Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 2. desember 1982 Sam- vinnan „Hann var jötunefldur afkasta- maður og engum manni líkur hvað snerti skyldurækni og ósér- plægni“. Þessi orð hefur einn af skipstjórum Gránufélagsins, Lauritz Petersen, um Tryggva Gunnarsson, en um Tryggva og Gránufélagið ritar Bergsteinn Jónsson, sagnfræðingur, í nýút- komið hefti af Samvinnunni. Að öðru leyti er aðalefni ritsins þetta: Ritstjórinn, Gylfi Gröndal, skrifar forystugrein um neyt- endamál. Greint er frá heimsókn í kaupfélag Hafnfirðinga og rætt við Orn Ingólfsson kaupfélags- stjóra. „Ber er hver að baki“ nefnist pistill frá Sigurði Jónssyni í Kenya. Kynnt er nýútkomin sjálfsævisaga Jakobs Hálfdánar- sonar. Frásögn er eftir Jóhann Hjaltason: „Blessuð rjúpan hvíta“. Kristinn Snæland segir frá siglingu til Grænlands. „Einn því skrefar auðnuleið, annar refils- stigu“, Sigurður Gunnarsson segir frá alþýðuskáldinu Guð- mundi Guðmundssyni yngra, Ný- jabæ í Kelduhverfi. Sigríður Halldórsdóttir er með þátt um neytendamál svo sem verið hefur að undanförnu. Afmælisgrein er um Hjalta Pálsson, framkvst. sextugan, og minningargrein um Hafþór Helgason, kaupfélags- stjóra á ísafirði. Birt er smásaga eftir Hrafn Harðarson, mynds- kreytt af Árna Elfar, og ljóð eftir Önnu Maríu Þórisdóttur og Sig- fús Kristjánsson. Þá eru 30 ára' gamlar myndir af Reykjavík, teknar úr lofti, og sagt frá fundi Endaðu umroðuna av logmansröðuni longu í gjár Viðgerðin av röðu lögmans á ól- avspku endaði longu í gjár. Byrja var seinnapartin hósdag- in at tosa um röðuna, og í gjár endaði veðgerðin. Nær tingfundur verður aftur var ikki avgjört, tá blaðið fór til prentingar. (úr 14. september) Þeir vísu sogöu „Ég mála aldrei mannamyndir sem líkjast fyrirmyndinni, heldur er það fyrirmyndin sem með aldr- inum fef að líkjast málver- kinu. “(Salvador Dali) „Mér líka fáránlegar tilraunir. Ég er alltaf að gera slíkar.“ (Charles Darwin) „Að eltast við kvenmann gerir engum mein - það er að ná í þær sem gerir gæfumuninn." (Jack Davis, enskur krítíker.) „Guð býr til matinn, en djöfull- inn kokkana“ (Thomas Deloney 1543-1607? enskt skáld.) Beethoven: Á himnum fæ ég aftur heyrnina. Churshill: Ég er tilbúinn... Þannig er „Það er svo vandasamt að lifa, að maður gæti dáið þess vegna“. Þannig einhvern veginn hljóðar máltæki sem frændur vorir í Fær- eyjum nota á stundum og er upp- haf að skemmtilegri samantekt sem birtist í færeyska blaðinu 14. september nú á dögunum. „Þannig er lífið" heitir greinin sem fjallar um andlátsorð nokk- ura kunnra manna og ýmsar vangaveltur þar að lútandi. Þegar breski forsætisráðherran Viscount Palmerston lá bana- leiguna árið 1956, sagði læknir hans við hann að hann myndi deyja skjótt. Palmerston reisti sig upp frá koddanum, hallaði sér upp að lækninum og stundi hátt: „Deyja? Nei, það er það síðasta sem ég geri“. Og svo dó hann. Landi hans morðinginn Neil Cream sem var hengdur árið 1892, mælti hins vegar þau loka- orð sem enginn hefur fyllilega getað ráðið í enn þann dag í dag. í þann mund sem hlemmurinn var felldur undan fótum hans og snaran hertist að hrópaði Cream: „Ég er Jack...“ og það voru hans síðustu orð. Sagt frá nokkrum andlátsorðum sem lifðu af En yfirvöld voru ekki í rónni. Hvað var morðinginn að reyna að segja. Ætlaði hann að bæta við „...the Ripper?" Þeirri spurningu verður sjálfsagt aldrei svarað, þótt menn séu enn að velta vöng- um yfir þessum andlátsorðum. Ameríkaninn, William Palm- er, var ögn gamansamur þegar hann steig upp á aftökupallinn til hengingar. Hann leit á böðulinn, síðan niður á pallinn og sagði: „Ertu nú öruggur um að hann haldi mér“. Frakkinn Jean-Francois Ducos var dæmdur undir fallöxina árið 1793. Áður en hann var leiddur á aftökustaðinn, kom böðullinn inn í fangaklefann til hans til að krúnuraka hann sem þá var siður. Þegar rakstrinum var nær lokið, stundi Ducos: „Ég ætla að vona Skólavarðan endurreist Skólavarðan, sem skólapiltar í Reykjavík hlóðu árið 1793, var nú mjög farin að láta á sjá, enda hafði lítið verið um hana hirt eftir að skólinn fluttist til Bessastaða. Því var það, að Krieger stiptamtmaður gekkst fyrir því vorið 1834, að varðan yrði hresst við og um leið nokkuð breytt frá fyrri gerð. í stað þess að hafa hana hola innan var hún nú hlaðin upp sem ferstrendur stöp- ull og mjókkaði eftir því sem ofar dró. Tveir stallar voru gerðir í vörðuna, vestan í móti og þar komið fyrir setbekkjum. Voru stallarnir hver upp af öðrum en tröppur lágu upp að þeim. Én ekki lét skiptamtmaður við þetta sitja, heldur lét hann, á eigin kostnað, gera veg upp að vörðunni. Voru þar komin frum- drög að Skólavörðustígnum. Vegna þessarar framtakssemi Kriegers var Skólavarðan um skeið nefnd „Kriegers-Minde“, en áður en langt um leið náði Skólavörðunafnið aftur yfirhönd- inni. Þetta sama vor, 1834, var fýrsta brauðgerðarhúsið, sem því nafni gat kallast, reist í Reykja- vík, Bernhöftsbakarí. Þarf naumast að kynna það frekar, og góðu heilli varð ofaná að varðveita þetta því nær 150 ára gamla hús. Þess má og geta, að þetta ár voru útsvör þau, sem bæjarbúum var gert að greiða, 510 ríkisdalir og þótti mikil upphæð, þótt naumast verði sagt að vinstri stjórn hafi þá ríkt í Reykjavík. - mhg Picasso: Skálið fyrir mér. að öxin sé beittari en rakhnífur- inn þinn, herra“. Margt þekkt fólk er sagt hafa haft ýmislegt spaklegt að segja á andlátsstundinni. Listamaðurinn heimskunni Pablo Picasso hafði það stutt og laggott: „Skálið fyrir mér“, voru hans síðustu orð. Og þýska skáldið Heinrich Heine var viss í sinni sök þegar hann sagði á banasænginni: „Guð fyrirgefur mér. Það er hans starf“. Og Beet- hoven var viss í sinni sök þegar hann sagði á banastundinni: „Á himnum fæ ég heyrnina aftur“. Winston Churchill hafði góðan fyrirvara á hlutunum því þegar hann var 75 ára sagði hann í blaðasamtali. „Ég er tilbúinn að mæta skapara mínum, en það er spurning hvort hann sé tilbúinn að mæta mér“. Og að lokum var það breski stjórnmálamaðurinn Henry La- bouchere. Hann lá á sóttarsæng og á rúmborðinu logaði kerti. Kertið ósaði og loginn teygðist hátt í loft upp þegar Labouchere heyrðist tuldra: Vítiseldur? Nei. ekki þangað, nei...“. _ j„ Nýtt hefti af Eiðfaxa Enn kemur Eiðfaxi skeiðandi til okkar. Af efni hans að þessu sinni skal nefnt: Forystugrein er eftir ritstjórann, Hjalta Jón Sveinsson, þar sem hann ræðir um unga fólkið og hestamennskuna, en ritið er að þessu sinni að verulegu leyti helgað ungu fólki. Þá er greinin Hesta- menn framtíðarinnar, - nokkur orð um reiðskóla og fræðslustarf hestamannafélaga. Eiga fram- tíðina fyrir sér nefnist viðtal við fjórar ungar hestakonur, Annie Sigfúsdóttur, Auði Stefánsdóttur, Helgu Friðriksdóttur og Ingunni Reynisdóttir. Ragnheiður Sigur- grímsdóttur ritar Hugleiðingu um gildi hestamennsku fyrir börn og unglinga. Vinna þarf málefnum unglinga brautargengi nefnist spjall við Rosmarie Þorleifsdóttur. Hlín Pétursdóttir, 15 ára, er tekin tali, en hún er nýkomin frá Sviss. „Sú tilvera kringum mig sem ég get ekki verið án“, segir Jens í Kalda- lóni í viðtali. „Að draga upp Bib- líumynd af mínum hugsjónahesti læt ég bíða betri tíma,“ rabb við Pálma Jónsson frá Nautabúi. Þórir M. Lárusson ritar um skyldleika- rækt. Sagt er frá Hesta- mannafélaginu Háfeta í Þorláks- höfn. Jón Sigurðsson á Skipanesi skrifar um gæðingadóma í lands- móti og Steingrímur Viktorsson um sölu hrossa úr landi. Eyjólfur ísfeld segir frá Norðurlandamóti 1982. Sagt er frá mótum hestamannafélaga, og auk þess eru svo í ritinu ýmsar styttri fréttir sem tengjast hestum og hestamennsku. lÁ myndirnar þarf ekki að minna. - mhg A BEAUTIFUL WOMAN - A MAN WITH A PRICE 0N HIS HEAD... IN THE ORIENT S MOST DANCEROUS CITY ...Ronald Reagan Rhonda Flemmg •* Bruce • Maivm Mider lowell Gilmaie ••« Danny Ctiang .,"Wei Lin" Drfetfol irt it*>t H fúStet Widien fc* fhe Scki i þy Wtntton Mitlct iu f'í «r- * þ *i Leikur og starf Þetta gamla auglýsingaplakat rákumst við á í erlendu blaði á dögun- um. Það virðist litlu skipta hvort sumir eru í leik eða starfl. Viðfangs- efnið er það sama.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.