Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1982 Frá útvarpsumræðunum á mánudag AlþýðubandaSagið gegn afturhaldlnu Vegna ummæla um vísitölumál hér fyrr í kvöld kemst ég ekki hjá því, að geta þess, að frv. til laga um vísitölumál hefur ekki verið af- greitt í ríkisstjórninni og samnings- forsendum verður ekki breytt nema með samkomulagi allra stjórnaraðila og í samráði við verkalýðshreyfinguna. Þetta er seinvirk leið, eins og nefnt var hér fyrr í kvöld, en það er iýðræðisleg leið. Leiftursókn og loddarskapur Geir Hallgrímsson flutti hér mjögsérkennilega ræðu. Hann lof- aði að afnema verðbólguna og jafnframt að tryggja fulla atvinnu. Hann lofaði lægri sköttum, en nefndi ekki hvernig hann ætlaði að fara að því. Hann sagði ekki frá því, hvernig hann ætlaði að af- nema verðbólguna heldur, en landsmenn þekkja leiftursóknina, Hann sagði ekki frá því, hvernig hann ætlaði að tryggja fulla atvinnu, en landsmenn þekkja hugmyndir hans um erlenda stór- iðju og stóraukin umsvif ameríska hersins. Þannig er enn ljóst hvað hann vill. Geir Hallgrímsson hefur í kvöld enn einu sinni afhjúpað stefnu og loddaraskap Sjálfstæðis- flokksins. Þannig hafa útvarpsum- ræðurnar gert gagn. Hlustendur hafa ekki komist hjá því að heyra í kvöld kröfur stjórn- arandstöðunnar um að ríkisstjórn- in segi af sér. Þessi krafa er til marks um ábyrgðarleysi. f fram- kvæmd nryndi hún auka á glund- roða og óvissu í efnahags- og at- vinnumálum og ég hélt að flestum þætti nóg komið í þá áttina. Það leysir engan vanda, að ríkisstjórnin segi af sér, nema ákvarðanir hafi- verið teknar af nýjum þingmeiri- hluta um að yfirtaka landsstjórnina eða að samkomulag hafi orðið um það með öðrum hætti, hversu landinu verði stjórnað fram yfir kosningar. Það eru engu að síður Ijóst, að svo fráleit sem krafan er um afsögn ríkisstjórnarinnar, þá væri hitt fráleitt að ríkisstjórnin neitaði að viðurkenna þá stað- reynd, að á Alþingi er sjálfhelda, sem verður að leysa. Þar ber ríkis- stjórnin fremst skyldu, en þar ber stjórnarandstaðan líka ábyrgð. Ég skora á landsmenn að fylgjast vel með því, sem gerist á næstunni í viðræðum við stjórnarandstöðuna. Athygli almennings verður von- andi til þess, að flýta niðurstöðum. Þegar menn eru að ræða um jafn örlagarík mál og stjórn þjóðfélags- ins er ekki sæmandi að gaufa lang- tímum saman við að finna niður- stöðu. Slíkt á líka að vera þarflaust. Alþýðubanda- lagið vill uppgjör 'Alþýðubandalagið hefur krafist uppgjörs, krafist þess að bráða- birgðalögin yrðu lögð strax fyrir þingið; og ef þau féllu, þá yrði þing rofið og efnt til kosninga. Þannig kom sérstaða Alþýðubandalagsins skýrt fram í því, að við vildum koma málum á hreint og það tafar- laust. Þessi krafa Alþýðubanda- lagsins var sett fram í byrjun þings með það í huga, að unnt yrði að kjósa í nóvember, svo þessi stjórn eða ný stjórn gæti gert ráðstafanir í stað brbl. fyrir 1. des. Alþýðu- bandalagió vildi í þessum kosning- um skjóta málinu til þjóðarinnar, losa um sjálfhelduna á Alþingi ís- lendinga. Þetta var ekki gert; m.a. virtist áhugi stjórnarandstöðunnar merkilega lítill á því, að kosið yrði strax. Nú er komin upp ný staða í stjórnmálum, erfitt er að ímynda sér að samstaða náist um kosningar fyrir áramót. Þess vegna hefur ríkisstjórnin farið fram á það við stjórnarandstöðuna, að ræða um afmörkuð lykilmál og um kosning- ar á fyrri híuta næsta árs. Viðræð- urnar við forustu stjórnarandstöð- unnát hafa ekki borið árangur til þessa, því miður. Þeir hafa ekki viljað setja fram afdráttarlaust sína skoðun um afgreiðslu bráðabirgða- laganna nema það, að þeir muni fella þau við fyrsta tækifæri. Þeir hafa lýst vilja sínum til að taka á kjördæmamálinu, og það er vel; en þeir hafa gert kröfu til þess, að ríkisstjórnin segi af sér. Kröfunni um afsögn ríkisstjórnarinnar hefur verið hafnað; þrátt fyrir stjórn- málalega sjálfheldu um þessar mundir er margt sem mælir á móti því, að ríkisstjórnin segi af sér. í fyrsta lagi er hún enn meiri hlutastjórn, en hana skortir styrk til að koma málum í gegnum aðra deild þingsins. I annan stað liggur ekkert fyrir um aðra ríkisstjórn, og það er nauðsynlegt að slíkt liggi fyrir áður en ríkisstjórnin segði af sér. í þriðja lagi er greinilegt að ríkis- stjórnin nýtur stuðnings meðal al- mennings. Kaflar úr ræðu Svavars Gestssonar í fjórða lagi er ástand hér á landi í atvinnu- og efnahagsmálum betra en í grannlöndum okkar. ísland er eina landið í Vestur-Evrópu, sem hefur haldið fullri atvinnu. Hér hefur félagsleg þjónusta verið aukin, hér er staða ríkisbúsins góð. En hvað er það sem stjórnarand- staðan vill? Vill Alþýðuflokkurinn meiri eða minni kaupskerðingu en þá sem fram kemur í bráðabirgða- lögunum?; ekkert svar. Þó hafa Alþýðuflokksmenn haft hér eins langan ræðutíma og aðrir flokkar í kvöld og tvo mánuði til að hugsa sig um. Vill Alþýðuflokkurinn kann- ski kauplækkun eins og þá, sem hann lagði til haustið 1978, að kaup hækkaði aðeins um 4% á þriggja mánaða fresti burtséð frá verð- bólgunni? Samstaða gegn leiftursókn Alþýðubandalagið er sem fyrr reiðubúið að taka þátt í því, að reyna að verja íslensku þjóðina fyrir peningahyggjunni. sem um þessar mundir herjar á alþýðu grannlanda okkar. Við hleypum ekki afturhaldsstefnunni að átaka- laust, en sigur vinnst ekki nema við stöndum saman. Við höfum með hjálp launamanna unnið að stór- felldum framförum í félagsmálum á. liðnum árum meðan félagsleg þjónusta hefur verið skorin niður í grannlöndum okkar. Við höfum með stuðningi launamanna stöðv- að atvinnuleysisvofuna, og Island er því eina landið, sem hefur nú fulla atvinnu. Við munum með stuðningi launamanna áfram beita okkur fyrir því, að treysta undir- stöðu okkar þjóðlífs og stuðla að félagslegum og menningarlegum framförum. Við skulum gera allt sem við get- um til þess að verja ísland fyrir afturhaldsstjómum, eins og í Bret- landi, Danmörku, Bandaríkjun- um, Noregi og nú síðast í Vestur- Þýskalandi. Þar gerðist það, að miðflokkur læddist með veggjum og hljóp svo í bland við tröllin, sveik grundvallaratriði í stefnu rík- isstjórnar Helmut Schmidts og kom afturhaldinu til valda. Mið- flokkum er aldrei að treysta, það sýnir reynslan, ekki aðeins frá Vestur-Þýskalandi 1982, heldur einnig frá íslandi 1974 og 1959. Átökin milli Alþýðubanda- lagsins og afturhaldsins ...Góðir hlustendur. Ég er viss um að þið metið fremur þá, sem sýna ábyrgð en ábyrgðarleysi; fremur þá sem ganga hreint og heiðarlega til verks en hina er iæð- ast með veggjum. Alþýðubanda- lagið óttast ekki um niðurstöðu ykkar; en við skulum í sameiningu gera okkur ljóst, að framundan er alvarlegur vandi í efnahagsmálum á íslandi, erlendar skuldir geta stofnað sjálfstæði þjóðarinnar í hættu ef við förum ekki varlega, verðbólgan æðir áfram. Við þurf- um því að leita leiða til að koma á samkomulagi um stjórnarstefnu, sem losar þing og þjóð úr pólitískri og efnahagslegri sjálfheldu. Al- þýðubandalagið er sá flokkur, sem almenningur getur treyst til að standa vörð um lífskjör alþýðu og heildarhagsmuni. Alþýðubanda- lagið býður fram krafta sína, átökin verða sem fyrr milli afturhaldsins og Alþýðubandalagsins. Ég þakka þeim sem hlýddu.” BÓKMENNTA- KYNNING Verkamannafélagiö Dagsbrún gengst fyrir samfelldri dagskrá um verkafólk í bókmennt- um til heiðurs Tryggva Emilssyni, áttræðum. Dagskrá þessi verður í Iðnó laugardaginn 30. október og hefst kl. 2. e.h., meðal annars mun Tryggvi Emilsson lesa úr eigin verkum. Eðvarð Sigurðsson flytur ávarp frá Dags- brún. Stutt erindi um Tryggva og stöðu hans í ís- lenskum bókmenntum flutt af Þorleifi Hauks- syni. Að öðru leyti byggist dagskráin á upplestr- um, leikatriðum og söng úr ýmsum verkum er tengjast sögu verkafólks. Kynnir: Silja Aðalsteinsdóttir Lesarar, söngvarar og leikarar: Guðmundur Olafsson, Kristín Ólafdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Þorleifur Hauksson. Undirleikari: Guðmundur Hallvarðsson. Dagsbrúnarmönnum svo og öllum velunnur- um Tryggva Emilssonar er boðið til þessarar dagskrár meðan húsrúm leyfir. Stjórn Dagsbrúnar. Laus staða Verðlagsstofnun óskar að ráða starfsmann til vélritunar. Starfíð krefst góðrar kunnáttu í vélritun. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og BSRB. Umsókn með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir 1. nóvem- ber n.k. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 27422. Verðlagsstofnun LAUS STAÐA Staða skólastjóra Leiklistarskóla íslands er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla íslands skal skólastjóri „settur eöa skipaður af ráðherra til fjögurra ára í senn" og miðast ráðningartími við 1. júní, en gengið skal frá ráðningu hans fyrir 1. febrúar. „Skólastjóri getur sá einn orðið, sem öðlast hefur menntun og reynslu í leiklistarstörfum". Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist Menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 10. desember n.k. Menntamálaráðuneytið 25. október 1982 Auglýsingasíminn er 8-13-33 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ í REYKJAVÍK FUNDARÖÐ UM VERKALYÐSMAL Skipulag og starfshættir verkalýðshreyfingarinnar Fundur um skipulag og starfshætti verkalýðshreyfingarinnar verður haldinn í Sóknarsalnum Freyjugötu 27 fimmtudaginn 28. október kl. 20:30. Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana - og Þórir Daníelsson, fram- kvæmdastjóri Verkamannasambands íslands. Fundirnir eru opnir öllu áhugafólki um verkálýðsmál. Gunnar Þórir Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. - Stjórn ABR.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.