Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 28. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Wllklns
ekki með
Fyrirliði enska landsliðsins í
knattspyrnu, Ray Wilkins, kjálka-
brotnaði í leik Manchester United
og Bournemouth í enska deilda-
bikarnum í fyrrakvöld. Wilkins
verður frá í 6-7 yikur og missir af
landsleik Grikkja og Englendinga í
Saloniki í næsta mánuði. Arnold
Muhren og Steve Coppell skoruðu
mörk United í leiknum.
Síðari leikir annarrar umferðar í
deildabikarnum, eðamjólkurbik-
arnum eins og hann er nefndur nú,
fóru fram í gærkvöldi og fyrra-
kvöld. Úrslit urðu þessi, saman-
lögð úrslit í svigum.
Birmingham-Shrewsbury........4-1 (5-2)
Blackburn-Brentford..........0-0 (2-3)
Blackpool-Northampton........2-1 (3-2)
Bournemouth-Manch. Utd.......2-2 (2-4)
BradfordC.-Rochdale..........4-0 (5-0)
Brighton-Tottenham...........0-1 (1-2)
Cambridge-Barnsley...........1-3 (2-5)
Cardiff-Arsenal..............1-3 (2-5)
Charlton-Luton...............2-0 (2-3)
Coventry-Fulham..............0-0 (2-2)
(Coventry áfram á útimörkum)
Cr. Palace-Peterboro.........2-1 (4-1)
Everton-Newport............ 2-2 (4-2)
Leicester-Lincoln............0-1 (0-3)
Hartlepool-Derby.............4-2 (4-4)
(Derby áfram áútimörkuðum)
Liverpool-lpswich............2-0 (4-1)
Manch. City-Wigan............2-0 (3-1)
Middlesboro-Burnley..........1-1 (3-4)
Newcastle-Leeds..............1-4 (2-4)
Notts Co.-Aston Villa ddddddd .1-0 (3-1)
Oldham-Gilllngham............1-0 (1-2)
Oxford-Huddersfield..........1-0 (1-2)
Preston-Norwich..............1-2 (2-4)
Q.P.R.-Rotherham.............0-0 (1-2)
Sheff. United-Grimsby........5-1 (8-4)
Sheff. Wed.-Bristol City.....1-1 (3-2)
Southampton-Colchester.......4-2 (4-2)
Sunderland-Wolves............5-0 (6-1)
Swansea-Bristol Rovers.......3-0 (3-1)
Tranmere-Chelsea........... 1-2 (2-5)
Waterford-Bolton.............2-1 (4-2)
W.B.A.-Nottm. Forest.........3-1 (4-7)
West Ham-Stoke...............2-1 (3-2)
-vs
Brazy
kemur
aftur
Úrvalsdeildarlið Fram í körf-
uknattleik fær á ný til liðs við sig
blökkumanninn snjalla, Val Brazy,
og leikur hann með liðinu gegn IR á
sunnudagskvöldið. Brazy lék mcð
Fram í fyrra. Framarar voru ekki
ánægðir með Kanann sem þeir
fengu í haust, Doug Kintzinger, og
ákváðu að láta hann fara þegar í
Ijós kom að Brazy var reiðubúinn
að koma.
Teitur
skoraði
Teitur Þórðarson skoraði fyrir
lið sitt, Lens, í frönsku 1. deildinni í
knattspyrnu í fyrrakvöld. Teitur
hefur nánast ckkcrt lcikið með lið-
inu í vetur, fyrst vegna meiðsla og
síðan var erfitt að komast að því
liðið lék afar vel. í fyrrakvöld kom
Teitur inná sem varamaður í byrj-
un síðari hálfleiks gegn Metz og
jafnaði, 2-2. Lens vann leikinn 4 -
2 og er i 2. - 3. sæti deildarinnar
með 17 stig eins og Bordeaux en
Nantes er efst með 19 stig.
Njarðvík
og ÍR
í kvöld
Einn leikur verður í úrvals-
deildinni í körfuknattleik í kvöld.
Njarðvík og ÍR leika í Njarðvík og
hefst leikurinn kl. 20. Þessi leikur
átti að fara fram um síðustu helgi
en var þá frestað vegna írlands-
ferðar unglingalandsliðsins.
iþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu — Spánn-fsland
ísland lék mjög vel
í fyrri hálfleiknum
en varð að gefa eftir í þeim síðari og tapaði 1:0
„Eg er mjög stoltur af f rammistöðu íslenska landsl iðsins í
leiknum við Spánverja hér í Malaga. Liðið átti góð færi, var um
tíma betri aðilinn í leiknum og Spánverjarnir voru greinilega
hissa á hve sterkt það var. Ég er sannfærður um að með
okkar sterkasta lið ættum við að geta náð jafntefli gegn þessu
spænska liði en að því leikur enginn sér á þeirra heimavelli.
Stemmningin meðal spænslu áhorfendanna var gífurleg og
þegar þeirra menn skoruðu sigurmarkið var eins og sjálf
heimsmeistarakeppnin hefði unnist“, sagði Ellert B. Schram i
samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi eftir að Spánverjar höfðu
sigrað íslendinga 1-0 í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu.
Það var þung pressa á íslenska
liðið á upphafsmínútum leiksins og
okkar menn voru greinilega tauga-
óstyrkir. Sá slappleiki hvarf þó
fljótlega og ísland hafði í fullu tré
við hina létt leikandi Spánverja í
fyrri hálfleik. Sigurður Grétarsson
fékk dauðafæri á 16. mínútu. Atli
Eðvaldsson skallaði knöttinn til
hans og Sigurður skallaði á markið
af stuttu færi. Knötturinn stefndi
neðst í markhornið en Arconada
markvörður henti sér niður og
varði meistaralega.
Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk
ísland svo besta tækifæri leiksins.
Arnór Guðjohnsen tekk fallega
stungusendingu frá Pétri Péturs-
syni og var kominn einn í gegn.
Hann lyfti yfir Arconada en
knötturinn skrúfaðist hárffnt fram-
hjá stönginni og allir á íslenska
varamannabekknum voru risnir úr
sætum sínum til að fagna marki.
Síðari hálfleikur var nánast ein-
stefna að íslenska markinu ogokk-
ar menn voru farnir að þreytast.
Mark lá í loftinu en þegar það kom
var það einum of ódýrt. Spánverjar
hirtu knöttinn af íslensku varnar-
mönnunum skammt utan vftateigs,
sendu inn í teiginn þar sem Pedreza
afgreiddi knöttinn óverjandi í net-
ið, 1-0 fyrir Spán. íslenska liðið
hélt út pressuna og náði að koma í
veg fyrir fleiri rnörk.
Þorsteinn Bjarnason var hetja
liðsins í gærkvöldi og lék frábær-
lega í markinu. Arnór og Pétur
léku aftarlega. hjálpuðu vel til á
miðjunni og voru alltaf á ferðinni.
Annars á liðið í heild lof skilið fyrir
frammistöðu sína frammi fyrir
25.000 áhorfendum og úrslit sem
þessi er fyllilega hægt að sætta sig
við. ‘ ‘ - VS
Arnór Guðjohnsen lék mjög vel
gegn Spánverjunt í gærkvöldi en
var óhcppinn að skora ekki hjá hin-
um fræga Arconada.
Valsmemt á fullu
í fallbaráttuna!
Þrátt fyrir að Valsmenn kæmust í 4-1 gcgn FH í leik liðanna í 1. deild
karla í handknattleik í gærkvöldi voru þeir llafnarfjarðarliðinu ekki ýkja
inikil fyrirstaða þegar á leið. Jafnt var upp að 10-10 en FH komst í 16-11
fyrir leikhlé. Munurinn jókst, var mestur átta mörk, en FH sigraði örugg-
lega, 29-22. FH er því á toppnum ásamt KR með 12 stig en Valur hcfur
tapað fimm leikjum í röð og ekkcrt annað en fallbarátta bíður liðsins.
Leikaðferð FH, að taka tvo leikmenn Vals úr umferð lengst af, reyndist
árangursrík en gerði leikinn afspyrnuleiðinlegan á að horfa. Ekki bætti
slök dómgæsla Gunnlaugs Hjálmarssonar og Ola Ólsen úr skák og fremur
fátt innan dyra Hallarinnar gladdi augað. Nokkur hiti var í mönnum og
var Stefáni Gunnarssyni liðsstjóra Vals vísað af bekknunt í fyrri hálfleik.
Hans Guðmundsson var bestur hja FH og er orðinn geysiöflug skytta.
Kristján, Óttar og Pálmi áttu ágætan leik og Sverrir varði oft glæsilega í
síðari hálfleik. Hansskoraði 6, Kristján 6/1, Ottar5, Guðmundur4, Pálmi
4, Sveinn 2, Guðjón Á. og Guðjón G. eitt hvor.
Gunnar Lúðvíksson var skárstur í slöku Valsliði og markahæstur með 7
mörk. Jakob skoraði 3, Jón Pétur 2, Júlíus 2, Kristján 2, Steindór 2,
Theodór 2/2, Þorbirnirnir eitt hvor.
- VS
Jafntefli
FHog
Fram
Fram og FH gerðu jafntcili, 14-14, í
1. dcild kvenna í handknattlcik í
gærkvöldi. í fyrrakvöld léku KR og
Víkingur og sigruðu Víkingsstúlk-
urnar 17-12.
Italír tapa á
heimavelli!
Svisslendingar gerðu sér lítið fyrir
og sigruðu sjálfa heimsmeistara
ítala í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu og það í Róm. Sviss sigraði
1-0 og skoraði Elsener sigurmarkið
snemma í síðari hálflcik.
Hans Guðmundsson átti góðan leik
í gærkvöldi.
Dauðafæríð á síðustu sek
úndunum fór forgörðum
Flösku kastað í Ögmund markvörð þegar Spánn
sigraði ísland 1:0 í Evrópukeppni undir 21 árs
Það var hrikalegt að ná ekki öðru stiginu hérna í Badajoz.
Við fengum algert dauðafæri þegar 10 sekúndur voru til
leiksloka. Ragnar Margeirsson lék á varnarmann úti á kanti
og gaf fyrir en Óli Þór Magnússon og T rausti Ómarsson
flæktust hvor fyrir öðrum einn metra frá markinu, dauðafríir,
og knötturinn hrökk af leggnum á T rausta og í hendur
spænska markvarðarins. Spánverjarnirvoru grófirog
líkamlega sterkir, við vorum eins og peð við hliðina á þeim, en
liðið barðist af krafti allan tímann , sagði Helgi Bentsson,
leikmaður með íslenska lanasliðinu undir 21 árs þegar
Þjóðviljinn ræddi við hann í gærkvöldi.
Piltarnir léku gegn Spánverjum í
Evrópukeppni landsliða og urðu
að sætta sig við 1-0 tap. Leikið var í
Badajoz við portúgölsku landa-
mærin. Spánverjar réðu lögum og
lofum á vellinum fyrsta hálftímann
og eftir 26 mínútur skoruðu þeir
eina mark leiksins. Ögmundi Krist-
inssyni markverði tókst ekki að
halda þrumuskoti, knötturinn
hrökk út og Baquero skallaði í net-
ið. Það sem eftir var hálfleiksins
sótti íslenska liðið nijög en leikur-
inn var jafn eftir hlé og nokkuð af
tækifærum.
Ragnar Margeirsson átti fallegt
skot af 20 m færi sem markvörður
Spánverjanna missti í gegnum
klofið á sér en náði að góma knött-
inn á marklínunni. Helgi átti hjól-
hestaspyrnu framhjá, Erlingur
Kristjánsson skallaði framhjá og
síðan kom dauðafæri Óla Þórs og
Trausta í lokin. Sárgrætilegt að ná
ekki að jafna þar.
Það leiðinlega atvik skeði í
leiknum að einn áhorfenda kastaði
flösku í Ögmund markvörð og var
sá seki umsvifalaust hirtur af lög-
reglu en þetta getur haft slæmar
afleiðingar fyrir Spánverjana. Ög-
mund sakaði ekki. Um 8.000
bauluðu þeir á sína menn fy
slaka frammistöðu, vildu stórsig
gegn litla íslandi. Góð framn
staða strákanna í Badajoz, rétt ei
og gegn Hollendingum í fyrs
leiknum. VS.
Trausti Ómarsson var óhcppinn
að jafna ekki á síðustu sekúndun-