Jean Tingu- ely, sem þekktur er fyrir sjálfeyð- andi maskínur sínar. Áður hafði hann haft náið samstarf við rúmen- ska listanranninn Daniel Spoerri, mann sem kemur víða við í evróp- skri nútímalista. - Flest þessi tengsl myndast með- an Dieter Roth er búsettur hér heirna. Hann er óþreytandi í við- leitni sinni til að koma á sambandi milli Islandk og umheimsins og vinnur með fjölda íslenskra lista- manna. Má nefna m.a. Einar Braga, en með honum stofnar hann forlag, Ragnar sem áður var getið, Magnús Pálsson, en þeir starfa saman að bygginga- módelum og fjölda ungra lista- manna sem síðan urðu kjarninn í SÚM. Óvenjuleg afköst Það er bæði óþarft og ómögulegt að rekja ferii Dieter Roth í svo stuttu máli sem hér. Til þess er hann állt of viðamikill og flókinn. Má benda á að listamaðurinn er á eilífum þönum landa í millum og ^sjaldan líður sú vika að ekki sé ein- hvers staðar haldin sýning á verk- um hans. Að jafnaði eru um 5-8 sýningar haldnar um víða veröld á ári hverju. Af þessu má ráða hvílík ham- hleypa Dieter Roth er til verka. Það er í sjálfu sér nokkurt einkenni á þýskættaðri list eftirstríðsáranna. Þótt Dieter sé Svisslendingur og sé fulltrúi heimalands síns á tvíæring- Eins sjálfsprottin listsköpun og Dieters Roth krefst frjós ímyndun- arafls en einnig mikillar þekkingar á möguleikum tækninnar. Hana notar hann hefðbundið eða óhefð- bundið, allt eftir-því sem hún blæs honum í brjóst. En útkoman er ávallt óvenjuleg, hressandi og laus við vífilengjur. Sýningin í Nýlistasafninu sýnir aðeins brot af ævistarfi þessa ágæta listamanns. Hún er sanit sem áður heilsteypt og upplýsandi. Einkum er fengur í öllum þeint aragrúa bóka og bókverka sem hanga neð- an úr loftinu eða liggja í glerborð- um um sýningarsalinn og veita góða innsýn í hugsanaferli og vinnuaðferðir Dieters. Grafík- myndirnar á veggjunum bregða enn skýrara Ijósi á þessar aðferðir fullar af hugmyndaflugi og mögu- leikum. Það er trú mín að þessi sýning eigi eftir að færa mörgum heim sanninn um ágæti þessa lista- manns, seni komið hefur jafnt við sögu hinnar alþjóðlegu framúr- stefnu og íslenskrar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.