Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.10.1982, Blaðsíða 16
mÐvnimX Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjóm 81382,81482og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöídsími Helgarslmi afgreiðslu 81663 Þriðjudagur 12. október 1982 81348 Aukinn vígbúnaður Banda- ríkjamauna á Islandi ræddur á landsfundi herstöðva- andstæðinga um síðustu helgi Ný viðhorf í herstöðvamálum vegna áforma um stóraukin umsvif Bandaríkjahers á íslandi voru lielstu viðfangsefni landráðstefnu her- stöðvaandstæðinga um helgina, sagði Árni Hjartarson í viðtali við blaðið í gær. - Ráðstefnuna sóttu um 100 manns. m.a. fulltrúarfrá deildum samtakanna-í t'lestum landshlut- um. - Þessi auknu vígbúnaðar- áform hér á landi koma m.a. fram í áformaöri fjölgun orrustu- og njósnavéla, byggingu olíuhafnar og olíubirgðastöðva og sprengi- heldra flugskýla og nýrra mót- tökustöðva fyrir gervihnetti. Þetta sýnir okkur að andófsstarf samtakanna er nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr. - Þá ræddum viö einnig hug- myndina unt kjarnorkuvopna- laust svæði á Norðurlöndum og mikilvægi þess að ísland verði meö í þeirri áætlun, en fyrir því er nú fullur vilji nteðal friðarhreyf- inganna á Noröurlöndum. - bu voru friðarhreyfingar hér og erlendis einnig til umræðu og tengsl samtakanna við þær. Var m.a. rætt um mikilvægi þess að virkja íslenska friðarhreyfingu í baráttunni gegn aukningu víg- búnaðar hér á landi. Á síðasta ári tókst að mynda góða samvinnu á milli Samtaka herstöövaandstæö- inga og íslenskrar og erlendra friðarhreyfinga. Nú ætla samtök- in á komandi mánuðum að ein- beita sér að því að kynna kröfuna um kjarnorkuvopnalaust svæði a Norðurlöndum og safna undir- skriftum fyrir henni. Jafnframt því sem Samtökin lýsa sig reiðu- búin til samstarfs við alla friðar- sinna rnunu þau einbeita sér að meginmai kmiði samtakanna. brottvísun hersins og úrsögn úr NATO. Áformáð er að halda samkomu hinn 3(1. mars n.k. eins og venia hefur verið, undanfarin ár. Einn- ig kom fram á landsfundinum vilji fyrir því að efnt yrði til Keflavíkurgöngu vori komanda. Á landsfundinum var k jörin ný miðnefnd, og sagði Árni að hún myndi skipta með sér verkum á næstunni. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa haft húsnæöi við Skólavörðustíg í Reykjavík, en eru nú að flytja þaðan. Ekki er enn búið að ganga frá samningi um nýtt húsnæði. ólg. Slysaaldan í umferðinni: Versti tíminn fram- undan Að sögn Héðins Skúlasonar hjá Lögreglunni í Reykjavík eru litlar líkur til þess að slysaaldan sem gengið hefur yfir Reykvík- inga sé í rénum. Sagði Héðinn að versti tíminn væri nú fram- undan í umferðinni þegar snjór fer að koma í byggðir og ísing myndast á götum. Vildi Héðinn brýna fyrir mönnum að huga vel að útbúnaði bifreiða sinna og sýna jafnframt mikla aðgát í umferðinni. Til marks unt þessa miklu tíðni árekstra þá voru fyrir hádegi í gær- morgun 17 árekstrar í Reykjavík. -hól. Svavar Gestsson Fulltrúaráð ABR: Kjömefnd kosin Fulltrúar í fulltrúaráði Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík hafa ver- ið boðaðir til fundar í kvöld kl. 20.30 í Sóknarsalnum að Freyju- götu 27. Á fundinum mun Svavar Gestsson ræða stjórnmálaviðhorfið og kosin verður kjörnefnd vegna alþingiskosninga. Þeir Elli og Robbi, sem við rákumst á inn við Dalbrautarheimili, hölðu margt að atliuga við umferðarmenninguna og töldu að vegfarendur gætu lært ýmislcgt af gætilegum akstri þeirra á kassahílnum. Mjólkurfræðingadeilan í hnút: Þeir vita ekki hvað mjólker segja mjólkurfræðingar um viðsemjendur sína! Á sjötta tímanum í gærnótt slitnaði upp úr viðræðum mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra hjá ríkissátta- semjara og eru nú líkur á löngu verkfalli mjólkurfræð- inga, en það hófst á laugardag. Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari taldi utlitio svart og að mjög mikið bæri í milli deiluaðila. í dag mun nóg af mjólk í verslunum, en á morgun og næstu daga má búast við að hún gangi til þurrðar. Hætt var að taka á móti mjólk til vinnsiu fyrir helgi. Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna segja í frétt að nú hafi það enn einu sinni gerst að mjólk- urfræðingar krefjist 20% hærri launa en aörir hafi samiö um. Segja þeir að iðnaðarntenn taki almennt laun samkvæmt 20. og 23. launa- flokki ASI og í sérstökum tilfellum 26. flokki. Einnig benda atvinnu- rekendur á að mjólkurfræðingar hafi fengiö. án sérstaks vinnufram- lags, greiddar 6 næturvinnustundir á viku til viðbótar fastakaupi. Vilja þeir fá þessa greiðslu reiknaða inn í föst laun. Hefndarráðstöfun borgarstj órnarmeirihlutans: 744 starfsmenn undan fræðshistjóra Aukin kostnaður og óhagræði fyrir skólastarfið Sjálfstæðisllokkurinn stefnir að því að koma upp sínum eigin yfir- manni í fræðslumálum í Reykjavík og mun hann sjá um rekstur skól- anna og framkvæmdastjórn fyrir fræðsluráð. Verkefni sem fræðslu- stjórinn í Reykjavík hefur hingað til annast fyrir borgina, svo sem viðhald skólanna, ræsting og innkaup verða nú tekin undan cmbættinu og fækkar starfsmönnum þess þá úr 778 í 34. Nýskipaður fræðslustjóri í Rcykjavík, Áslaug Brynjólfs- dóttir, mun eftir sem áður fara með kennslúeftirlit, sérkennslu, sálfræðiþjónustu, safnamiöstöð og annað senr skv. lögurn er verk- efni fræðslustjóra og miðað við það ofstæki sem einkenndi mál- flutning Sjálfstæðismanna s.l. fimmtudag í borgarstjórn ntá gera ráð fyrir að skrifstofa hennar verði flutt úr húsnæði borgarinn- ar. Á borgarstjórnarfundinum voru þessar hefndarráðstafanir Sjálfstæðisflokksins harölega gagnrýndar en þeir viðurkenndu opinskátt aö þær kæmu í kjölfar þess að menntamálaráðherra skipaði ekki Sigurjón Fjeldsted, borgarfu 111 rúa Sjálfstæöisflokks- ins í stöðu fræðSjustjóra. Sagði Adda Bára Sigfúsdóttir m.a. að sú breyting sem nú er stefnt að geti ekki haft annað en aukinn kostnaö og óhagræði í fðr með sér. Harmaði hún að pólitískt of- stæki meirihlutans skuli verða til þess að brjóta niður þá eölilegu skipan senr verið hefur á fram- kværnd fræöslumála í Reykjavík. Á borgarstjórnarfundinum samþykktu Sjálfstæðismenn að taka upp viðræður viö menntamálaráðherra unr stöðu fræðsluskrifstofunnar gegn at- kvæðum allra minnihlutamanna. - Ál. Mjólkurfræðingafélag íslands mótmælir h’arðlega fréttatilkynn- ingu atvinnurekenda sem þeir segja fulla af ósannindum og rang- færslum. Benda þeir á að gerða- dómur hafi í febrúar s.l. dæmt . mjólkurfræðingum 20% hærri laun vegna þess að þeir afi dreg- ist aftur úr í launum. Fullyrða mjólkurfræðingar að iðnaöarmenn taki laun sanrkvæmt 23.-26. launa- fíókki og sumir allt upp í 31. flokk en auk þess séu þeir almennt yfir- borgaðir. Þá hafi þeir fullt fæðis- og flutningsgjald, en mjólkurfræðing- ar fara einnritt fram á slíkt. Varð- andi 6 tíma næturvinnugreiðslu benda mjólkurfræðingar á að þeim sé skylt að vinna alla heigidaga, gerist þess þörf, til að forða mat- vælum frá skemmdum. Þessu hafi forráðamenn búanna aidrei gert sér grein fyrir enda „hefur því mið- ur skort mikið á að fulltrúar þeirra í samninganefnd geri sér grein fyrir því hvað mjólk í raun og veru er"! Það eru líkur á langri deilu. -v. Þjóðviljinn: „Um helgina Á föstudaginn verður sérstakur blaðaauki, sem helgaður er viðburðuni helgarinnar á sviði lista og félagsmála, ferðalaga og fund- arhalda. Ætlunin er að hafa þenn- an blaðaauka með föstudagsblað- inu í vetur og eru þeir senr vilja konra efni í hann beðnir að skila því í síðasta lagi fyrir hádegi á fimm- tudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.