Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Skúli Alexandersson reyndi sig við klippur í sláturhúsinu. láturhúsið . í Borgarnesi Svavar og Skúli heimsœkja stóran vinnustað SvavarGestsson formaður Alþýðubandalagsins og Skúli Alexandersson þingmaður Vestlendinga heimsóttu á f immtudaginn Sláturhúsið í Borgarnesi og fleiri vinnustaði. í fylgd með þeim í kynnisferðinni um sláturhúsiðvoru þeirGunnar Aðalsteinsson sláturhússtjóri og Halldór Brynjúlfsson í Borgarnesi. Sláturhúsið í Borgarnesi er með stærri sláturhúsum og mjög fullkomið tæknilega. Til dæmis að taka eru allar afurðir sláturfjárins fullnýttar. Úrkestið fer nú í fóðurmjölsframleiðslu en þaö mjöl þykir ágætt til minkaeldis, kúafóður og reyndar einnig notað sem rollufóður. Svavar og Gunnar Aðalsteinsson sláturhússtjóri. Þeir hötðu unnið saman við slátrun í Brautarholti. áður Asmundur Eysteinsson á • Högnastöðum er markafróður og f'cglöggur nieð afbrigðum. Hann les í sundur sláturf eð í sláturhúsinu. Þeir Vestlendingar sögðu Asniund jafn mannglöggan og hann væri fróður um féð. Þannig læsi hann forfeðurna í svip afkomcnda. „Þú ert kominn útaf honum Guðbrandi", sagði Asmu ídur þegar hann sá Halldór Brynjúll ison í Borgarnesi fyrsta sinni, en (tuðbrandur var afi hans. (Ljósmyndir-gei). Á milli 170 og 180 manns vinna í sláturtíðinni í þessu húsi og sagöi Gunnar Aðalsteinsson að mikið væri um fólk úr dreifbýlinu og húsmæður úr þorpinu sem alla jafna væru ekki útivinnandi. Greinilegt var að þarna ríkti góð vertíðarstemmning. Þeir Svavar og Gunnar hafa unnið saman í sláturhúsinu að Brautarholti í Dölum og sögðu þeir ólíku saman að jafna um aðstæður allar. Þar var slátrað um 200 fjár en til samanburðar tína 2500 lömb lífinu á færiböndum sláturhússins í Borgarnesiádag. Töframáttur hrúts punga ísölunum varm.a. veriðað pakka niður lifur hjörtu og nýrum til útflutnings á Evrópumarkað. Enn fremur var verið að pakka niður eistum en jyau fara dýrum dómum á Bandaríkjamarkaði. Ástæðan er sú, að karlar þar í löndum telja að eistun efli með þeim náttúru til ásta. Sögðu þeirsláturhúsamenn aö svo virtist sem salan ykist með hverju ári og hrútspungarnir væru æ eftirsóttari af þessum sökum. Töluvert af kjötinu fer einnig til útflutnings og heföu t.d. 1500 skrokkar af úrvalskjöti farið á Danmerkurmarkaðfyrirskömmu. —óg Um 2500 fjár er slátrað á dag í sláturhúsinu í Borgarnesi en alls er gert ráð fyrir að um 82 þúsund .fjár verði slátrað þarna í 'sláturtíðinni. Trélímingar- verksmiðja í Hrunamanna- hreppi í Torfadal nærri Flúðum í Hrunantannahreppi er nú verið að reisa 2 þús. férrn. verksmiðjuhús, þar sem framleiða á límtrc, sem er samlímt tinibur, sem notað er til húsbygginga og'til húsgagnalram- leiðslu. Skóflustunga að þessu húsi var tekin í ágústmánuði sl. af oddvitum Biskupstungnahrepps, Gnúpverja- hrepps, Hrunatnannahrepps og Skeiðahrepps, en það eru einmitt þessir hreppar sem stofnað hat'a fyrirtækið Límtré h.f. sem er eigandi verksmiðjunnar. Er verk- smiðjan reist til að efla atvinnulíf á þessu svæði. Aðalíundur Límtrés h.f. verður haldinn sunnudaginn 10. október í Félagsheimili Hrunantanna að Flúðum og hefst hann kl. 14.00. Nauðsyn á sykurverk- smiðju í Hvera- gerði Atvinnumálanefnd Hveragerðis hef'ur sent frá sér ályktun varðandi uppbyggingu sykurverksntiðju í byggðalaginu og þar segir: „Fundur í atvinnumálanefnd Hveragerðis haldinn 2/9 1982 skorar á .alþingismenn að sam- þykkja framkomið frumvarp um sykurverksmiöju í Hveragerði. Þ;tr sem sykurverö til neytenda hefur stórhækkaö að undanförnu hafa jákvæðar forsendur fyrir byggingu verksmiðjunnar enn aukist. Nefndin telur ljóst að starfræksla verksmiðjunnar verði þjóðhags- lega hagkvæm bæöi vegna gjald- eyrissparnaðar og nýtingar jreirrar orku, sem í áratugi hefur fariö út í loftiö í Ölfusdal, auk þess sent hún myndi skapa stóraukin atvinutæki- færi á Suðurlandi, sem sjáanlega er full þörf á.“ Kosning til Kirkjuþings Talning atkvæða í kosningu til Kirkjuþings hefur farið fram og voru kjörnir 20 kirkjuþingsmcnn, 9 leikmenn og 9 prestar í 8 kjör- dæmunt. Auk þcss voru 2 guðfræ- ðingar kjörnir. Ur hópi lærðra voru eftirfarandi aðalmenn kjörnir: Sr. Hreinn Hjartarson, Sr. Þorbergur Krist- jánsson, Sr. Bragi Friðriksson, Sr. Jón Einarsson, Sr. Lárus Þ. Guð- mundsson, Sr. Sigurpáll Óskars- son, Sr. Sigurður Guðmundsson, Sr. Einar Þór Þorsteinsson og Sr. Halldór Gunnarsson. Aðalmenn úr hópi leikmanna voru kosnir: Otto A. Michelsen, Hermann Þorsteinsson, Kristján Þorgeirsson, Halldór Finnsson, Gunnlaugur Finnsson, Margrét Jónsdóttir. Gunnlaugur P. Kri- stinsson, Margrét Gísladóttir og Jón Guðmundsson. Þá hlutu kosningu á kirkjuþing þeir Sr. Jón Bjarman og Sr. Jónas Gíslason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.