Þjóðviljinn - 02.11.1982, Page 1

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Page 1
UQBVIUINN Varhann hugsjónafangi eða hryðjuverkamað- ur? Sagt frá Armando Valiadares sem sat 22 ár í fangelsi á Kúbu. Sjá 8 nóvember 1982 þriðjudagur 247. tölublað 47. árgangur 2,5 milljón undir- skrifta 2'h ntiiljón manna á Norðurlönd- um hefur undirritað áskorun um að Norðurlöndin verði lýst kjarn- orkuvopnalaus svæði. Yfirein mill- jón manna hefur undirritað skjal með slíkri áskorun í Finnlandi, 750 þúsund í Svíþjóð, 500 þúsund í Noregi og 260 þúsund í Danmörku. Það eru ýmis kvennasamtök á Norðurlöndum sem staðið hafa fyrir undirskriftasöfnuninni. -ekh. Fundlr um kjördæma- Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Erfiðleikar í rekstr B æ j arúigerðar Hafnarí’j Mikil óvissa er nú uppi f rekstri BÚH og verkakonur við fyrirtækið eru sár- óánægðar. „Bitnar alltaf á kortunum”, segir formaður Framtiðarinnar Sýningin á Töfraflautunni er eitt þeirra ágætu verka sem kveða niður marga þá fyrirvara sem utangarðsmenn hafaumóperu- Neskaupstaðabúar héldu hátíðlega upp á stórafmæli stærstu at vin nufy rirtækj a bæjarinsá dögunum, en 50 ár eru nú liðin frá því SÚN var stofnað. Á laugardaginn komu formenn stjórnmálaflokkanna, Geir Hall- grímsson formaður Sjálfstæðis- flokksins, Steingrímur Hermanns- son formaður Framsóknarflokks- ins, Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins og Kjartan Jó- hannsson formaður Alþýðuflokks- ins, saman til fundar, þar sem ræddar voru leiðir til sameiginlegr- ar niðurstöðu í kjördæmamálinu og jöfnun atkvæðisréttar. Næsti fundur formannanna um málið verður á morgun, miðvikudag. Þorkell Helgason dósent við Há- skólann hefur og tekið að sér að gera ýmsa útreikninga fyrir for- mennina. -ekh. Tíu verkakonum sagt upp í gær Uppsagnir starfsfólks í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar halda áfram og eftir vinnu á föstudag var 10 verkakonum sagt upp störfum með mánaðar fyrirvara. Áður hafði 12 manns verið sagt upp með viku fyrirvara og hefur hluti þess fólks nú leitað atvinnuleysisbóta. Þá hafa stjórn- endur Bæjarútgerðarinnar látið í veðri vaka að kauptryggingu starfsfólks yrði sagt upp. Formenn Verkakvennafélagsins Framtíðarinnar í Hafnarfirði og Verkamannafélagsins Hlífar voru boðaðir á fund forstjóra Bæjarút- gerðarinnar í gærmorgun þar sem m.a. var skýrt frá vanda fyrirtækis- ins og að þess vegna yrði að segja kauptryggingu starfsmanna upp. Gripið hefur verið til þeirrar að- gerðar nokkrum sinnum áður á þessu ári og bitnar það mest á hlutavinnufólki, einkum verka- konunum. Um hádegi í gærdag barst svo tilkynning frá forráðamönnum fyrirtækisins um að uppsögn kauptryggingarinnar hefði verið dregin til baka, í bili að minnsta kosti. -v. Sjá 20 Frá Ólympíuskákmótinu í Sviss: Þrjár skáklr fóru í bið gegn Skotum Frá Helga Ólafssyni fréttamanni Þjóðvilj- ans,í Sviss: I 3. umferð Olympíu skákmóts- ins, sem tefld var í gær, átti íslenska sveitin í höggi við Skota. Þrjár skákir fóru í bið, en Ingi R. Jó- hannsson, sem tefldi á 4. borði, gcrði jafntefli við Byron. Guð- mundur telldi við McNab og var Guðmundur með tapað tafl þegar skákin fór í bið. Jón L. á betri stöðu gegn Combie og Margeir á jafntefl- islcga biðskák gegn Swanson. í kvennaflokki tefldi íslenska sveitin gegn Finnum og lauk aðeins einni skák. Áslaug sigraði á 1. borði, en Sigurlaug á tapaða biðskák, og biðskák Guðlaugar Einni lauk með jafntefli Kristinsdóttur er jafnteflisleg. I 1. umferð tapaði íslenska kvenna- sveitin fyrir Búlgörum 0:3 en sigr- aði svo epypsku sveitina 3:0 í 2. umferð. í fyrstu umferð mótsins sigruðu íslendingar Kýpurbúa 4:0. Á 1. borði tefldi Guðmundur Sigurjóns- son, 2. borði Jón .L. Árnason, á 3. borði Helgi Ólafsson og á 4. borði Margeir Pétursson. I annarri umferð var svo teflt við Albani og lauk viðureigninni 2:2. Jón L. tefldi á 1. borði og gerði jafntefli, sömuleiðis Helgi Olafs- son á 2. borði, Margeir vann á 3. borði, en Jóhann Hjartarson tap- aði á 4. borði. Islenska sveitin var í 15. til 23. sæti eftir tvær fyrstu umferðirnar með 6 vinninga, en Bandaríkja- menn voru þá í efsta sæti með 8 vinninga, Sovétmenn, Englending- ar, V-Þjóðverjar og Indónesíu- menn með 7,5 vinninga. -Hól/S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.