Þjóðviljinn - 02.11.1982, Qupperneq 5
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Papageno og
Papagenameð
barnahópinn
sem þau eiga
ívændum...
stykki
dýrlegt
íslenska óperan
TÖFRAFLAUTAN
Ópera eftir Emanuel Schikaneder
í íslenskri þýðingu eftir
Böðvar Guðmundsson, Þorstein Gylf-
ason
og Þránd Thoroddsen.
Tónlist eftir
Wolfgang Amadeus Mozart
Hljómsveitarstjórn Gilbert Levine
Leikstjórn: Þórhildur
Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar:
Jón Þórisson.
Lýsing: Árni Baldvinsson
Kór og hljómsveit
íslensku óperunnar.
Æfingastjóri: Marc Tadue
Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir.
Það er best að segja hverja sögu
eins og hún gengur: óvænt atvik
ráða því, að hér setur orð á blað
frumsýningargestur sem reyndar
ætlaði sér aldrei þá dul að fjalla um
söng og hljóðfæraslátt. Og því ekk-
ert líklegra en að hann sé dæmdur
til að fjalla um það sem hann
heyrði með mjög almennum
orðum - til að breiða yfir rýra
reynslu sína.
Afstöðumál
Pó er það kannski ekki alveg út í
hött að slíkur utanveltumaður
stingi svosem einu sinni niður
penna um óperusýningu. Afstaða
manna til óperu er nefnilega nokk-
uð sérkennileg og öðruvísi en til
leikhúss. Miklu fleiri segja um óp-
eru en leikhús: „þetta er ekkert
fyrir mig“. Vísa þessari list frá sér
fyrirfram. Og þarf ekki lengi að
leita að frægðarmönnum sem svo
hafa hugsað. Tolstoj gamli sagði
um óperuna að þessi hjúskapur
tónlistar og drama væri „gervi-
form“ sem aðeins yfirstéttin gæti
haft gaman af (og þar með var
þetta vond list að áliti greifans
gamla). Og hann fyrirgaf óperunni
aðeins í þeim tilfellum þegar „hæfi-
leikamenn eins og Mozart, Weber
og Rossini" sömdu eitthvað fallegt
sem kæfði „marklausan texta“ á
borð við þann sem notaður væri í
Töfraflautunni! (texta sem hljóm-
aði reyndar ósköp eðlilega í ís-
lenskri þýðingu).
Á hinn bóginn eru þeir innvígðu,
elskhugar óperunnar, miklu ákaf-
ari og kappsamari en leikhúsgestir
upp og ofan - þeir eru einskonar
bræðra- og systralag, frímúrarar í
musteri, svo enn sé Töfraflautan
höfð í huga.
Semsagt: hér er koininn utan-
garðsmaður sem hafði tilhneigingu
til að hugsa eitthvað svipað og fyrr-
nefndur Tostoj: Óperan var það
„sam-listaverk“ sem átti að koma
saman mörgum listgeinum á þokk-
afullan hátt. Sem sjaldan tókst
vegna margskonar misræmis -
raddar og leiks, tónlistar og texta,
einlægra áforma og ytra skrauts og
brambolts.
Yfir hindranir
Og er þá löngu mál að hætta
formálarausi sem á sér þá réttlæt-
ingu eina að minna á það, að óper-
usýning þarf að yfirstíga margar
hindranir áður en hún er komin út
fyrir hring innvígðra. Þar með er
svo komið að því sem máli skiptir:
að þetta listræna hindranahlaup
tekst svo sannarlega í sýningu ís-
lensku óperunnar á Töfraflaut -
unni. Vissulega er margt sem er
hagstætt og eins og fyrirfram hjálp-
ar til. Töfraflautan er söngleikur
söngleikja, „söngstykki dýrlegt1'
eins og Magnús Stephensen segir í
Ferðarollu sinni frá 1826. Og það
leika jákvæðir straumar um ungt
menningarfyrirtæki eins og ís-
lensku óperuna, velvild og kapp-
semi leika þar lausum hala og þurfa
ekki að glíma við leiðan draug,
stofnanaþreytuna. En allt gæti
þetta dugað skammt, ef ekki væri
sýningin, sem þau Gilbert Levine
og Þórhildur Þorleifsdóttir stjórna,
blátt áfram hið ágætasta verk,
áheyrendum til ótvíræðs yndisauka
eins og heyra mátti og sjá í sýning-
arlok og vonandi til sálarheilla um
leið.
Leikhús
Sýningargestur sem í eina tíð sá
allmörg dæmi um smásmugulega
glysgirni í uppfærslu söngleikja á
mjög auðvelt með að fallast á þær
sviðrænar lausnir sem Þórhildur og
Jón Þórisson leggja fram. Yfirveg-
aður einfaldleiki ræður þar ríkjum í
línum og litrófi, skrautgirni og
táknrænum freistingum var
skynsamlega í skefjum haldið
(munið þið frímúraramerkið rosa-
lega þvert yfir sviðið í sýningu
Þjóðleikhússins á Amadeus?).
Strangleiki og forneskjulegur
hreinleiki í leikmynd, staðsetning-
um og hreyfingum féll með á -
reynslulitlum þokka að þeirri tón-
listarhátíð sem Mozart og túlkend-
ur hans efna til. Lárétt tvískipting
sviðsins stækkaði það að miklum
mun og nýttist vel, þótt framganga
sviðsfólksins væri ekki orðin alveg
hiklaus og frjáls á frumsýningu.
Eins og fyrr var látið liggja er fátt
algengara en óperugestir kvarti yfir
leik söngvara, slíkar kvartanir hafa
hljótt um sig að þessu sinni, en þar
eftir safnast meira lof að leikstjór-
anum.
Göngur og leikur
Hljómsveitin eins og þurfti að
hita sig upp í forleiknum, en að
öðru leyti verður ekki nema gott
eitt uni hana sagt. Og þá Gilbert
Levine, þann útgeislandi yfirstjóra
samræmisins, sem góðu heilli á
orðið nokkuð drjúgan hlut í ís-
lenskum tónlistarunnendum. Kór
óperunnar var eins og hann hefði
aldrei gert annað en syngja
Mozart.
Betur væri nú einhver maður
söngnæmur kominn að taka við.
En ekki verður á allt kosið. Og
enginn sýningargestur mun stilla
sig um að þakka það heillandi frelsi
Árni Bergmann
skrifar um
leikhús
sem einkennir túlkun Ólafar Kol-
brúnar Harðardóttur á Pamínu,
þar lifnaði á sviðinu „Gesamtkuns-
twerk“ sem er hafið yfir efa.
Garðar Cortes er Tamínó, sá sem
leitar og finnur og gengur í þrautir
margar. Hann heyrðist eitthvað
bældur í byrjun sýningar en söng
sig úr hafti og skilaði sínu verki
með prýði. Guðmundur Jónsson er
Sarastró, meistari hins góða
bræðralags, og sannast það sem
fyrr að ekkert gerir hann kindar-
lega, söngur hans og framganga
einkennast af öryggi og fágun.
Ung söngkona frá Vín, Lydia
Rúcklinger fer með hlutverk Næt-
urdrottningarinnar sem ill ráð
bruggar með háum tónafléttum -
og fréttir herma að þetta sé hennar
fyrsta hlutverk á sviði. Hún átti í
erfiðleikum með íslenskan texta og
ýmislegan vanda annan á hún eftir
að yfirstíga til fulls, en röddin er
mikil og glæsileg og á vafalaust eftir
að hljóma víða þegar fram líða
stundir.
Papagenó, gamansemdartil-
brigði við Tamíno og leit hans er í
höndum tveggja nýliða á óperu-
sviði. Steinþór Þráinsson er sá
þeirra sem byrjar. Það er ekki
nema rétt, að ýmislegt er enn ó -
ráðið eða óvisst um söng hans, en
víst skilaði hann ýmsu laglega og
leikur hans var mjög lifandi og kank-
vís. Katrín Sigurðardóttir fór
einkar skemmtilega með hlutverk
Papagenu og Halldór Vilhelmsson
er traustur og virðulegur þulur. Og
verður nú ekki lengur áfram haldið
að nefna til frásagnar einstaka
listamenn: heildarsvipur sýningar-
innar er vissulega það sem rétt er
að hafa hugann við í skrifum af
þessu tagi - en hann er mjög í ætt
við það sem landi okkar Magnús
Stephensen skrifaði um sýningu á
Töfraflautunni fyrir hálfri annarri
öld: „Mig langaði til að ættfólk mitt
frá Viðey og Hólmi hefði þá verið
hjá mér til að sjá og heyra alla þá
dýrð, því hana var vert að sjá...“
ÁB.
SvæÓisfundur
áBlönduósi
Kaupfélögin á Ströndum og Noröurlandi vestra halda svæðisfund meö
stjórnarformanni og forstjóra Sambandsins í Félagsheimilinu á Blönduósi,
laugardaginn 6. nóvember kl. 13.30.
Fundarefni:
1. Ávarp
Vaiur Arnþórsson, stjórnarformaður Sambandsíns
2. Viðfangsefni Sambandsins
Frummælandi: Erlendur Einarsson, forstjóri
3. Samvinnustarf á svæðinu
Frummælandi: Aðalbjörn Benediktsson, formaður KVH
4. Önnur mál - almennar umræður.
Allt áhugafólk um samvinnustarf er hvatt til að koma á fundinn.
Kaupfélag Strandamanna Kaupfélag Steingrímsfjarðar
Kaupfélag Bitrufjarðar Kaupfélag Hrútfirðinga
Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Húnvetninga
Sölufélag A-Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga
Samband íslenskra samvinnufélaga