Þjóðviljinn - 02.12.1982, Side 5

Þjóðviljinn - 02.12.1982, Side 5
Fimmtudagur 2. desember 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5 Lennart Bodström utanríkisráðherra Svíþjóðar: Tlllaga um frystlngu spilllr ekkí fyrir í Genf Þann 6. desember næstkomandi mun Lennart Bodström utanríkis- ráðherra Svíþjóðar eiga viðræður við Olaf Jóhannesson utanríkisráð- herra í Reykjavík. Heimsóknin er liður í heimsóknum Bodströms til allra Norðurlandanna, og sagði Bodström á fundi með íslenskum frcttamönnum í gær að „erindið væri ekkert sérstakt nema að kynn- ast kollegum á hinum Norðurlönd- unum og leggja grundvöll að frek- ara samstarfi í framtíðinni." Aöspurður sagöi Bodström að hann hefði þó eitt ákveðið um- ræðuefni á dagskrá, en það er hug- myndin um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. „Sænska þingið hefur ákveðið að við ræðum það við ríkisstjórnir hinna Norður- landanna. Ég hef rætt þetta mál þegar við utanríkisráðherra Nor- egs og Finnlands og mun að öllum líkindum taka það einnig upp á meðan á heimsókn minni til íslands stendur. En kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum er fyrst og fremst málefni sameiginlegs fundar utanríkisráðherra allra Norður- landanna, sem verður innan tíðar. “ Bodström sagði að það væri stefna sænsku stjórnarinnar að leita allra tiltækra ráða til að minnka hættuna á notkun kjarn- orkuvopna á Norðurlöndum. Sænska ríkisstjórnin hefur fyrst og fremst fjallað um þau hafsvæði, sem liggja að Svíþjóð, þótt það sé vissum erfiðleikum háð, þar sem siglingar um Eystrasalt séu öllum þjóðum frjálsar. „Við getum því aðeins stuðlað að því áð þar verði kjarnorkuvopnalaust svæði,“ sagði Bodström, og lagði áherslu á að þetta tæki ekki síst til kafbáta bú- inna kjarnorkuvopnum. „Það er ekki nema eðlilegt að við leggjum áherslu á þau hafsvæði, Lennart Bodström utanríkisráð- herra Svíþjóðar: Tillagan um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum hefur hljómgrunn meðal almennings. sem næst okkur liggja,“ sagði Bodström, er hann var að því spurður hvers vegna sænska stjórn- in legði ekki jafn mikla áherslu á friðun N-Atlantshafsins. „Það er erfitt að krefjast þess að Norður- löndin ráði öllu hafsvæðinu á milli íslands og Noregs, en Iangtíma- markmið okkar er auðvitað í fyrsta lagi að framleiðslu kjarnorku- vopna verði hætt, í öðru lagi að kjarnorkuvopnum verði fækkað og í þriðja lagi að þau verði niður lögð með öllu.“ Þessi afstaða sænsku ríkisstjórn- arinnar byggir á þeirri skoðun, að eftir hugsanlega kjarnorkustyrjöld verði ekki mikið eftir af siðmenn- ingunni. „Þetta er spurning um að lifa af, jafnt fyrir þau ríki er tækju beinan þátt í beitingu kjarnorku- vopna og önnur ríki.“ Lennart Bodström leggur áherslu á að þegar um er að ræða kröfuna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum verði hver þjóð og hver ríkisstjórn að ákveða með sér hvaða kröfur sé rétt að gera. Þannig er það að hans mati í höndum íslendinga og ríkisstjórn- ar íslands að vega og meta hvort og hvernig skuli farið fram á friðun N-Atlantshafsins fyrir kjarnorku- vopnum. Hann sagði sænsku stjórnina reiðubúna að leggja lið sérhverri kröfu er miðar í átt að kj arnorkuafvopnun. * Þá gat Bodström þess að rétt væri að hafa í huga að umræður um kjarnorkuafvopnun væru vart hafnar enn innan ríkisstjórna heimsins; hingað til hafi umræðan fyrst og fremst farið fram á meðal almennings, sem hefði að undan- förnu vakið athygli á kröfunni um allsherjarafvopnun og heimsfrið. Þá gat Bodström þess að þar sem sameiginlegur fundur verka- lýðssambanda á Norðurlöndum hefði lýst stuðningi við kröfuna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum þá væri ljóst að hugmyndin hefði hljómgrunn með- . al almennings. Bodström vísaði á bug þeirri gagnrýni sem borin hefur verið fram þess efnis, að tillaga Svíþjóð- ar og Mexíkó hjá Sameinuðu þjóðunum um frystingu vígbúnað- arkapphlaupsins spillti fyrir af- vopnunarviðræðum stórveldanna í Genf. „Slíkt er ekki ætlun okkar, og það er erfitt að sjá samhengi þess, að árangur innan vébanda Framhald á| bls. 12 „Nú gerist það allt í einu, að AB fer að sýna ýmsum smá- samtökum umhyggju og vill safna þeim undir einn hatt. Hver er orsök þeirrar hugarfarsbreytingar? “ Hver er vandi vinstri hreyfingar? Dálítið hafa þau kallast á um vandamál vinstrihreyfingar, Margrét S. Björnsdóttir (úr AB) og Kristján Jóh. Jónsson, er styð- ur Fylkinguna að ég held. Skoð- anir Kristjáns eru mér nokkuð ljósar en um orð Margrétar vil ég fjalla - sérstaklega í ljósi þess að flokksráðsfundur AB fól nefnd að gera tillögur um skipulags- breytingar á flokknum til að koma til móts við vinstri hópa eins og það var orðað. Kjarninn í málflutningi Mar- grétar er þessi: Villa ýmissa sósí- alista (og skýring á litlu gengi þeirra nú og lömun) var sú að stofna smásamtök, stunda hnútu- kast og láta vera að ganga í AB. Þessa skoðun eða ígildi hennar hef ég heyrt í 10 ár og vil and- mæla. Rétt er að taka fram að ég er mjög sammála Margréti um að „villta vinstrið“ geri rangt með því að taka æ minni þátt í skipu- lagðri pólitískri baráttu. Þessi skortur á að sjá samhengið milli eigin starfs og pólitískrar fram- þróunar er stór meinsemd, bæði í verkalýðshreyfingunni og vinstri- hreyfingunni allri. Pví þá smásamtök ? Kommúnistar á borð við mig reyndu að meta það eins hlutlægt og þeim var unnt fyrir 10 árum, hvort það væri taktískt rétt, mið- að við markmiðið (nýjan verka- lýðsflokk), að ganga í AB. Sumir höfðu reynslu af veru þar. Eitt var að menn vildu ekki taka ábyrgð á stefnu og starfi flokks- ins, annað að þeir mátu skipulag og starfshætti fámennisveldis (200-300 manns) slíkt að þeir töldu félagsaðild verri en sjálf- stæði. Þarna má benda á reynslu hinna ungu marxista af gagnrýni á flokkinn sem hafði ávallt verið vísað rakalaust á bug og þeirri staðreynd að flokkurinn hafnaði alveg mörgum meginhugmynd- um þessa fólks á fræðilega sviðinu. Hér var því ekkert flan, heldur niðurstaða mats á ferð- inni. Það er leiðinlegur siður AB- manna að tala með fyrirlitningu eða meðaumkun um smásamtök. Sú grunnhyggni verður augljós þegar þess er gætt að þeirra eiginn flokkur hóf sig upp sem smásamtök gegn risanum Al- þýðuflokki og að t.d. Einingar- samtök kommúnista náðu því að verða þriðjungurinn af stærð hins virka Alþýðubandalags. Svo mætti einnig spyrja hvort í hæðnistalinu um smásamtök fel- ist ekki andúð á rétti fólks til að drífa upp nýja stjórnmálaflokka, og einnig einokunarhugmyndir þeirra sem eiga hlut að hálfgerðri stofnun í flokkakerfinu. En við gerum samt rangt Þótt ég verji fyrra mat okkar, þá tel ég okkur ungu kommúnist- ana hafa gert alvarleg mistök í umgengninni við AB (og fleiri). Oft var málflutningur okkar ó málefnalegur og stóryrtur. Við útskýrðum heldur ekki vel hvað við var átt með talinu um AB sem taktískan andstæðing. Menn tóku því svo að við vildum AB frekar feigt en auðvaldið, meðan átt var við að AB væri aðal- hindrunin í vegi fyrir hugmynda- fræðilegri framþróun meðal launafólks og stór hemill í verkalýðshreyfingunni. Enn- fremur leituðum við allt of sjald- an eftir samstarfi við flokkinn eða félaga hans og við sáumst nær aldrei á opnum fundum eða ann- ars staðar þar sem við hefðum getað deilt við flokksmenn. Að þessu leyti bera kommúnistar sjálfir ábyrgð á einangrun sinni og til viðbótar kemur svo kreddu- festa þeirra, vilji menn finna nokkrar af orsökum núverandi lægðar í starfi smásamtakanna. Og AB gerði rangt Sagt er að aðal marxista sé að sjá allar hliðar (andstæður) fyrir- Ari Trausti Gudmunds* son skrifar: bæra. Hvað hina ungu kommún- ista varðar voru þeir vel sjáandi að hluta til. Mikið af gagnrýni þeirra og fræðilegri umræðu var málefnaleg og vandlega unnin. Og auðvitað var umræðan (sem Margrét vill sjálfsagt kalla nafla- skoðun eða þras) nauðsynleg. Ástæðan er einföld. Innan AB hefur ekki farið fram neitt um- talsvert marxískt „uppeldi“ sem aftur hefur gert þá hreyfingu að allt of huglægu og þekkingarlitlu afli. Ef AB-menn afla sér ekki almennrar og víðtækrar þekking- ar á fræðum marxismans um t.d. ríkisvaldið, hvernig geta þeir þá unnið að sósíalisma? AB gerði ferleg mistök (meðal margra var þó um yfirvegaða stefnu að ræða) í því að hundsa smásamtökin. Ékki var leitað til þeirra um neitt, þeim nær aldrei svarað og þau „ritskoðuð úr heiminum“ eins og sagt er. Helst voru þau dregin sundur og saman í háði eða búnar til saklitlar skröksögur um greyin. Afsökun flokksins var sú að samtökin væru svo illyrt o.s.frv. - afar stórbrot- inn vitnisburður urn stjórnmála- þroska þess sem gagnrýndur er eða hitt þó heldur. Abyrgð AB á vegferð smásamtakanna er stór og hagsmunum vinstri hreyfingar ekki til framdráttar. Þegar beiskt öl verður sœtt Nú gerist það allt í einu að AB fer að sýna ýmsum (?) smásam- tökum umhyggju og vill safna þeim undir einn hatt. Hver er or- sök þeirrar hugarfarsbreytingar? Eða fer þarna bara ný útgáfa af kyrkingartækninni? Ég tel að AB fái afar fáa úr órólegu deildinni til að koma til liðs við sig, án góðra skýringa, án sjálfsgagnrýni og án sannfærandi raka fyrir því að kommúnistarnir eru nauðsyn- legir til að vinna á aðalvanda vinstrihreyfingarinnar: Skorti á marxískri þekkingu og umræðu um stjórnlist og taktík sósíalism- ans á íslandi. Ari Trausti Guðmundsson, menntakólakennari, hefur löngum verið virkur í pólitík á vinstri væng stjórnmálanna. Hann hefur áður skrifað greinar í Þjóðviljann.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.