Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 28. október 1982
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðs-.
hreyfingar og þjóðfrelsis.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn:.Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúðvikGeirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson.
íþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elisson.
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gisli Sigurðsson, Guðmundur Andri
_Thorsson.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigriður H. Sigurbjörnsdóttir,
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Siðumúla 6 Reykjavík, simi 8 13 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
5 nýir orlofsdagar
• í gær var lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um breyt-
ingu á orlofsdögum, og felur frumvarpiö í sér lengingu orlofs
um fjóra til fimm daga á ári hjá meginþorra launafólks.
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir, að þessi réttarbót
komi til framkvæmda strax við töku orlofs á næsta ári.
• Efni frumvarpsins er í samræmi við ákvæði í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar frá 21. ágúst s.l. og mun stjórnin leggja
áherslu á, að fá frumvarpið afgreitt sem lög fyrir 1. des. n.k.
Afstaða stjórnarandstöðunnar liggur hins vegar ekki fyrir.
• Hjá almennu verkafólki og mörgum öðrum hópum launa-
fólks, þá hafa laugardagar í orlofsmánuði, talist orlofsdagar.
Samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, verður því nú hætt, nái
það fram að ganga. Þannig lengist orlofið um fjóra daga.
Auk þess verður svo frídagur verslunarmanna gerður að
almennum frídegi.
• Þessi lenging orlofs samsvarar um 2% í kaupi hjá megin-
þorra almenns launafólks, og reyndar liðlega það hjá þeim
fjölmörgu, sem hingað til hafa ekki getað tekið frí á frídegi
verslunarmanna, nema missa við það daglaun.
• Sú kjarabót, sem felst í lengingu orlofsins mun ásamt
sérstökum láglaunabótum og fleiri ráðstöfunum draga mjög
verulega úr áhrifum verðbótaskerðingarinnar 1. des. n.k. á
Hfskjör láglaunafólks. k.
Samráð um vísitölu
• Annað mál, sem einnig var fjallað um í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar frá 21. ágúst í sumar er nýtt viðmiðunarkerfi
hvað varðar greiðslu verðbóta á laun. Tekið er fram að fyrst
þurfi þó að eiga sér stað ýtarlegri viðræður um málið við
aðila vinnumarkaðarins.
• Það hefur lengi verið gagnrýnt af ýmsum, að verðbóta-
kerfið, sem hér er í gildi, taki ekki nægilegt mið af raunveru-
legri neyslu, enda byggir grunnur þess á neyslukönnun, sem
fram fór fyrir 15-20 árum, þegar mynstur neyslunnar var
með nokkuð öörurn hætti en nú.
• í þessum efnum er þó sitthvað að varast, þegar hugað er
að breytingum. Þannig liggur fyrir að verði miðað eingöngu
við neysluna eins og hún er nú hjá fólki með miðlungstekjur,
þá kæmi verðhækkun á matvælum og ýmsum öðrum allra
brýnustu nauþsynjum til með að vigta mun minna en nú er
við útreikning verðbóta á laun. Ástæða þessa er sú, að fólk
með miðlungstekjur og hærri eyðir nú mun minni hluta
teknasinna í matvæli og aðrar nauðþurftir heldur en algengt
var fyrir tveimur áratugum.
• Breyting sem tæki eingöngu mið af núverandi meðalneyslu
gæti því haft í för með sér þá hættu, að lágtekjufólkið, það
fólk, sem eyðir stærstum hluta tekna sinna í matvæli og aðrar
brýnustu þarfir, fengi hækkanir á einmitt þessum vörum
iakar bættar heldur en tryggt er með núverandi verðbóta-
kerfi. Þessa hættu verður tvímælalaust að varast, og finna
þarna hæfilega millileið.
• í umræðum á vegum stjórnvalda og við aðila vinnumark-
aðarins um vísitölu- og verðbótamál, þá hafa verið orðaðar
fleiri breytingar heldur er þær er varða sjáifan neyslugrunn-
inn, sem reiknað er út frá. Hugmyndir hafa m.a. komið fram
um lengingu verðbótatímabila, og svokallaða „lífskjaravísi-
tölu“, sem ætlað væri að mæla fleiri þætti lífskjaranna heldur
en eingöngu kaupmátt launa. Þannig gætu breytingar á viss-
um þáttum samneyslunnar og hinnar félagslegu þjónustu
komið til með að hafa áhrif á ákvarðanir um verðbóta-
greiðslur á laun.
• Hér skal áhersla á það lögð, að fullt samráð ber að hafa
við verkalýðshreyfinguna um allar breytingar í þessum efn-
um. Einhliða veigamiklar breytingar af hálfu stjórnvalda í
fullri andstöðu við verkalýðshreyfinguna gætu ekki orðið til
gæfu. k.
Kafbáturtnri
sem hvarf
Vikum saman voru blöð í Sví-
þjóð og um heim allan full með
fregnir af dramatískri leit að ó-
þekktum erlendum kafbáti sem
hefði smyglað sér inn í sænska
landhelgi. Skammt frá flotastöð,
eins og viskíkafbáturinn sovéski í
fyrra.
Svo hvarf hann allt í einu, og
enginn veit hvað varð af honum,
og blaðamenn heimsins voru
stúrnir og gramir. Og í Svíþjóð er
mikil deila hafin um málið - nú
síðast skýtur yfirmaður sænska
hersins, Nils Skjöld, föstum og
lausum skotum á þá sem vilja
nota málið til að útvega flotanum
meiri peninga en hann hefur þeg-
ar fengið. Yfirhershöfðinginn
segir að það sé þegar búið að
skrúfa frá peningastraumi til
sænska flotans.
Sænski flotinn þykir reyndar
sitja illa í þessari súpu, því að
margir aðrir aðilar telja sig hæg-
lega geta fundið málmstykki á
hafsbotni sem ekki séu stærri en
fótbolti - og því ekki heilan
kafbát?
Fjórar
kenningar
Flemming Ytzen viðrar á dög-
unum í Information helstu kenn-
ingar sem uppi eru um kafbát
þennan. Þær eru þessar:
1. Kafbátnum var í raun og
veru sökkt af þeim djúpsprengj-
um sem kastað var á hann, en
hann liggur þar sem erfitt eða
ómögulegt er að ná honum upp.
2. Kafbáturinn slapp út úr girð-
ingum, en sænski flotinn reynir
að breiða yfir þau mistök sín með
ggggijwffen varnar
því að breiða út mótsagnakennd-
ar upplýsingar um málið.
3. Sænskir diplómatar hafa
með mikilli leynd samið við
heimaland kafbátsins og hafa
undir vissum þrýstingi sæst á að
leyfa honum að sleppa (Sænsk
stjórnvöld hafa til þessa harðlega
neitað þessu).
4. Kafbáturinn var ekki so-
véskur eins og flestir hafa gert ráð
fyrir, heldur kom hann frá vest-
rænu ríki, að líkindum Vestur-
Þýskalandi. En með því að Svíar
hafa vissa slagsíðu til Nató þrátt
fyrir hlutleysi sitt - meðal annars í
gegnum samvinnu um njósnir og
gagnnjósnir - vildu Svíar komast
hjá árekstri við ríki sem er nokk-
uð nálægt því að vera banda-
maður.
Harðari .
tónn
Ekkert verður um það fullyrt
hver fótur er fyrir þessum kenn-
ingum - útilokunaraðferð gæti
samt bent til þess, að í raun og
veru væri ekki um mikið fleiri
möguleika að ræða.
Svo mikið er víst, að hin nýja
stjórn Olofs Palme hefur með
nokkrum hætti skerpt tóninn í
þeim orðsendingum sem hún
sendir - beint og óbeint - í austur
sem vestur. Til dæmis gerðust
þau tíðindi á dögunum, sem
hefðu þótt mjög ólíkleg fyrir
skömmu, að Palme forsætisráð-
herra lýsti því yfir með mjög ótví-
ræðum hætti, að næsta kafbáti
myndu Svíar sökkva! Ef að flestir
ólöglegir kafbátar í sænskri land-
helgi eru sovéskir, eins og stað-
hæft er, þá er ljóst hyer á einkum
að taka þetta til sín. Á hinn bóg-
inn hefur hinn nýi utanríkisráð-
herra Svía, Lennart Bodström,
komist svo að orði fyrir
skemmstu, í ræðu á allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna, að
það sé hlutverk Bandaríkjanna í
Mið-Ameríku að „styðja við
, bakið á einræðisstjórnunum sem
riðuðu til falls“. Bandaríkjamenn
urðu æfir yfir þessum orðum.
- áb.
Ólga medal höfunda„Þáttaúr félagsheim-
ili” vegna medferdar á verkum þeirra:
..Þetta verk er
ekki eftir mig”
— heldur „menntamálaráduneytid og dramadurg
sjónvarpsins”, segir Jónas Guðmundsson
rithöfundur. „Meginkarakterinn eyðilagóur”,
segir Guðný Halldórsdóttir
■ J-.g kannast ekki við þctta leiknt
Að visu er cg ekki vanur þvi að verk cftir
mig seu þydd á sænsku. en þctta verk
er ckki eflir mig." sagöi Jonas (iuð-
mundsNon. nthofundur. sem sagður var
i dagskrarkynnmgu sjönvarpssl. laugar-
dagskvold hofundur annars þáttar ís-
lenska framhaldsmyndallokksins Þarttir
ur lelagsheimih. er Timinn spurði hann
hvort hann varri anxgður með þatt þann
sem hirtist á sk|ánum á laugardagskvold-
u)
..Yið Ivrsta s.iinlesiui.; sagði Jonas.
..þa var vcrið meö verkíö mitt og mer
var sagt að cg þyrfti ckki að hafa neinar
ahyggjur framar. en siðan birtist þetty
okunna verk i sjönvarpinu á laugardags-
kvöldið"
Minn eða
þinn
sjóhattur?
Nú er heima. Höfundar fyrstu
tveggja sjónvarpsþáttanna úr
syrpunni um félagsheimilið, sem
Hrafn Gunnlaugsson stjórnar,
kvarta sáran yfir útreið þeirri sem
verkin fái. Höfundur fyrsta þátt-
arins (Sænska línan), Guðný
Halldórsdóttir, telur að „megin-
karakterinn hafi verið eyði-
lagður“ í breytingum leikstjór-
ans. Jónas Guðmundsson telur
sig þó enn verr settan: „Ég kann-
ast ekki við þetta leikrit," segir
hann í Tímanum í gær.
Jónas segir að við fyrsta sam-
lestur hafi inenn haft hans verk
milli handa og honum svo sagt að
hann skyldi engar áhyggjur hafa
framar. En svo vaknar hann upp
við vondan draum og sér „ókunn-
ugt verk“ á skjánum. Jónas segir:
„I mínu verki var til dæmis
texti, en í þessu verki er textanum
sleppt að mestu... í mínu leikriti
er enginn drykkjuskapur í eld-
húsinu, engar serðingar með
franskbrauði og engar klósett-
ferðir. Allt er þetta komið frá
menntamálaráðuneytinu og
dramadúrg sjónvarpsins.
Umskiptinga-
mál x
Dramadurgurinn er Hrafn,
eins og menn vita. Jónas segir að
með þessu móti sé verið að þýða
verk hans á sænsku (sem er nátt-
úrlega það skelfilegasta sem til
er). Er þá engu líkara en Hrafn
sjálfur sé orðinn „sænska línan“
og gerast listamál nú torskildari
én þau hafa verið um sinn.
Hitt er svo ekki ljóst, hvaða
hlutverki ráðuneyti Ingvars
Gíslasonar gegnir í því að spilla
sköpunargleði þess góða Fram-
sóknarmanns, Jónasar Guð-
mundssonar. Og verða frændur
enn frændum verstir.
Merkilegt annars að svona lífs-
reyndur maður eins og Jónas
skuli láta snúa á sig með jafn
herfilegum hætti. Hann hefur
stýrt skipum yfir lífsins ólgusjó,
málað fleiri niyndir en flestir
menn aðrir, skrifað ljóð og sögur
eins og fara gerir, einnig gagnrýni
um allar listgreinar. Og svo lætur
hann leikverk sitt dyggðum prýtt,
mannviti og hreinleika, í hend-
urnar á dramadurg - og stendur
uppi eins-og hrekklaus húsfreyja
forðum með umskipting, átján
barna föður úr álfheimum, sem
bítur og slær með brennivíns-
þambi í óvirðulegu umhverfi!
Það er margt manna bölið.
- áb.