Þjóðviljinn - 14.10.1982, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Síða 5
Fimmtudagur 14. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Forseti lagði til að Vilmundur flytti aðra fyrirspurn: Þingmenn þurftu að taka afstöðu án þess að hafa neina skýringu í umræðum um fyrirspurn Vil- mundar Gylfasonar til dómsmála- ráðherra, sem alþingi felldi í gær að fengi að vera borin fram f þing- sölum, kom fram að forseti sam- einaðs, Jón Helgason hefði lagt til að fyrirspurnin yrði orðuð öðru- vísi. Orðalagið á tillögu forseta var svona: „Telur dómsmálaráðherra þörf á nánari ákvæðum um frá- sagnir opinberra starfsmanna af gangi rannsóknar á afbrotamál- um?“ Vilmundur sagði í þingræðu í gær, að hann hefði að sjálfsögðu ekki tekið í mál að flytja svona fyrirspurn enda væri hún allt önn- ur en sú sem hann vildi flytja. (Sjá baksíðu.) Friðrik Sophusson sagði að for- seti hefði lagt til að fyrirspurnin yrði orðuð á „þinglegri" hátt en Vilmundur spurði hvað lögfræð- ingsstrákur úr Heimdalli vildi uppá dekk. Hann skyldi ekki vera með derring um mál sem hann hefði ekki hugmynd um. Ólafur Ragnar Grímsson sagði hér mikið alvörumál á ferðinni. Það væri lögverndaður réttur þing- manna að geta borið fram fyrir- spurnir. Hann teldi mikil mistök hafa verið gerð í meðferð þessa máls. Það væri ekki nema sjálfsagt að fyrirspurnir sem verið væri að fjalla um kæmust á dagskrá, þannig áð þingmenn hefðu einhverja hug- mynd um málið. Þannig væru mál. yfirleitt sett á dagskrá undir for- merkjum eins og: „Hvernig ræða skuli?" í þessu tilfelli hefði ekkert skriflegt legið framnti um málið, hvorki fyrirspurnin sjálf né tekið fram á boðaðri dagskrá hvað ætti að gerast. Beindi hann því til for- seta og þingmanna, að í framtíð- inni yrði reynt að forðast málsmeð- ferð af þessu tagi. Það skal tekið fram að áður en atkvæðagreiðsla fór fram um það hvort fyrirspurnin skyldi leyfð eða ekki, hafði engin umræða eða skýr- ingar verið gefnar á því hvers vegna fyrirspurninni hefði verið synjað. Þingmenn þurftu því að taka af- stöðu til málsins á skömmum tíma. Vilmundur Gylfason. Forseti brugðist trausti. án þess að nokkuð formlegt eða skriflegt lægi fyrir. -óg „Helst dettur mér í hug forn kúnst formœðra okkar, sveitakvenna á Islandi, austfirskra formœðra Vilmundar ekki síður en annarra. Þœr voru leiknar í að hrœra flautir. ” Þegar til vamms er vitnað Það er líkast sem manni hlýni um hjartaræturnar, að sjá það svart á hvítu, umhyggjuna og velviljann í garð lesenda Þjóðvilj- ans og jafnframt flokksfólks í Al- þýðubandalaginu. Þessu miðlar Vilmundur Gylfason alþm. í grein á heilli síðu í Þjóðviljanum 24. sept. Ég tilheyri báðum þess- um áhugaverðu manntegundum og dirfist að taka ögn af þessu til mín, þó gamall sé og mestanpart vikinn af sviðinu og horfinn úr leik. Vilmundur fer ekki í launkofa1 með það sem hann sér athugavert og aðfinnsluvert í fari og verkum okkar í Alþýðubandalaginu. Um leið og hann tíundar ávirðingar okkar, vitnar hann við og við til hve miklu betra sé hjá Alþýðu- flokknum, jafnvel Sjálfstæðis- flokknum fyrir eina tíð. Hann ag- ar okkur og klagar, talar um fyrir okkur af ákafa eins og sá sem vill koma miklu góðu til leiðar sem fyrst og sem mest. Honum er mikið í mun að ala okkur upp, laga okkur svo um muni. En af hverju? Til hvers? Það liggur víðasthvar á milli línanna þetta: Bara að þið væruð skárri en þið eruð ekkisens ormarnir ykkar. Er ekki hægt að tala ykkur tii? Hefla af ykkur vankantana? Sníða af ykkur gallana? Ég legg til að þessum erindum Vilmundar sé ekki illa tekið. Mér finnst þau séu sett fram á þann veg, að vísu misjafnlega smekk- lega, að við megum hyggja að hvort hann hefur ekki í einhverju eitthvað til síns máls. Hver veit hve langt það á í land að við fáum að skilja betur en enn er, hvað fyrir Vilmundi vakir, hvers vegna honum er í mun að við losnum við það sem honum þykir lestir, ann- markar og ágallar á okkur og okkar störfum. — En hvernig er það? Erum við eins bölvuð og Vilmundur vill vera láta? „Er þetta fólk“ (við) „sjálfumglatt eins og lúterskir prestar á 19du öld — en samt ó- trúlega óöruggt með það sem það er að segja og gera — pólitískt, nervöst?" Engin prófkjör, ekkert lýðræði. Engin spor sem stíga þarf í átt til aukins lýðræðis.... síst í verkalýðshreyfingunni. Bara sáu Ingi R. Helgason og Guðmundur Hjartarson um þetta eins og þeir voru vanir. Jæja og jæja. Sko þá karlana. Og vafðist ekki fyrir þeim. Það liggur raunar ódulin aðdáun og hún ósmá í línunum 5 um þá Inga og Guðmund. Og það skal sagt hér á mína lítilmótlegu ábyrgð, að sannarlega getur það stundujjj átt við betur en uppsteytur, ha- reysti, handapat og fyrirgangur. Hefur Vilmundur annars ekki einhvern snert af sjálfumgleði þegar hann segir í öðru orðinu að Alþýðubandalagið forðist próf- kjör, en lýsir prófkjöri hjá því samt í hinu orðinu. Er það ekki haganlegt og ófölskvað lýðræði, að benda í fyrri umferð á fólk til að veraíkjöri, en kjósa svoumþá sem á var bent í annarri umferð? Annars dettur mér í hug þegar borið er saman prófkjör hjá Al- þýðuflokki og Alþýðubandalag- inu, að spurja Vilmund hvort ekki muni vera best fyrir báða, að hvor éti sitt? Og haldi áfram að búa við það sem á bæ er títt? Þeg- ar Vilmundur fræðir um átök fyrir luktum dyrum í Alþýðu- bandalaginu, illskeyttari en hin sem voru fyrir opnum tjöldum með þátttöku þúsunda (já, þús- unda), þá henti mig sú slysni, að mér datt í hug sagan um faríse- ann, hvað hann sagði í eintali við guð. Svo óbetranlega sjálfum- glaður getur einn þverhaus orðið og lítt móttækilegur fyrir leiðsögn góðs uppalanda. Og til að kóróna forherðinguna, bíta höfuðið af skömminni, ætia ég að vera svo blygðunarlaus að bera saman téð átök í mínum flokki og hinsvegar aðför Kjartans Jóhannssonar að Benedikt Gröndal og aðför Jóns Baldvins Hannibalssonar að Vil- mundi Gylfasyni sumarið 1981. Hvur kýlir hvurn niður? Hvurjir „elskast nólítískt:' og hvurjir elskast ekki pólitiskt? Svari því hver sem kaun. Mergjaðasta ádeila Vilmundar Mér finnst mergjaðasta ádeilan, mergjaðasta ögrunin hjá Vilmundi vera þegar hann ber okkur kommunum á brýn að við séum fullir af réttmætum efa- semdum um eigin skoðanir, séum ekki frjálslyndir heldur tepru- legir, flokkurinn vilji fela stóran hluta af fortíð sinni, vilji ekki tala um „guðinn sem brást“, Sovét- ríkin. Þarna fer Vilmundur ekki rétt með þegar hann lýsir afstöðu einstaklinga, afstöðu flokks. Sumt í lýsingunni getur hafa átt við fyrir svo sem tuttugu árum, því allt tekur sinn tíma. Fróðlegt væri að geta gengið úr skugga um það með vissu, hvort Vilmundur Gylfason hefur öllu næmari og skarpari skilning á þeim heimsvaldasinnaða ríkis- kapitalisma sem ríkjum ræður í Sovét, heldur en rétt Pétur og Páll í sjálfu Alþýðubandalaginu. Hitt er svo dálítið annað mál, að Mogginn og sumir sem næst hon- um nudda sér, hlakka meira op- inskátt yfir herstjórn í Póllandi og innrás í Afghanistan, en við í Al- þýðubandalaginu. Við erum harmi slegin, förum ekki í felur með það og viðbjóð okkar á þeim yfirgangi rétt eins og á öðrum yfirgangi af viðlíka toga. Þarna hefi ég grun um að Vilmundi skeiki alvarlega um ádeiluefni. Sannarlega er ekkert á móti því að hvorir tveggja sannreyni skoð- anir hinna og ræðist við. List eða loddara- brögð Vilmundar? — Aftur og aftur hefi ég skoðað grein Vilmundar og reynt Játvarður Jökull Júlíusson skrifar: að átta mig á því í hverju sérstaða hans er fólgin, yfir hvaða ritgaldri hann býr. Æði misjafnt er hvern- ig menn leggja út af litlum texta. Það mun á fárra færi að ná með tærnar þar sem hann stendur í hælana. Um þetta er glöggt dæm- ið þegar hann fékk innblásturinn við að sjá Steinunni Jóhannes- dóttur í svip í sjónvarpsfrétt. Sjálfur var hann á spretti með kók í annarri hendi og samloku í hinni. Þá bar honum fyrir augu að Einar Olgeirsson renndi at- kvæðaseðli í rifu á kjörkassa í nærveru Steinunnar. Og þá skeði innblásturinn: Kommar vissu ekki að lýðræðið er gott af sjálfu sér. Hvers eðlis er innblásturs- gáfa Vilmundar? Er hún galdur, íþrótt, list eða loddarabrögð? Helst dettur mér í hug forn kúnst formæðra okkar, sveitakvenna á íslandi, austfirskra formæðra Vilmundar ekki síður en annarra. Þær voru leiknar í að hræra flautir. Það er galdur sem segir sex. Þær gátu breytt mjólkur- dreitli neðan í íláti í fleytifulla skál af flautum, sneisafullan ask, bara með flautaþyrlinum einum og náðargáfu kunnáttunnar. Þessi forna gáfa held ég að hafi blundað í blóði Vilmundar Gylfa- sonar og að hún hafi sprottið fram fullþroskuð er hann snart hana töfrasprota orðlistar sinnar. Enginn má skilja orð mín sem illkvittni eða háð, þó ég geri því skóna að ritsmíð Vilmundar um ávirðingar okkar komma, um villu okkar vegar, sé pólitískar flautir, ropi og iðravindar. I rit- smíð hans er þrátt fyrir þetta eitthvað annað og meira, eitthvað sem ætti ekki að láta al- veg sem vind um eyru þjóta. Hann biður nefnilega um að orð hans „séu ekki misskilin eða látin standa fyrir annað en þau segja“. Þetta er einföld einlægni og hana er skylt að reyna að taka eins og hún er. Þar spillir engu þó hver skyggnist í eigin barm. Hér verður hvorki sagt af eða á um það, hvort það sem Vilmund- ur ásakar Alþýðubandalagið um af andlýðræðislegum ávirðingum á við minni eða meiri rök að styðjast eða ekki. Þar er best að hver komi út í sínar dyr og standi fyrir máli sínu. Hitt er gaman að undirstrika og gaman að grand- skoða, hve logandi áhuga Vil- mundur hefur fyrir því að Al- þýðubandalagið sé vammi firrt. Þar á ekki við að vera með allt of mikið stærilæti, eða sýna tóma sjálfumgleði, eða svo finnst mér. Það er einn partur af mannlegu eðli, að aga þann sem maður elskar og eitt meðal margra ólík- inda tilverunnar hefur verið kall- að að berja til ásta. Játvarður Jökull Júlíusson Játvarður Jökull Júlíusson er fyrrverandi bóndi á Miðjanesi í Reykhólasveit. Hann hefur skrif- að fjölmargar greinar hér í Þjóð- viljann og verið fréttaritari blaðs- ins um langt skcið. Játvarður Jökull hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum og fengist við marg- vísleg ritstörf. Fyrir um það bil tveimur árum kom út bók cftir Játvarð: — „Umleikinn öldu- földum“ og fjallar um mannlíf i Breiðafjarðareyjum í kringum aldamótin 1800.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.