Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 2
2 SJPA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1982
Útþvældar
tuggur
„Nokkrar af útþvældustu tugg-
unum sem ég man eftir úr knatt-
spyrnuþáttunum eru eitthvað á
þessa leið.
Enginn skiptir um félag á
venjulegan hátt lengur að því er
virðist. „Hann mun klæðast KR
peysunni á næsta keppnistíma-
bili“, þar mun viðkomandi aldrei
skora sitt fyrsta mark heldur
„opna markareikning sinn“,
hann svo sem hættir aldrei í
knattspyrnunni „hann mun
leggja skóna á hilluna" (og senni-
lega leikur berfættur það sem
eftir er) Þetta eru ekki slæmar
samlíkingar í sjálfu sér, en stór-
lega ofnotaður og er þá lítið orðið
um frumlegheitin".
Sigurður Geirdal
framkvæmdastj. UMFÍ
í íeiðara Skinfaxa.
Visindi á íslandi
/
Isaldar-
jarðfræði
Unnið er að rannsóknum á
hopunarsögu síðasta ísaldarjök-
uls og breytingum á sjávarstöðu í
ísaldarlok og á nútíma, einkum í
Melasveit og nágrenni. Athugun-
um á breytingum á nýja hrauninu
í Heimaey hefur verið haldið
áfram, einkum á breytingum á
ströndinni.
Unnið var að athugunum á jarð-
fræði Hvítárglúfurs og Gullfoss,
einkum á breytingum á farvegum
Hvítár og rofsögu gljúfursins.
Unnið var að athugunum á mó-
mýrum með tilliti til notkunar í
nýja eldsneytisgjafa.
Unnið hefur verið að kortlagn-
ingu Skaftáreldahrauns. Unnið
var að jarðfræðirannsóknum í
Elliðaárdal og við Elliðavog.
Unnið var að rannsóknum á veg-
arstæði og jarðgangaleið í Ólafs-
víkurenni og á jarðgangaleiðum í
gegnum Ólafsfjarðarmúla fyrir
Vegagerð ríkisins.
Þeir vísu
sögöu
„Peningar, eru það tungumál
sem allar þjóðir skilja.“
Aphra Ikhn (1640 - 1689)
Enskur rithöfundur.
í brúnni - beðið eftir nótinni. Frá v.: Guðbjartur, Ólafur, Halldór og Loftur. Mynd - Ig.
I brúnni á Jöfri KE-17
Lítill blettur
sem allir
hamast á
- Við vorum í Borgarfirði. Lentum í því í fyrsta kasti að
teinaslíta nótina. Mannskapurinn er uppí í netagerð hjá honum
Friðrik að gera við þetta, sögðu þeir meðan ég reyndi að þurrka
framan úr mér bleytuna bakborðsmegin í brúnni. Uti var grenj-
andi rigning, eitt versta slagveður sem ég hafði lengi komist í
návígi við. Þrátt fyrir veðrið lét ég það ekki aftra mér við að
kíkja um borð í þetta glæsilega nótaskip sem lá bundið við
bryggju á Neskaupstað um síðustu helgi.
Jöfur KE-17 var búinn að vera
vikutíma á síldveiðum en lítið
gengið enn sem komið var. Hún
stendur djúpt síldin, og ekki þétt
nema yfir erfiðum hraunbotni
sögðu þeir. Við slitum nótina á
þessu, en þeir sem náðu upp
fengu sæmilegt, allt að 60 tonn í
einu kasti.
Jöfur var yfirbyggður 1977 og
ber460 lestir af loðnu. Núer eng-
in loðna lengur og þá er reynt við
síldina. 450 tonn er kvótinn sem
þeir á Jöfri mega uppfylla á þess-
ari vertíð. Á þeirri næstu fá þeir
líklega ekki að veiða neina síld.
-Þetta er lúxusfleyta, segir
Loftur, sem er elstur skipverj-
Fara kýmar
að hita upp
íbúöarhús?
Fyrrum heyrði ég stundum tal-
að um „fjósabaðstofur“. Munu
fjósin þá hafa verið undir bað-
stofunum en hitinn frá kúnum
sömu náttúru og annar ylur, að
leita upp á við og ornaði þannig
þeim, er í baðstofunum bjuggu.
Nú er langt um liðið síðan slík
kyndingaraðferð þótti við hæfi
hér á „ísa köldu landi”, enda
húsakostur ærið breyttur frá því
sem áður var.
En nú hefur þessi gamla
upphitunaraðferð verið endur-
vakin af sænska fyrirtækinu Alfa-
Laval, að þvíersegiríFrey. Sam-
kvæmt áætlun, sem um það hefur
anna í brúnni. 11 eru um borð,
auk þess sem ísraelsmaður var
um borð fyrstu túrana. Kom með
að sunnan. - Það var mesta furða
hvað kom út úr honum. Að vísu
dálítið sjóveikur fyrst, en hann
kom fljótt til. Vildi fá að kynnast
sjómennsku af eigin raun.
Um borð eru mest ungir menn.
Loftur er 1. vélstjóri. Ólafur 2.
vélstjóri og þeir Guðbjartur og
Halldór hásetar. Hinir eru á
netaverkstæðinu að eiga við
nótina.
- Hvenær er helst veiðivon,
spyr blaðamaður og reynir að
vera bjartsýnn á svipinn, ef það
er þá hægt.
verið gerð, á hiti frá 25-30 kúm,
að nægja til þess að hita upp
þokkalega rúmgott íbúðarhús og
einnig allt það vatn sem fjöl-
skyldan þarf á að halda heitu.
Meðfylgjandi teikning sýnir
hvernig loftið í fjósinu leikur um
hitaelement þar sem það hitar
upp vökva sem síðan er dælt í
íbúðarhúsið, þar sem hann fer í
gegnum varmaskipti. Varmadæl-
an er rafknúin, notar allt að 5 kw.
- Þetta er best seinnipartinn á
daginn, segja strákarnir. - Um 5
leytið. Annars er þetta svo lítill
blettur sem allir eru að hamast á,
og það er engin furða þó menn
fari misjafnlega út úr þessu. Það
virðist hvergi vera nóg síld nema
þá í blöðunum. Þeir á stóru skip-
unum sem hafa djúpar nætur hafa
betri möguleika en við, enda
fengið ágæta veiði. Sumir eru
jafnvel búnir með sinn kvóta.
Jú, jú við höfurn lóðað á síld,
en hún er þannig staðsett að það
er erfitt að eiga við hana. Stingur
sér jafnvel undir bátinn þegar lóð
að er , já hún er andsk. stygg.
Vélstjórarnir bregða sér niður í
messann, og ég spyr þá Guðbjart
og Halldór hvort þetta sé þeirra
fyrsta vertíð á síld.
- Nei, nei, við vorum á síld í
fyrra líka.
- Er gott að hafa upp úr
þessu?Stefna menn að síldveið-
inni allt sumarið, eftir vertíð-
arlok?
- Nei, kannski ekki, en það
ólgar vissulega í manni. Ef tekst
að ná kvótanum á stuttum tíma,
þá getur þetta gefið gott af sér.
- Hvað er það sem er
eftirsóknarverðast við síld-
veiðina?
-Þetta er létt og skemmtileg
vinna, svara þeir félagar einum
rómi. Ósköp sviðað og á loðn-
unni, nema hvað löndunin er
erfiðari.
Þá var ég orðinn þurr, búinn að
smella af nokkrum myndum og
tilbúinn að halda út í slagveðrið
aftur.
af rafmagni og skilar þá 15,5 kw
hita, samkvæmt áætlun þeirra hjá
Alfa-Laval.
Menn eru farnir að óttast að of
hægt gangi að endurnýja jarðhit-
ann. En það er engin kúnst að
endurnýja kýrnar. Hver veit
nerna Reykvíkingar gætu meira
að segja notfært sér þessa hug-
mynd Svíanna þegar Jónas verð-
ur búinn að koma upp fjósinu
sínu á hafnarbakkanum? - mhg
Mendés-
France
látinn
Var forveri
Mitterands i frönsk-
um stjórnmálum
Pierre Mendés-France,
maðurinn sem losaði Frakka út
úr stríðinu í Indókína, lést í París
í síðustu viku, 75 ára að aldri.
Þótt hann hafi einungis gegnt
forsætisráðherraembætti í tæpt
ár (frá júní 1954 til febrúar 1955)
er hans nú minnst sem eins þeirra
manna, er hvað mestan þátt
hafa átt í að móta Frakkland
nútímans.
Mendes-France tók þátt í and-
spyrnuhreyfingunni og varð við-
skiptaráðherra í bráðabirgða-
stjórn de Gaulles eftir stríð.
Hann snérist þó brátt gegn de
Gaulle og var að lokum kosinn
forsætisráðherra mánuði eftir
ósigur Frakka við Dien Bien Phu
í Indókína 1954. Það var líklega
hans stærsta framlag að koma
Frökkum með sæmilegum sóma
út úr Indókínastríðinu með
undirritun Genfarasáttmálans.
Það var Frökkum ekki sársauka-
laust, því á sex árum höfðu þeir
misst 92 þúsund hermenn í Indó-
kína og 114 þúsund höfðu særst.
Mendes-France komst til valda
á þeim tímamótum í sögunni sem
markast af dauða Stalíns og lok-
um Kóreustríðsins 1953.
Mendes-France þóttist eygja
möguleika á að skapa þíðu í
kalda stríðinu og boðaði að Ev-
rópa ætti að hafa sjálfstæða
stefnu er stæði á milli bandarísks
kapítalisma og sovésks kommún-
isma. Hann átti þátt í að sam-
komulag var undirritað í London
1954 um inngöngu V-Þýskalands
í NATO og uppbyggingu vestur-
þýsks herafla og hann var tals-
maður Kola- og stálbandalagsins
frá 1951, sem var forboði stofn-
unar EBE 1957.
Francois Mitterrand, sem var
innanríkisráðherra í stjórn Men-
des-France, sagði er hann tók við
embætti förseta í maí í fyrra, að
Mendes-France og áhrif hans á
frönsk stjórnmál hafi verið for-
senda fyrir sigri sósíalista í for-
setakosningunum, og að hin
stutta ráðherratíð hans hafi engu
að síður haft slík áhrif, að hún
gerði Mendes-France að einum
af þeim, sem haft hefði meirihátt-
ar áhrif á sögu Frakklands nútím-
ans. ólg.
Gætum
tungunnar
Heyrst hefur: Mest af þeim bók-
um, sem seldar voru fyrir jólin,
voru íslenskar.
Rétt væri: Mest af þeim bókunt,
sem seldar voru fyrir jólin, var
íslenskt.
(A.t.h.: Mest.. var íslenskt)
Betur færi þó: Flestar þær bæk-
ur... voru íslenskar.
-Ig-