Þjóðviljinn - 14.10.1982, Side 16

Þjóðviljinn - 14.10.1982, Side 16
WÐVIUINN Fimmtudagur 14. október 1982 Kosið í fjárveitingarnefnd: Eggert út, Friðjjón jnn Eggert Haukdal datt útúr fjár- veitinganefnd alþingis í gær þegar kosið var á milli lista stjórnarsinna annars vegar og lista Sjálfstæðis- flokksins utan stjórnar og Alþýðu- flokksins hins vegar. Eggert Haukdal var nú á lista Sjálfstæðis- flokksins utan ríkisstjórnar og datt út úr nefndinni en Friðjón Þórðar- son af lista stjórnarsinna var kosinn í hans stað. Listi stjórnarinnar fékk 31 at- kvæði en listi Sjálfstæðisflokksins fékk 19 og listi Alþýðuflokks 10. Þar með er Eggert ekki lengur í fjárveitinganefnd. Kosningarnar á alþingi í gær voru að öðru leyti ekki sögulegar, samkomulag var um kjör í allar aðrar nefndir en fjárveitinganefnd. Það mun vera næsta einstætt, ef ekki eins- dæmi í þingsögunni, að Friðjón Þórðarson var kjörinn í nefndir á alþingi bæði af lista stjórnar og stjórnarandstöðu. -óg Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til fóstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prcntsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími aigreiðslu 81663 Vinna hófst í gær af fullum krafti í mjólkurbúum eftir að verkfalli mjólkurfræðinga var aflýst í gærmorgun. Þessi mynd var tekin í Mjólkurstöðinni í Reykjavík, en mjólk barst í verslanir strax í gær. Ljósm. - gel. Mjólkurfræðingar hófu störf í gær: ASÍ-samkomulag með tllbrígdum Samkomulag í deilu mjólkurfræðinga og viðsemjenda þeirra var undir- ritað um kl. 3 í fyrrinótt með venjulegum fyrirvara um samþykki félags- strax í gærmorgun og var mjólk far- funda. in að berast í verslanir strax í gær- dag. Mjólkurfræðingar á íslandi Guðlaugur Þorvaldsson ríkis- sáttatillögu í deilunni skömmu eftir eru um 60 talsins. sáttasemjari kvaðst hafa lagt fram miðnætti og virtust menn strax hafa _ v. séð grundvöll þar til samkomulags. Fulltrúar beggja aðila mættu til fundar hjá Pálma Jónssyni land-. búnaðarráðherra í fyrradag, og kann það að hafa flýtt fyrir lausn deilunnar. Samkvæmt upplýsing- um Þjóðviljans var samið í anda ASÍ-samkomulagsins „með ýms- um tilbrigðum“ eins og einn við- mælenda blaðsins komst að orði í gær. Mjólkurfræðingar hófu störf Síldarverksmiðj urnar á Siglufirði: ^ m - En hvernig er þá atvinnu- h U B v ohb astandið a Siglufirði? | iilfi ii ur Wm 1 H Sw „Þaðerenganveginngottogþví ™ ™ U ™ ™ JL miður eru horfurnar framundan enn verri. Það er sífellt að þrengj- , ^ ^ ast pm á vinnumarkaðinum hér og cimictii 17 mámiftnm SKEíSfSs'fi'SE JiVr UlJ U U. M. Æá B H B m j H verksmiðjum ríkisins á Siglufirði á undanförnum mánuðum hafa orð- T,. ...... , . ið að leita sér vinnu utan byggðar- Jóhann Moller endurraðinn sl. fostudag •>. iagsins“. - Býstu við fleiri uppsögnum í fyrirtækinu? „Það hefur verið látið liggja að því að fleirum verði sagt upp og þær fréttir hafa auðvitað niðurdrepandi áhrif á verkafólkið í verksmiðjunum. Fólki er haldið í stöðugum ótta sem skapar óviðun- andi andrúmsloft. Ég vona hins vegar að mönnum hafi nú skilist að fráleitt er að segja fleiri starfs- mönnum upp áður en stjórn verk- smiðjanna fjallarýtarlegaum málið og að ekki er hægt að viðhafa handa hófskennd vinnubrögð þegar fólki er sagt upp vinnu sinni,,, sagði Kolbeinn Friðbjarnarsón formað- ur Vöku á Siglufirði að lokum. Flóabáturmn Baldur: „Uppsögn Jóhanns Möller var dregin til baka á stjórnarfundi fyrirtækisins sl. föstudag en hinar tvær uppsagnirnar standa ennþá“, sagði Kolbeinn Firðbjarnarson for- maður Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði í samtali við Þjóðviljann í gær. Mikið fjaðrafok varð í sl. viku er elsta starfsmanni Síldarverksmiðj- anna á Siglufirði og forsvarsmanni verkafólks um fjölda ára, var sagt upp störfum. Eftir að starfsfólk hafði lagt niður vinnu einn dag var málið tekið upp að nýju og Jóhann endurráðinn s.l. föstudag. En við spurðum Kolbein hvort mörgum hefði verið sagt upp í síldarverk- smiðjunum að undanförnu: „Það hefur verið sagt upp um það bil 30 manns á undanförnum 12 mánuðum og þar hefur verið um að ræða fólk í margvíslegum störf- um. Við þessar uppsagnir hefur ekkert tillit verið tekið til starfs- aldurs viðkomandi starfsmanna og í engu sinnt mótmælum okkar. Við höfum alltaf bent á að þótt sam- dráttur verði í einhverri grein framleiðslunnar eigi að vera hægt að skáka til fólki innan fyrirtækis- ins þannig að það missi ekki vinnuna." Kolbeinn Friðbjarnarson: ekki gott atvinnuástand á Siglufirði og verri horfur framundan. Vilmundur Gylfason á alþingi í gær: ,4 dag hafið þið orðið ykkur tO skammar” Fyrirspurn til dómsmálaráðherra ekki leyfð á þingi „I dag hafið þið orðið ykkur til skammar“, sagði Vilmundur Gylfason alþingismaður við sam- þingmenn sína í sérstæðum um- ræðum á alþingi í gær. Forseti sameinaðs alþingis hafði meinað Vilmundi að leggja fram fyrir- spurn til dómsmálaráðherra. Fyrirspurn Vilmundar var svo orðuð: Hefur dómsmálaráðherra talið ástæðu til að gera athuga- semdir við embættisfærslu sýslu- mannsins á Höfn í Hornafirði 18. ágúst sl.? Svo sem venja er var fyrir- spurnin til afgreiðslu á forseta- fundi sem haldinn var í gærmorg- un. Þá brá svo við, sem vera mun einsdæmi, að forseti sameinaðs alþingis lagðist gegn því að fyrir- spurnin yrði lögð fram í þinginu. A fundi sameinaðs alþingis í gær fór Vilmundur fram á að þingið tæki afstöðu til þess hvort leyfa skyldi fyrirspurnina eða ekki. Óskaði Vilmundur nafnakalls um þetta atriði. Gefið var tíu mínútna þinghlé og síðan gengið til nafnakalls. Var Vilmundi meinað að flytja fyrirspurnina með 41 atkvæði gegn 16 en fjórir sátu hjá. Flestir þingmenn Alþýðu- bandalags og Alþýðuflokks greiddu atkvæði með því að fyrir- spurnin fengist fram borin en enginn úr Framsóknar- og Sjálf- stæðisflokki. Nokkrir þingmanna gerðu sérstaklega grein fyrir at- kvæði sinu og töldu þeir flestir að hér væri verið að stíga skref aftur á bak í þingræðisvenjum. „Ég vil ekki afselja mér þeim rétti að spyrja ráðherra", sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. Vil- mundur sagði m.a. að meirihluti þingmanna væri hér að umhverf- ast í kerfisfólk, þar sem fyrir- spurn eins og þessi fengist ekki rædd. - óg Aðal- atriðið að hefjast handa — segir Finnur Jónasson, stjórnarformaður Baldurs hf. Tvær teikningar hafa verið gerð- ar og boðnar út af nýju skipi sem á að koma í stað flóabátsins Baldurs, sem gengur á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í nokkrum Breiðafjarðareyjum. Fyrirtækið Baldur h.f. flóabátur er að meirihluta til í eigu ríkisins og því eru þetta dálítið einkennileg vinnubrögð. Þjóðviljinn hafði samband við Finn Jónsson í Stykkishólmi, sem er stjórnarformaður Baldurs h.f. og spurði hann hvernig þessu hefði vikið við. Finnur sagði þessar tvær teikningar þannig til komnar, að samgönguráðherra hefði skipað nefnd til að gera úttekt á sam- göngumálum á sjó á Breiðafirði. Þegar sú nefnd skilaði áliti, hefði ráðherra falið Siglingamálastofnun ríkisins að gera teikningu af nýju skipi sem tæki við af þeim Baldri sem nú er í notkun og er orðinn 16 ára gamall og ekki sem hentugast- ur. Á sama tíma hóf Þórbergur Ólafsson, hjá Bátalóni í Hafnar- firði að teikna skip líka, kannski fyrir áeggjan frá Snæfellsnesi, eða kannski bara með viðskipta- sjónarmið í huga. Þegar báðar teikningarnar voru tilbúnar leist Barðstrendingum mun betur á teikningu Þórbergs og þrýstu á ráð- herra að taka henni. Hann lét und- an þeim þrýstingi og eftir nokkrar breytingar á teikningunni var hún boðin út og líka teikning sú sem Siglingamálastofnunin lét gera. Finnur sagði að verðhugmyndir varðandi byggingu svona skips væru langt fyrir ofan það sem mönnum hefði dottið í hug fyrir- fram. Byggðadeild Framkvæmda- stofnunar kom inní þetta mál, þar sem hún taldi sér skylt að tryggja samgöngur við byggðar eyjar í Breiðafirði. Til er norrænn sam- göngusjóður og mun vera hægt að fá lán úr honum til að smíða svona skip og hefði Framkvæmda- stofnunin sjálfsagt annast þá lán- töku fyrir Baldur h.f. Þegar svo samgönguráðherra hafði ákveðið að láta bjóða teikningarnar út, þá hefur einhver afturkippur komið í menn hjá Framkvæmdastofnun, því í gær barst Baldri h.f. skeyti frá Sverri Hermannssyni kommisar hjá Framkvæmdastofnun, þar sem hann tilkynnir að stofnunin muni ekki hafa frekari afskipti af málinu, þar sem samgönguráðherra hafi tekið það yfir. Finnur sagði að þessar tvær teikningar skiptu ekki höfuðmáli, heldur hitt að sem fyrst yrði hafist handa um byggingu nýs skips. Það mætti ekki dragast lengur en fram í byrjun næsta árs, ef taka á það í notkun 1984 eins og talað hefur verið um. _ .. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.