Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 16
DlOÐVIUINN Fimmtudagur 2. desember 1982 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Krafa tollstjóra í gjaldþrotabú: Féll niður vegna tölvuvæðingar Krafa tollstjóra uppá 1,2 mill- jónir króna vegna vangoldins sölu- skatts fyrirtækisins T.H.Garðars- son h.f., sem var tekið til gjaldþrot- askipta í júlímánuði s.l., kom ekki fyrr en 14. nóv. s.l. en áttiaðberast fyrir 11. nóv. Þar sem hér er ekki um neina smá upphæð að ræða, var tollstjórinn í Reykjavík Björn Her- mannsson spurður að því hvað valdið hafi. Björn sagði að ástæðan væri fyrst og fremst sú, að mánuðina ágúst, september og október hafi átt sér stað tölvuvæðing hjá embættinu og hafi þá verið ákveðið að leggja ekki í þann tvíverknað sem gerð eftir- stöðvalista er. Ekki vildi tollstjóri samþykkja að um embættisafglöp væri hér að ræða. Auk þess benti hann á að ríkið hefði afar lélegar tryggingar fyrir vangoldnum söluskatti og í þessu umrædda tilviki hefðu aðeins rösk- ar 100 þúsund krónur komið til skiptanna; eign hins gjaldþrota fyrirtækis var ekki meiri þegar til skiptanna kom. Varðandi þetta umrædda gjald- þrot vekur það athygli að þegar sýnt var að hlutafélagið var orðið gjaldþrota, keypti aðalhluthafi þess allar eignirnar og lagerinn og hóf að reka Sjónvarpsbúðina, sem hlutafélagið hafði áður rekið og haft nafnið að láni frá viðkomandi aðalhluthafa. Að sögn lögfróðra manna er hér um ólöglegt athæfi að ræða, og er meginreglan sú að rifta slíkum kaupum sem þessum, en það mun ekki hafa verið gert. Auk þess hafði umrætt hlutafélag ekki farið að hinum nýju hlutafélagalögum. - S.dór Stórsfgur hjá Pálma Þegar búið var að teija 1200 at- kvæði af 1850 í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Norðurlandi vestra, laust eftir miðnætti í nótt stefndi í stórsigur Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra. Hann hafði þá hlotið 747 atkvæði í fyrsta sæti en helsti keppinautur hans, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður og stjórnarandstæðingur hafði þá hlotið 400 atkvæði í sama sæti. í fyrsta til annað sæti hafði Eyj- ólfur hlotið 437 atkvæði en næstur honum að atkvæðum koni Páll Dag- bjartsson skólastjóri í Varmahtíð með 359 atkvæði í 1. og 2. sæti en samtals 551 atkvæði í þrjú efstu sætin. Þá stefndi í mjög tvísýna baráttu um þriðja og fjórða sætið. Ólafur Óskarsson bóndi í Víðidal hafði hlotið 537 atkvæði í þrjú fyrstu sæt- in og Jón Ásbjörnsson forstjóri á Sauðárkróki var kominn með sam- tals 514 atkvæði í sömu sæti. í fjög- ur efstu sætin hafði Jón hlotið 728 atkvæði en nafni hans ísberg sýsl- umaður á Blönduósi var þá með aðeins 5 atkvæðum færra í sömu sæti. ig. Nýr framkvæmdastj óri Nýr auglýsingastjóri Guðrún Guðmundsdóttir, viðskiptafræóingur, hefur verið ráðin framl væmdastjóri Þjóðviljans og tekur hún við störfum um næstu áramót. Guðrún er starfandi kerf- isfræðingur við Háskóla íslands. Eiður Bergmann, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri Þjóðviljans mörg undanfarin ár, hefur sagt starfi sínu lausu og mun láta af störfum framkvæmdastjóra í byrj- un næsta árs. Svanhildur Bjarnadóttir, sem verið hefur auglýsingastjóri Þjóð- viljans að undanförnu, lét af því starfi nú þann 1. des. -Þjóðviljinn þakkar Svanhildi vel unnin störf. Við starfi auglýsingastjóra blaðs- ins hefur tekið Sigríður Hanna Sig- urbjörnsdóttir, en hún hefur starf- að á auglýsingadeild blaðsins að undanförnu. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins: Friðarfundur í kvöld í kvöld gengst Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins fyrir fundi um afvopnunarmál og baráttuna fyrir friði. Fundurinn er að Grettirgötu 3 og hefst kl. 20.30. Sjá auglýsingu á bls. 10. Mikill vatnselgur var á götum borgarinnar í gærdag, þegar skyndilega fór að rigna. Höfðu menn á orði að nú ættu við ummæli Jóns Marteinssonar úr íslandsklukkunni: „Þvíllkt djöfuls land, að nú skuli líka vera rigníng í frostinu.“ Myndina tók Atli. Kvótaskipting á kolmunnaveiðum á næsta leiti: Stöðugt hækkandi fasteignaverð:______________________________ íbúðir hækka um 78% aðeins 2,6 íbúar um hverja íbúð í Reykjavík! Nýtt fasteignamat tók gildi í Nú er í landinu skráðar 179 Samkvæmt frétt frá Fasteigna- gær, 1. desembcr og hækkar þúsund fasteignir í landinu og niati ríkisins eru nú tæplega 80 samanlagt mat allra fasteigna í hefur þeim fjölgað um 5000 síðan þúsund íbúðir í landinu, en það landinu um 77%, en það er í dag í fyrra. Hefur orðið um 4% þýðir að tæplega 3 íslendingar 89.3 miljarðar króna. Fasteignir aukning á heildarrúmmáli þeirra eru um hverja íbúð. í Reykjavík á höfuðborgarsvæðinu eru dýr- á þeim tíma. búa menn betur en landsmeðal- astar eins og vænta mátti og Langstærstur hluti fasteigna er talið segir um, en þar eru aðeins hækkun á mati þeirra talsvert auðvitað í Reykjavík, en þar eru 2.6 íbúar á hverja íbúð, en meiri, en landsmeðaltalið scgir til 47.4% af samanlögðu fasteigna- íbúðirnar í höfuðborginni eru 33 um. Þær hækka um 78%, en mati. í Reykjanesi eru 23%, en þúsund talsins. meðaitalið cr um 65% yfir allt önnur kjördæmi hafa minna hlut- - v. landið. fall. Verðiim að gera okkur gíldandi segir Sigurjón Arason hjá Hafrannsóknarstofnuninni Nú er veidd um það bil 1 milljón lesta af kolmunna á ári og ekki er talið að hægt sé að auka þær veiðar og því er talið að tekin verði upp kvótaskipting milli þeirra þjóða, sem þessar veiðar stunda. Því er nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að gera okkur gildandi í þessum veiðum, ekki síst í ljósi þess hve vel gengur hjá Eldborg GK á kol- munnaveiðunum nú, sagði Sigur- jón Arason hjá Hafrannsókn, en hann hefur fylgst mjög náið með kolmunnaveiðum. Sigurjón sagði að Sovétmenn veiddu nú um það bil 2/3 hluta þess sem veitt er af kolmunna, en Fær- eyingar og Norðmenn afganginn. Við ættum að geta fengið að koma inní kvóta Færeyinga, vegna þeirrar undanþágu, sem þeir hafa til veiða í okkar landhelgi. Þá sagði Sigurjón ennfremur að samkvæmt rannsóknum virtist svo sem kolmunnastofninn hefði minnk- að milli ára, en þó ekki meir en það sem gæti legið innan skekkjumarka þeirra sem fiskifræðingar miða við. Ekki er vitað með vissu hve stór hrygningarstofn kolmunnans er, en talið að hann sé á milli 5 og 6 mill- jónir lesta, en kolmunni til mann- eldis er ekki veiddur fyrr en hann er 3ja til 4ra ára gamall. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.