Þjóðviljinn - 28.10.1982, Blaðsíða 9
Firnmtudagur 28. október 1982 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Rússnesk
rauðrófusúpa
(Borsj)
Heit súpa er góður matur á köldum vetrardegi.
Rússneska rauðrófusúpan er löngu fræg, enda bæði
bragðgóð og holl. Þessi súpa er tilvalin fyrir gesti í
stað margbrotinnar máltíðar. Og hér er uppskriftin:
lkg rauðrófur (u.þ.b. 10—12)
4 stk. gulur laukur
2 gulrætur
Hvítkálsbiti (u.þ.b. 400 gr)
3—4 msk. smjörlíki
2 lítrar kjötsoð.
2 msk. edik
2 lárviðarblöð.
Steinselja og pipar (hvítur)
Sýrður rjómi (settur út á disk-
ana um Ieið og súpan er borin
fram).
Flysjið rauðrófurnar, laukinn
og gulræturnar; skerið í strimla
Brúnið á pönnu í smjörlíkinu.
Hellið soðinu út á, kryddið með
pipar og brotnum lárviðarblöð-
um. Sjóðið undir loki við lítinn
hita í 30 mínútur. Ef þið viljið fá
fallegan rauðan lit á súpuna,
skuluð þið geyma 2 rauðrófur og
setja þær rifnar út í súpuna síð-
ustu 5 mínúturnar. Bætið nú
edikinu og steinseljunni út í. Ef
þið viljið hafa súpuna enn rnatar-
meiri, má brytja skinku út í hana.
Berið svo fram með sýrðum
rjóma og snittubrauði.
Rússneska rauðrófusúpan Borsj.
Úr grænmetis-
kverinu:
Laukur
Litur úr laukshýði
Ur hýðinu má búa til appel-
sínulitan garnlit. Þetta krefst
mikils hýðis. Safnið í ílát þar
til komið er nóg í stóran pott.
Aðferð: Meðhöndlið garnið
eðadúkinn, sem litaskal, með
litfestuefni. Sjóðið hýðið í
stórum gömlum potti í nokkr-
ar mínútur. Bætið síðan garn-
inuútíogsjóðiðí 1 klst. Hafið
ekki áhyggjur af lykt-
inni — hún hverfur þegar
garnið er hengt út til þerris.
Litur þessi festist ekki vel í,
þvoið því garnið varlega á
eftir.
Gull-
hamar
l>að lcikur eiiginn vall á
því hver fær gullhamarinn
þessa vikuna. I>að er
eigandi verslunarinnar Alf-
hóll í Kópavogi, sem bjarg-
aði mér í nauðum um
helgina.
Eg keypti lakk á laugar-
daginn, en gáfumaöurinn
sem seldi mér þaö minntist
ekkert á að cg þyrfti ;tö
þynna það meö sérstökum
þynni. Áöur en ég hófst
handa las ég leiöbein-
ingarnar á dósinni, og
komst ttö því aö ég gæti
ekkert lakkaö nema fá
þcnnan ágæta þynni. Nú
voru dýr ráð góö og góö
ráö dýr. Ég hringdi í alla
kunningja sem voru í
bygginga- og endurbóta-
brölti, en enginn átti þenn-
an þynni.
I>á var mér sagt aö í
Kópavoginum væri verslun
í eigu öölings nokkurs, sem
gjarnan rétti fólki hjálpar-
hönd sem stæöi upp meö
heila helgi af dýrmætum
vinnutíma, en vantaði
eitthvert smáræöi til að
geta hafist handa.
Og viti menn, ég hringdi
í manninn sem opnaöi cins
og skot og helginni var
borgiö. Svona eiga kaup-
menn aö vera (þótt þetta sé
áreiöanlega ólöglegt!)...
Allir ífööurlandið!
Nú er vetur konungur að
hefja innreið sína og tími til
kominn að taka upp föður-
landið. Krakkarnir þurfa að
fara í ullarbol, - en hver kann-
ast ekki við stríðið sem fylgir
því að koma barni í ull. „Þetta
stingur". „Þetta er svo ullugt“
segja krakkarnir og smeygja
sér úr bolnum ef þeir mögu-
lega geta. En freistist ekki til
að kaupa dralonboli í staðinn,
þótt þeir stingi minna. Setjið
heldur mýkingarefni út í
skolvatnið, þegar ullin er
þvegin. Eða kaupið dönsk
nærföt úr soðinni ull. Þau eru
mjúk og þunn og jafnvel hat-
ursmenn ullarnærfata fara
þegjandi í þau og halda að þau
séu úr bómull. Þau fást í
Barnafataversluninni Rut í
Glæsibæ og kosta 97.20 í
stærstu stærðunum (bux-
ur/bolur). Hvers vegna fram-
leiða íslendingar annars ekki
sjálfir nærföt úr soðinni ull?
um að
Ertu að
kaupa
dýr?
Marga krakka dreymir um að
fá lítið dýr, t.d. hamstur, fugl eða
fiska. En þessi dýr eru hreint ekki
ódýr í rekstri. Búrin utan um þau
kosta margfalt meira en dýrin
sjálf. í Amazon á Laugaveginum
fást margar tegundir af smádýr-
um, fuglum og fiskum, og er
verðið mjög mismunandi. Fuglar
kosta frá 100-650 stykkið en fisk-
arnir allt niður í 28 krónur
stykkið. Ödýrasta fiskabúrið
kostar 210 krónur. Hamstrarnir
eru ódýrir, kosta 30 krónur
stykkið, en nýtt búr frá 730 krón-
um. Og það er vissara að búrið sé
rammgert.því hamstur sem
sleppur út er ekki auðvelt að
fanga aftur.
hugsa
Slátrun er lokið hjá
Kaupfél. Skagfirðinga
54.178 kindum
var slátrað
Slátrun sauðfjár hjá Kaupfélagi Skagfirðinga lauk miðvikudaginn 20.
okt. Alls var slátrað 54.178 kindum, 47.898 dilkum og 6.280 kindum
fullorðnum. Er það 6.102 dilkum færra cn haustið 1981 en afturámóti 386
fullorðnum kindum tlcira.
Meðalþungi dilka nú varð 13.965 kg en var í fyrra 13.604 kg. Heildar-
magn innlagös kjöts nam 820 tonnum á móti rúmum 873 tonnum 1981.
Þyngsta dilkinn átti að þessu sinni, svo sem oft áður. Leifur Þórarinsson,
bóndi í Keldudal, 34,9 kg.
Eins og fram kcmur af ofangreindum tölum, er samdráttur í bústofni í
Skagafirði og keifiur þaö fram í færri innlögðum dilkum vegna stofnfækk-
unar haustið 1981, sem og mikilli slátrun fullorðins fjár. Geta ber þó þess,
að frjósemi ánna mun hafa verið verulega miklu minrú nú vegna lélegra
heyja ogeindæmaslæms veðurfarssl. haust, sem lciddi til þess. að fé kom í
verra ásigkomulpgi í hús en búast má við í meðalári.
Slátrun stórgripa liefst þcgar að lokinni sauðfjárslátrun, en ekki liggur
enn fyrir hversu mikil hún verður.
- mhg