Þjóðviljinn - 02.11.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 02.11.1982, Qupperneq 10
14 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Þriðjudagur 2. nóvember 1982 Uppskipunarhöfn og nýja fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar fremst á myndinni. Lengra til vinstri sér á frystihúsið. Lúðvík Jósepsson Istjórnarformaður ISamvinnufélags Útgerðarmanna í Neskaupstað í 36 ár. Jóhannes Stefánsson fyrrum framkvæmda- stjóri SÚN í tæp 30 ár og formaður afmælisnefndar. Sameignarstefna í hálfa öld 1982 er stórt afmælisár í atvinnusögu Norðfirðinga. Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað, SÚN á 50 ára afmæli, Dráttarbrautin h/f er 40 ára, Olíusamlag útvegsmanna 35 ára og 20 ár eru liðin frá því eitt stærsta atvinnufyrirtæki á íslandi tóktil starfa, Síldarvinnslan í Neskaupstað. Norðfirðingar hafa því ærna ástæðu til að fagna merkum áfanga sem þeir og gerðu með hátíðarsamkomu í Egilsbúð á dögunum. Samvinnufélag útgerðarmanna SÚN er grunneining í öllu atvinnu- lífi í Neskaupstað. Félagið á 60% í síldarvinnslunni, beitti sér ásamt öðrum fyrir stofnun Dráttar- brautarinnar á sínum tíma, og rek- ur Olíusamlag útvegsmanna. Jóhann Stefánsson var fram- kvæmdastjóri SÚN í tæp 30 ár eða frá árinu 1953 fram til s íðasta árs, en Kristinn Jóhannesson forseti bæjarstjórnar tók við starfi hans. Lúðvík Jósepsson hefur verið stjórnarformaður SÚN frá því árið 1946 eða í 36 ár. Þeir fóstbræður Lúðvík og Jóhannes hafa því sterk- ar taugar til þessa samvinnufélags sem hefur vaxið og dafnað undir styrkri stjórn þeirra og annarra ágætra Norðfirðinga á umliðnum áratugum svo að í dag og um langan tíma þykir SÚN og síldar- vinnslan á Neskaupstað vera dæmi um eitt traustasta og best rekna fyrirtæki sinnar tegundar í landinu. Fyrirtæki sem er í sameign fólksins í þágu fólksins og hefur öðru frem- ur stuðlað að þeirri uppbyggingu og atvinnuöryggi sem löngum hef- ur einkennt Neskaupstað. Auðurinn ekki fluttur burt Upphafið að stofnun SÚN verð- ur rakið hér á öðrum stað, en í hátíðarræðu sem Jóhannes Stef- ánsson formaður afmælisnefndar flutti á hátíðinni í Egilsbúð, rakti hann m.a. þróunarsögu félagsins og þá uppbyggingu í atvinnulífi staðarins sem félagið stóð fyrir. Jó- hannes benti á, að það sem skipti einna mestu væri að hagnaður síld- aráranna var aldrei fluttur úr bæn- um eins og gerðist víða um land, heldur varð hann eftir til hagsbóta fyrir bæjarbúa, enda framleiðsluf- yrirtækin í eigu bæjarbúa, en ekki einstaklinga. Eins hefði skipt miklu að mikill einhugur hefði ætíð ríkt innan stjórnar félagsins um þá miklu atvinnuuppbyggingu sem átt hefur sér stað í Neskaupstað á um- liðnum áratugum. „Við eigum stofnendum þessa félags mikið að þakka“, sagði Jó- hannes. „Þeir voru hugsjónarmenn sem höfðu þor og framsýni til að varða leiðina. Síðustu 50 ár hefur þessi félagsskapur verið treystur og ég á honum þá von að hann eflist í framtíðinni með upphafleg mar- kmið í huga.“ Hörð andstaða eignamanna og bankavalds Lúðvík Jósepsson rakti í upphafi hátíðarræðu sinnar lauslega til- drögin að stofnun SÚN og benti mönnum á að andstaðan gegn fé- laginu hafi í upphafi verið mikil. Sú andstaða hefði ekki einungis kom- ið frá gömlu stórverslununum sem áður réðu öllu um inn- og útflutn- ing, rekstur og sölu á staðnum, heldur líka frá heildsölum í Reykjavík sem félagið varð að eiga viðskipti við og einnig hjá banka- valdi þess tíma. „En Samvinnufélagið stóð af sér erfiðleikana og hélt áfram að dafna. Þegar fram í sótti breyttist rekstur Samvinnufélagsins í veru- legum efnum. Nýir tímar kölluðu á breytt form, á aukin umsvif, á áhættumeiri rekstur og á rekstur sem hafði almennari þýðingu en fyrir félagsmenn eingöngu." Lúðvík minnti á þann ágreining sem kom upp þegar nokkrir félags- menn í SÚN vildu að síldarverk- smiðjan sem félagið stóð fyrir stofnun hlutafélags um, yrði sér- eign útgerðarmanna, en ekki eign Samvinnufélagsins. Þeir vildu að arðurinn af rekstrinum yrði þeirra en ekki félagsins. Hið félagslega Lárus Sveinsson lék á trompct á hátíöarsamkomunni við undirleik GuSna Guðmundssonar. sjónarmið varð ofaná og SÚN varð aðal- og meirihluta eignaraðili í Síldarvinnslunni. Hver er árangurinn? En hver er árangurinn eftir 50 ára starf og hvaða gildi hefur SÚN nú fyrir atvinnulífið í bænum?, spurði Lúðvík. Hann benti samkomugestum á, að Síldarvinnslan sem er langsam- lega stærsta atvinnufyrirtækið í Neskaupstað er eitt af stærstu fyrir- tækjum landsins, miðað við veltu og mannafla. Síldarvinnslan á 5 stór fiskiskip, mikið frystihús og vinnur nú að því að koma upp nýju frystihúsi auk þess sem það rekur saltfiskverkun- arstöð, mikla skreiðarverkun og saltar nú síld á eigin vegum í meira mæli en aðrir á Islandi. 30 Álverksmiðjur „Það er ekki auðvelt að átta sig á hve gífurlega stórt atvinnufyrirtæki Síldarvinnslan er, miðað við þann vinnumarkað sem hér er í Nesk- aupstað. Ef Reykjavík hefði eitt atvinnufyrirtæki, sem væri hlut- fallslega jafnstórt og Síldar- vinnslan er hér í Neskaupstað, þá þyrfti það Reykjavíkurfyrirtæki að hafa í þjónustu sinni um 20.000 starfsmenn á fullu árskaupi, og það á góðu kaupi. Slíkt fyrirtæki myndi jafngilda miðað við vinnuafl, um 30 álverksmiðjum eins og Álverinu í Straumsvík." Lúðvík minnti á hversu ómetan- lega þýðingu fyrirtækið hefði fyrir allan rekstur í bæjarféiaginu. Bæði almennar húsbyggingar, rekstur fjölmargra þjónustufyrirtækja og Fróðleg sögusýning í máli og myndum var opnuð í Egilsbúð í Tilefni hátíðarsamkomunnar. Þau Una Þrúður Helgadóttir og Smári Geirsson kennarar sáu um gerð hennar. - Myndir - lg. síðast en ekki síst rekstur bæjarfé - lagsins sjálfs. Á síðasta ári numu heildar launagreiðslur fyrirtækisins um 60 miljónum kr. eða sem nam 150 þús. króna meðaltals árs- launum 400 starfsmanna. Allir Norðfirðingar eiga SÚN „Vegna forgöngu þeirra, sem fyrir 50 árum ruddu brautina og stofnuðu SÚN og vegna framsýni þeirra sem stjórnað hafa félaginu á liðnum 50 árum, eigum við Norðfirðingar nú, góðan skipastól og góðar atvinnustofnanir, og bú- um við traustari og betra atvinnulíf en flestir aðrir á sambæriiegum stöðum. Okkar atvinnutæki eru í sameign. I rauninni er það svo að allir Norðfirðingar, að við öll eigum SÚN og öll dótturfélög þess. Þegar sú stefna var valin að Sam- vinnufélagið gerðist virkur aðili í uppbyggingu atvinnufyrirtækja í bænum og tæki að sér beinan rekst- ur, var sameignarstefnan valin. Enginn útgerðarmaður, enginn félagsmaður í SÚN getur tekið sinn hluta út úr sameigninni og farið með hann, en þeir geta allir notið eignanna og rekstursins og það geta og gera allir bæjarbúar,“ sagði Lúðvík Jósepsson. ->g-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.