Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN
Ragnar Elbergsson, fulltrúi Al-
þýðubandalagsins í hreppsnefnd,
og Sigurður Eggertsson sveitar-
stjóri.
Rætt við Sigurð
Eggertsson
sveitarstjóra og
Ragnar Elbergs-
son sveitar-
stjórnarmann
Hluti Grundar-
fjarðarhafnar.
Málefni
eldri borgara
Við ætlum að gera átak í inálefn-
um eldri samborgara í byggðar-
laginu. Við ætlum að afnema opin-
ber gjöld á öryrkja og ellilífeyris-
þega og skipuleggja heimilishjálp
og aðstoð við aldraða. Öldrunar-
nefnd staðarins er einnig að vinna
að því að gera áætlun í elliheimilis-
málum og jafnvel útvega húsnæði.
Hér gæti verið um bráðabirgðaað-
stöðu að ræða en frumteikningar
að myndarlegu elliheimili liggja á
borðinu.
Lifandi samband
við almenning
Við leggjum mikla áherslu á að
upplýsa almenning í byggðarlaginu
um það sem er að gerast í sveitar-
stjórnarmálum. Meirihlutinn hefur
með sér samstarfsnefnd sem undir-
býr mál og þarsem ágreiningsmál
eru leyst. Við höfum náið samband
okkar á milli um leið og við reynum
að koma á góðu sambandi við
bæjarbúa. Við erum að koma út
fréttabréfi sem við vonum að komi
út árlega um þessi mál. Núna verð-
ur sagt frá stöðunni í fjárhagsmál-
um þegar við tókum við og við
látum vita um það hvernig við
tökum ákvarðanir um öll meiri-
háttar mál. Samvinna við bæjarbúa
er auðvitað með því allra mikilvæg-
asta.
Þarmeð kvöddum við þá Ragnar
Elbergsson og Sigurð Eggertsson
sveitarstjóra í Grundarfirði.
- óg.
Leikskólinn
Grundarfirði.
Lifandi samband
við almenning
Elísabet Amadóttir og Ragnar Elbergsson eru hreppsnefndarfull-
trúar AlþýðubandalagsinsáGrundarfiröi. Mynduðu þau meirihluta
eftir kosningarnar sl. vor með Framsóknarmönnum. Núverandi
oddviti er Guðni Hallgrímsson en sveitarstjóri nýráöinn er Sigurður
Eggertsson. Á dögunum voru þeir Ragnar Elbergsson og
Sigurður sveitarstjóri á ferð í höfuðborginni og báðum við þá segja
allt af létta um málefni sveitarfélagsins.
Sigurður sem er ættaður frá
Hellissandi sagðist hafa mjög gam-
an af sveitastjórastarfinu, þetta
væri fjölbreytt en erfitt starf sem
gerði kröfur til manna. Hann hefur
búið í 18 ár í Reykjavík og rekið
vélaverkstæði.
Ragnar hefur staðið í pólitíska
siagnum á Grundarfirði með Ólafi
Guömundssyni og öðru knálegu
liði allar götur frá 1968. Við spurð-
um Ragnar fyrst um pólitíkina í
hreppsnefndinni.
- Þar er fyrst til að taka að við
þurfum að losa um 40 ára gamlan
íhaldsanda sem drepið hefur fram-
kvæmdir í dróma á staðnum. Viö
eigum í ágætu samstarfi við Fram-
sókn og höfum gert með okkur
málefnasamning. Við þurfum að
losna við íhaldið til frambúðar á
staðnum, enda má segja að það
hafi fengið sitt tækifæri.
- Alþýðubandalagið er eini
stjórnmálaflokkurinn sem tók af-
stöðu með hafnarframkvæmdun-
um sem hófust fyrir nokkrum
íþróttahúsio *r
viðbygging við
Grunnskóla
Grundarfjarðar.
árum, þó svo að þetta séu dýrar
framkvæmdir. Þær hafa gengið
mjög vel og hafa mætt góöum
skilningi stjórnvalda. Byggðar-
lagið er nú að njóta góðs af þessari
lífæð.
- Þegar höfnin er komin í fullt
lag geta t.d. legið við bryggjuna
tveir skuttogarar og flutningaskip
fyrir endann. Þegar svo verður
komið getum við boðið uppá hafn-
araðstöðu sem er meðai þess besta
sem þekkist. Þarna er gott aðdýpi
og góð skilyrði frá náttúrunnar
hendi. Til að svo geti orðið þarf að
vinna skipulega að framkvæmdum
næstu fjögur árin með ríkulegum
skilningi fjárveitingavalds og
stjórnvalda.
Komum skikk
á skipulagið
- Við stefnum aö því að íþrótta-
húsið verði klárað og tekið í notk-
un á kjörtímabilinu. Sundlaugin er
tilbúin og mikið notuð; þetta er
stærsta laugin á Nesinu með sauna-
baði og geysi góðri aðstöðu. Það
verður einnig dýrt að Ijúka við
þessar framkvæmdir, áætlað er að
unnið verði fyrir 2.5 miljónir á
næsta ári.
- Þrjú þúsund tonn af olíumöl
verða lögð á næsta ári á allt gatna-
kerfi sem eftir er, þannig að þá ætti
að vera bundið slitlag á öllum göt-
um bæjarins.
í þessu hefur ekkert verið gert
síðan árið 1978. Eitt af fyrstu verk-
um núverandi meirihluta var að
fjármagna þetta verk, þrátt fyrir að
íhaldið héldi því fram í kosninga-
baráttunni að þeir væru búnir að
útvega fjármagn til framkvæmd-
anna. Það reyndist ekki á neinum
rökum reist fremur en svo margt
annaö (þegar pólitíkin er annars
vegar í þessu viðtali hefur Ragnar
orðið).
- Við þurfum í náinni framtíð að
láta samræma byggð við margar
götur í ákveðnum hverfum og ljúka
heildarskipulagi. Skipulagið hefur
verið í ólestri en á döfinni er að
Ijúka við endurskoðun skipulags-
ins.
Stórátak í
umh verfismálum
Við þurfum að gera stórátak í
umhverfismálum. Meðal þess sem
við ætlum að gera í því sambandi er
að snyrta byggðarlagið. það er gert
í samráði við æskulýðsnefnd sem
hefur með unglingavinnu að gera.
- Arnarflug er með áætlunar-
flugleyfi til Grundarfjarðar en hef-
ur ekki sinnt því verkefni sem
skyldi. Við höfum fengið sæmi-
legan flugvöll, en það vantar á
Elísabet Árnadóttir
hreppsnefndarmaður
Alþýðubandalagsins
hann öryggistæki og fleira, í allt
framkvæmdir uppá um 1500 þús-
undir króna. Farið er út í að gera
þennan flugvöll, m.a. fyrir áeggjan
Arnarflugs, sem er nú ekki tilbúið
að hefja áætlunarflug til staðarins.
Samvinna
sveitarfélaganna
- Við viljum að samgöngur við
nágrannabyggðarlögin verði bætt-
ar. Vondir vegir her í sveitum eru
hemill á eðlileg félagsleg samskipti
nágrannabyggðarlaga og samvinnu
í atvinnumálum. Til dæmis ræður
Vegagerðin ekki lengur við þennan
veg á milli Ólafsvíkur og Grundar-
fjarðar. Á hann og fleiri vegi vant-
ar bundið slitlag. Eiginlega ættu
flestir vegir á Snæfellsnesi að flokk-
ast undir svokallaða Ó-vegi. Við
viljum leita samstarfs við önnur
sveitarfélög á Nesinu um úrbætur í
samgöngumálum, og sérstaklega
um sameiginlega kröfugerð á
hendur Vegagerðinni og fjárveit-
ingavaldinu til að sveitarfélögin
komist í eðlilegt samband við hvert
annað.