Þjóðviljinn - 14.10.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Qupperneq 10
t 10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. október 1982 --------------ístutti*---------------------------- itiáli Nálgumst heimsmet í ostaneyslu Á verðlagsárinu sem lauk 31. ágúst var heildarmagn innveginnar mjólkur rúmlega 104 millj. ltr., um 1,4% aukning frá fyrra verð- lagsári. Sala á nýmjólk var svipuð þessi ár, ef sala á léttmjólk er talin með sölu nýmjólkur, fyrra árið 42 millj. Itr., nú 42,7 millj. ltr. Söluaukning varð 1,5% þegar súrmjólk er talin með. Veruleg aukning varð á sölu flestra mjólkurvara nema undan- rennu og smjöri. Nú, ífyrsta sinn um nokkurra ára bil, varð veruleg söluaukning á skyri. Seldust 1670 lestir, 7,1% meira en fyrra verð- lagsárið. Af smjöri voru seldar 1176 lestir og af smjörva 290 lestir. Sjaldan hafa verið eins litlar birgðir af smjöri og nú um síðustu mánaðamót. Þá voru til í landinu 280 lestir eða um tveggja til þriggja mánaða sala. Á sölu osta er sífelld aukning. Á síðasta verðlagsári var salan 10% meiri en árið áður. Förum við að nálgast heimsmet í osta- neyslu, ef skyr er talið með ostum, eins og gert er með hliðstæða vöru erlendis. Árlega bætast við nýjar tegundir mjólkurvara, og nú mun vera hægt að velja um 207 mismunandi tegundir mjólkurvara hérlendis. -mhg Drœtti í happdrœtti SATT frestað Ákveðið hefur verið að fresta drætti í byggingarhappadrætti SATT (Sambands alþýðutónskálda og tónlistarmanna) til 23. des. n.k. en dráttur átti að fara fram 13. okt. s. I. Sala miða hefur gengið ágætlega og eru nú seidir um 20.000 miðar, en betur má ef duga skal, því heildarupphæð miða er 50.000 Vinningar eru alls 27 og er verðmætasti vinningurinn Renault- bifreið að verðmæti 135 þús. krónur. Annar bifreiðavinningur er Fiat Panda. Allur ágóði rennur til húsnæðis SATT. Miðarnir fást í öllum helstu hljómplötuverslunum landsins (barmmerki innifalið, 7 teg.) Frœðslu- og upplýsingaritið „Þegar ég eldist” Út er komið fræðslu- og upplýsingarit um líkamlegar og félags- legar breytingar sem mæta okkur á efri árum. Er það gefið út af Þóri S. Guðbergssyni og er ætlað fyrir lífeyrisþega, starfsfólk í öldrunarþjónustu, aðstandendur aldinna og alla þá sem áhuga hafa á þessum málaflokki. Víða er komið við í bók Þóris og eru helstu þættir þessir: Eðli- legar breytingar í liðum og líffærakerfum, hollusta, næring og hreyfing, slys í heimahúsum, búskipti og arfur, aldraðir og atvinna, um dauða sorg og áfall, almenn þjónusta við aldraða. Hinn nýi vörumarkaður blasir við öllum þeim sem eiga leið um Reykjanesbraut. -Mynd-Á.St. Fjarðakaup flytja í nýtt húsnœði Nýlega opnaði Fjarðarkaup í Hafnarfirði markaðsverslun í nýju og glæsilegu 1800 fermetra húsnæði að Hólshrauni við Reykjanes- braut á bæjarmörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. í markaðnum rúmast aðstaða fyrir daglega verslun, vörulager, kjötvinnslu og skrifstofuhald, auk þess sem mjög góð aðstaða er fyrir starfsfólk. Húsið er stálgrindarhús og tók ekki nema rúmlega eitt ár að fullklára húsnæðið. Nokkrar nýjungar hafa verið teknar upp í nýju versluninni og má m.a. nefna „konditory“, úrval af brauðvörum og kökum sem Kökubankinn í Hafnarfirði sér um. AllS starfa um 35 manns í Fjarðarkaupum. Eigendur eru þeir Bjarni Blomsterberg og Sigurbergur Sveinsson. • • / Aðalfundur Oldrunarráðs Islands Aðalfundur Öldrunarráðs Islands var haldinn fyrir skömmu, en aðilar að ráðinu eru 34 talsins, og er þar um að ræða fulltrúa landssamtaka og félaga sem vinna að öldrunarmálum, auk nokk- urra styrktarfélaga. A fundinum var stjórn ráðsins endurkjörin og er Sigurður H. Guðmundsson formaður. Námsstefna hófst að loknum aðalfundi og stóð fyrir henni þing- kjörin nefnd vegna árs aldraðra og Öldrunarráðs íslands. Sóttu hana um 150 manns. Á námsstefnunni flutti Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra ávarp, en auk hans fluttu þar erindi Lýður Björnsson sagnfræðingur, dr. Jón Sæmundur Sigurðsson deildar- stjóri, Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir, Sveinn Ragnars- son félagsmálastjóri og Dögg Pálsdóttir lögfræðingur. Að lokum talaði Poul Berthold ráðgjafi danskra stjórnenda í öldrunarþjón- ustu. Seinni dag ráðstefnunnar var námsstefnunni haldið áfram og þar fluttu meðal annarra erindi Jan Helander, sem er háskólakennari í öldrunarfræðum í Gautaborg og Lundi, en hann er víðkunnur vegna þekkingar sinnar á öldrunarmálum. Flutti hann erindi sem hann nefndi: Hvar er þörfin brýnust í öldrunarmálum? Síðasta erindið var flutt af Pétri Sigurðssyni þar sem hann gerði grein fyrir öldrunarráðstefnunni í Vínarborg á s.l. sumri. Aðventistar senda föt til Sambíu Systrafélagið Alfa, sem er einn hlckkurinn í Hjálparstarfi aðvent- ista, er nú að senda fatnað til þurfandi í Sambíu og er það í fyrsta skiptið sem fatnaður er sendur þangað. Segir í frétt frá aðventistum að hér sé því um tiiraunasendingu að ræða. Lilja Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur hefur um nokkurt skeið starfað á vegum aðventista í Sambíu og tekur hún á móti fatasend- ingunni héðan. Mun hún ráðstafa sendingunni þegar út kemur. Hjálparstarf aðventista vill koma á framfæri þökkum til einstak- linga og fyrirtækja sem gefið hafa þau klæði sem í sendingunni til Sambíu felast. Hinir nýju verkamannabústaðir á Höfn í Hornafirði. Höfn í Hornafirði 3 íbúðlr afhentar 1 verkamannabús töðum Nú er að ljúka byggingu átta íbúða í verkamannabústöðum á Höfn í Hornafírði. Eru þær á byggingarsvæði við Bjarnahól. Sunnudaginn 3. ökt. voru þrjár fyrstu íbúðirnar afhentar og hinar verða svo afhentar mjög fljótlega. Þessar íbúðir voru almenningi til sýnis og komu margir til að líta á þær. Þótti fólki yfirleitt vel hafa til tekist með þessar byggingar. Björn Grétar Sveinsson, for- maður stjórnar verkamannabú- staða, hafði sýninguna með hönd- um og afhenti íbúðirnar fyrir hönd Hafnarhrepps, enda hefur hann haft allt eftirlit með fram- kvæmdum. Arkitektar að húsunum eru Páll Gunnlaugsson og Árni Friðriks- son, Reykjavík, og aðalbygging- arverktaki Trésmiðjan Álmur sf., Höfn. Verkfræðistofa Sigurð- ar Thoroddsen sá um alla verk- fræðivinnu. Með byggingu þessara húsa má segja að farið sé inn á nýjar leiðir að því leyti, að einangrunin kemur utan á steypuna. Síðan eru veggirn- ir klæddir utan með stáli og timbri. Með þessum hætti er talið að sitt- hvað vinnist: Steypa í veggjum get- ur verið þynnri og sparast að sjálf- sögðu við það steypuefni, járna- lögn minni, húsin eiga að geyma betur hita, svo að eitthvað sé nefnt. Það er nú um ár síðan framkvæmd- ir við byggingarnar hófust og hafa þær gengið samkvæmt áætlun. Ráðgert er að hefja fljótlega framkvæmdir við annan áfanga verkamannabústaðanna. Eru það fjórar íbúðir í sambýlishúsi, einnig við Bjarnahól. Verður byggingu þeirra húsa hagað á sama hátt og hinna. þlþ/mhg Framkvæmdum við Akureyrarflugvöll lokið Bundið slitlag á 500 metra kafla Nú er lokið einhverjum mestu framkvæmdum við Akurey rarflugvöll í langan tíma. Lagt hefur verið bundið slitlag á 500 metra langan kafía á flugbrautinni á Akureyri og er hún nú orðin sú næstlengsta á öllu landinu, fyrir utan flugbrautirnará Keflvíkurvelli, alls 2 km. Auk þess sem malbikað hefur verið á flugbrautinni, verður nú í vikunni tekið til við aðfíug úr suðri. Pétur Einarsson hjá Flugmála- stjórn sagði að þessar breytingar hefðu margvíslegar umbætur í för með sér. Flugvöllurinn á Akureyri væri nú þess búinn að taka við nær Aðflug úr suðri gert kleift öllum gerðum af þotum og þannig væru uppi hugmyndir um nýja flug- leið, Akureyri - Kaupmannahöfn. Malbikunarframkvæmdum við Akureyrarflugvöll lauk rétt fyrir síðustu helgi og höfðu þær staðið yfir í 'h mánuð. Malbikunarfram- kvæmdirnar taldi Pétur að myndu kosta um 5 miljónir króna, en þær voru fjármagnaðar með láni frá Akureyrarbæ. Helsta bótin sem verður er sú að slit á skrokki flug- véla vegna steinkasts verður úr sögunni, en Pétur sagði að á þriggja ára fresti væri besta efnið í flugbraut án malbiks fokið út í veð- ur og vind og slíkt kallaði á endur- bætur æ ofan í æ. Þá sagði Pétur að slit á skrúfum flugvéla vegna steinkasts væri geysimikið hér á landi. Sú fjárveiting sem fengist hefur frá því opinbera til framkvæmda við Akureyrarflugvöll hefur að langmestu leyti dugað til að gera aðflug úr suðri kleift. Nam sú fjár- hæð.1,3 miljón króna. -hól. 40. þing Iðnnemasambandsms 40. þing Iðnnemasambands íslands verður haldið dagana 15. - 17. október að Hótel Esju í Rcykjavík. Þingið sækja 100 fulltrúar iðnnemafélaga víðs vegar að af landinu. Formaður Iðnnemasambands- ins, PálmarHalldórsson, mun setja þingið, og eftir ávörp gesta munu ræddar skýrslur og ályktanir lagðar fram. Á laugardaginn verða mála- flokkar þingsins ræddir í umræðu- hópum og þeir síðan afgreiddir á sunnudag, en þá lýkur þingi iðn- nema með kjöri í trúnaðarstöður. Á þinginu verða rædd kjaramái, iðnfræðsla, félagsmál og fleira og er þingið opið öllum iðnnemum. -v.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.