Þjóðviljinn - 14.10.1982, Side 1
DJÚÐVIIJINN
írar og íslendingar
mættust í
Evrópukeppni
landsliða í
knattspyrnu í
Dublin í gær. írar
sigruðu 2-0.
Sjá 11
október 1982
fimmtudagur
232. tölublað
47. árgangur
Alva Myrdal
og Alíonso
Garcia Robles
Bláa lónið við Svartsengi
Rannsókná
lækningamætti
lónsins er
í undirbúningi
Nú er í undirbúningi að gera ýtarlega rannsókn á lækningamætti Bláa
lónsins við Svartsengi. Binda menn miklar vonir við lónið, en þeir sem
stundað hafa bðð þar hafa fengið umtalsverðan bata. Hér á landi eru nú
staddir í tilefni 10 ára afmælis Spoex, samtaka psoriasis og exemsjúklinga á
íslandi, formenn samtaka psoriasis sjúklinga í Noregi, Danmörku og Sví-
þjóð.
Á myndinni sjáum við Bláa lónið og á innfelldu myndinni er Gösta A.
Karlsson, formaður sænsku samtakanna og er hann jafnframt formaður
alþjóðasamtaka psoriasissjúklinga, IFPA.
Talið er að um 85 miljónir manna í heiminum þjáist af þessum sjúk-
dómi.
Óeirðir í
Póllandi
Er verkamenn mættu til vinnu í
Lenín-skipasmíðastöðvunum í
Gdansk í gærmorgun, var þeim til-
kynnt að framvegis myndi heragi
giida á vinnustaðnum, og refsingar
fyrir verkfallsaðgerðir eða óhlýðni
gætu numið allt að 5 ára fangelsi. Á
mánudag og þriðjudag mættu
verkamenn á morgunvaktina án
þess að vinna, en verkfallsaðgerð-
um var aflétt í bili í gær.
Lögreglan beitti táragasi gegn
fjöldagöngu verkamanna í ná-
munda við skipasmíðarnar í gær,
og segja sjónarvottar að nokkur
þúsund manns hafi tekið þátt í
göngunni.
Haft var eftir þeim leiðtogum
Solidarnosc, sem enn ganga lausir,
að þeir styddu aðgerðir verka-
mannanna, en hins vegar væri ekki
tímabært að efna til allsherjarverk-
falls við ríkjandi aðstæður.
Tvær teikningar •
hafa verið boðnar
út af nýjum flöabát
á Breiðaflrði að
frumkvæði
samgönguráðherra
A að reka
sjúkrastofnanir
með beinum
fjárframlögum eða
ádaggjöldum?-
Nokkrir
sérfræðingar
spurðir álits.
hlutu friðar-
verðlaun
Nóbels 1982
í gær tilkynnti norska
Nóbel-nefndin, að friðarverð-
launahafar Nóbels 1982 yrðu
Alva Myrdal, fyrrverandi
ráðherra um afvopnunarmál i
ríkisstjórn Olofs Palme í
Svíþjóð og Alfonso Garcia
Robles, fyrrverandi utanríkis-
ráðherra Mexíkó, en bæði hafa
þau beitt sér mjög fyrir kjarn-
orkuafvopnun og verið
óþrey tandi við að benda á þá
hættu sem heiminum stafar af
vígbúnaðarkapphlaupinu.
Alva Myrdal hefur m.a. barist
fyrir því að Norðurlöndin verði lýst
kjarnorkuvopnalaust svæði, og Ál-
fonso Garcia Robles hefur ásamt
með Ölvu Myrdal unnið mikið
starf á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna að kjarnorkuvopnaafvopn-
un.
Úthlutunin er talinn sigur fyrir
friðarhreyfinguna í Evróþu, en ein-
mitt nú á sér stað í Noregi og öðr-
um NATO-löndum áköf umræða
um fyrirhugaða endurnýjun kjarn-
orkuvopna og kjarnorkueldflauga í
V-Evrópu.
Þess má geta, að eiginmaður
Ölvu Myrdal, prófessor Gunnar
Myrdal, hlaut Nóbelsverðlaunin í
hagfræði ásamt Friedrich von Hay-
ek árið 1974, og eru þau þriðju
hjónin sem hlotið hafa tvenn Nó-
belsverðlaun.
Skálað fyrir
830 milljónir
Gert er ráð fyrir að íslendinuar
kaupi guðaveigar hjá ÁTVR fyrir
830 miljónir króna á árinu 1983,
samkvæmt því sem fram kemur í
fjárlagafrumvarpinu. í ár var gert
ráð fyrir að keypt væri áfengi fyrir
532 milj. króna en í endurskoðaðri
áætlun er gert ráð fyrir að það fari
uppí 616 miljónir króna. - S.dór.
Alva Myrdal
Framkv.stofnun:
Sverrir vildi
kaupa íbúð
á Akureyri
íbúðakaup á Akureyri
komu til tals í máli Vilmundar
Gylfasonar vegna frammíkalls
Sverris Hermannssonar fram-
kvæmdastjóra Framkvæmda-
stofnunar ríkisins í umræðun-
um á alþingi í gær. Þetta var
óljóst orðað í reiðiþrunginni
ræðu Vilmundar Gylfasonar
um synjun fyrirspurnarinnar.
Við eftirgrennslan kom f
ljós að hér var um að ræða
„hugmynd" Sverris Her-
mannssonar um að kaupa
íbúð á Akureyri fyrir Fram-
kvæmdstofnun. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum
Þjóðviljans sendi fram-
kvæmdastjórinn kauptilboð.
að áskildu samþykki stjórnar
stofnunarinnar í íbúð á Akur-
eyri. Hafði Sverrir rökstutt
beiðni um íbúðakaupin með
því að hér væri um að ræða
íbúð hliðstæða orlofshúsi
vegna skíðaiðkunar og í öðru
lagi íbúð fyrir starfsmenn
stofnunarinnar. Stjóm Fram-
kvæmdastofnunarinnar hefur
ekki samþykkt þessa beiðni
og er því kauptilboðið úr sög-
unni. - óg.
Skoðanakönnun Dagblaðsins:
Meirihlutinn
styður lögln
Af 387 einstaklingum, sem tóku
afstöðu í skoðanakönnun Dag-
blaðsins og Vísis um síðustu hetgi,
kváðust 210 vera fylgjandi bráða-
birgðalögum ríkisstjórnarinnar, en
177 töldu sig andvíga lögunum.
Þannig lýstu 54,3% stuðningi við
lögin, en 45,7% lýstu andstöðu
sinni.
Til samanburðar er fróðlegt að
rifja upp niðurstöður úr skoðana-
könnun Dagblaðsins í mars 1978
um hin alræmdu febrúarlög ríkis-
stjórnar Geirs Hallgrímssonar. Af
þeim sem þá tóku afstöðu kváðust
aðeins 14,6% fylgjandi febrúarlög-
unum, en 85,4% lýstu sig andvíga
þeim!!
Rétt er að taka fram að 35,5%
þeirra 600 einstaklinga sem spurðir
voru nú um síðustu helgi tóku ekki
afstöðu til bráðabirgðalaganna.