Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN 28 október 1982 fimmtudagur 243. tölublað 47. árgangur í nýrri Þjóðhagsspá, sem forsætisráðherra hefur lagt fram á Alþingi, og unnin er af Þjóð- hagsstofnun, kemur fram að gert er ráð fyrir, að þjóðartekjur á mann minnki um 5% á þessu ári og síðan ennum rösklega4% á næstaári,eða samtals um 9% á tveimur árum. Til saman- burðar er vert að geta þess, að síðast þegar þjóðartekjur okkar lækkuðu svo nokkru nemur, sem var árið 1975 um 7% á mann, þá hækkuðu þær strax aftur næsta ár um 5%. 9% samdráttur þjóðartekna Samráðsfundur forsœtis- ráðherra í gœrmorgun Fulltrúar launafólks, bænda og atvinnurekenda voru boðaðir til fundar í gærmorgun með forsætisráðherra og Ólafi Davíðssyni forstöðumanni Þjóðhagsstofnunar þar sem m.a. var rætt um skýrslu for- sætisráðherra um þjóðhagsá- ætlun fyrir næsta ár. Á fundinum skýrðu þeir Gunnar og Ólafur ástand og horfur í efnahagsmálum, en fátt nýtt mun hafa komið fram í máli þeirra. Hugmyndir vísitölunefndar um nýjan vísitölugrundvöll hafa mjög verið til umræðu en ekkert verið gert opinbert um efni þeirra enn sem komið er. Voru hugmyndirnar kynntar samtökum launafólks og at- vinnurekenda í ágústmánuði sl. Þær bar einnig á góma við Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra býður Ásmund Stefánsson forseta Alþýðusambands Islands velkominn til fundar. Ljósm. gel. Engar niðurstöður samningaumleitanir í sumar. Hefur einkum verið ágreining- ur um hvernig fara ætti með ýmsa frádráttarliði sem í núver- andi grunni eru. Þá hefur leng- ing verðbótatímabila mjög ver- ið til umræðu og hugmyndir um að þau verði 3 á ári í stað fjög- urra eins og nú er. Telur verka- lýðshreyfingin að sú aðgerð Meðal annars fjallað um þjóðhags- áætlun 1983 hefði ótvírætt í för með sér rýrn- un kaupmáttar. Síðast en ekki síst er ljóst að hinar gífurlegu niðurgreiðslur ríkisins koma inn í myndina þegar rætt er um nýjan vísitölugrundvöll. Annar samráðsfundur for- sætisráðherra og samtaka at- vinnulífsins mun ekki hafa verið ákveðinn. -v. Mikill halli á utanríkis- við- skiptum Áfallið er mun þyngra nú heldur en þá var. Áður hefur oft verið gerð grein fyrir ástæðum minnk- andi þjóðartekna í ár, en í hinni nýju áætlun Þjóðhagsstofnunar fyrir næsta ár kemur fram, að vænst er enn 2.7% samdráttar þjóðar- framleiðslu á því ári, og að viö- skiptakjör inuni enn rýrna urn 2- 3%. Til samans veldur þetta tvennt rösklega4% lækkun þjóðartekna á mann árið 1983. í spá Þjóðhags- stofnunar er þó gert ráð fyrir 4% aukningu í útflutningsframleiðslu sjávarafurða á næsta ári, að magni til, en þarer spáð 16.2% samdrætti í ár. Þjóðhagsáætlunin gerir ráð fyrir, að viðskiptahalli verði um 6% af þjóðarframleiðslu á næsta ári, en 10.5% í ár. Gangi þetta eftir þá verður viðskiptahallinn nær 6 milj- arðar króna á þremur árum 1981- 1983 (á verðlagi 1982), eða um 100.000,- nýkrónur á hvcrja fjög- urra manna Ijölskyldu í landinu. I spá Þjóðhagsstofnunar kemur fram, að kaupmáttur kauptaxta er talinn haldast óbreyttur í ár, en rýrna um 6% á næsta ári vegna á- kvarðanasem fyrir liggja. Reiknað er með, að framfærslukostnaður muni hækka um 60% frá upphafi til loka þessa árs, en að á síðari hluta næsta árs verði verðbóguhraðinn aftur kominn niður í 50%, miðað við þær efnahagsaðgerðir, senr þégar hafa verið ákveðnar. k. Lenging orlofs um 4-5 daga til að vega á móti verðbótaskerðingu Liðlega 2 % til láglaunaf ólks í samræmi við yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá í sumar í gær voru lögð fram á alþingi tvö frumvörp sem eiga að samsvara lið- lega 2% kauphækkun til þeirra sem minnst hafa haft í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá í sumar við útgáfu bráðabirgðalag- anna. I öðru frumvarpinu eru ákvæði um að orlof skuli vera 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð en í hi nu er lagt til að fyrsti mánudagur í ágúst skuli vera frídagur og að laun verði greidd fyrir þann dag samkvæmt sömu reglum og giida um aðra frídaga í kjarasamningum. Tekið er fram að atvinnurekendur skuli greiða í orlofsfé 10.17% af launum. í greinargerð með frumvarpinu segir að ríkisstjórnin leggi ríka áherslu á afgreiðslu þess fyrir 1. desember n.k. „Ástæðan er sú að lenging orlofsins kemur á móti þeirri skerðingu verðbóta sem verður 1. desember. Lenging or- lofsins samkvæmt þessu frumvarpi um 4 daga samsvarar 1.84% í kaupi, en fylgifrumvarpið um frí- dag verslunarmanna felur einnig í sér nokkra hækkun þannig að í heild sinni samsvarar hækkunin liðlega 2% í kaupi hjá þeim sent minnstan rétt hafa haft, þ.e. 8.33% orlof og ekki launað leyfi á frídegi verslunarmanna, segir í greinar- gerðinni. - óg Þingkosningar fara fram á Spáni í dag. Spánska sósíalistaflokknum erspáðsigri,oger stefnuskrá hans til umf jöllunar á síðu 7. Halda lifandi sambandi við íbúana í þorpinu með fundum og fréttabréfum. Viðtal viðSigurð Eggertsson sveitarstjóra og Kagnar Elbergsson í Grundarfirði. Verkfalls- boðun í uppsiglingu hjá álverinu Á fundi stjórnar og trún- aðarmannaráðs Hlífar í Hafn- arfirði í gærkvöldi var gert ráð fyrir að tekin yrði ákvörð- un um vcrkfallsboðun hjá ÍSAL. „Það liggur í loftinu að boðað verði til aðgerða", sagði Hallgrímur Pétursson hjá Hlíf í gær. „Það segir sína sögu að deilan er nú hjá sátta- semjara í fyrsta sinn í 13 ár.“ Samningar Hiífar við ÍSAL voru lausir 1. október en deilunni var vísað til sátta- semjara í sl. viku og var fyrsti fundur deiluaðila á hans veg- um sl. föstudag. Mikið ber á ntilli og samkvæmt upplýsing- um sáttasemjaraembættisins var í gærkvöldi enn verið að ræða málin á breiðum grund- velli. Eins og jafnan fyrr eru samningaviðræður Hlífar og ÍSAL fyrir utan kröfuramma ASÍ. Ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.