Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 1
ojoÐV/uim Annað bindi af hinu stórmerka riti Lúðvíks Kristjánssonar, íslenskir sjávarhættir, er komið út. desember 1982 fimmtudagur 47. árgangur' 270. tölublað „Vísindamenn eru aö verða sífellt háðari því valdi sem þeir hafa sjálfir skapað og á sama tíma er hlutverk vísindamanna að vera sífellt minna þar sem afrakstur vísind- anna er lagður misvitrum stjórnmálamönn- um í hendur. Við höfum flotið að feigðarósi og þar kominn tími til að vísindamenn rísi upp sem einn maður og stöðvi þessa þró- un,“ sagði Brynjólfur Bjarnason fyrrum ráðherra m.a. í ræðu á hátíðarsamkomu stúdenta í gær. Brynjólfur kom víða við í ræðu sinni, ræddi um kreppu og vísindi sem var yfir- skrift hátíðardagskrárinnar, og fjallaði ýtar- lega um vopnakapphlaup stórveldanna, vísindamenn sem starfa í þjónustu dauðans, og það hnattmorð sem vofir yfir, takist mönnum ekki að ná saman um friðarboð- skapinn. - lg- ,Höfum flotið að feigðarósi’ Innkaupakarfa 5: 8 þúsund mismunur / a / • an í fimmtu innkaupakörfu Verð- lagsstofnunarinnar eru reiknuð út ársútgjöld meðalfjölskyldu í mat og hreinlætisvöru og sýnir hún samanlagt lægsta verð á 35 vöru- tegundum í 89 verslunum. Þessar vörutegundir eru látnar spegla öll innkaup á mat- og hreinlætisvörum meðalfjölskyldu á einu ári. í öllum tilvikum var ódýrasta vörumerkið valið og ekki lagt mat á gæði eða þjónustu. Kemur fram að allt að 8000.- kr mismunur er á milli versl- ana, en flestar verslanir liggja mitt ámilli. Ödýrustu verslanirnar sam- kvæmt þessu eru Hagkaup og Víðir í Starmýri en dýrust er Hverfis- kjötbúðin á Hverfisgötu. Sjá síðu 9 9 5 Taliðerað mikil aukning verði í sölu fatnaðar frá Álafossi á næsta ári einkum til Bandaríkjanna og Kanada Fráleitt að tillagan um frystingu vígbúnaðar- kapphlaupsins spilli fyrir viðræðum í Genf - segir Lennart Bodström utanríkisráðherra Svíþjóðaríviðtali við Þjóðviljann Sambandsstjóm ASÍ ályktar um niðurskurð fjármagns til Vinnslueftirlits ríkisins:___ Lýsa furðu sinni á niðurskurðinum enda fjármögnun Vinnueftirlitsins ekki á kostnað ríkissjóðs Tillögur stjórnar Vinnueftirlits ríkisins um fjárhagsáætlun fyrir næsta ár hafa í meðferð við undir- búning fjárlaga verið skornar nið- ur um 40% og hefur Sambands- stjórnarfundur Alþýðusambands Islands lýst furðu sini á þessum nið- urskurði. í ályktun sambandsstjórnar- fundar ASl er fagnað því átaki sem ráðist hefur verið í á vettvangi sam- takanna á árinu og áréttað er mikil- vægi starfs Vinnueftirlits ríkisins. Jafnframt er þess krafist að ríkis- stjórn og Alþingi sjái til þess að Vinnueftirlitinu verði búin viðun- andi starfsaðstaða og síðan segir: „Fundurinn lýsir furðu sinni á því að ekki skuli í fjárlagafrumvarpi farið að tillögu stjórnar Vinnueft- irlitsins um fjárhagsáætlun næsta ár. Fjárhagsáætlunin er sameigin- legt mat fulltrúa launafólks og at- vinnurekenda á fjárþörf stofnunar- innar og fjármögnunin ekki á kostnað ríkissjóðs. Sambands- stjórnarfundurinn treystir því að Alþingisjáisómasinníþvíaðbæta an ákverðið með hliðsjón af fjár- hér úr“ Samkvæmt lögum um Vinnueft- irlit ríkisins eru sérstök gjöld lögð á atvinnurekendur til að standa undir rekstri Vinnueftirlitsins. Eru þessi gjöld innheimt ásamt slysa- tryggingagjaldi. Petta iðgjald er síð- hagsáætlun hverju sinni, ásamt leiðréttingu vegna tekjuafgangs eða tekjuhalla næsta reikningsárs á undan. -v. Sjá 3 Sauðfé fækkað um 17% frá 1978 Ljóst er að sauðfé landsmanna hefur fækkað verulega nú á þessu hausti. Vitað er að því muni fækka um 40 þús. fjár en þó hafa Fram- leiðsluráði ckki ennþá borist end- aniegar tölur að sögn Hákonar Sig- urgrímssonar hjá Framleiðsluráði. Er því víst, að fækkunin verður meiri. , í fyrra fækkaði sauðfénu um 32 þús. Mun því varla fjarri lagi að álykta að hún komi til með að nema allt að 80 þús. á þessum tveimur árum. Sé hinsvegar litið aftur til ársins 1978 hefur sauðfénu fækkað um 17%. Nokkuð er fækkunin í haust mis- jöfn eftir landshlutum. Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, er hún mest á Austurlandi, þá í Þing- eyjarsýslum og síðan á Suðurlandi. Annarsstaðar mun hún vera nokkru minni. -mhg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.