Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 7

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Síða 7
Þriðjudagur 2. nóvember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 1 Kosið til Bandaríkjaþings Kosningas j óðir ráða úrslitum í dag fara fram kosningar í Bandaríkjunum. Kosið verður um 435 sæti í fulltrúadeild þingsins og 33 sæti í öldungadeildinni. Þá verður kosið um ríkisstjóra í 36 ríkjum Bandaríkjanna. Helsta málefni kosningabaráttunnar er efnahag- skreppan, atvinnuleysið og efnahagsstefna Reagan- stjórnarinnar. Um þessar mundir ganga rúm- lega 11 milljónir Bandaríkjamanna atvinnulausir. Það eru 10,1% vinn- uaflsins, og hefur atvinnuleysi ekki verið meira í 42 ár. Um leið og fyrirtækjum er lokað hlaðast upp auknar birgðir af óselj- anlegum vörum og samdráttur hef- ur orðið bæði í fjárfestingu og út- flutningi. Orsakanna er m.a. að leita í háum vöxtum og háu gengi dollarans og takmörkun stjórn- valda á peningamagni í umferð. Sá árangur, sem Reagan- stjórnin státar helst af í meðferð efnahagsmála er baráttan við verð- bólguna, en hún er um þessar mundir 5,4%. Hávaxtastefnan hef- ur verið helsta vopn Reagans gegn verðbólgunni, og hafa vextir í Bandaríkjunum að undanförnu verið á bilinu 16 - 12%. Sérf- ræðingar hafa haldið því fram, að fyrir hvert prósentustig sem Reagan-stjórnin hefur pressað verðbólguna niður hafi um 1 mill- jón Bandaríkjamanna misst atvinnuna. Aðrir halda því fram, að atvinnuleysið stafi að hluta til af aukinni vélvæðingu og sjálfvirkni í iðnaði. Efnahagsspár fyrir 1983 að óbreyttri stefnu eru ekki þess eðlis að menn vænti afgerandi bata. Þvert á móti er spáð að atvinnu- leysið aukist upp í 11%, og þótt embættismenn stjórnarinnar spái nú að þjóðarframleiðsian muni aukast um 3 - 4% á næsta ári, þá eru aðrir sem draga þá spá mjög í efa. Þótt efnahagsástandið sé jafn alvarlegt og ofangreindar tölur benda til, þá eru línurnar á engan hátt skýrar í bandarískum stjórm- álum fyrir þessar kosningar og stjórnarandstaða Demókrataflok- ksins sundruð í fleiri fylkingar. Astæðurnar eru sjáífsagt marg- ar, en ein þeirra er hið mikla fjár- magn, sem lagt er í sjálfan kosning- aslaginn, þar sem frambjóðendur verða í sjálfu sér háðari þeim sem fjármagna kosningabaráttuna heldur en nokkurn tímann kjós- endum sínum. Bandaríska tímaritið U.S News & World Report hefur ályktað að kosningabaráttan til þeirra emb- ætta sem kosið er um muni hafa kostað samanlagt um 800 miljónir dollara eða 12,4 miljarða íslenskra króna. Bandaríska tímaritið Time segir að kosningabaráttan til þing- sins hafi kostað að meðaltali 50 þúsund dollara á frambjóðanda ár- ið 1974, en nú hafi upphæðin tífald- ast og sé komin hátt í 500 þúsund dollara. Þetta fé er fengið frá svoköll- uðum „Political Action Commiti- es“, (PAC) sem gegna nú orðið allt eins miklu hlutverki í bandarískum stjórnmálum og sjálfir flokkarnir. PAC-nefndunum er ýmist stýrt af fyrirtækjum og virka þá sem hin- ar pólitísku deildir fyrirtækjanna, eða þá að þeim er stýrt af fag- og stéttarfélögum. Það eru 350 PAC- nefndir í Bandaríkjunum, sem heyra undir slík fag- og stéttarfé- lög, og samkvæmt lögunum geta þessar nefndir hver og ein gefið 5000 dollara til ákveðins frambjó- anda, og ekkert kemur í veg fyrir að þær styðji allar sama frain- bjóðandann með þeirri upphæð. Þá eru einnig óháðar PAC- nefndir er vinna að tilteknum hu- gsjónamálum, t.d. fyrir kvenrétt- indurn, á móti frjálsum fóstur- eyðingum o.s.frv. Vikuritið Time nefnir dæmi um öldungadeildarframbjóðanda sem hefur hlotið 750 þúsund dollara í kosningasjóð frá 531 PAC-nefnd. Þá hefur Phil Gramm fengið yfir 250 þúsund dollara frá PAC- nefndum sem olíufélögin reka. PAC-nefndirnar eru oft fulltrúar þröngra hagsmuna afmarkaðra hópa í þjóðfélaginu, og eins og gef- ur að skilja eru það fjársterkustu hóparnir sem geta keypt sér flesta frambjóðendur, en það er einmitt þetta, sem PAC-kerfið býður upp á og gagnrýnendur hafa bent á. Þótt almennt sé gert ráð fyrir tapi Repúblikana og Reagan- stjórnarinnar, þá er ekki reiknað með að það verði eins mikið og efnahagsaðstæður gætu gefið ti- í kosningunum sem fram fara til Bandaríkjaþings í dag munu kosn- ingasjóðirnir vega þyngra á mctun- um en 11 miljón atvinnuleysingjar. lefni til. Talið er að þeir muni tapa allt að 40 sætum í fulltrúadeildinni. Af öldungadeildarsætunum 33 halda Demókratar 2/3, og vonast Repúblikanar til þess að halda sín- urn þriðjungi þar, og talið er að þeirmuni tapa4-5 ríkisstjóraemb- ættum. Talið er að ósigur í kosningunum muni leiða til baráttu innan flokks- ins á milli harðlínumanna eins og Reagans og þeirra sem fremur kjósa að aka seglúm eftir vindi. Meðal óvissuþátta, sem geta ráðið úrslitum í kosningunum, er aukin kosningaþátttaka blökkuf- ólks og kvenna, en komið hefur í ljós samkvæmt skoðanakönnunum að bandarískar konur hneigjast nú frekar til frjálslyndis en hreinnar íhaldsstefnu Reagans. -ólg./Time, DN, Inf. Guðmundur G. Þórarinsson um Alusuisse-málið Útiloka ekki einhliða aðgerðir Morgunblaðið og Sjálfstæðismenn veita álhringnum liðsinni Framkoma Alusuisse-manna hefur ekki borið vott um áhuga þeirra á lausn deilna við íslend- inga, sagði Guðmundur G. Þórar- insson alþingismaður í umræðun- um í neðri deild alþingis á fimmtu- dag um Alusuissemálið. Að öllu samanlögðu væri ekki nema eðli- legt að leggja framleiðslugjald á Isal í samræmi við niðurstöður endurskoðenda. Guðmundur G. Þórarinsson sagði, að hann sem nefndarmaður í viðræðunefndinni hefði fengið nokkra reynslu í samskiptum við Alusuisse-hringinn. Þeir hefðu reynt að draga málið á langinn, reynt að bíða með umbeðnar upp- lýsingar. Þá sagði Guðmundur að málflutningur Morgunblaðsins og sumra Sjálfstæðismanna hefði ver- ið með þeim hætti, að hlyti að hafa vakið vonir meðal Alusuisse- manna um að hagnast á sundur- lyndi meðal íslendinga. Nú væru niðurstöður komnar frá endurskoðendum um skattamálin og fleira. Ef framleiðslugjald yrði einhliða lagt á ísal nú í samræmi við niðuystöður endurskoðendanna þýddi það 6,2 miljóna dala hækk- un. Mestu skipti þó að hækkun á raforkuverði til álversins fengist samþykkt, sem gæti þýtt 150-200 miljóna króna hækkun árlega til ís- lendinga. Kvaðst Guðmundur ekki útiloka einhliða aðgerðir af hálfu okkar Is- lendinga til þess að knýja fram hækkun raforkuverðsins, ef það fengist ekki með samningum. - óg. Þingmenn Vesturlands með tillögu: Endurreisn Reykholts þingsjá Þingmenn Vesturlands, þeir Al- exander Stefánsson, Davíð Aðal- steinsson, Friðjón Þórðarson, Skúli Alexandcrsson, Eiður Guðnason og Jósef H. Þorgrímsson hafa lagt fram tillögu til þingsálykt- unar, þarsem lagt er til að ríkis- stjórninni verði falið að „láta I undirbúa nú þcgar samræmdar framkvæmdir við endurreisn og uppbyggingu Rcykholtsstaðar í Borgarfirði í samræmi við tillögu stjórnskipaðrar nefndar“. Er einn- ig lagt til að verulegt fjármagn verði veitt til þessa verkefnis á fjár- Iögum 1983. Með þessari þingsályktunartil- lögu fylgir ýtarleg greinargerð með um 11 fylgiskjölum frá ýmsum aðiljum sem um uppbyggingu staðarins hafa fjallað. Þar er gerð grein fyrir núverandi ástandi og hugsanlegum og nauðsynlegum framkvæmdum til uppbyggingar á staðnum. Pílagrimspeningar í Snorralaug Meðal fylgiskjala er fjörleg greinargerð eftir núverandi skóla- stjóra Héraðsskólans í Reykholti, Eystein Ó. Jónasson. í eftirmála greinargerðar sinnar kemst hann svo að orði: „Þess má geta, að það eru ekki stoltir íslendingar sem sumar hvert horfa upp á þau hundruð „pílag- ríma“ sem leggja leið sína til byggðar Snorra Sturlusonar og ætla að skoða þennan fræga sögust- að sem minnst er á í öllum er- lendum landkynningarbæklingum. Hvað sjá þeir? Norska styttu, Snorralaug og innganginn að Snorragöngunum sem liggja niður- fallin undir leikfimibragga sem rífa átti fyrir 46 árurn. Heldur er þetta fátæklegt fyrir langt að komna „píl- agríma", enda kemur þar eflaust skýringin á þeint ósköpum að henda alltaf peningum í Snorra- laug.“ -óg. Helgi Seljan og Guðrún Helgadóttir Könnun á vél- hjólaslysum Helgi Seljan og Guðrún Ilclga- dóttir hafa lagt fram tiliögu til þing- sályktunar um könnun á vclhjólasl- ysum. „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að gera ýtarlega könnun á tíðni, orsökum og afleiðingum vél- hjólaslysa í umferðinni. Könnunin skal unnin á vegum hcilbrigðisráðuneytis og dómsmál- aráðuneytis. Skal áliti skilað í skýrsluformi til næsta reglulegs Alþingis ásamt meðfygjandi til- lögum um fyrirbyggjandi aðgerðir.“ Úrbœtur í umferðarmenn- ingu Með tillögunni fylgir svo- hljóðandi greinargerð: „í sumar hafa orðið nokkur blaðaskirf um tíðni og orsakir vélhjólaslysa og þá ekki síður alv- arlegar afleiðingar þeirra. M.a. hafa hinir virtustu læknar ritað um málið og sýnt ljóslega fram á alvöru þess. Öll umferðarmál okkar og óhöpp og slys þeim tengd eru raun- ar verðugt athugunarefni, og hvarvetna má sjá dæmi þess, að úr- bóta er þörf í umferðarmenningu okkar sem vart á þó það heiti skilið. Mála sannast er auðvitað að þar er það hugarfarsbreyting ein sem haft gæti veruleg áhrif til góðs, þar sem aðgát og tillitssemi sæti í fyrirrúmi. Vélhjólaslys eru e.t.v. aðeins einn þáttur þessa alvörumáls. En sé miðað við álit þeirra sem gerst þekkja til afleiðinganna, þá er full ___ 1*»®« Guðrún Helgi Seljan. Helgadóttir ástæða til að athuga þann þátt sér- staklega. Enginn dómur skal á það lagður, hvort vélhjólin séu meiri slysavaldar en önnur farartæki eða hvort tillitsleysið í umferðinni bitn- ar harðar á ökumönnum þeirra en öðrum. En hitt er ljóst, að afleiðingar þessara slysa eru almennt alvar- Iegri en annarra, þó ekkert skuli þar úr dregið. Ymsar spurningar vakna um aldursmörk, næga kenn- slu, öryggisbúnað allan og margt fleira sem könnun af þessu tagi get- ur leitt í ljós. Og engin leið er að loka augun- um fyrir þeirri vá, sem þarna er fyrir hendi, né skella skollaeyrum við því sem þeir segja um þessi mál sem eru í náinni snertingu við afleiðingarnar. Flutningsmenn telja fulla nauð- syn að hreyfa þessu máli á alþingi og fá fram lágmarksaðgerðir a.m. af hálfu opinberra aðila og munu gera nánari grein fyrir málinu öllu, áliti lækna og lögreglumanna í fra- msögu fyrir málinu. En umræða er til alls fyrst.“ Fyrirspum um kjötbirgðír Hve miklar voru birgðir kindakjöts hjá afurðasölufyr- irtækjum 1. júní, 1. septemb- er og 1. október og hvert var verðmæti þeirra? Þannig spyr Matthías Bjarnason landbún- aðarráðherra í margliðaðri fyrirspurn sem lögð hefur ver- ið fram á alþingi. Matthías spyr landbúnaðarráðherra einnig að því, hvaða fyrirtæki hafi komið hér við sögu, hve mikil afurðalán hafi fengist út á þessar afurðir og fleira. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.