Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. nóvember 1982 NOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgéfandi: Útgáfufélag Þjóövlljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson. Auglýsingastjori: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viðir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinþjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elíasson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gisli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurþjörnsdóttir. Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sfmi 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f. Átak í húsnæðis- málum • Á fundi með fréttamönnum á fimmtudaginn var kynnti Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra niðurstöður starfs- hóps sem á undanförnum mánuðum hefur starfað á vegum félagsmálaráðuneytisins að tillögugerð varðandi úrbætur í lánamálum þeirra, sem eru að koma sér upp þaki yfir höf- uðið. • Félagsmálaráðherra hafði áður kynnt þær tillögur, sem hér um ræðir, fyrir ríkisstjórninni, og þær verða síðan lagðar fram fyrir Alþingi nú í vetur í frumvarpsformi. • í þessum tiílögum er að finna fjölmörg atriði, sem horfa til verulegra bóta og skal nokkurra þeirra getið hér: 1. Lán til þeirra sem eru að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð eiga að hækka verulega á næstu árum, og ekki minna en um 25% að raungildi strax á næsta ári. 2. Framlag ríkissjóðs til Byggingarsjóðs ríkisins verði um það bil tvöfaldað að raungildi strax á næsta ári. Ríkis- stjórnin hefur þegar ákveðið að auka framlag úr ríkissjóði til Byggingarsjóðs ríkisins á næsta ári um 85 milljónir; króna. Byggingarsjóður verkamanna haldi sínum tekjum óskertum, eins og þær eru samkvæmt núgildandi lögum, þ.e. eigi lægri tekjum en sem nemur 1% af launaskatti, eins og hann er að raungildi nú á þessu ári. 3. Öllum lífeyrissjóðum í landinu verði skylt að kaupa skuldabréf fyrir eigi lægri fjárhæð en sem nemur 45% af ráðstöfunartekjum sínum af Byggingarsjóði ríkisins, Byggingarsjóði verkamanna og fleiri opinberum fjárfest- ingarlánasjóðum. Seðlabankinn geri tillögur um fyrir- komulag, sem tryggi betur en nú er aðild lífeyrissjóða að húsnæðislánakerfinu. Reglum lífeyrissjóðanna um lán- veitingar til sjóðfélaga verði breytt á þann veg, að slík lán verði aðeins veitt til húsnæðismála. 4. í tillögunum er ennfremur gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin beiti sér fyrir samkomulagi við viðskiptabanka og spari- sjóði um samræmda þátttöku í fjármögnun húsnæðislána. í þessu skyni verði stofnaðir nýir húsnæðisreikningar í viðskiptabönkum og sparisjóðum, þar sem innlán í 2 til 4 ár veiti rétt til 15 ára viðbótarláns við almennt lán frá Byggingarsjóði ríkisins. Upphæð viðbótarlánsins á- kvarðist af reglum, sem taki mið af innlánstíma. Fað fjár- magn sem bankarnir lána til lengri tíma í þessu skyni verði heimilt að draga frá bindiskyldu viðkomandi banka hjá Seðlabanka íslands. Jafnframt verði kannað, hvort unnt sé að beita skattfríðindum til að hvetja til sparnaðar í bönkum í þágu húsnæðismála. 5. Þá er lagt til að heimilt verði að veita viðbótarlán til þeirra, sem taka út skyldusparnað sinn til að byggja eða kaupa íbúð. Viðbótarlán miðist við innlánstíma og upp- hæð skyldusparnaðar. 6. Fíafnar verði skipulegar byggingar leiguíbúða og verði lögð áhersla á eftirfarandi liði: í fyrsta lagi verði veitt lán til byggingar sérhannaðra leiguíbúða fyrir aldraða með hlutafjárþátttöku leigjenda. í öðru lagi verði gert sérstakt átak í leiguíbúðarmálum námsmanna og skal stefnt að því að byggðar verði eigi færri en 150 námsmannaíbúðir á næstu 3 árum. 7. Að undanförnu hafa margir lántakendur, sem eru að koma sér upp húsnæði, haft þungar áhyggjur vegna örari hækkunar línskjaravísitölu en svarar hækkun launa. - I tillögum félagsmálaráðuneytisins er gert ráð fyrir, að verðtrygging afborgana og vaxta húsnæðislána verði ætíð bundin við þá af vísitölunum tveimur, kauplagsvísitölu og lánskjaravísitölu. Með þessum hætti er ætlunin að tryggja, að byrði árlegra afborgana og vaxta vaxi aldrei nema sem svari hækkun almennra launa. •Fjölmörg fleiri atriði koma við sögu í þessum merku til- lögum og vonandi verður hægt að tryggja lögfestingu tillagn- anna í heild strax á yfirstandandi þingi. - k. Einhliða og villandi f margfrægu viðtali við Gunnar Thoroddsen í blaðinu Suðurland, 9. október sl. segir Gunnar frá flugstöðvarmálinu: „Flugstöðvarmálið hefur í málgögnum stjórnarandstöðunn- ar verið rætt og flutt einhliða og villandi. Alþýðubandalagið hef- ur frá öndverðu mótmælt fram- lagi frá Bandaríkjamönnum í þessu sambandi. En málið er miklu stærra og margþættara. Við skulum hugsa okkur, að Al- þýðubandalagið væri ekki í stjórn. Hvemig horfði flug- stöðvarmálið þá við? Ég er þeirrar skoðunar, að við þurfum á næstunni að fá nýja flugstöð við hæfi á Keflavíkurflugvelli, og að Bandaríkjamenn eigi að taka þátt í byggingarkostnaði slíkrar stöðvar." Viljið þið taka erlend lán? „En þó að þeir leggi fram það fé, sem þeir hafa samþykkt, 20 milljónir dollara, þá þurfum við íslendingar engu að síður að leggja fram a.m.k. 3-400 milljón- ir króna, sem yrði vætanlega að taka að láni erlendis. Erum við reiðubúnir til þess að taka slík lán nú, með okkar mikla viðskipta- halla og erlendu skuldir vitandi að það hlýtur að draga úr fjár- mögnun meðal annars til orku- framkvæmda og samgöngumála? Þetta verðum við að meta og það er eitt aðalvandamálið í stjórn- málum að raða framkvæmdum eftir því sem skynsamlegast er. Ég tel ekki líkur á að til stjórnar- slita komi í sambandi við þetta mál.“ Ekki hróflað við.. Framkvæmdastjórn SUF hélt nýverið fund og samþykkti álykt- anir. Meðal þeirra var ein urn kjördæmamálið sem nú sækir á hugi manna í auknum mæli: „Lagt er til að ekki verði hróflað við hinum 49 kjördæmakjörnu þingmönnum, en hinum 11 upp- bótarþingmönnum verði deilt niður á Reykjavík og Reykjanes- kjördæmi. Um slíkt ætti að nást víðtæk samstaða, ekki síst þegar tekið er tillit til stefnu Sjálfstæðis- flokksins varðandi fjölda fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Flokkshags- munir Framsóknar? Síðan Halldór Ásgrímsson viðraði viðhorf sín um að ekki mætti fjölga þingmönnum í út- varpsumræðunum nýverið hafa margir orðið til að taka undir með honum. Helst eru það þó framsóknarmenn sbr. ályktun ungliðasamtakanna hér að ofan. Staðreyndin er nefnilega sú, að Framsóknarflokkurinn fær alla jafna ekki uppbótarþingsæti vegna atkvæðaskiptingar í kjör- dæmum. En þegar lagt er til að uppbótarþingsæti verði öll flutt til Reykjavíkur og Reykjaness án þess að fjölgað sé þingsætum, þá þýðir það m.a. að 6 uppbótar- þingmenn af landsbyggðinni detti út af þingi. Þessi þingsæti bættust við kjördæmin tvö á höfuðborg- arsvæðinu. Því má segja, að til- laga þeirra framsóknarmanna rýri hlut landsbyggðarinnar á þingi. Helmings fjölgun þjóðar Ekki má heldur láta hjá líða að geta þess, vegna þeirra sem ekki vilja fyrir nokkurn mun fjölga þingmönnum, að frá því 1959 þegar allir flokkar töldu þjóðina og þingið fullsæmt af 60 alþingis- mönnum hefur orðið 50% fjölg- un meðal þjóðarinnar. Það eru í sjálfu sér rök fyrir fjölgun þing- manna. Ekki sakar heldur að geta þess, að með því að færri atkvæði verði á bak við hvern þingmann, aukast líkurnar á því að viðhorf fleiri verði túlkuð á þjóðþinginu. Það eru nefnilega ótrúlega margir, sem ekki telja sig eiga málsvara á þinginu nú. En um það stendur slagurinn, það er tekist á um viðhorf á þingi. - óg klippt Ekkert Jjölgun þingmanna segir í áiyktun nýkjörinnar fram- ikvæmdastjórnar SUF Borgaraflokkar vilja að stórveldin ráði Viðtal við Leif Hollander, framkvæmdastjóra unghreyfingar krata á Norðurlöndum: Ungt fólk á Norðurlöndum er að vakna til vitundar um póli- tísk áhrif á ný l.eif llollander Og h>aða boðskap a-tlar þu aft (lytja islenskum jafnaftarmönnum? ..L}* mun ;iú sjáltsogúu I unt starfsemi ungliftahrcylingarmnar og raúa þau mál scm hcísi cru a dofinni." Atvinnuleysi ungs fölks á Norft- urlöndum fer nu vaxandi. Ilalift þið einhverjar lausnir á takteinum? ..Já. þctta cr gifurlcga hcitl mál a Norúurlondum. cnda cru þai nu í Alþýðublaðinu á laugardag- inn er viðtal við Leif Hollander framkvæmdastjóra unghreyfing- ar sósíaldemókrata á Norður- löndum. Fjallar hann nokkuð um afstöðu krata til kjarnorkuvíg- búnaðar á Norðurlöndum. „Munurinn á stefnu jafnaðar- manna og borgaralegu flokkanna á Norðurlöndum er í hnotskurn sá, að borgaraflokkarnir vilja alfarið leggþa þessar ákvarðanir í hendur kjarnorkuveldunum og tengja þær samningaviðræðum stórveldanna. Jafnaðarmenn vilja hins vegar að Norðurlöndin hafi þarna visst frumkvæði. Ég tel að ungir jafnaðarmenn standi al- gerlega einhuga um þessa stefnu.“ Og hvað segið þið við þeirri gagnrýni íhaldsflokkanna, að þessar hugmyndir séu óraunhæf- ar, þar sem engin kjarnorkuvopn séu á Norðurlöndum? „Ég er ekki viss um að allir skrifi undir það að kjarnorku- vopn hafi ekki verið flutt um svæði á Norðurlöndum. En það sem við leggjum áherslu á, er að komi til átaka víljum við ekki leggja okkar lönd undir vígaferli af þessu tagi eða öðru brölti stór- veldanna. Við viljum ekki kjarn- orkuvopn, hvorki í friði né stríði. Þessi stefna okkar er síðan mjög í takt við anda friðarhreyfingar- innar, sem nú fær stöðugt vax- andi fylgi um allan heim.“

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.